Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988 Málsvari misréttis leiðréttur eftir Guðmund T. * Arnason Ástæðan fyrir því að ég sting nú niður penna er hin furðulega grein Þorleifs Kr. Guðlaugssonar sem birtist í Velvakanda hinn 21. maí undir fyrirsögninni „Lág- launafólk metur ekki hlunnindi sín“. I grein sinni ræðst Þorleifur á andstyggilegan en ósannfærandi hátt á þá sem minnst mega sín hér á landi, þ.e.a.s. þá lægst laun- uðu. Kjaminn í málflutningi Þor- leifs er hið „ófyrirgefanlega tillits- Ieysi“ og hið „ófyrirgefanlega vanþakklæti" láglaunafólks (sem hefur tekjur undir skattleysis- mörkunum og borgar þar af leið- andi ekki tekjuskatt) í garð þeirra sem hærri tekjur hafa, en til þeirra telst Þorleifur Kr. Guðlaugsson. Láglaunafólk þetta (sem yfírleitt er það fólk sem framleiðir verð- mætin) skilgreinir Þorleifur sem „lögleidda skattsvikara", sem hin- ir efnameiri hafa á framfæri sínu. Þama missir Þorleifur niður um sig í fyrsta skipti af mörgum í grein sinni, því beinn tekjuskattur er tiltölulega lítill hluti (innan við 10%) af skattlagningu ríkissjóðs. Skattpíningin á íslandi lýsir sér þannig aðallega í tollum, sölu- skatti og ýmsum öðmm sniðug- heitum sem stjómmálaskörungar vorir hafa fundið upp, og hefur hún nú náð svo háu stigi að helst mætti líkja henni við blóðmjólkun Dana á íslendingum á tímum ein- okunarverslunarinnar. Verðlag á íslandi er því mun hærra en í nágrannalöndum okkar og á það jafnt við um brýnustu lífsnauð- synjar sem og aðrar vörur. Skatt- lagning þessi bitnar jafnt á há- launafólki og láglaunafólki, þó hinir síðamefndu fínni að sjálf- sögðu meira fyrir henni. Viljum við velferðarkerfi? Skattleysismörkin, sem eru eitt af því fáa sem gert er fyrir lág- launafólk, vill Þorleifur afnema, en einnig er Þorleifur hneykslaður á þeim fjármunum sem fara í að gera Island að velferðarríki, en í því felst m.a. ókeypis skólaganga og heil- brigðisþjónusta svo og félagsleg aðstoð svo sem greiðsla atvinnu- leysisbóta og bamabóta. Þetta seg- ir Þorleifur skapa mikla hættu í „Eitt af því fáa sem við höfum, en Pólverjar ekki, er hins vegar þetta margumtalaða og margblessaða lýðræði, en hvers virði er lýð- ræðið á meðan frelsið og jafnréttið eru fótum troðin?“ rekstri ríkissjóðs, en staðreyndin er sú að velferðarkerfíð er án efa mesta framfaraskref vestrænnar siðmenningar, og jafnframt eina ástæðan fyrir því að íslendingar rekast hvorki á allslausa betlara á leið sinni niður Laugaveginn né mannabústaði í formi tómra pappa- kassa í Hljómskálagarðinum. Undirritaður bjó um skeið í auð- ugasta landi heims, sjálfri paradís ftjálshyggjunnar, Bandaríkjunum — nánar tiltekið í úthverfí Los Angeles, Kalifomiu. í Los Angeles búa margir af frægustu stjóm- málamönnunum, kvikmyndastjöm- unum og milljarðamæringunum, auk annarra manna er merkilegir þykja í Bandaríkjunum, en svo ótrú- lega vill til að maður gengur varla fyrir götuhom í þessari merku borg án þess að rekast á tötrum klædda betlara sem grátbiðja mann um pening fyrir mat. I austurhluta borgarinnar, ekki langt frá villunum í Beverly Hills, getur svo að líta sönnustu minnisvarða kapítalis- mans í formi brunarústa og rottu- hola sem öreigastéttin hefur gert að heimilum sínum. Atburðarás undanfarinna mánaða Þorleifur getur engan veginn skilið að fólk skuli vera að æsa sig yfír matarskattinum margumtalaða og honum blöskrar sú ósvífni í verkalýðnum að fara í verkfall, þrátt fyrir allt sem fyrir hann 'er gert. En lítum aðeins á þróun mála undanfarna mánuði: í janúar skell- ur á matarskattur, en það grát- broslega við matarskattinn er að hann er verk fjármálaráðherra, formanns flokks sem kennir sig við jafnaðarmennsku og hagsmuna- gæslu alþýðunnar. Matarskatturinn kemur að sjálfsögðu harðast niður á láglaunafólki, sem eyðir bróður- partinum af tekjum sínum í mat- væli og getur hvorki lagt sér til munns varalit né rakspíra, né held- ur aðrar þær munaðarvörur sem fjármálaráðherra vor sá ástæðu til að lækka í verði. — í vor gripu svo ýmsir hópar láglaunafólks til þess örþrifaráðs að fara í verkfall, eftir að hafa hafnað tilboði atvinnurek- enda sem leitt hefði til hreinnar kjaraskerðingar. Kröfur þessa fólks voru síður en svo ósanngjamar, einkum í ljósi þess að í fyrra var mesta góðærið í áraraðir, en eins og venja er hér á landi hafði stjóm- endum atvinnulífsins tekist að koma góðærinu í lóg með sukki, bruðli og þenslu þegar að því kom að gera kjarasamninga og eftir árang- urslítil verkföll varð láglaunafólkið að skrifa upp á kjararýmun, sem síðan var gerð enn meiri með geng- isfellingu ríkisstjómar vorrar. Slíkt er ástandið í dag og að ætlast til að þeir lægst launuðu kyssi vöndinn og þakki auðmjúklega fyrir að hafa fengið leifamar af veisluborðunum í sinn hlut er hlægileg fásinna. Eru tveir plús tveir fimm? Til þess að rökstyðja frekar hvað láglaunafólkið hefur það gott slær Þorleifur fram þeirri fullyrðingu að 80.000 kr. tekjur séu álíka í raun- tekjum að frádregnum skattinum og 42.000 kr. mánaðarlaun að því atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Ólafsvík Umboðsmann og blaðbera vantar til að ann- ast dreifingu og innheimtu á Morgunblaðinu. Upplýsingar í símum 93-61243 og 91-83033. Hlíðartúnshverfi Mosfellsbæ Umboðsmann og blaðbera vantar í Hlíðartúns- hverfi Mosfellsbæ í sumar. Upplýsingar í síma 83033. Framtíðarstarf Starfskraftur óskast við símavörslu, vakta- vinna. Vélritunarkunnátta áskilin. Upplýsingar um aldur og fyrri störf fylgi umsókn. Umsóknir leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 14. júní nk. merktar: „F - 6686“. Kaupfélagsstjóri - framkvæmdastjóri Starf kaupfélagsstjóra Kaupfélags Húnvetn- inga og framkvæmdastjóra Sölufélags Aust- ur-Húnvetninga er laust til umsóknar. Nánari upplýsingar gefur Árni S. Jóhannsson í síma 95-4200 og stjórnarformenn félag- anna. Umsóknir skulu sendar til Björns Magnús- sonar, Hólabaki, Austur-Húnavatnssýslu, sími 95-4473, stjórnarformanns K.H., eða Magnúsar Ólafssonar, Sveinsstöðum, Aust- ur-Húnavatnssýslu, sími 95-4495, stjórnar- formanns S.A.H. Umsóknarfrestur er til 27. júní 1988. Kaupfélag Húnvetninga, Sölufélag Austur-Húnvetninga. Bifvélavirkjar Bifvélavirkjar óskast nú þegar á Bifvélaverk- stæði Selfoss. Upplýsingar gefur Stefán í símum 99-1833 og 99-3424. Útvegstæknir óskar eftir starfi. Getur byrjað strax. Upplýsingar í síma 993909. V Gerðubergi 1 Ræstingafólk óskast til að þrífa sameign í verslunarhús- inu, Gerðubergi 1. Upplýsingar gefur Rögnvaldur Ólafsson í Blóm og speglar sf. í síma 72110. Leigumiðlun húseigenda hf. óskar að ráða fjölhæfan starfskraft til skrif- stofustarfa. Leigumiðlun húseigenda hf., Ármúla 19, símar 680510og 680511. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Ungt fólk f&sia með hlutverk IrmSÍ YWAM - ísland Fræðslusamvera verður f Grensáskirkju á morgun iaugardaginn 11. júní kl. 10.00 f.h. Ólöf Davíösdóttir fjallar um efnið Lausn úr ánauð sektar. Bœnastund veröur á sama stað kl. 11.30. Allir velkomnir. m Útivist, Groftnnt 1 Helgarferðir 10.-12. júnf: 1. Vestmannaeyjar. Með skipi eða flugi. Svefnpokagisting. Gönguferðir. Bátssigling í kring- um eyjuna. 2. Þórsmörk - Goðaland. Gist i Útivistarskálunum Básum. Gönguferðir við allra hæfi. 3. Snæfellsjökull. Ef aðstæður leyfa og næg þátttaka fæst. Upplýsingar og fram. á skrifstofu Grófinni 1, símar 14606 og 23732. Sólstöðuferð f Vlðey 21. júnf. Sjáumstl Útivist. UtlVÍSt, U'Olmni 1 Ferðir 16.-19.júní: Eitthvað fyrir alla: 1. Skaftafell - Öræfi. Tjaldferö. Göngu- og skoðunarferðir um Skaftafellsþjóðgarðinn og viðar, t.d. farið í Ingólfshöfða sem er mjög áhugaveröur. 2. Öræfajökull - Skaftafell. Gengin Sandfellsleiöin sem er sú auðveldasta á Hvannadalshnjúk 2.119 m. y. s. Tjaldaö i Skafta- felli. Brottför kl. 18.00. 3. Núpsstaðarskógar. Einn skoð- unarveröasti staður á Suöuríandi. Gönguferðir m.a. að Tvílitahyl og Súlutindum. Tjöld. Brottför kl. 18.00. 4. Þórsmörk. Brottför kl. 20. Gönguferðir viö allra hæfi. Góö gisting i Útivistarskálanum Básum. Einnig farið að morgni 17. júnf kl. 8. Munið sólstöðuferðina fyrir norðan 17.-21. Júnf. Uppl. og farm. á skrifst. Gróflnnl 1, sfmar: 14806 og 23732. Sjáumst! Útivi8t. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR 11798 og 19533. Þórsmörk — helgarferð 10.-12. júní — helgarferð til Þórsmerkur. Gist í Skagfjörðs- skála/Langadal. Gönguferðir um Mörkina. Farmiðasala og upp- lýsingar á skrifstofunni, Öldu- götu 3. Feröafélag Islands. FERDAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir Ferðafélagsins Laugardaginn 11. júnf kl. 08 - Söguslóðir Njálu Dr. Haraldur Matthiasson verö- ur leiösögumaöur og rifjar upp helstu atburði Njálu um leiö og sögustaðir verða heimsóttir. Verð kr. 1.200,- Sunnudagur 12. júni kl. 10 Leggjabrjótur - Botnsdalur Ekið til Þingvalla og gengiö frá Svartagili um Leggjabrjót í Botnsdal. Leggjabrjótur er göm- ul þjóðleiö. Gangan tekur 6-7 klst. Verð kr. 1000,- Kl. 13. Glymur í Botnsá (198 m) Gengiö upp með Botnsá vestan megin að Glym, hæsta fossi landsins. Verð kr. 800,- Miðvlkudaginn 16. júnf er síöasta kvöldferðin i Heiðmörk. Brottför kl. 20.00. Ókeypis ferð. Brottför frá Umferöarmiðstöð- inni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorð- inna. Ferðafélag íslands. T röppur yf ir girðingar Sími 40379.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.