Morgunblaðið - 01.06.1988, Síða 40

Morgunblaðið - 01.06.1988, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988 Lionsklúbbur Vestmannaeyja: Hreinsað til við Helgafell LIONSMENN I Vestmannaeyj- um hafa tekið upp þann sið að safnast saman ásamt fjölskyld- um sínum á vorin og hreinsa til á eynni. Að þessu sinni var tekið til við Helgafell og í ná- grenni þess. Þetta er annað árið í röð sem Lionsmenn gangast fyrir svona tiltekt og að sögn Sigmars Jóns- sonar hjá Lionsklúbbnum söfnuð- ust um 300 stórir ruslapokar á 3—4 tímum sem er heldur minna en í fyrra. Sigmar sagði að við Helgafell væri gömul sorpgryfja sem fólk freistaðist enn til að nota með þeim afleiðingum að bréfarusl fyki um nágrennið og í átt að flugvellinum. Morgunblaðið/Sigurgeir Lionsmenn í Vestmannaeyjum og fjölskyldur þeirra hreinsa til við HelgafeU Að hreinsuninni lokinni var þátttakendur, Lionsmenn og aðra slegið upp griilveislu fyrir alla sem hönd lögðu á plóginn. • • Oxarfjörður: Vorið seint á ferð Skinnastað, öxarfirði. VORIÐ hér í byggðunum við Öxarfjörð er fremur svalt og bjart. Gróður er seint á ferð vegna þurrka og næturfrosta. Sauðburður er langt kominn og hefur gengið áfaUalitið. Sauðfé er á húsum. Fjórar til fímm frostnætur komu í röð upp úr miðjum mán- uði og kyrktu gróður. Úthagi er bleikur ennþá og birkikjarr fór ekki að bruma fyrr en eftir það. Sauðfé er allt inni í fjárhúsum að þingeyskum sið, og verður þröng á þingi ef ekki er hægt að setja lambær á tún jafnóðum, en slíkt var hægt nú í vor. Hér eru að jafnaði 70-80% af ám tvílembdar og sumar þrílembdar. Það fjölgar því ört í fjárhúsum. Skólafólk og kunningjar úr bæjum koma oft til hjálpar á sauðburði, sem þykir spennandi tími, enda þarf að standa vaktir allan sólarhringinn. Fátt er enn um skemmtiferða- menn en landverðir munu þó vera farnir að undirbúa sumarvertíðina í Ásbyrgi og Jökulsárgljúfrum. Sigurvin Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! JtttfrgaittMðfrib raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar | fundir — mannfagnaðir | Kynningarfundur náttúrulækn- ingafélaganna 1988 Náttúrulækingafélag íslands, ásamt banda- lagsfélögunum í Reykjavík og á Akureyri, heldur kynningarfund á Hótel Loftleiðum, ráðstefnusal, í dag miðvikudaginn 1. júní, kl. 20.30. Dagskrá: 1. Jónas Bjarnason, forseti Náttúrulækn- ingafélags íslands, flytur inngangserindi um stefnu náttúrulækningafélaganna og hugmyndir um nýjungar í starfi. 2. Sýnd verður frumgerð nýrrar sjónvarps- myndar um náttúrulækningafélögin, sögu þeirra, stefnu og framtíðarsýn. Lýst er vist á Heilsuhælinu í Hveragerði. 4. Eiríkur Ragnarsson, framkvæmdastjóri Heilsuhælis NLFÍ, segir frá fyrirhuguðum framkvæmdum á Heilsuhælinu. 4. ísak G. Hallgrímsson, yfirlæknir Heilsu- hælis NLFÍ, segir frá starfsemi og með- ferð á Heilsuhælinu. Veitingar. 5. Hrönn Jónsdóttir, hjúkrunarforstjóri Heilsuhælis NLFÍ, segir frá hjúkrun í anda náttúrulækningastefnunnar og hugmynd- um um sjúklingafræðslu. 6. Áslaug Kristjánsdóttir, formaður Náttúru- lækningafélags Akureyrar, segir frá starfi og hugmyndum félagsins og framtíðar- áformum um Heilsuhælið í Kjarnaskógi. 7. Gunnlaugur Kr. Jónsson, formaður Nátt- úrulækningafélags Reykjavíkur, segir frá starfi félagsins. Umræður. Fundurinn er opinn öllum áhugamönnum. Stjórn NLFÍ. Fiðlutónleikar í Norræna húsinu fimmtudaginn 2. júní kl. 20.30. Bryndís Pálsdóttir, fiðluleikari. Joanna Lee, píanóleikari. Leikin verða verk eftir Bach, Mozart, Kreisler og Prokofiev. Aðgöngumiðar við innganginn. Nemendur Reykjaskóla í Hrútafirði 1956, ’57 og ’58 ætla að hittast 11. júní. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 5. júní til Guðmundar Jóhannssonar, s. 91-686070, Rögnu Helgadóttur, s. 91-71971 og Gunnars Sigurðssonar, s. 95-4162. Reykofn til sölu Til sölu er reykofn af gerðinni Sotra Maskin (norskur). Heit og köld reyking, alsjálfvirkur. Um kaup eða kaupleigu er að ræða. Nánari upplýsingar í símum á daginn 93-86784 og 93-86874, á kvöldin 93-86715 og 93-86672. Byggingavöruverslun Höfum fengið í einkasölu þekkta byggingavöru- verslun, sérlega vel staðsetta á höfuðborgar- svæðinu. Ört vaxandi fyritæki með góð við- skiptasambönd. Hagstæð greiðslukjör. Upplýsingar aðeins veittar á skrifstofunni. Firmasalan Hamraborg 12, Simi 42323 Garnverslun til sölu Garnverslun á góðum stað í miðbænum er til sölu. Verslunin er í leiguhúsnæði sem býður upp á ýmsa möguleika. Góð umboð fylgja. Þeir sem óska frekari upplýsinga sendi bréf merkt: „Verslun - Miðbær - 6695“ á auglýs- ingadeild Mbl. fyrir 10. júní. ýmis/egt Þjóðhátíðarlag 1988 Þjóðhátíðarnefnd íþróttafélagsins Þórs í Vestmannaeyjum óskar eftir tillögum að þjóðhátíðarlagi og Ijóði 1988. Tillögunum skal skila á snældum og vera merkt dulnefni, en nafn og heimilisfang höf- undar fylgi með í lokuðu umslagi. Tillögum skal skila fyrir 15. júní merktum: „Þjóðhátíðarlag 1988." Tillögur sendist í pósthólf 175,900 Vestmanna- eyjum merktum Þjóðhátíðarnefnd Þórs. Þjóðhátíðarnefnd Þórs 1988. íslenski dansflokkurinn Prófun íslenski dansflokkurinn hefur prófun fyrir dansara í æfingasal Þjóðleikhússins föstu- daginn 3. júní kl. 12.30. íslenski dansflokkurinn. Vesturland Friðjón Þórðarson, alþingismaöur fer um Vesturlandskjördæmi og verður til viðtals á eftirtöldum stöðum: Arnarstapa, Breiðavíkurhr., miðvikud. 1. júni, kl. 17.00. Hellissandi, miövikud. 1. júni, kl. 20.30. Ólafsvík, fimmtud. 2. júní, kl. 20.30. Rætt veröur um hóraðsmál, þjóðmál og þingmál og fyrirspurnum svarað. Allir velkomnir. Fríðjón Þórðarson. Sómi 800 Til sölu er Sómi 800 árgerð 1985, með 165 ha Volvo Penta vél og Duo Prop drifi. Báturinn er fullbúinn tækjum. Bátur og tæki í sérflokki. Upplýsingar gefur Marteinn í síma 93-61252 í Ólafsvík. nauðungaruppboð Nauðungaruppboð 2. og siðara, á verkstæðishúsí við Ægisgötu, talinni eign Áss sf., eftir kröfu Björns Jósefs Arnviðarssonar hdl., fer fram föstudaginn 10. júní nk. kl. 16.00 í skrifstofu embættisins. Fundur um jafnréttis- og fjölskyldumál Jafnróttis- og fjöl- skyldumálanefnd Sjálfstæðisflokksins boðar til almenns fundar í Valhöll fimmtudaginn 2. júní kl. 17.00. Dagskrá fundarins: Inga Jóna Þórðar- dóttir skýrir frá störfum fjölskyldu- nefndar ríksisstjórn- arinnar og Kristín S. Kvaran greinir frá störfum stjórnar jafnróttis- og fjölskyldumálanefndar Sjálfstæðisflokksins. Allir sem áhuga hafa á að taka þátt í starfi jafnréttis- og fjölskyldu- málanefndar Sjálfstæðisflokksins eru velkomnir og hvattir til að mæta. Bæjarfógetinn Ólafsfirði. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.