Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ '1988 AÐALFUNDUR SAMBANDS ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA Nær 600 milljóna króna tap á SÍS og kaupfélögunum: Endurskipulagning Samvinnu- verslunarinnar þolir enga bið Frá aðalfundi Sambands íslenskra samvinnufélaga í Bifröst i gær. Valur Arnþórsson, stjórnarformaður, er í ræðustól. Lengst til vinstri er forstjóri Sambandsins, Guðjón B. Ólafsson. - sagði Guðjón B. Ólafsson forsljóri Sambandsins MIKIÐ tap á rekstri Sambands- ins og kaupfélaganna var helsta umræðuefnið á 86. aðalfundi Sambandsins í Samvinnuskólan- um i Bifröst í gær. „Þetta er al- varlegri staða en við höfum séð um áratuga skeið,“ sagði einn þeirra sem tók til máls á fundin- um. Tap félagsins á árinu 1987 er nær 220 milljónir króna, ef sala eigna er dregin frá, og tap kaupfélaganna á landinu er 358 milljónir króna. Guðjón B. Ólafs- son, forstjóri Sambandsins, sagði í ræðu sinni að óhagstæð afkoma verslunardeildarinnar væri helsta skýringin á rekstrarhalla Sambandsins, en verslunardeUd- in var rekin með 219 mUIjóna króna halla. „Stjórn sambandsins hefur þungar áhyggjur af rekstri þess og kaupfélaganna og það er krafa stjómarinnar að for- stjóri og f ramkvæmdastjóm komi fram með áætlanir til að snúa þessu við og það mjög fljótt,“ sagði Valur Amþórsson, formaður stjórnar Sambandsins, í opnunarræðu sinni á fundinum. Enn reynt að semja um Svalbarðseyri Undanfarið ár var annasamt hjá Sambandinu og hvert stórmálið rak annað, sagði Valur Amþórsson. Valur minntist stuttlega á nokkur stærstu málin sem hefðu komið fyrir stjómina frá síðasta aðal- fundi, svo sem Útvegsbankamálið, Smárahvammsmálið og ágreining- inn í stjóm Iceland Seafood, en staldraði síðan nokkuð við málefiii Kaupfélags Svalbarðseyrar. Vaiur sagði að Sambandið hefði áður var- að menn við að gangast í ábyrgðir fyrir kaupfélög og gerði það enn. Þeir bændur sem hefðu beðið Sam- bandið um að létta af þeim ábyrgð- um vegna Kaupfélags Svalbarðs- eyrar hefðu ekki haft samráð við Sambandið um það. Sambandið hefði þó leitast við að létta ábyrgð- um af að hluta gegn því að bændur og bankar legðu til á móti. Valur sagði að samningaviðræður um þetta mál stæðu enn yfír. Valur nefndi erfíð rekstrarskil- yrði, samdrátt í landbúnaði og fólksfækkun á landsbyggðinni sem hluta af skýringunni á erfíðri stöðu Sambandsins og kaupfélaganna. Hann sagði að hrikalegur halli væri á samvinnuversluninni og nefndi hugmyndir sem fram komu í svo- kallaðri Sesam-skýrslu um endur- skipulagningu verslunarrekstrar- ins, þar sem lagt var til að verslun- ardeild Sambandsins yrði gerð sjálf- stæðari. Sagði Valur að sú stefna hefði tekið á sig ákveðna mynd á undirbúningsstofnfundi Samtaka samvinnuverslana sem haldinn var á Bifröst á miðvikudag. Tap þrátt fyrir mikla eignasölu Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins, sagði í byijun ræðu sinnar að fyrirsjáanlegur samdrátt- ur í efnahagslífinu þýddi að íslensk atvinnufyrirtæki yrðu að standast samkeppni, ekki aðeins innanlands heldur einnig erlendis frá. Hann fór því næst yfír rekstur Sambandsins á síðasta ári. Velta Sambandsins jókst um 12,9%, í 17,5 milljarða, en samt hefði Sambandið í raun tapað markaðshlutdeild sinni frá fyrra ári. Útflutningur, sem er að stærstum hluta sjávarafurðir, nam 55% af heildarveltu Sambandsins og er það aukning frá síðasta ári. Halli af reglulegri starfsemi Sambandsins nam 100 milljónum króna á árinu ’87 á móti 114 millj- óna króna hagnaði á árinu áður. Hagnaður af svokallaðri óreglulegri starfsemi varð 73,6 milljónir króna, en stærsti liðurinn þar er sala á Sambandshúsinu við Lindargötu og vörugeymslumar við Geirsgötu sem, ásamt annarri eignasölu, skil- aði 167 milljóna króna hagnaði. Heildamiðurstaða rekstrarreikn- ings fyrir 1987 er 49 milljóna króna halli. Afkoma einstakra deilda „Rekstrarhalli Sambandsins á sl. ári orsakaðist fyrst og fremst af óhagstæðri afkomu verslanadeild- anna, bæði verslunardeildar og bún- aðardeildar, ásamt miklum halla á ullariðnaði“. Af einstökum deildum var langmestur halli á verslunar- deild, 219 millj. kr. á móti 88 millj. kr. halla 1986. Halli á ullariðnaði fer líklega uppí 117 millj. Halli á búnaðardeild var 44 millj. kr. á móti 1 millj. kr. hagnaði 1986. í skipadeild var 9 millj. kr. halli á móti 76 millj. kr. hagnaði í fyrra. í tveimur deildum var hagnaður á árinu 1987; í búvörudeild var hann 38 millj. kr. á móti 13 millj. 1986 og í sjávarafurðadeild, sem er stærsta deildin með 7,9 milljarða kr. veltu, var 27 millj. kr. hagnað- ur, en var 44 millj. í fyrra. „Afkoma Sambandsins er mjög slæm miðað við allt venjulegt og eðlilegt mat á afkomu fyrirtækis og sérstaklega ef miðað er við sjálf- sagða og eðlilega kröfu um arð af því eignarfé sem í fyrirtækinu er bundið." Sjálfsagt væri að gera kröfu um 10% ávöxtun af 2,5 millj- arða kr. eignarhluta Sambandsins í ýmsum fyrirtækjum, þ.e. 250 millj. kr., en greiddur arður af hlutabréfum hefði aðeins verið 18,1 millj. kr. á sl. ári. Samvinnuverslun í kreppu í 200 litlum búðum Guðjón fjallaði nokkuð ýtarlega um vanda verslunardeildanna. „Sambandsverslunin á Islandi verð- ur ekki rekin til langframa í yfír 200 litlum búðum, sem nánast hver um sig hefur sjálfstæða innkaupa-, útlits- og þjónustustefnu. Annað Morgunblaðið/Þorkell anna var 358 millj. kr. á sl. ári á móti 69 millj. kr. hagnaði í fyrra og sagði Guðjón að það væri ljóst að það væri fyrst og fremst fjár- magnskostnaðurinn sem væri að sliga rekstur félaganna. „Nýtum stærðina og stöndum saman“ í lok ræðu sinnar sagði Guðjón: „Hin ytri rekstrarskilyrði hafa verið með eindæmum erfið í þeim grein- um sem Sambandið og kaupfélögin starfa aðallega. Hér er fyrst og fremst átt við fískvinnslu, verslun á dreifbýlissvæðinu, vinnslu og verslun með landbúnaðarvörur og ullariðnað. Miklar og stöðugar hækkanir á innlendum kostnaðar- liðum, samfara svonefndri „fast- gengisstefnu" hafa nánast kippt rekstrargrundvelli undan þessum greinum, einkum eftir mitt ár 1987. Jafnframt er ljóst að þörf er innri aðgerða bæði í Sambandinu og í kaupfélögunum til að auk hag- kvæmni í rekstri. Þar ber okkur skylda til að nýta þá möguleika sem stærðin býður uppá og standa sam- an að lausn hinna ýmsu verkefna." Fulltrúar á aðalfundi Sambandsins. hvort yrði að samræma stefnu og vinnubrögð í Sambandinu og kaup- félögunum eða Samvinnuhreyfingin yrði undir í vaxandi samkeppni um verslun. „Endurskipulagning Sam- vinnuverslunarinnar þolir enga bið, við höfum ekkert bolmagn til þess að halda áfram þeim mikla halla- rekstri sem við höfum orðið að þola á verslun í Sambandinu og kaup- félögunum á undanfömum árum.“ Heildarvelta kaupfélaganna jókst um 23,7%, úr 19,9 milljörðum í 24,6 milljarða kr. Tap kaupfélag- Rannsóknarþing um æðakölkun: Neysla á fiskí talin minnka hættu á hjartasjúkdómum Á NORRÆNU rannsóknarþingi um æðakölkun, sem hófst í gær á Hótel Loftleiðum, kom meðal annars fram að hætta á hjartasjúk- dómum minnkar við neyslu fiskmetis. Umræða að morgni fyrsta ráðstefnudags snerist um fiskfitu og áhrif hennar á hjarta og æðakerfið. Opnunarræðu ráðstefnunnar flutti danski sérfræðingurinn Jom Dyerberg, sem rannsakað hefur eskimóa á norðanverðu Grænl- andi, en á meðal þeirra eru hjarta- sjúkdómar nær óþekktir. Á þessum slóðum er enga fæðu að fá nema úr sjónum og því er fíta sú sem eskimóamir neyta mest fískfíta. Dyerberg taldi að þetta benti til þess að samhengi væri á milli neyslu físks og tíðni hjartasjúkdóma. I kjölfar rannsókna Dyerbergs hafa farið fram rannsóknir víða um heim sem rennt hafa stoðum undir þessa kenningu, að hans sögn. Þetta gæti síðar leitt til stór- aukinnar fískneyslu á meðal al- mennings, og þá um leið aukinna tekna fyrir Islendinga. Kvað Dy- erberg það vera hugsanlegt að langlífi íslendinga sjálfra væri meðal annars fískneyslu þeirra að þakka. Sigmundur Guðbjarnarson, há- skólarektor, flutti erindi þar sem hann fjallaði um áhrif mataræðis, streitu og aldurs á efnasamsetn- ingu frumuhimnu í hjarta og áhrif {ess á skyndilegan hjartadauða. erindi hans kom það meðal ann- ars fram að ævilíkur á Norðurl- öndum em hæstar á meðal fisk- neysluþjóðanna, íslendinga og Færeyinga. Norrænu rannsóknarþingi um æðakölkun lýkur síðdegis í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.