Morgunblaðið - 01.06.1988, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNf 1988
Hvítasunnumót Sjóstangaveiðifélags Vestmannaeyja:
Rigningin o g Kári styttu
stangaveiðimótið
Sjóstangaveiðimenn í Vest-
mannaeyjum héldu sitt 19. hvíta-
sunnumót á dögunum. Þetta mót
var óvenjulegt í marga staði og
léku þeir Kári og regnguðinn
aðalhlutverkin. Aðsóknin að
mótinu var góð, því á sjó fóru
106 veiðimenn, galvaskir og vel
útbúnir í slaginn við þann gula
og reyndar alla hina fiskana
líka.
Lagt var úr höfn klukkan 6 að
morgni laugardags, í veðri sem á
sjómannamáli kallast „slampandi",
en á landkrabbamáli þýðir það
þokkalega skipgengur sjór. En
þrátt fyrir suddarigningu og 5-6
vindstig af suðaustri voru stanga-
veiðimenn hressir þegar komið var
að landi klukkan 14. Veiðin þann
Eyjabátarnir Sigurbára og Gæfa
létu bullandi brælu ekkert á sig
fá fyrri dag Hvítasunnumóts Sjó-
stangafélagsins.
daginn var 4423 kíló, mest þorskur.
Nýr bikar, sem Arthur Bogason
gaf til keppninnar, bættist í verða-
launasafnið að þessu sinni, en hann
var veittur fyrir verðmætasta af-
lann í hlutfalli við kflóatölu. Jóhann
Halldórsson, skipstjóri á Andvara
hlaut bikarinn, en afli þeirra á
Andvara lagði sig á 37,35 krónur
kflóið.
Á seinni degi mótsins, á hvíta-
sunnudag, lögðu 15 bátar úr höfn
klukkan 6 að morgni, en um klukk-
an 7 jókst vindur snögglega og
gerði úrhellisrigningu. Fór þá að
fara um mótsstjórann í landi og
upphófust þá símaviðtöl við skip-
stjórana þar sem leitað var frétta
og ráða. Var samdóma álit manna
að best væri að kalla flotann í land,
sérstaklega þar sem von var á falla-
skiptum klukkan 10. Sagði Magnús
Magnússon, mótstjóri, að þetta
væri í fyrsta sinn í sextán ár sem
grípa hefði þurft til slíkra örþrifar-
áða, en þegar jafn kærulausum
manni og honum sjálfum væri farið
að líða illa yfir að bera ábyrgð á
140 mannslífum í slíku veðri væri
tímabært að kalla bátana í land.
Þeir sem vildu voru fluttir yfir í
stærri bátana áður en haldið var í
Faxasund og jrfir Beinakelduna.
Magnús mótstjóri og aðrir sem voru
úti á hrauni og sáu þegar bátamir
komu suður Faxasundið sögðust
seint gleyma þeirri sjón.
Nokkrir þátttakendur vom teknir
tali að sjóferðinni lokinni. Sólveig
Erlendsdóttir frá Akureyri: „Ég
hefði ekki viljað missa af þessarri
lífsrejmslu fyrir nokkum mun, hún
var hrikaleg." Elínborg Bemódus-
dóttir úr Vestmannaeyjum: „Þetta
er ólýsanlegt, stórkostlegt, en ég
er alsæl að vera komin í land.“
Ríkharður Ingibergsson, 76 ára
Reykvíkingur: „Þetta var rosalegt,
en maður fann að sjómennimir
Morgunblaflið/Sigurgeir
Á þessarri mynd sjást þeir Bogi
Sigurðsson, fyrirliði aflahæstu
sveitarinnar, og Sveinn Jónsson,
aflahæsti einstaklingurinn, ræða
málin við Magnús Magnússon,
mótstjóra.
Aðalbjörg Bernódusdóttir og Ester Oskarsdóttir sjást hér koma að
landi, en þær leiddu tvær efstu kvennasveitimar og Ester var þar
að auki aflahæsta konan í keppninni.
vissu hvað þeir væm að gera og
þetta fór allt vel.“
Sjómönnum sem Morgunblaðið
hafði tal af kom saman um að fólk-
ið hefði staðið sig ótrúlega vel og
ekki síst konumar, en þær vom 19
talsins á þessu móti. Þær hefðu
sýnt og sannað að þær ættu erindi
í þessi mót ekki síður en karlmenn-
imir. Að kvöldi hvítasunnudags var
haldin veisla í Kiwanishúsinu, þar
sem matreiðslumenn Skútans
reiddu fram sjávarréttahlaðborð.
Að því búnu fór fram verðlaunaaf-
hending og síðan skemmti fólk sér
fram undir klukkan 2:30.
Aflahæsti karlmaðurinn í mótinu
var Sveinn Jónsson úr Vestmanna-
eyjum, sem dró 190,2 kfló, en afla-
hæsta konan var Ester Óskars-
dóttir úr Eyjum með 174,2 kfló.
Flesta físka dró Brynjar Birgisson,
eða 93. Stærsti fiskur mótsins var
9,6 kflóa þungur þorskur, sem Stef-
án Einarsson dró, en myndarlegasti
marhnúturinn vóg 0,8 kfló, en það
var Bogi Sigurðsson úr Eyjum sem
náði að snara honum innfyrir borð-
stokkinn.
Frá fundi íslendingafélaganna í Kaliforníu sem haldinn var í Moro Bay.
Samvinna Islendinga-
félasranna í Kaliforníu
íslendingafélögin í Norður- og
Suður-Kaliforníu héldu nýlega
sameiginlegan fund í Moro Bay
þar sem rætt var um síðustu
þorrablót félaganna og væntan-
lega hátíð 17. júni.
Samþykkt var að fá þorramat að
heiman næsta ár eins og að þessu
sinni og ennfremur að reyna að fá
íslenska hljómsveit. Einnig var rætt
um að halda sameiginlega úti-
skemmtun félaganna og boða til
annars samráðsfundar á næsta ári.
Fundinn sóttu frá Norður-Kali-
fomíu: Ámi Ámason formaður, Ingi
Ólafsson varaformaður, Patsy Þórð-
arson, Ámi Geirsson og Einar Sig-
urðsson. Frá Suður-Kalifomíu komu
Katrín G. Johnson formaður, Sigrún
H. Breazile varaformaður, Jóhanna
Lewis og Katrín E. Warren.
Norðurlandsmótið í bríds:
Siglfirðingar í
efstu sætunum
Brids
Amór Ragnarsson
Sveit Boga Sigurbjörns-
sonar varð Norðurlands-
meistari í brids 1988 en
mótið var spilað á Sauðár-
króki um síðustu helgi. Með
Boga spiluðu í sveitinni
bræður hans Anton, As-
grímur og Jón og systir
þeirra Stefanía. Sveitin
háði harða keppni um efsta
sætið við sveit Valtýs Jónas-
sonar sem einnig er frá Si-
glufirði en systkinin höfðu
betur á lokasprettinum og
sigruðu með 8 stiga mun.
Þrettán sveitir tóku þátt í
mótinu sem er nokkru lakari
þátttaka en undanfarin ár en
þátttökusveitir hafa oftast verið
í kring um 20. Sveit Boga tók
strax forystu í mótinu en sveit
Valtýs spilaði vel um miðbik
mótsins og þegar þremur um-
ferðum var ólokið voru sveitimar
með jafnmörg stig. Lokaum-
ferðimar vom sveit Valtýs hins
vegar erfíðar og varð hún að
láta sér lynda annað sætið. Aðr-
ar sveitir áttu ekki möguleika á
sigri í mótinu.
Lokastaðan í mótínu varð
þessi:
Bogi Sigurbjörnsson Siglufirði 266
Valtýr Jónasson Siglufirði 248
Utangarðsmenn Akureyri 221
Hellusteypan Akureyri 218
Kristján Guðjónsson Akureyri 204
Halldór Svanbergsson Ólaf sfirði 204
Eðvarð Hallgrimsson Skagaströnd 198
Gunnar Þórðarson Sauðárkróki 197
Gunnar Berg Akureyri 192
Spiluð voru 192 spil — 16 spila
leikir og stóð spilamennskan í
yfir 30 klukkustundir. Keppnis-
stjóri var Albert Sigurðsson frá
Akureyri en mótsstjóri Jón Öm
Bemdsen.
Albert Sigurðsson stjórnaði
Norðurlandsmótinu. Albert er
keppnisstjóri á Akureyri og
hefir verið viðloðandi
Norðurlandsmótið sl. 22 ár.
Morgunblaðið/Amór Ragnarsson
Siglfirzku sveitímar, sem sigr-
uðu í mótínu. Talið frá vinstri:
Ásgrímur Sigurbjörnsson, Stef-
anía Sigurbjörnsdóttir, Anton
Sigurbjörnsson, Bogi Sigur-
björasson, Viðar Jónsson, ísak
Jóhann Ólafsson, Sigurður
Hafliðason og Sigfús Steingr-
ímsson. Á myndina vantar einn
af bræðrunum í sigursveitinni,
Jón Sigurbjörasson.