Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988
29
Kosnmgabaráttan í Svíþjóð:
Leijon er fremst í
flokki j afnaðarmanna
Lundi, frá Pétri Péturssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
Anna Greta Leijon, sem neyddist til að segja af sér embætti dóms-
málaráðherra Svíþjóðar á dögnnum, hefur hellt sér út í kosningabar-
áttuna. Vinni jafnaðarmenn sigur í haust og fari í stjórn er fullvíst
talið að hún hljóti nýtt ráðherraembætti.
Miklar sviptingar hafa orðið í
sænskum stjómmálum undanfarið
og eru áhrif þeirra engan veginn
endanlega ljós. Bæði þingkosningar
og bæjar- og sveitarstjórnarkosn-
ingar verða 18. september n.k.
Viljasterk en tilfinningarík
Allt útlit er nú fyrir fjömga kosn-
ingabaráttu og samkennd jafnaðar-
manna virðist hafa aukist undan-
farið. Eldheitur leiðtogi, sem snert-
ir tilfínningar manna og vekur
umræður, er kominn fram. Það er
Anna Greta Leijon, fyrrverandi
dómsmálaráðherra. Framkoma
hennar hefur hingað til einkennst
af rökfestu og óbilandi sjálfstrausti
og viljastyrk. Hún hefur viljað beita
meiri hörku, við afbrotamenn og
skemmdarvarga, en jafnaðarmenn
hafa áður talað um opinberlega.
En atburðir síðustu daga hafa sýnt
að hún hefur líka tilfínningar og
tvisvar hefur hún brostið í grát fyr-
ir framan sjónvarpsáhorfendur. Það
þarf alls ekki að koma henni illa
sem stjómmálamanni og þessi nýja
hlið Önnu Gretu mun hjálpa henni
við að koma málum sínum á fram-
færi við kjósendur.
Daginn eftir að hún neyddist til
að segja af sér var hún ræðumaður
á fundi jafnaðarmanna með 2000
iðnverkamönnum á eftirlaunum.
Þeir föðmuðu hana að sér og gáfu
henni blóm. Anna Greta þmmaði
yfír fundinum og blés nýju lífí í
baráttumálin um leið og hún sendi
formönnum stjómarandstöðuflokk-
anna kaldar kveðjur.
Mál málanna
Anna Greta er ein af þremur
yfirmönnum kosningabaráttu jafn-
aðarmanna og afsögn hennar úr
embætti dómsmálaráðherra, að-
dragandi hennar og afleiðingar,
munu verða eitt aðalmálið í kosn-
ingaslagnum.
Menn skiptast í tvær fylkingar
eftir túlkun á því sem gerst hefur.
Annars vegar em þeir sem he§a
Önnu Gretu til skýjanna og gera
hana að nokkurs konar dýrlingi í
baráttunni við hryðjuverkasamtök
og hvers konar lögleysu. Hins vegar
em þeir sem telja að hún hafi gert
réttarfarsleg mistök og sýnt vald-
níðslu sem sýni að hún hafi ekki
dómgreind til að gegna ráðherra-
embætti. Þeir benda á að virðing
almennings og annarra þjóða fyrir
ríkisstjóminni og lýðræðislegu
stjómarfari í landinu sé hætta búin
verði slík mistök látin viðgangast.
Ljóst er að forsætisráðherra og
aðrir jafnaðarmenn telja ekki að
hún hafi gert neitt siðferðislega
rangt þegar hún, án samráðs við
yfírstjóm lögreglunnar eða sam-
starfsmenn sína, gaf einstaklingi
meðmælabréf til breskra yfírvalda
með beiðni um aðstoð við hann í
öflun upplýsinga um morðið á Olof
Palme. Þvert á móti hafí athafnir
hennar stjómast af vilja til að kom-
ast að hinu sanna um morðið á
Palme og því hvort Öryggislögregl-
an hefði gert einhver mistök í því
sambandi. Þetta kom greinilega
fram í ummælum forsætisráðherra
þegar hann tilkynnti að hann tæki
afsagnarbeiðni hennar til greina.
Hótaðaf
hryðjuverkamönnum
Við það tækifæri sagði forsætis-
ráðherra að formenn hinna flokk-
anna hefðu komið sér saman um
að hrekja Leijon úr embætti en hún
væri sérstaklega hæf kona sem
hefði sýnt mikla lagni við að endur-
vekja traust almennings á lögum
og rétti. Hún hefði einnig liðið mik-
ið vegna áreitni og hótana hryðju-
verkamanna. I baráttu sinni hefði
hún gert eina skyssu og það gætu
talsmenn hinna flokkanna ekki fyr-
irgefið.
Forsætisráðherrann sagði einnig
að Anna Greta ætti enn mikið óunn-
ið fyrir flokkinn og að ef jafnaðar-
menn ynnu sigur og mynduðu aftur
ríkisstjóm myndi hún eiga þar sæti.
Líklegt er talið að þá yrði hún fé-
lagsmálaráðherra, en það þykir
gott embætti þegar jafnaðarmenn
eru við stjóm.
Sókn er besta vörnin
En með þessu gerði forsætisráð-
herra mál Ónnu Gretu og allt sem
það snýst um, að kosningamáli. Það
þykir andstæðingum hans ófor-
skammað þar sem af orðum hans
hafi mátt skilja að þeir hafi ekki
einlægan áhuga á að rannsaka
Palme-málið og virði ekki baráttu
Leijon gegn linkind við afbrota-
menn og ofbeldi.
Greinilegt er að hin sígildu kosn-
ingamál muni nokkuð falla í skugg-
ann af máli því sem er kennt við
Önnu Gretu Leijon. Því fór eins og
margir spáðu að það tæki Svla lang-
an tíma að komast yfír morðið á
Olof Palme.
!í GLÆSIBÆ
F SÍMI82922
Nýkominn gleesi-
legur goif- og
sumarfatnaður
KR. 193.000,-
jfótlýrasti fjölskyidubilhnn
Lada 1200 er sá ódýrasti í Lada fjölskyldunni og hann
erjafnframt fyrirrennari allra Lada bíla. Hann hefursýnt
ótvíræða kosti sína hér á landi sem sterkur, traustur,
ódýr írekstri og ekki síst fyrir sparneytni. Ekki skemmir
epdursöluverðið en það hefur frá upphafi verið það besta.
Festíð bflakaup strax, forðist hækkanir.
Opið virka daga frá kl. 9—1 8
og laugardaga frá kl. 10—16.
Beinn sími söludeildar 31 236.
BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR
'J.'&SÍLl SUÐURLANDSBRAUT14 -SÍMI681200.