Morgunblaðið - 10.06.1988, Page 12

Morgunblaðið - 10.06.1988, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988 Eignarhald á jarðhita og jarðhitaréttindum: Brýnt að sett verið löggjöf sem leysir hagnýt vandamál - sagði Jónas A. Aðalsteinsson hrl. á aðalfundi Sam- bands íslenskra hitaveitna EIGNARHALD á jarðhita og jarðhitaréttindum var meðal þess sem til umræðu var á 8. aðalfundi Sambands islenskra hitaveitna sem haldinn var í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Jónas A. Aðalsteinsson, hæsta- réttarlögmaður, flutti erindi um efnið og sagði hann að núgild- andi löggjöf um þetta málefni væri að hluta til orðin úrelt og að brýnt væri að setja ný lög, sem leystu úr ýmsum álitaefn- umsem óvissa ríkir um í dag. Á undanfömum árum hafa kviknað margar spurningar varð- andi réttarstöðu manna, sem hlut eiga að jarðhitaréttindum í óskiptri sameign, en núgildandi löggjöf hefur ekki svarað mörgum þeim spumingum sem komið hafa upp á yfirborðið í allri umræðunni um eignarhald þessara gæða, sem jarðhitinn óneitanlega er. Undan- farin ár hafa á Alþingi komið fram nokkur lagafrumvörp um jarð- hitamál, en í erindi sínu á aðal- fundinum sagði Jónas að flest ættu þau það sammerkt, að vera í eðli sínu pólitísk, og borin upp í þeim tilgangi að færa eignarhald á jarðhita frá einstaklingum og til ríkisins. „Ég held að þessi frumvörp séu ekki fær um að leysa þann vanda sem við er að etja nema að litlu leyti. Það sem okkur skortir er löggjöf sem leysir eða kemur í veg fyrir ýmis þau vandamál sem við óneitanlega stöndum frammi fyrir. Það hvorki er, né hefur verið neitt vafamál að eignarhald á jarðhita, og jarðhitaréttindum hefur fylgt þeim jörðum þar sem jarðhita er að finna,“ sagði Jónas Aðalsteins- son í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins eftir fundinn. „Eigna- rétturinn á þessum gæðum hefur alltaf fylgt landinu og eigendum þess. Það getur hins vegar verið spuming hvar mörk þessara gæða liggja; í landi hverra jarðhitakeilan liggur, og einnig er það álitamál að hversu miklu leyti löggjafinn getur sett þessum eignarétti tak- mörk með löggjöf án bóta. Ég held að það sé orðið mjög brýnt að öll löggjöf um þessi mál verði tekin til endurskoðunnar. Á undanförnum árum hefur þekking á jarðhitamálum aukist svo stór- lega að löggjöfín er einfaldlega orðin úrelt. I núgildandi löggjöf hefur verið gengið út frá því að jarðhitasvæðin séu mun minni og staðbundnari en nýjustu mælingar hafa sýnt fram á, og því hafa skapast vandamál eins og þau hveijir raunverulega eigi tilkall til nýtingar jarðhitans á svæðinu," sagði Jónas. I erindinu sagði hann að frá fomu fari hefðu menn með ýmsum hætti hagnýtt sér þann jarðhita Morgunblaðið/Sigurgeir Jónas A. Aðalsteinsson sem hér á landi hefði verið að finna og í sambandi við þá hagnýtingu hefðu réttarreglur þróast, sem um væri getið í okkar elstu lagabálk- um. Löggjöf á hveijum tíma þarf að vera í sem mestu samræmi við réttarvitund þjóðarinnar sem við hana býr. „Samkvæmt þeim lagagreinum í vatnalögunum frá 1923 og nú- gildandi orkulögum, sem era kjarni íslenskrar löggjafar um eignarhald á jarðhitaréttindum, er ljóst að þau réttindi, sem lögin ræða um sem einstaklingsréttindi, falla undir verndarvæng 67. grein- ar stjórnarskrárinnar um vernd eignarréttinda, sem segir að greiða skuli bætur fyrir þau, ef þau era tekin eignarnámi. Þrátt fyrir að þessi grandvallar regla sé tiltölulega skýr í íslenskri löggjöf era menn hvergi nærri því sammála um hvar eignarmörk að jarðhitaréttindum liggja. Sumir . telja þessu sé best komið í höndum ríkisins á meðan aðrir vilja óbreytt ástand. Þeir sem skemmst vilja ganga í þessu efni telja að unnt sé að setja löggjöf sem takmarki eignarrétt eigenda þeirra, t.d. við hinn svokallaða lághita. Svo era aðrir sem halda því fram að unnt sé með einfaldri lagasetningu að takmarka eignarrétt eigenda jarð- hita við ákveðið dýpi, t.d. þannig að allur jarðhiti fyrir neðan 100 metra dýpi verði opinber eign, og þá án bóta til landeigenda og án breytinga á stjórnarskránni. Þeir sem era á öndverðu meiði telja hins vegar að landeigandinn eigi land allt niður að „landamerkjum kölska“,“ sagði Jónas, og benti jafnframt á að samkvæmt íslensk- um lögum væra hvorki ákvæði um takmörk eignarráða fasteignar- eigenda uppávið né niðurávið. „Almenna reglan er sú,“ sagði Jónas, „að eignarráð landeiganda nái svo langt niður, sem nauðsyn- legt er að, til þess að hann geti haft not af landi sínu, á þann hátt sem heyrir til venjulegri hag- nýtingu á eignarrétti yfir fasteign- um, og ég hef ekki fundið neina reglu betri um þetta efni, enda þótt erfitt kunni að vera að draga línu á blað eftir henni. Aðild ríkissjóðs að vatnsréttind- um er hins vegar víðtækari en ein- staklinga, því hann á rétt til allra hugsanlegra réttinda varðandi vatn á meðan einstaklingarnir mega einungis notfæra sér vatnið í samræmi við ákvæði vatnalag- anna. Félagsleg nýting gæðanna er tryggð í núgildandi löggjöf með eignarnámsheimildum, ef samn- ingar nást ekki með aðilum. Lan- deigendur geta ekki staðið í vegi fyrir skynsamlegri nýtingu jarð- hitans, þetta er oftast spurning um greiðsjur til þeirra sem réttind- in eiga.- í því sambandi held ég að matsreglur laga séu fullnægj- andi og þeim megi ætíð beita ef samningar nást ekki,“ sagði Jónas A. Aðalsteinsson að lokum. LIV mótmælir bráðabirgðalögum Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi ályktun frá LÍV: „Fundur stjórnar og formanna aðildarfélaga LÍV haldinn í Reykjavík 30. maí 1988 mótmælir harðlega þeirri aðför að samnings- rétti verkalýðsfélaganna sem felst í bráðabirgðalögum ríkisstjórnar- innar. Fundurinn telur óþolandi að það skuli ávallt ráðist að launafólki þegar gera þarf efnahagsráðstafan- ir. Orsaka efnahagsvandans er ekki að leita í kauptöxtum eða kaup- hækkunum láglaunafólks, þær er að finna í gegndarlausu braðli og óráðsíu sem viðgengst í þjóðfélag- inu án þess að stjórnvöld sjái ástæðu til að grípa í taumana. Fundurinn skorar á allt launafólk að sýna samstöðu og hnekkja þess- ari aðför að sjálfstæði og samnings- rétti verkalýðshreyfingarinnar." - I 1 L samningum við versiunarfóik iðir að opnunartími verslana í nglunnl verðursem hérseg'm -----------------------, Mánud. - fimmtud....... kl. 10-19 Föstud..................... kl. 10-20 Matvöruversl. o.fl. kl. 10-21 Laugard. í júní verður meirihluti verslana opinn .. kl. 10-14 1 ' i, ■ Épife*! ImiÉÍH bíiastœði/

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.