Morgunblaðið - 01.06.1988, Síða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988
Kveðjuorð:
Valtýr Pétursson
listfræðingur
ist okkur sá haukur í homi, sem
þurfti til að halda starfseminni sam-
an. Hann var gæddur ríkri ábyrgð-
arkennd og gátum við treyst á að
hann mætti á réttum tíma, þó
annríki væri oft mikið á þessum
árum og fyrir það þökkum við í dag.
Það var góð lífsreynsla að kynn-
ast Valtý og lærdómsríkt að hlýða
á hans litríku mannlífsmyndir, sem
hann miðlaði okkur.
Ógleymanlegar verða ferðir um
náttúruna til að teikna og mála, svo
sem á ÞingvöU, Reykjanes og Eyr-
arbakka. Einnig var farið á mál-
verkasýningar og vinnustofu hans
og sérstaklega var kært að koma
á heimili þeirra Herdísar svo ríkt
af vináttu og listfengi.
t
Eiginmaöur minn,
VALDIMAR KRISTINSSON,
Sólvöllum,
Innri-Akraneshreppi,
varð bráðkvaddur á heimili sínu mánudaginn 30. maí.
Ruth Jónsdóttlr.
Fýrir 15 árum sameinaðist hópur
fólks innan Starfsmannafélags
Flugleiða og stofnaði listadeild, sem
hefur starfað síðan innan vébanda
félagsins. Málaralistin var efst á
baugi og til að hlúa að þessu áhuga-
máli var leitað til þekktra lista-
manna og var Valtýr Pétursson einn
meðal þeirra.
Málin þróuðust þannig að meiri-
hlutann af þessum árum hefur hóp-
urinn notið leiðsagnar og hand-
leiðslu Valtýs og að auki vináttu
hans og hans góðu eiginkonu,
Herdísar Vigfúsdóttur, frönsku-
kennara við Menntaskólann í
Hamrahlíð.
Strax í upphafi tók Valtýr okkur
af einstakri ljúfmennsku og reynd-
t
Eiginkona mín,
MARGRÉT JÓHANNSDÓTTIR,
Víghólastíg 4,
Kópavogi,
lést á Hrafnistu þann 30. maí.
Eymundur Austmann Friðlaugsson.
t
Ástkær systir, frænka og mágkona,
HELGA ARNGRÍMSDÓTTIR,
Bergstaðastræti 64,
lést á Landspítalanum 30. maí. Jarðarförin tilkynnt síðar.
Fyrir hönd systkina og annarra aöstandenda,
Sigurður Arngrimsson.
t
Ástvinur okkar,
ÁSGEIR TORFASON,
Hávallagötu 15,
lést á heimili sínu 22. maí.
Útför hans var gerð í kyrrþey.
Gyða Jónsdóttir, Sigurður Jónsson,
Ásgeir Sigurðsson, Jón Vlðar Sigurðsson.
t
Faðir okkar og tengdafaöir,
SIGURÐUR JÓNSSON,
áðurtil heimilis á Nýlendugötu 4,
lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 20. þ.m.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 1. júní, kl. 10.30.
Alda Björk Sigurðardóttir, Hans Pótur Jónsson,
Magnús Jón Sigurðsson, Sigrfður Edda Ólafsdóttir.
Móðir okkar, t SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Sólvangl,
óður Bröttuklnn 6,
lést 28. maí.
Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjaröarkirkju föstudaginn 3. maí kl.
10.30. Bragi Jafetsson, Viktorfa Jafetsdóttir, Halldóra Jafetsdóttir.
Hið talaða orð varð okkur stund-
um meira virði en vinnan við mynd-
imar, enda varð hann leiðbeinandi
okkar í tvennum skilningi og ekki
síður að tengja listina við menn og
málefni, aðstæður og þjóðfélags-
strauma bæði vestan hafs og austan
og hvemig íslenskir listamenn
tengdust þessum straumum og
fluttu listina heim til föðurhúsa.
Fyrir alla þessa fræðslu þökkum
við í dag.
Valtýr Pétursson, listmálari, er
að leiðarlokum kvaddur af vinum,
sem minnast góðs og mikils lista-
manns og megi Guð vera með hon-
um og styrkja Herdfsi í harmi henn-
ar.
Guðmundur Snorrason
Það er stundum mjótt mundangs-
bilið milli efa og vissu. Einhvem
tímann á ámm áður hallaðist um
skeið á vissuna í huga ungs lista-
manns. Til hvers var að vera að
mála þessar myndir, sem enginn
vildi sjá og voru kannske órar ein-
ir, og svo þóttist maður vera komm-
únisti. Samferðamenn og jafnaldrar
vom sem óðast að koma sér upp
ömggri framtíð og sumir þekktu
ekki einu sinni efann af afspum.
Og það vom gerðar einhveijar til-
raunir til að gerast nýtur þjóðfé-
lagsþegn, allt frá sjómennsku og
eyrarvinnnu niður í blaðamennsku
við vonlaust blað eins og Þjóðvilj-
ann, en allt kom fyrir ekki. Þá var
gott að eiga innhlaup á Marargötu
5 hjá Diddu og Valtý. Þar var ekki
menningunni í kot vísað. Eins og
hendi væri veifað var maður kominn
inn f miðja hringiðu evrópskrar list-
ar. Þar vora tii bækur og blöð um
allt mflli himins og jarðar. Það var
eins og Matisse og Manessier sætu
við borðið hjá okkur og Poliakoff
væri aðeins ókominn. Sjaldan hef
ég vitað jafn ólíkar manneskjur jafn
samstiga, Didda með rólegt yfír-
bragð en mikið fas og eitthvert hið
besta íhald sem ég hef kynnst, því
að hún vissi í hvað hún vildi halda
og var einhvers virði, Valtýr eins
og menningarlegt eldgos, þar sem
hugmyndir þutu um borð eins og
billjard-kúlur, skullu saman eða
sundmðust í eldmóði umræðunnar.
Hver dagur var nýtt upphaf, ný
opinbemn. Hann var alltaf að fínna
hið stórkostlegasta í heimi. Það gat
verið sinfómna eftir Sibelius eða
tónaljóð eftir Satie, sem Valtýr var
búinn að endurappgötva áratugum
Minning:
Antonía Arna-
dóttir Djúpa vogi
Fædd 19. september 1900
Dáin 16. mai 1988
Það liðu bara nokkrir dagar milli
þess sem mamma sagði'mér að hún
amma mín væri dáin og að ég frétti
að Nfa væri dáin líka. Þær vom
sitt hvom megin við 90 árin og við
þann aldur má eflaust búast við
kalli dauðans hvenær sem er. Samt
var það svo að ég var engan veginn
tilbúin. Kannski er maður það aldr-
ei. Eg var ekki tilbúin að kveðja
þessar konur sem vom fastur
punktur í tilvem minni þegar ég
var að alast upp fyrir austan, Aðal-
heiður amma mín og Nía, eins kon-
ar amma, eftir ég fékk að kynnast
henni.
Það hefur verið í kringum 1966
sem ég var hjá Þorbjörgu í Birkihiíð
og var send eftir eggjum til Ant-
oníu og Kristjáns í Ásbyrgi. Ég
þekkti þau ekkert en þau vissu
eflaust hver ég var. í þeirri ferð
hófst vinskapur okkar Níu. Eftir
það fór ég reglulega í heimsókn til
hennar og Krisfjáns og alltaf var
jafn gott að koma til þeirra. Ég
laðaðist að henni, sem er ekkert
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi,
GUNNAR VILHJÁLMSSON,
Álfhelmum 42,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 2. júní kl.
10.30.
Guöveig Hinriksdóttir,
Gunnlaugur Gunnarsson, Þorbjörg Einarsdóttir,
Ema Gunnarsdóttir,
Guðný Gunnarsdóttir,
Vigdfs Gunnarsdóttir,
Agnar Logi Axelsson,
Kristlnn Sigurðsson,
Jón Pálsson,
Ágústa Hallsdóttir
og barnabörn.
t
Hjartkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir, amma og
langamma,
HERDÍS HÁKONARDÓTTIR,
Þinghólsbraut 12,
Kópavogi,
verður jarösungin frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 2. júní kl.
13.30.
Guðmundur Jónsson,
Petrfna G. Narfadóttir,
Konný Arthúrsdóttir, Kristinn Benediktsson,
Jóhanna Guðmundsdóttir, Jóhann Magnússon,
Hafsteinn Guðmundsson,
Haraldur H. Guðmundsson,
Hlynur Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
áður en popparar gerðu hann að
sfnum manni. Það gat verið „Tropic
of Cancer" eftir Henry Miller eða
Jóhann gamli í Hamsun, allt eftir
því, hvað hann hafði seinast séð eða
heyrt. Eftir slíka kvöldstund þurfti
ekki frekar að spyija að leikslokum
um þjóðnýt störf. Ungur listamaður
flaug heim og tók aftur til við að
mála vonlausar myndir. Jafn smit-
andi hrifnæmi hef ég aldrei kynnst.
í París líður lífíð áfram eins og
fljót. París breytist aldrei. Það emm
bara við sem einu sinni vomm þar,
sem breytumst svolítið, eða hverf-
um í strauminn. Á Café Select sá
hin glataða kynslóð Hemingways
sólina renna upp. Síðar tóku Islend-
ingar staðinn og þá gekk sólin aldr-
ei til viðar. Nú hafa Frakkar endur-
heimt Select og drekka settlega úr
þeim glösum, sem íslendingar náðu
ekki að bijóta. Furðufuglamir era
flognir, fljótið hefur breytt um far-
veg. í Marais eða Latínuhverfínu
er eflaust einhver Valtýr ásamt vin-
um sinum að ráða gátu listarinnar
í eitt skipti fyrir öll. Við þekkjum
þá bara ekki og vitum ekki um
drauma þeirra.
Þegar við, sem emm við aldur,
missum einhvem úr okkar hópi, er
sá missir alger. Það fyllir enginn í
skarðið. Að Valtý gengnum er eins
og öldin sé liðin. Valtýr var gæfu-
maður þrátt fyrir langvarandi þraut
og veikindi. Hann lét aldrei bugast
og andspænis ákafa hans og
lífsþorsta, vildi okkur hinum oft
gleymast, hversu veikur hann var.
Sú var gæfa hans seinust að fá að
deyja í svefni.
París 20. maí.
Kjartan Guðjónsson
skiýtið, því hún var með afbrigðum
bamgóð. Það brást ekki þegar ég
kom í heimsókn að stungið var upp
í mann bijóstsykursmola eða súkk-
ulaðibita, sem var vel þegið. Svo
sátum við við eldhúsborðið og rædd-
um um lífíð og tilvemna svona eins
og hægt er að ræða við sjö ára
bam! Nía var æðmlaus og góð kona.
AJdrei heyrði ég hana hallmæla
nokkmm manni og alltaf reyndi hún
frekar að fínna góðu hliðamar á
öllum málum.
Eftir að ég fór alfarin frá Djúpa-
vogi urðu samskipti okkar minni.
Við skrifuðumst þó á um tíma. Og
alltaf þegar ég heimsótti Djúpavog
næstu árin var það efst á listanum
að heimsækja Níu og Stjána. Það
breyttist ekkert. Móttökumar vom
yfirleitt alltaf þær sömu: Nei, ert
þú komin, blessunin! Síðan var dúk-
að borð og allar kræsingamar sett-
ar á. Og hamingjusömust var hún
auðvitað ef maður gat klárað sem
mest af fatinu. Þau vom líka ófá
sokkapörin sem hún gaukaði að
mér, bæði fyrir sjálfa mig og dóttur
mína, eftir að hún kom í heiminn,
og hekluðu dúkana hennar á ég
ennþá.
Ég get ekki rakið ættir og upp-
mna Antoniu. Væntanlega verða
aðrir til þess. En þar sem ég hafði
ekki tækifæri til að vera viðstödd
jarðarför hennar, sem fram fór í
Djúpavogskirkju í gær, langar mig
að minnast hennar nokkmm orðum
og þakka henni samvemna þessi
20 ár sem við þekktumst. Með henni
er gengin góð kona. Mér fínnst ég
rikari eftir að hafa átt hana að og
ég á eftir að sakna hennar.
Bömum hennar, bamabömum
og öðmm aðstandendum sendi ég
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Aðalheiður Birgisdóttir
Birting af-
mælis og
minningar-
greina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í
Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins í Hafnar-
stræti 85, Akureyri.