Morgunblaðið - 01.06.1988, Blaðsíða 4
4
!8et IMUl .r HUOAQUXIVGIK ,(IiaAJaMUOflOIA
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988
Undirritaði bókun um sam
starf á sviði jarðvísinda
Kínaheimsókn iðnaðarráðherra:
FRIÐRIK Sophusson iðnaðarráðherra er nýkominn heim úr opin-
berri heimsókn til Kína og var markmið ferðarinnar aukið sam-
starf á sviði jarðhitamála. í ferðinni átti Friðrik viðræður við
kínverska ráðamenn og undirritaði hann og Zhu Xun, ráðherra
jarðefna og jarðauðlinda í Kínverska alþýðulýðveldinu, bókun um
samstarf á sviði jarðvísinda og jarðhitamála. Framkvæmd verkefn-
isins er þó háð því að kinversk yfirvöld geti greitt fyrir ráðgjöf-
ina með vörum eða þjónustuviðskiptum.
Friðrik sagði að hér væri ekki
um stórviðskipti að ræða, en þau
gætu samt orðið ákaflega mikil-
væg fyrir síðari tíma. Hugsanlegt
væri að Álafoss gerði verksamning
við Kínveija um að þeir ynnu íslen-
skar ullarvörur í staðinn. Hann
kvaðst bjartsýnn á að úr þessu
S;ti orðið enda hefðu forystumenn
afoss áhuga á að reyna fyrir sér
með þessum hætti. Vandi ullar-
vörufremleiðenda hér á landi væri
mikill, vinnulaun hér mun hærri
en í Kína og því kæmi vel til greina
að hluti framleiðslunnar færi fram
í þar, en markaðskipulag Álafoss
notað við dreifíngu og sölu vörunn-
ar. Aðalatriðið væri að komast inn
á þennan markað og mynda nauð-
synleg viðskiptasambönd á þessum
markaði sem gæti orðið afar mikil-
vægur í framtíðinni. Hann sagði
að búist væri við frekari samning-
um við Kínveija síðar á árinu.
Fram kom hjá Friðrik að vöru-
skipti okkar við Kínveija, eins og
sakri stæðu, væru okkur afar
óhagstæð. Hingað væru fluttar inn
vörur fyrir um 100 milljónir króna
en útfluttningur okkar væri aðeins
um 7 milljónir.
Kínaheimsókn iðnaðarráðherra
stóð yfír dagana 20. - 27. maí og
voru með honum í ferðinni Jakob
Bjömsson orkumálastjóri, Andrés-
Svanbjömsson verkfræðingur,
Guðrún Zoéga aðstoðarmaður iðn-
aðarráðherra, Halldór Kristjánsson
lögfræðingur, Valur Valsson
bankastjóri og Ámi Ámason skrif-
stofustjóri.
VEÐUR
Heimild: Veðurstofa Islands
á veðurspá kl. 16.15 I gaer)
/ DAG kl. 12.00:
VEÐURHORFUR í DAG, 1. JÚNÍ 1988
YFIRLIT ( GÆR: Nálægt Jan Mayen er 1027 mb. hæð en heldur
minnkandi 995 mb. lægð vestur af Skotlandi og önnur álíka djúp
um 1200 km suðvestur I hafi þokast aust-norð-austur. Við norður-
og austurströndina verður 3—7 stiga hiti en vlða 10—16 stiga hiti
í öörum fandshlutum aö deginum.
SPÁ: Hæg breytileg átt SV-lands, en austan og norðaustan-gola
eða kaldi í öðrum landshlutum. Dálítil súld eða rigning viö austur-
ströndina og á annesjum norðanlands, annars þurrt að mestu. Hiti
8 til 16 stlg sunnanlands en 4 til 10 stig fyrir norðan.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Hæg norðlæg átt um
land allt. Sæmilega hlýtt inn til landsins að deginum, annars frem-
ur svalt, einkum þó Norðanlands. Sennilega úrkomuvottur við norð-
ur-ströndina, en þurrt og víöa bjart veöur í öðrum landshlutum.
TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius
'(ff)’ Heiðskirt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður • V Skúrir
er 2 vindstig. * Él
l V
\ JmL Léttskýjað / / / / / / / Rigning EE Þoka
/ / / ZZIl Þokumóða
'Cmk Hál,*ký>að * / * 5 5 Súld
Skýjað ' * / * Siydda / * / oo Mistur
—1* Skafrenningur
jjj| A'skýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
hltl vB*ur
Akureyri B skýjað
Reykjavfk ð þokumóða
Bergon 17 hálfskýjað
Helsinki 23 léttskýjað
Jan Mayen -1 alskýjað
Kaupmannah. 16 skýjað
Naraaarsauaq 7 hálfskýjað
Nuuk 1 alskýjað
Osló 20 lóttskýjað
Stokkhólmur 17 þrumuveður
Þórshöfn ð alskýjað
Algarve 24 heiðskfrt
Amcterdam 12 skúr
Aþena vantar
Barcelona 20 léttskýjað
Chlcago 21 léttskýjað
Feneyjar 24 skýjað
Frankfurt 16 úrkoma
Glasgow 13 mistur
Hamborg 16 skýjað
Laa Palmas 24 léttskýjað
London 16 skúrir
Los Angeies 12 haiðskfrt
Lúxemborg 12 skúrir
Madrfd 24 hátfskýjað
Maiaga 21 þokumóða
Mallorca 26 léttskýjað
Montreal 1ð alskýjað
NawYork 24 skýjað
París 13 rigning
Róm 23 skýjað
San Dlego 13 léttskýað
Winnlpeg 23 skýjað
Morgunblaðið/Þorkell
Atkvæði greitt hjá Jóni Skaftasyni yfirborgarfógeta í gær.
Forsetakosn-
ingamar hafhar
Atkvæðagreiðsla utan kjör-
funda vegna forsetakosninga
1988 hófst á mánudag. Sam-
kvæmt upplýsingum frá embætti
borgarfógetans í Reykjavík hef-
ur verið talsverð þáttaka i kosn-
ingunni, en kjörfundur stendur
frá klukkan 10.00 til 15.00 fram
til föstudagsins 4. júni næstkom-
andi.
Frá og með mánudeginum 6. júní
verður atkvæðagreiðsla utan lcjör-
funda í Ármúlaskóla frá klukkan
10.00 til 12.00, 14.00 til 18.00 og
20.00 til 22.00 alla daga nema
sunnudaga, en þá stendur kjörfund-
ur frá klukkan 14.00 til 18.00.
Flugvirkjar unnu
ekki yfirvinnu
FRESTA varð svonefndri b-skoðun á einni Boeing flugvél Flugleiða
í fyrrinótt vegna þess að flugvirkjar neituðu að vinna yfirvinnu.
Hefur verið ákveðið að skoðunin fari fram á morgun, fimmtudag,
en b-skoðanir fara fram á 400 flugtima fresti. Ekki var seinkun á
flugi í gær af þessum sökum, samkvæmt upplýsingum Flugleiða, en
nota þarf DC-8 þotu, sem er miklu stærri flugvél, í stað Boeing
þotunnar á morgun, sem hefur aukakostnað í för með sér fyrir félag-
ið.
Bráðabirgðalög ríkisstjórnarinn-
ar náðu til allra félaga flugliða, þar
sem samningar höfðu ekki verið
gerðir við félög þeirra og þau verið
með lausa samninga frá síðustu
áramótum. Oddur Pálsson, formað-
ur Félags flugvirkja, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að þessar
aðgerðir væru ekki skipulagðar af
hálfu félagsins. Því væri hins vegar
ekki að leyna að gremju gætti í
röðum flugvirkja með það hvemig
Flugleiðir hefðu staðið að samn-
ingaviðræðum áður en bráðabirgða-
lögin voru sett. Þá hefðu flugvirkjar
viljað samningaviðræður innan þess
ramma sem bráðbirgðalögin settu,
enda þörf á að ræða mörg önnur
atriði en þau sem snertu beinlínis
launamálin, en forsvarsmenn Flug-
leiða túlkuðu bráðabirgðalögin
þannig að síðustu kjarasamningar
væru framlengdir og það mætti
ekki breyta þeim. Flugvirkjar álitu
einnig að bráðabirgðalögin útilok-
uðu ekki að leyfíleg 10% hækkun
væri að einhveiju leyti afturvirk,
en Flugleiðir væru ekki til viðræðu
um það.
Oddur sagðist ekkert geta fullyrt
um það hvort framhald yrði á þess-
um aðgerðum. Það væri allt eins
líklegt, þó hann vonaði ekki, en
vinnuandinn hefði verið mjög góður
fram að þessu. Mikil yfirvinna
tíðkaðist meðal flugvirlq'a og nánast
gert ráð fyrir henni við skipulag
vinnunnar.
Þrjú skip
seldu erlendis
Þijú skip seldu afla sinn erlendis
í gær og fyrradag. Þetta voru
Vigri RE, sem landaði i Bremer-
haven, Náttfari RE, sem seldi í
Grimsby og Huginn VE, sem fór
tíl Hull.
Vigri seldi í gær og fyrradag 348
tonn af grálúðu, karfa og þorski
fyrir 17,8 milljónir og meðalverðið
var 51,31 kr. Náttfari seldi í gær
100 tonn fyrir 5,9 milljónir, sem
gefur meðalverðið 59,42. Uppistað-
an í aflanum var þorskur. Loks
seldi Huginn í gær 94 tonn fyrir
5,9 milljónir. Meðaiverðið var 62,12
og uppistaðan í aflanum var þorsk-
ur.
Norrænt krabbameins-
þing haldið í Reykjavík
HIÐ ÁRLEGA þing samtaka
krabbameinsfélaga á Norður-
löndum verður haldið á Holiday
Inn f Reykjavfk dagana 1. til 3.
júnf 1988.
Þátttakendur á þinginu verða um
80, þar af helmingur frá hinum
Norðurlöndunum. Um 50 fyrirlestr-
ar verða fluttir á þinginu. Guð-
mundur Bjamason heilbrigðisráð-
herra mun ávarpa þingið og einnig
flytur Jan Stjemswárd yfírmaður
krabbameinsdeiidar Alþjóðaheil-
brigðisstofnunarinnar erindi.
Aðalefni þingsins verða fyrir-
lestrar og umræður um hlutverk
krabbameinsfélaganna á Norður-
löndum í aðgerðum gegn krabba-
meini á næstu árum og áratugum.
Verður fjallað um spár um fjölda
krabbameinstilfella í framtíðinni og
um það á hvað eigi að leggja áherslu
í baráttunni við krabbamein, hvaða
aðgerðir hafa mest áhrif á heil-
brigði einstaklinga eða þjóða, og
hvemig fjármunum sé best varið f
baráttunni gegn krabbameini. Auk
þess verða flutt erindi um margt
annað svo sem krabbamein við at-
vinnu, umhverfí, mataræði og
reykingar. Þá verður fjallað um
krabbameinsleit, meðal annars ár-
angur leitar hér á landi, segir í frétt
frá Krabbameinsfélaginu.