Morgunblaðið - 01.06.1988, Page 63

Morgunblaðið - 01.06.1988, Page 63
faém FOLX ■ JOHN McEnroe frá Banda- ríkjunum og Ivan Lendl frá Tékkóslóvakíu hófu leik í undan- úrslitum á opna franska meistara- mótinu í tennis í gærkvöldi. Ekki tókst þeim félögum að ljúka leikn- um þar sem birtuskylirði voru ekki næg. Presta var leiknum þegar langt var liðið á þriðju lotu. Þá var staðan jöfn, 1:1. McEnroe vann fyrstu lotuna, 7:6 og Lendl næstu 6:7. Þegar hætta varð leik í þriðju lotu var staðan 4:2 fyrir Lendl. Rigning í Paris hefur sett mark sitt mótið síðustu tvo dagana og flölmörgum leikjum hefur orðið að fresta. ■ JORGE Valdano, 32 ára gam- all argentískur landsliðsmaður í knattspymu sem leikið hefur með Real Madrid á Spáni síðan 1984, hefur ákveðið að snúa sér alfarið að þjálfun. Valdano mun þjálfa eitt af unglingaliðum Real Madrid. Hann varð heimsmeistari með landsliði Argentinu 1986. Prá því að hann kom til Real Madrid hefur liðið þrisvar unnið deildarkeppnina og tvívegis spænska bikarinn. Valdano stendur í málaferlum við Knattspymusamband Spánar vegna þess að þeir líta enn á hann sem útlending, þrátt fyrir að hann hafí fyrir nokkru tekið upp spænsk- an ríkisborgararétt. I BRUCE Fordyce kunnur maraþonhlaupari frá Suður Afríku sigraði áttunda árið í röð í Comra- des maraþonhlaupinu. Vegalengd- ina sem er 87.4 km. hljóp Fordyce á nýju meti 5:27,41 klst. Hjá kven- fólkinu var lSka sett met. Frith van der Merwe lauk hlaupinu á 6:32,55 klst. og bætti þar með gamla metið um tæpar 12 mínútur. I ANTON Steiner einn fremsti keppnismaður Austurríkismanna í alpagreinum skíðaíþróttarinnar hefur ákveðið að hætta keppni. Steiner sem er 29 ára hefur verið sigursæll á ferli sínum sem spannar yfír 13 ár. Hann hefur m.a. keppt á fjórum Ólympíuleikum. með góð- um árangri. ■ ÍRSKA landsliðið undirbýr sig nú af kappi undir Evrópu- keppnina sem hefst í júní. Fyrir nokkru sigruðu írar pólska lands- liðið 3:1 og á morgun leika þeir við lið Noregs í Osló. Jack Charlton landsliðsþjálfari íra mun fylgjast grannt með David Kelly sem er nýliði í hópnum og markaskorari mikill. Þrátt fyrir að frar séu sigur- stranglegri aðilinn, munu þeir eflaust gæta sín á að vanmeta ekki lið Noregs. Þess er skemmst að minnast að Noregur vann Evrópu- meistara Frakklands 2:0 á síðasta ári. BIKARKEPPNIN Mikið skorað Níu leikir fóru fram fyrstu um- ferð Mjólkurbikarkeppni KSÍ í gærkvöldi. Úrslit urðu sem hér segin Grindavik-UBK...................2.-0 Freyr Sverrisson, Páll Jóhannsson. Hveragcrði-Grótta......................4:8 Jóhannes Bjömsson (2), Ólafur Jósefsson (2) - Erling Aðalsteinsson, Valur Svein- bjömsson, Kristján Björgvinsson. Selfoss-Haukar.........................7:1 Vilhelm Fredriksen (2), Jón B. Kristjánsson (2), Sœvar Sverrisson, Bjöm Axelsson, Guðmundur Magnússon - Helgi Eirfksson. Reynir S.-ÍK............-............_.4:2 Pétur Sveinsson (2), Siguijón Sveinsson, Grétar Sigurbjömsson - Úlafar Óttarsson (2). , Viðir-Armann...........................4 K) Ssevar Leifeson, Bjöm Vilhelmsson, Svanur Þorkelsson, Heimir Karlsson. Hvöt-Magni.............................1:8 GIsli Gunnareson - Þoreteinn Jónsson (2), Jón Ingólfeson. TindastóU-Dalvfk.............--------- 6K) Eyjólfur Sverrisson (8), Guðbrandur Guð- brandsson, Bjöm Sverrisson. Sindri-Austri...........Austri mœtti ekki Dómari leiksins flautaði leikinn af og fer Sindri þvf áfram f aðra umferö. ...frestað Afturelding-ÍBV.........8:6 (eftir vftasp.) £9 69* KNATTSPYRNA / LANDLEIKUR U21 889f WJl f fllTOAOUWVfnM (ITfLAJfBdTJOHOM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988 ísland - Sviþjóð 3 : 2 Vináttulandsleikur í knattspyrnu - U21. Vestmannaeyjar 31. maí 1988. Mörk íslands: Haraldur Ingólfsson (65. mín.) og Baldur Bjarmason (76.). Mörk Svíþjóðar: Jan Jansen (27.), Hans Eklund (35.) og Michael Nilson (5U , Dómari: Óli P. Ólsen. Áhorfendur: 318 Línuverðir: ólafur Sveinsson og Eyjólfur Ólafsson. ísland: ólafur Gottskálksson, Pétur Óskarsson, Bjami Jóhannesson, Alex- ander Högnason (Guðlaugur Einarsson - 85.), Einar P. Tómasson, Þórhallijr Víkingsson (Hlynur Birgisson - 46.), Steinar Adolfsson (ólafur Kristjánsson - 46.), Haraldur Ingólfsson, Haraldur Hinriksson (Helgi Bjamason - 76.), Amljótur Davíðsson og Baldur Bjama- son. Svíþjóð: Anders Alingsen (Andere Alle - 76.), Ola Peareon, Magnús Karlson (Lare Asp - 70.), Jan Erikson, Jan Ahlbom (Andere Jonson - 46.), Michael Nilson, Klas Ingerson, Ulrik Janson, Jan Janson, Martin Dahlin og Hans Eklund (Tomas Brolin - 46.). Glæsimark Haraldar Ingólfssonar Morgunblaðið/Sigurgeir Einar Páll Tómasson, leikmaður úr Val, sést hér ásamt Martin Dahlin frá Malmö FF, sem var besti leikmaður vallarins. Morgunblaðið/Sigurgeir Svfar skoruóu fyrsta markið. Hér sést knötturinn í netinu, eftir skot frá Jan Janson. Það dugði ekki gegn skemmtilegu sænsku liði, sem fór með sigur af hólmi, 3:2 „STRÁKARNIR voru ráðvilltir í fyrri hálfleik, en þeir náðu sér á strik eftir leikhlé. Þá var þaA orðið of seint, því Svíarnir voru búnir að skora þrjú mörk. Okk- urtókst að minnka muninn, en þrátt fyrir mörg góð marktœki- fœri náðum við ekki að jafna," sagði Júrí Sedov, þjálfari íslenska 21 árs landsliðsins sem mátti þola tap, 2:3, fyrir ákveðnum og skemmtilegum leikmönnum Svíþjóðar í Vest- mannaeyjum í gœrkvöldi. Sænsku strákamir, sem mættu mjög ákveðnir til leiks, tóku ieikinn strax í sínar hendur og léku íslensku strákana oft grátt. Olafur Frá HermanniKr. Jónssynií Vestmannaeyj um Gottskálksson, sem átti mjög góðan leik í markinu, kom í veg fyrir að Svíamir skomðu ekki fleiri eii tvö mörk í fyrri hálfleiknum. Jan Janson skoraði fyrst - eftir send- ingu frá Martin Dahlin, besta leik- manni sænska liðsins. Hans Eklund bætti öðm marki við. Sænska liðið lék mjög skemmtilega knattspymu og veittu leikmenn liðsins áhorfend- um mikla skemmtun með leikni sinni. Útlitið var ekki bjart hjá íslensku skrákunum í byijun seinni hálfleiks- ins, eða eftir að Michael Nilsen hafði bætt þriðja markinu við, 3:0. íslensku strákamir gáfust ekki upp, þvf að eftir það tóku þeir leikinn í sínar hendur. Haraldur Ingólfsson skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspymu - sendi knöttinn fram hjá vamarvegg Svía og hánn hafn- aði efst í markhominu. Baldur Bjamason setti annað markið á 76. mín. Ekki tókst strákunum að jafna metin, þrátt fyrir mörg góð tæki- færi. Svíamir fögnuðu sigri í þess- um vináttuleik. „Við höfum góðan tíma til undirbúa okkur fyrir Evrópukeppnina í sum- ar. Þá eigum við að geta teflt fram sterku og samstilltu liði,“ sagði Júrí Sedov eftir leikinn. Þess má geta að þrír sterkir leik- menn úr KR, Þorsteinn Halldórs- son, Þorsteinn Guðjónsson og Rúnar Kristinsson léku ekki með íslenska liðinu og munaði um minna. HANDBOLTI Schutterwald til íslands íágúst Vestur-þýska 2. deildarliðið mun leika hér nokkra leiki m.a. Forráðamenn liðsins ieggja alla Schutterwald, sem Aðal- við Breiðablik. áherslu á að undirbúa liðið vel steinn Jónsson leikur með næsta Schutterwald er nokkuð sterkt lið fyrir næsta keppnistímabil og er keppnistímabil, kemur hingað til og var aðeins einu marki frá því ferð liðsins hingað til lands liður fslands í æfíngaferð í ágúst. Liðið að komast upp í 1. deild í vor. í undirbúningi þess. HANDKNATTLEIKUR / SPANN Granholes vill næla í Júlíus Jónasson FORRÁÐAMENN 1. deildar- liðsins Granholes á Spáni, vilja fá Júlíus Jónasson iandsliðs- mann úr Val til fólagsins. Eins kom fram í Morgvnblaðinu í gær hafa þeir Einar Þorvarð- arson, landsliðsmarkvörður úr Val, og Júlfus, sem báðir eru í fríi á Spáni þessa dagana, fengið freist- andi tilboð frá 1. deildarliðinu Va- lencia um að leika með því næsta vetur, þannig að spönsk félög renna greiniiega hýru auga til íslenskra handknattleiksmanna um þessar mundir. Granholes hefur verið eitt sterkasta lið Spánar undanfarin ár. Það varð Evrópumeistari fyrir nokkrum árum, sigraði þá Dankersen í úr- slitaleik á Spáni. Til gamans má geta að þeir Axel Axelsson og Ólaf- ur H. Jónsson léku þá með Dankers- en. Tveir Svíar léku með liðinu á síðasta keppnistímabili, Peder Járphag, sem leikur fyrir utan — annað hvort á miðjunni eða öðrum hvorum meg- in — og línumaðurinn Per Carlin, fyrirliði sænska landsliðsins. NOREGUR GHp hefur sagtupp NORSKI landsliðsþjálfarinn, Tord Grip, mun stýra norska liðinu í síðasta sinn í dag, í landsleik gegn írum. Grip hefur sagt upp, þrátt fyrir að samningstími hans sé aðeins hálfnaður og hefur skrifað undir samning við svissneska féiagið Young Boys, til þriggja ára. Norðmenn mæta írum í dag á Ulleval leikvanginum í Osló í dag. Það verður síðasti leikur Tord Grip, en uppsögn hans kemur á Frá mjög slæmum Sigurjóni tíma fyrir Norð- Einarssyni menn. Þeir eru i oregi nú að undirbúa sig fyrir Heimsmeistarakeppn- ina, en undankeppni hefst í haust. Framundan eru m.a. landsleikir gegn Brasílíu og fleiri þjóðum og óvíst hver muni stjóma norska liðinu í þeim ieikj- um. „Ég gat einfaldlega ekki hafnað þessu tilboði," sagði Grip, en það hljóðaði upp á 21 milljón isl. kr, skattfrjálst. „Möguleikar mínir sem þjálfara fara minnkandi og ég er orðinn fimmtugur. Ég hafði ekki efni á að hafna þessu," sagði Grip. KNATTSPYRNA V-Þjóðverjar til Seoul VÞjóðverjar tryggðu sér far- seðilinn á Ólympíuleikaná í Seoul í gærkvöldi, með því að leggja Rúmena að velli, 2:0, í Dortmund. Wolfram Wuttke og Júrgen Klins- mann settu mörkin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.