Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988 25 Aukið fjárframlag til fiskeldis: Bylting í laxeldi - segir Friðrik Sigurðsson framkvæmdastjóri Halldór Halldórsson, hjarta— og lungnaþegi, og Rúrik Kristjánsson, framkvæmdastjóri fjáröflunarnefnd- ar með veggspjald með kjörorði söfnunarinnar. Landssamtök hjartasjúklinga; Fjársöfnun undir kjörorð- unum „Söfnum kröftum“ „ÉG GERI ráð fyrir að þetta þýði að hér verði slátrað um 18 þúsund tonnum af laxi 1990. Það ætti að gefa af sér um finun milljarða króna í skilaverðmæti. Þetta sam- svarar 130 þúsund tonnum af þorski og jafngildir þvi 40 til 50% aukningu þorskaflans. Þetta yrði bylting í laxeldi," sagði Friðrik Sigurðsson framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldis- og haf- beitarstöðva þegar hann var spurður álits á tillögum forsætis- ráðherra um 800 mil\jóna króna lánafyrirgreiðslu til fjárfestinga í eldisstöðvum. Lánafyrirgreiðslan á að gera eldisstöðvunum kleift að ala þau seiði upp { sláturstærð sem til eru í landinu. Ætlunin var að selja til Noregs seiðin sem ekki er rými til að ala hér, en óvíst er að það takist. Um er að ræða tæpar sjö milljónir seiða. „Þessi lánsheimild, upp á 800 milljónir, er í takt við okkar hug- myndir," sagði Friðrik. Hann sagði að ekki hefði enn verið lagt til í smáatriðum hvemig upphæðinni yrði skipt á stöðvamar. „I okkar hug- myndum er lagt til að stækka núver- andi stöðvar og þær sem þegar eru fullhannaðar. Það er eðlilegt að þeir sem em starfandi eða hafa áformað rekstur á allra næstu vikum gangi fyrir." Friðrik sagði að með þessari fyrirgreiðslu ætti að skapast nægi- legt rými fram á næsta vor. Þá yrði rýmt með skiptieldi, hálfs kílóa seiði sett í kvíar og slátrað um haustið tveggja kílóa fískum eða stærri. „Ennþá er þó rekstrardæmið óleyst. Þessi fyrirgreiðsla sem nú er lögð til dugir fyrir nauðsynlegum fjárfestingum til að ala seiðin. Afurð- alán em hlutfallslega mun lægri til fískeldis heldur en annarra útflutn- ingsgreina. Að hluta til er betur Ver ðj öfnunar sj óður sjávarútvegsins: Frumvarp um að leggja sjóðinn nið- ur í bígerð FRUMVARP til laga um breyting- ar á Verðjöfnunarsjóði sjávarút- vegsins verður væntanlega lagt fram á næsta þingi í kjölfar skýrslu nefndar þar sem lagt er til að sjóðurinn verði lagður nið- ur. Halldór Ásgrimsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði i samtali við Morgunblaðið i gær að engin ákvörðun um málefni sjóðsins hefði verið tekin af rikisstjórn- inni, en hann sagðist búast við að tillögum nefndarinnar yrði fylgt að mestu leyti, þar sem flestir aðilar i sjávarútvegi virtust sam- mála um að leggja bæri sjóðinn niður. „Sjóðurinn var hugsaður sem sveiflujöfnunartæki til að koma á meiri stöðugleika í hagkerfí okkar og ég myndi sjá eftir honum út frá þeim sjónarmiðum, en ég á von á að meirihlutavilji manna í sjávarút- vegi muni ráða niðurstöðunni," sagði Halldór. Hann sagði að haft yrði samráð við stjórn Verðjöfnunarsjóðs við samningu væntanlegs frumvarps í sjávarútvegsráðuneytinu, en allir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi ættu aðild þar að. Aðspurður um hvemig greiðslum úr sjóðnum yrði hagað sagði Halldór að það væri viðkvæmt mál sem enn hefði ekki verið tekin ákvörðun um. Nefndin lagði til að borgað yrði út eftir sömu reglum og nú giltu, en Halldór sagði að það væru uppi fleiri hugmyndir um það mál og líklega yrði endanleg niðurstaða einhver blanda af þeim hugmyndum. Nú munu vera um 1500-1600 milljón inni í Verðjöfnunarsjóði. heima setið en af stað farið ef ekki er búið að tryggja reksturinn," sagði Friðrik. Hann sagði afskaplega erfítt fyrir eldisfyrirtækin að komast I bankaviðskipti. „Búnaðarbankinn hefur sett þak á lánafyrirgreiðslu og Landsbankinn vill bíða og sjá hvem- ig þeim fyrirtækjum vegnar, sem þegar em þar í viðskiptum. Hvorir- tveggja em ríkisbankar og það er skrýtið ef þeir geta ekki tekið við þar sem fyrirgreiðslu til uppbygging- ar sleppir." Starfshópur á vegum ríkisstjóm- arinnar heftir lagt til úrbætur. Meðal annars að breyta vátryggingarskil- málum, það gæti hækkað hlutfall afurðalána. Þá er lagt til að stofnað verði eignarhaldsfyrirtæki, sem ætti hluti í eldisstöðvum og gæti veitt lánsábyrgðir. „Helstu keppinautum okkar em veittar opinberar ábyrgðir á rekstrarlánum, allt frá 50% upp í 90% af lánunum," sagði Friðrik. Hann var spurður hvort þessi lána- fyrirgreiðsla skilaði sér aftur í arð- bæmm rekstri, eða hvort um styrk væri að ræða. „Þetta er fyrir- greiðsla, ekki styrkur eins og hæstv- irtur ijármálaráðherra virðist hafa misskilið. Mér þykir leitt að hann skuli mgla þessu saman við styrki til landbúnaðarins eins og hann virð- ist gera,“ sagði Friðrik. „Allir gerðu sér grein fyrir því, að ijárfesta þyrfti í rými fyrir seiða- eldi, en sölutregða til Noregs virðist hafa flýtt óhjákvæmilegri þróun um þijú til ijögur ár. Það er bylting í laxeldi ef við slátmm 18 þúsund tonnum 1990. Það skilar ekki aðeins fímm milljörðum króna, heldur verð- um við þriðja mesta laxeldisþjóð í heiminum á eftir Norðmönnum og Skotum og hækkum hlutdeild okkar á heimsmarkaði úr tæpu einu pró- senti í um tíu prósent. Fiskeldið er ekki rekið með halla í dag og það gefur mjög vel af sér í þjóðarbúið. Miðað við að setja millj- ón seiði á í strandeldi verður fob skilaverð um 700 milljónir króna. Ef við seljum þau úr landi gefur það tæpar 70 milljónir. Verðmætin tífald- ast við eldið þó að fjárfesta þurfi mikið, en sú fjárfesting er að mestu í innlendum aðföngum,“ sagði Frið- rik Sigurðsson. TALSMENN álfyrirtækjanna þriggja sem taka munu þátt í við- ræðunum um stækkun álversins ( London í næstu viku eru bjartsýn- ir á að viðræður þessar verði ár- angursrríkar og raunar segir einn þeirra, Per Olof Aronson forstjóri Gránges i Sviþjóð að hann trúi og voni að ákvörðun i málinu liggi fyrir innan árs. Morgunblaðið ræddi við talsmenn- ina þijá en þeir eru auk Per Olof Aronson, J.G.D van der Ros aðstoð- arforstjóri Alumined Beheer í Amst- erdam og Friedrich Stachel sérstakur fulltrúi Austria Metall í áhættuverk- efnum. Þeir voru spurðir afhverju fyrirtæki þeirra taka þátt í viðræðun- um, hvort þeir teldu að þær yrðu árangursríkar og að hvaða lágmarks- árangri væri stefnt með þeim. „Astæður okkar fyrir þátttöku í þessum viðræðum _eru að við þörfn- umst meir af áli. Álbræðsla okkar í Svíþjóð framleiðir 100.000 tonn á ári en við þörfnumst nú 140.000 tonna á ári. Við búumst svo við að þörfin aukist enn frekar á næstu árum.“ segir Per Olof Aronson. Per Olof Aronson segir að erfitt sé að spá um það fyrirfram hvort viðræðumar verði árangursríkar eða ekki en hann bendir á að núna séu aðstæður mjög góðar til að meta ákvarðanatökuna sjálfa, það er hvort stækka eigi álverið í Straumsvík eða ekki...„Ég trúi og vona að ákvörðun- LANDSSAMTÖK hjartasjúklinga efna til fjásöfnunar um land allt dagana 10. og 11. júni undir kjör- orðunum „Söfnum kröftum". Seld verða hjartalaga merki á 200 krónur hvert og mun söfnunarféð renna óskipt til stofnunar þjálfun- ar- og endurhæfingarstöðvar fyr- ir sjúklinga með hjarta-, æða og lungnasjúkdóma. Landssamtök hjartasjúklinga voru stofnuð í október 1983 og eru félag- ar um 1300 talsins. Þetta er í þriðja sinn sem samtökin efna til merkja- sölu en áður hafa þau styrkt tækja- kaup fyrir endurhæfíngardeildir hjartasjúklinga að Reykjalundi, á Borgarspítalanum og á fjórðungs- sjúkrahúsunum á Akureyri og Nes- kaupstað. in muni liggja fyrir innan árs.“ segir hann. Hvað lágmarksárangur af viðræð- unum varðar segir Per Olof að hann eigi að vera sá að þátttakendur í þeim viti og geri sér grein fyrir með hvaða hætti framhald þeirra verð- ur...„Við erum nú að reyna að skipu- leggja könnunarhóp sem fjallar um alla þætti þessa máls og þv( vonum við að framtíðarstefnan liggi ljós fyrir eftir fundinn í London." Gránges Aluminium hefur sömu stöðu I áliðnaði Svíþjóðar og ISAL hefur á íslandi, segja má að fyrirtæk- ið sé áliðnaður landsins. Auk þess hefur fyrirtækið haslað sér völl á alþjóðlegum vettvangi. Fyrirtækið hefur yfír að ráða neti úrvinnslu- stöðva úr áli og framleiðir í þeim um 150.000 tonn af vörum á hveiju ári. Stærsta endurvinnslufyrirtæki Svíþjóðar á sviði áls er í eigu Gráng- es og fyrirtækið hefur komið sér upp öflugu dreifíkerfí á sviði málmiðnað- ar, í gegnum það fer ekki aðeins álframleiðslan heldur einnig kopar, jám, brons o.fl. Heildarvelta Gránges á þessu ári mun nema um 6.5 milljörðum sæn- skra króna eða um 46 milljörðum íslenskra króna. ísland einn möguleikinn „Okkur skortir ál og þv( erum við nú að athuga möguleikana á því að afla okkur þess. Við erum að leita Áætlað er að sjúklingum með hjarta— og æðasjúkdóma fjölgi um 4—500 á ári hveiju en nú er einung- is endurhæfingaaðstaða fyrir um 250 sjúklinga á ári að Reykjalundi og á Borgarspítalanum. Að sögn Ingólfs Viktorssonar formanns Landssamtaka hjartasjúkl- inga er gert ráð fyrir að á nýju endur- hæfingarstöðinni yrði boðið upp á þriggja mánaða þjálfunartímabil og jafnframt viðhaldsþjálfun eftir að bata er náð. Magnús Karl Pétursson hjartasérfræðingur sagði að þessi þjónusta myndi henta bæði þeim sem nýkomnir væru úr aðgerð og eins þeim sem vasru að ná sér eftir krans- æðastíflu. „Á Reylqalundi og á Borg- arspítalanum er nú þegar fyrir hendi endurhæfíngaraðstaða en þessi nýja víða um heiminn og ísland er einn möguleikinn." segir J.G.D. van der Ros aðstoðarforstjóri Alumined Be- heer í Amsterdam. Aðspurður um hvort hann telji að viðræðumar í London verði árang- ursríkar segir van der Ros að hann viti það ekki en full ástæða sé til bjartssýni...„við þurfum að kanna aílar hliðar málsins og það er ein af ástæðunum fyrir því að við höfum ákveðið að hittast." segir hann. Hvað lágmarksárangur af þessum viðræðum áhrærir segir van der Ros að menn verði að fá greinargóða hugmynd um framtíð verkefnisins það er stækkun álversins og að það verði að liggja fyrir á næstu mánuð- um...náum við saman eða ekki, það verður spumingin.“ segir hann. Alumined Beheer er hluti af mál- miðnaðardeild Hoogovens-samsteyp- unnar og nemur hlutdeild þess innan deildarinnar um fjórðungi eða 25%. Hjá Beheer starfa nú um 7000 manns og árleg velta fyrirtækisins nemur nú um 2.5 milljörðum gyllina eða 57 milljörðum íslenskra króna. Heildar- framleiðsla fyrirtækisins á áli, bæði unnu og óunnu nemur nú um 400.000 tonnum á ári. Leitum nýrra samstarfsaðila „Við neyðumst til að loka álveri okkar árið 1992 þar sem það er orð- ið úrelt og emm við því að leita nýrra endurhæfíngarstöð myndi gera fólki kleift að sækja þjálfun heiman frá sér og jafnvel stunda vinnu samhliða endurhæfíngu og þjálfun. íjálfun sem þessi miðar fyrst og fremst að því að auka afkastagetu hjartans en einnig kemur til annars- konar endurhæfing m.a. í formi fræðslu um sjúkdóminn og hvemig megi forðast hann auk fræðslu um rétt mataræði. Reynslan hefur sýnt að sjúklingamir öðlast miklu meiri líkamsstyrk og byggja upp sjálf- straust á nýjan leik ef þeir fá viðeig- andi endurhæfíngu" sagði Magnús. Félagar úr Landssambandi hjarta- sjúklinga munu selja merkin um allt land og sögðust stjómarmeðlimir vonast til að geta safnað allt að 10 miljónum króna. samstarfsaðila. Sex slíkir um heim allan koma til greina og er ísland einn af þeim. Raunar teljum við ís- land einn athyglisverðasta möguleik- ann.“ segir Friedrich Stachel hjá Austria Metall Hvað hugsanlegan árangur af við- ræðunum í London varðar segir Stac- hel að erfítt sé að ræða um það, eink- um þar sem afstaða Alusuisse um hvort þeir séu að leita samstarfsaðila eða hvort þeir ætli áfram að vera meirihlutaeigendur liggur ekki ljós fyrir. „Ég tel að lágmarksárangur af þessum viðræðum ætti að vera ná- kvæm tímasetning á frekari könnun- arviðræðum sem síðan gæfu öllum aðilum þá vitneskju sem þeir þarfn- ast til að taka sínar eigin ákvarðanir um samstarf eða ekki,“ segir Fri- edrich Stachel. Austria Metall hefur á að skipa um 8000 starfsmönnum og á það 33% hlut í álveri við Hamborg í Þýskalandi. Fyrirtækið hefur á að skipa framleiðslulínu sem nær til allra stiga álframleiðslu, allt frá hrá- áli til fullunninar vöru. Heildarfram- leiðsla Austria Metall á áli er 84.000 tonn í Austurríki og 35.000 tonn í Hamborg. Heildarvelta fyrirtækisins, það er þess hluta þess sem staðsett- ur er ( Austurríki nemur nú um 5 milljörðum shillinga eða sem svarar til 18 milljarða íslenskra króna. Ef öll önnur starfsemi Austria Metall er tekin með má tvöfalda þessa tölu og nemur heildarveltan þá um 36 milljörðum (slenskra króna. Stækkun álversins: Vonast eftir ákvörðun innan árs - segir Per Olof Aronson forstjóri Gránges í Stokkhólmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.