Morgunblaðið - 01.06.1988, Side 54

Morgunblaðið - 01.06.1988, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988 fclk í fréttum Varðskips- menn við æfingar Ahafnir varðskipanna stunda reglubundnar æfingar á ferðum sínum. Að jafnaði eru haldnar björg- unaræfingar í hverri ferð Qg brunaæfingar mánaðarlega. Meðfylgjandi myndir voru teknar fyrir skömmu, þegar áhöfnin á Óðni, æfði undir stjóm Höskuldar Skarphéðinssonar skipherra. Björgunaræfing í Grundarfirði. Áhöfnin æfir meðferð gúmmíbjörgunarbáta. Brunaæfing í Dýrafirði. Um borð í varðskipunum er búnaður sem setur sjó undir háþrýsting og breytir í slökkvifroðu. Uppganga í skip á ferð æfð á Dýrafirði. Óðinn er keyrður á 6 milum og skipveijar stíga um borð úr gúmbáti. Morgunblaðið/Guðmundur Valdimarsson BRIGITTE NIELSEN Olétt og ánægð Hin danska Brigitte Nielsen, sem hvað þekktust varð fyrir að vera gift Sylvester Stallone, á nú von á bami með sínum heittelsk- aða Mark Gastineau. Kom þetta fram á blaðamannafundi, sem þau skötuhjúin héldu nýlega í New York, og mun vera von á barninu eftir um það bil sjö mánuði. Hinn verðandi faðir er 31 árs gamall, og er þekkt fótboltastjama í Bandaríkjunum. Hann er búinn að vera í slagtogi með Brigitte í nokkra mánuði, og á meðan hún er stödd í Róm þar sem hún leikur í kvikmyndinni „Domino“, þá heldur hann sig heima í New York, þar sem hann er að ganga frá skilnaði sfnum og Lisu eiginkonu sinnar, en með henni á hann fimm ára gamla dóttur. Brigitte hefur tvívegis verið gift, og frá fyrra hjónabandinu á hún einn son, Julian, sem er fjögurra ára gamall. Hjónaband hennar og Sylvester Stallone var aftur á móti bamlaust. Skötuhjúin segjast vera ákaflega hamingjusöm, og þegar Brigitte fékk það staðfest að hún væri bamshafandi, þá sendi hún vininum 99 rauðar rósir, en það er einmitt talan sem hann ber á búningi sínum í fótboltaliðinu New York Jets. Að auki hefur hún svo útvegað honum hlutverk í kvikmyndinni „Domino", þar sem hann á að leika elskhuga hennar. „Ég sagði þeim að ég gæti alls ekki leikið, en þeir sögðu að hlut- verkið hentaði mjög vel þeim sem væri raunverulega ástfanginn", segir Gastineau. Brigitte Nielsen með kærastanum, Mark Gastineau, en þau eiga nú von á barni saman. Morgunblaðið/Ól.K.M. HUÓÐFÆRASMÍÐI Sýning á strokhljóðfærum Hans Jóhannsson hljóðfærasmiður, sem búsettur er í Lúxem- borg, hélt sýningu á nokkrum smíðisgripa sinna í anddyri Bústaðarkirkju síðastlið'ð sunnudagskvöld. Á meðfylgjandi mynd sést hvar Hans stendui við borð, sem hlaðið er hljóð- færum sem hann hefur smfðað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.