Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988 41 Rússamir koma Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Björgum Rússanum („Russkies"). Sýnd í Bíoborginni. Bandarisk. Leikstjóri: Rick Ros- entahl. Handrit: Alan Jay Glu- eckman og Sheldon Lettich. Framleiðendur: Mark Levinson og Scott Rosenfelt. Kvikmynda- taka: Reed Smoot. Helstu hlut- verk: Whip Hubley, Leaf Phoen- ix, Peter Billingsley og Stefan DeSaUe. í batnandi heimi er best að lifa er máltæki sem segir allt um mynd- ina Björgum Rússanum („Russki- es“), sem sýnd er í Bíóborginni. Það er drengjamynd um batnandi sam- skipti stórveldanna sett í einfaldar, jrfirborðskenndar, auðskildar og væmnar Hollywood-umbúðir fyrir krakka. Drengjamyndir, ef einhveijir eru í vafa, eru myndir um ævintýri stráka („Stand By Me“ er dæmi- gerð) þar sem stelpur eru í mesta lagi leiðinlegar systur og foreldrar leiðinlegur óþarfi. Strákamir lesa hasarblöð, eru í stríðsleikjum og eiga leynistað og einn daginn í Björgum Rússanum finna þeir skip- reika Rússa á leynistaðnum sínum. Það verða í fyrstu engir fagnaðar- fundir enda drengirnir aldir upp á hasarblaðahetjunni Slammer, sem er sífellt að beija á vondum Rúss- um. Getur verið að Rússar hafi ráð- ist inn í Bandaríkin? Ah, nei ekkert svo B-myndalegt. Fyrr en varir hefur tekist vinátta með Rússanum og snáðunum ef ekki gagnkvæmur skilningur. Vilji er allt sem þarf og bara með því að tala saman má eyða ótta og auka trúnað er ein af fjöl- mörgum hjartnæmum yfirlýsingum myndarinnar sem er í flesta staði gerð fyrir krakka sem hafa ekki allt of mikinn skilning á stöðu heimsmála, eins og skiljanlegt er. Þegar handritshöfundamir reyna að kafa dýpra veldur það einungis ruglingi (atburðimir í Ungveija- landi ’56 fara sjálfsagt fyrir ofan garð og neðan hjá krökkum eins og pabbi eins drengjanna rekur þá í myndinni). En drengimir hafa mjög mótaðar hugmyndir um Rússland miðað við að þeir eiga ekki að vera miklu eldri en tíu eða 12 ára og geta rifist um heimsvaldapólitík. Þeir hafa allan sinn fróðleik frá hasarblaðahetj- unni, sem er góður punktur í mynd- inni; það er hætt við að hin Ram- Úr myndinni Björgum Rússanum. bóíska heimsmynd skíni skærast í augum smásnáðanna. Alit Rússans á Bandaríkjunum er auðvitað allt á einn veg; dásam- legt, dásamlegt, dásamlegt. Hann talar einum of oft um „liti“, „tón- list" og „frelsi" landsins. Það næg- ir kannski að nefna að annar hand- rithöfundur myndarinnar, Sheldon Lettich, skrifar handritið að Rambó þijú með Sly. Boðskapur myndarinnar er auð- vitað mjög viðkunnanlegur og tíma- setningin gæti ekki verið betri en Björgum Rússánum kemst sjaldn- ast yfir meðallagið, rís sjaldnast yfir einfeldni sína til að koma manni á óvart. Allt er svo gott og fallegt að meira að segja vondu kallamir eiga í erfiðleikum með að vera vond- ir. En sumt er líka gott. Helstu áhrifin sem Rússinn hefur á líf drengjanna liggja í betri bók- menntasmekk. Aður en yfir lýkur hafa snáðarnir hent hasarblöðunum og lagst í Stríð og frið Tolstojs. Höfn: Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson Hinn nýi minnisvarði um sjómenn og sjósókn sem vígður var á Höfn í Hornafirði á sjómannadaginn. Minnisvarði vígður á sjómannadaginn Höfn, Hornafirði. AFHJÚPUN minnisvarða um sjó- menn og sjósókn verður sá at- burður á sjómannadegi á Höfn í ár, sem menn munu minnast. Til athafnarinnar var boðið nokkrum gestum og sjómenn og Hafnarbú- ar fjöbnenntu. Óskar Helgason, formaður minnis- varðanefndar afhjúpaði varðann, séra Baldur Kristjánsson vígði hann og flutt voru stutt ávörp. Heiðraðir voru tveir aldnir sjómenn, Rafnkell Þorleifsson einn af fyrstu útgerðar- mönnum á Höfn og Þórlindur Helga- son frá Eskifirði. Jóhann Clausen, fyrrverandi bæj- arstjóri á Eskifirði og áhugamaður um byggingu varðans, flutti kveðju austfirskra sjómanna. Höfundur minnisvarðans er Helgi Gíslason, listamaður. Áletrun á plötu á varðan- um er „Minnisvarði um sjómenn og sjósókn Homfirðinga og Austfirð- inga.“ Hátíðarhöld vegna dagsins hófust hinsvegar í gær, en þá var róðrar- keppni 18 liða í höfninni. Þar eftir fóru stærri bátar með gesti í siglingu út fyrir ós, sem venja er. Eftir há- degi á sunnudag var sjómannamessa fjölsótt. Að henni lokinni voru hátí- ðarhöld í fþróttahúsinu, en rigningar- úði var og þvf óhægt um vik úti við. Góðum sjómannadegi á Höfn lauk svo með dansleikjum á Hótel Höfn og í Sindrabæ. - JGG Þig íangar alltaf í meira þegar þú grillar marineruð rif frá SS varanlegt skjól Skúlagotu 42, Pósthólf 5056 125 Reykjavík, Slmi (91)11547 HARPA lífinu lit!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.