Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988 35 40 ár frá fyrstu bálförinni: Sjö af hveijum hundrað Islendingum kjósa bálför UM ÞESSAR mundir eru liðin fjörutíu ár síðan fyrsta líkbrennslan fór fram hér á landi en það var árið 1948 sem keyptir voru hingað til lands tveir líkbrennsluofnar. Af þessu tilefni ræddi blaðamaður Morg- unblaðsins við Asbjörn Björns- son forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis um sögu bálfara hér á landi og málefni kirkjugarðanna al- mennt. íslendingar hafa löngum verið fastheldnir á gamla siði og þá ekki hvað síst það sem snertir kirkjuna. Allt frá Íandnámstíð hafa látnir verið jarðsettir og hefur það etv. upphaflega átt rætur að rekja til eldiviðarskorts, en meðal norr- ænna manna var það siður að heldri menn voru brenndir með viðhöfn en þrælar og flækingar grafnir í jörð. Þegar Karlamagnús keisari bannaði bálfarir árið 785 e.kr. lögðust þær niður í N-Evrópu og voru þá einungis galdramenn og trúvillingar brenndir, og þá helst lifandi. Kirkjan var, einkum framanaf, mótfallin því að brenna lík og hefur einkum kaþólska kirkj- an lagst gegn líkbrennslu, allt fram á síðustu ár. — En hvernig kom það til að íslendingar fóru að vilja láta brenna sig í stað þess að vera jarð- aðir eins og tíðkast hafði um aldir? „Á fimmta áratugnum var hér hreyfing sem barðist fyrir því að íslendingar létu fremur brenna sig en grafa og nefndist þessi félags- skapur Bálfarafélagið. Einn af for- ystumönnum þess var dr. Gunn- laugur Claessen. Þessi áróður hafði reyndar heyrst allt frá alda- mótum en líkbrennsla í ofnum hófst í Evrópu í kring um 1880. Það var Bálfarafélagið sem gaf líkbrennsluofnana tvo sem enn eru í notkun og þeir einu sem til eru hérlendis, báðir í Fossvoginum. En á þessum tíma var lítill almennur áhugi fyrir þessu og fékkst því takmarkaður stuðningur frá Reykjavíkurbæ, sem þá var, til kaupanna." — En er ekki fremur fátítt að íslendingar láti brenna sig? „Á síðasta ári voru 124 brennsl- ur af rúmlega 1700 dauðsföllum en það er um 7% yfir allt landið. Hlutfallið er heldur hærra í Reykjavík eða um 10% Reyk- víkinga sem kjósa að vera brennd- ir. — Eru lík aldrei brennd nema hinn framliðni hafi óskað eftir því? „Reynslan er sú að ef ekki er á hreinu að fólk hafi undirskrifað yfirlýsingu þess efnis eða gert það aðstandendum fullkomlega ljóst að það vilji láta brenna sig, fer sam- kvæmt hefðinni fram jarðarför.“ —Hvers vegna er það að fólk vill síður láta brenna sig? „Það hefur nú vafist fyrir mörg- um að skýra hvers vegna það er. Það var mikið skrifað og rætt um þetta á fyrri hluta aldarinnar og fluttu þeir dr. Gunnlaugur Claess- en og Guðmundur Björnsson þá- Líkbrennsluofnarnir i Fossvoginum. Morgunblaðið/KGA Ásbjörn Björnsson, forsljóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæmis verandi landlæknir erindi sem til eru á prenti þar sem þeir ráku áróður fyrir líkbrennslu. Bálfarir hafa tíðkast allt frá tímum Rómveija og Grikkja og voru þá heldri menn brenndir en fólk af lægri stigum jarðsett. Víða hafa jarðarfarið komið ti einkum af eldiviðarskorti, t.d. í ísrael og má e.t.v. rekja til þess að bálfarir tíðkuðust ekki framanaf í kristni. Þegar svo bálfarir voru teknar upp að nýju mættu þær talsverðri mót- stöðu og einkum voru kaþólskir menn mótfallnir líkbrennslu. Þessi mótstaða hefur þó nær lagst af á síðustu árum. Nú eru um 70% Breta sem láta brenna sig og í London er hlut- fallið um 90—95%. En þessi þróun hefur líka tekið langan tíma þar. Bretar hófu líkbrennslu fyrir um hundrað árum og var aukningin mjög hægfara allt fram að seinna stríði." Hvernig er með pláss í kirkju- görðum borgarinnar, er það enn nóg? „Það var byijað að grafa í Foss- vogsgarðinum 1932 og var hann fullgrafinn fyrir um þremur árum síðan, fyrir utan það sem frátekið er fyrir ættingja, en það er að meðaltali 1,1 gröf fyrir hveija eina sem tekin er. Eftir að Fossvogs- garðurinn fylltist hefur verið mikil pressa á að komast að þar. Það er enn hægt fyrir þá sem eru brenndir því duftker tekur ekki nema hálfan fermetra. í Fossvogs- garðinum er sérstakur „duftreitur‘‘ þar sem kerin eru jarðsett en einn- ig er hægt að láta setja þau í graf- ir hjá ættingjum." —Er skylda að láta jarðsetja duftkerin? Duftreiturinn, þar sem duftkerin eru jarðsett. Morgunbiaðið/Bjami L, Morgunblaðið/BAR „Ja, það hefur verið í landslög- um frá 1963 en þá voru sett ný Kirkjugarðslög sem kveða m.a. á um að ösku framliðinna sé óheim- ilt að varðveita annars staðar en í kirkjugarði." „Árið 1980, þegar fór að þrengj- ast um í Fossvoginum var svo far- ið að grafa í Gufunesinu. Fólk var lengi vel tregt til að láta jarða þar og fannst það langt út úr. Reyndar höfum við fengið viðbótarland í Fossvoginum núna en borgin lét okkur hafa efni úr húsgrunnum í jarðveg. En það reyndist vera mik- ið stórgrýti í þessu og fleiri vand- kvæði. Jarðvegurinn var síðan grjóthreinsaður og tilbúinn til notkunar í október ’87. Þessi við- bót er 2,7 hektarar og rúmast þar allt að 3900 grafir, en það nægir til 5—6 ára. í Gufunesinu fengum við 52 hektara, en eftir að byggðin í Graf- arvogi tók að stækka í átt til Korp- úlfsstaða hefur Borgarskipulagið ákveðið að taka 20 hektara aftur undir byggingarlóðir en láta í stað- inn álíka stórt land í svokölluðum Steklqarbrekkum austan Korpu þar sem kartöflugarðamir eru nú. Þessi reitur á að endast fram á 3.áratug næstu aldar. Kópavogsbær hefur einnig sam- þykkt allt að 20 hekturum fyrir kirkjugarð, en Reykjavík, Kópa- vogur og Seltjamames eru eitt prófastsdæmi og eru sameiginlegir kirkjugarðar fyrir allt þetta svæði. Gamli kirkjugarðurinn við Suð- urgötu verður svo 150 ára á þessu ári en þar var byijað að grafa árið 1838. Það stendur til að gefa út bók um garðinn af því tilefni og hefur Bjöm Th. Bjömsson haft veg og vanda af því.“ —Hvað er margt starfsfólk sem vinnur við daglega umsjón kirkju- garðanna? „Fastir starfsmenn eru 30 allt árið. Þar af eru 6 á kistuverkstæð- inu þar sem framleiddar em um 1200 líkkistur á ári. Við útfarar- þjónustuna sjálfa starfa 10—12 manns, tveir á skrifstofunni, auk forstjóra og 10—12 við garðyrkju- störf, grafartökukr, ræstingu o.fl. Sumarmánuðina júní til ágúst vinna svo allt að 150 manns við hirðingu og viðhald kirkjugarð- anna. —Hver á kirkjugarðana? „Kirkjugarðar Reykjavíkur eru sjálfseignarsstofnun. Yfirstjóm þeirra er í höndum nítján manna stjómar. Hver söfnuður kýs sinn fulltrúa í stjómina og eiga allir þjóðkirkjusöfnuðirnir auk FVíkirkjusafnaðarins fulltrúa í stjóminni. Það geta allir fengið að hvíla hér í kirkjugörðunum, bæði þeir sem standa utan safnaðanna og fólk utan af landi, ef þess er óskað. Aðaltekjur Kirkjugarðanna em kirkjugarðsgjöldin. Það er ekki tekið gjald fyrir líkflutninginn né graftökuna. Við starfrækjum hér útfarar- þjónustu þar sem hægt er að láta sjá um allt varðandi útförina. Fólk velur sjálft prest en síðan útvegum við organista og söngfólk. Eins ef fólk vill láta útvega kistuskreyt- ingu þá sjáum við um það. Að lok- inni jarðarför er síðan hægt að greiða fyrir allt á sama stað á skrifstofu kirkjugarðanna í Foss- vogi. • Það hefur verið óvenju annríkt í útfararþjónustunni undnanfarnar vikur en starfsmennimir hafa flestir mikla reynslu og þess vegna hefur tekist í góðri samvinnu við presta, söngfólk og aðra er hlut eiga að máli að láta hlutina ganga upp. I maí vom á okkar vegum 120 útfarir og 147 kistulagningarbæn- ir, eða að meðaltali um 15 athafn- ir hvem virkan dag. Það er allt að því helmingi meira en í meðal mánuði." GHS Arnarstapi: Afli netabáta tregur Laugarbrekku. TÍÐARFAR var slæmt í apríl en í maí var blíðskaparveður og sólríkt og klaki er nú alls staðar farinn úr jörðu. Gróður að verða nægur fyrir sauðfé í úthaga og eru bændur þegar farnir að sleppa lambfé í þá. Sauðburði er senn að Ijúka og hefur hann gengið frekar vel, inflúensufar- aldur hefur þó valdið erfiðleik- um á sumum bæjum. Hey voru alls staðar næg og góð. Á Amarstapa er allt á fullri ferð. Byggt var eitt íbúðarhús í vetur og fluttu eigendur þess, Ögmundur Pétursson og kona hans, Kristín Valdimarsdóttir, inn fyrir páska. Gunnlaugur Hallgrímsson á Ökrum, Hellnum, var yfírsmiður byggingar- innar. Nýbúið er að reisa sumarbú- stað í sumarbústaða’nverfinu við Arnarstapa og stendur til að reisa þar mörg hús í sumar. Búið er að skipuleggja viðbótarlandsvæði við sumarbústaðahverfið og koma þar lóðir fyrir 17 bústaði í viðbót við 19 áður, samtals 36 bústaði og að auki hefur verið úthlutað lóðum fyrir íbúðarhús á Arnarstapa. Þá hefur Hjörleifur Stefánsson arki- tekt sótt um og fengið leyfi til að byggja geymsluhús rétt hjá Amt- mannshúsinu og girða lóðina en Hjörleifur hefur með Amtmanns- húsið að gera. Veitingahúsið Amarbær, eign Hjörleifs Kristjánssonar, var opnað fyrir gesti 15. maí og hefur verið gestkvæmt þar síðan. Hjörleifur tjáði fréttaritara að hann hefði sæmilega bókun í sumar. Hann hefur góðan matreiðslumann, selur sælgæti, gos, brýnustu nauðsynjar, mat og kaffi og hefur gistirými fyrir þá sem óska. Fólki finnst Arn- arbær ■' ákaflega hlýlegur og skemmtilegur veitingastaður og rómar veitingar þar. Útgerð smábáta er alltaf að vaxa á Arnarstapa og því orðið þröngt ( höfninni. Bjarni Einarsson kaupir og verkar fiskinn í salt. Nú em 26 bátar sem leggja inn fisk hjá honum og 3 bátar leggja físk inn á Hellnum hjá aðkomumönnum sem kaupa fisk og verka hann í salt og von er á fleiri bátum sem munu leggja inn þar. Reytingsafli hefur verið hjá færabátum og em sumir komnir með fast að 20 tonnum síðan þeir byijuðu miðað við einn mann á bát. Afli hjá þeim bátum sem hafa róið með net hefur verið mjög treg- ur. Um 15 til 17 manns vinna nú við fiskverkunina og er þetta fólk víða að. Afli á línu var góður á liðn- um vetri. — Finnbogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.