Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988 „SÖFNUM KRÖFTUM“ eftírAlfreð G. Alfreðsson í dag og á morgun standa Lands- samtök hjartasjúkiinga fyrir fjár- söfnun um land allt til þjálfunar- og endurhæfingarstöðvar fyrir sjúklinga með hjarta-, æða- og lungnasjúkdóma. Félagar og vel- unnarar Landssamtaka hjartasjúkl- inga munu þá bjóða til sölu hjarta- löguð merki á 200 krónur og er það von samtakanna, að almenningur bregðist vel við og kaupi merkin og styrki þar með mjög brýnt verk- efni. Verkefni, sem gæti komið þér, samlandi góður, eða þínum nánustu að gagni í framtíðinni, þegar þið kynnuð að þurfa á slíkri endur- hæfingu að halda. Forsaga þessa máls er sú, að fyrir um það bil ári var stofnuð nefnd að frumkvæði Landssamtaka hjartasjúklinga til undirbúnings stofnunar þjálfunar- og endurhæf- ingarstöðvar, sem helgaði sig sér- staklega endurhæfíngu sjúklinga með hjarta- og æðasjúkdóma eða lungnasjúkdóma. í nefndina voru tilnefndir tveir fulltrúar frá eftir- töldum aðilum: SÍBS, Hjartavemd, Landssamtökum hjartasjúklinga, Landspítalanum, Borgarspítalan- um, Landakotsspítalanum og Reykjalundi. Nefndin hefur haldið marga fundi um málið og er ein- huga um þörfína fyrir slíka endur- hæfíngarstöð til viðbótar þeirri að- stöðu, sem þegar er fyrir hendi á Reykjalundi, á Borgarspítala og víðar. Unnið hefur verið mikið og markvisst starf til undirbúnings því að hrinda þessari hugmynd í fram- kvæmd. Meginþættir slíkrar endur-. hæfíngarstarfsemi munu vera sem hér segir: I. Endurhæfíng í beinu fram- haldi af sjúkrahúsdvöl skv. tilvísun læknis, sem starfrækt verður í náinni samvinnu við Reykjalund og endurhæfíng- arstarf spítalanna. II. Almenn þjónusta endurhæf- ingarstöðvar (göngudeild), þar sem fyrrverandi sjúklingum gefst kostur á viðhaldsþjálfun og endurhæfingu undir hand- leiðslu sérmenntaðs starfs- fóiks. Þjálfun sem i sumum tilfellum gæti verið æviþjálf- un. III. Ráðgjafar- og upplýsingaþjón- usta varðandi ýmsa sam- tengda þætti, eins og t.d. lifn- aðarhætti, mataræði, réttindi sjúklinga o.fl. Einnig almenn fræðsla fyrir sjúklinga, bæði um hjarta- og æðasjúkdóma og lungnasjúkdóma, og áhrif þjálfunar á líkamann. Árlegur fjöldi nýrra sjúklinga með hjarta- og æðasjúkdóma, sem þyrftu á þjálfun að halda í beinu framhaldi af sjúkrahúsdvöl, er áætl- aður 400—500 manns. Þar af má reikna með að 200—250 manns fari í þjálfun og endurhæfíngu á Reykjalund eða Borgarspítala, en 200—250 manns þurfí því á þjón- ustu hinnar nýju endurhæfingar- stöðvar að halda samkvæmt starfs- þætti I. Gera má ráð fyrir, að þetta þjálfunartímabil sé þrír mánuðir samtals og að á þeim tíma komi hver sjúklingur í 30 skipti. Auk þess er áætlað, að 100—150 sjúklingar bætist við í viðhaldsþjálf- un á ári hverju og er þá miðað við 30% af heildarfjölda sjúklinganna. Þessir sjúklingar munu njóta þjón- ustu samkvæmt starfsþætti II. Gera má ráð fyrir að þeir komi a.m.k. tvisvar í viku í þjálfun, allt frá nokkrum vikum upp í 12 mánuði á ári. Ekki er alveg ljóst hve margir lungnasjúklingar munu sækja þessa þjálfun en reikna má með a.m.k. 100—150 manns á ári og meirihluti þessara sjúklinga mun fara í við- haldsþjálfíin samkvæmt starfsþætti II. Hver sjúklingur, sem fer í endur- hæfíngu í beinu framhaldi af sjúkrahúsdvöl (starfsþáttur I), fer í læknisskoðun og álagspróf í byij- un og lok meðferðar. Meðferðin er síðan sniðin eftir þörf hvers og eins. Samskonar mat þarf einnig að framkvæma á þeim sjúklingum, sem koma í viðhaldsþjálfun (starfs- þáttur II), hafí einhver tími liðið frá fyrra þjálfunarskeiði. Enda þótt meðferð sjúklinga sé einstaklings- bundin er einnig gert ráð fyrir hóp- þjálfun, u.þ.b. 20 manns í hverjum hópi. Samhliða þjálfun og endurhæf- ingu mun fara fram almenn ffæðsla fyrir sjúklinga um hjarta- og æða- sjúkdóma og lungnasjúkdóma og áhrif þjálfunar á líkamann (starfs- þáttur III). Gert er ráð fyrir 4—6 kennslustundum a.m.k.fyrir hvem hóp. Eins og glöggt má sjá af framan- rituðu, þá er þörfín brýn og verk- efni stór. Fullkomin þjálfunar- og endurhæfíngarstöð þyrfti því að vera allstór í sniðum og myndi krefj- ast verulegs húsnæðis og starfsliðs, sem kalla myndi á mikið fjármagn, sennilega meira en liggur á lausu í þjóðfélaginu um þessar mundir. Þess vegna er það að undirbúnings- nefndin, sem áður er minnst á, áformar að hefja vísi að þessari starfsemi nú þegar í haust, eða eins fljótt og hægt verður, og þá í smáum stíl til að byija með og láta síðan reynsluna skera úr um fram- haldið. I því skyni hefur verið leitað eftir hentugum samastað og m.a. kannað húsnæði og aðstaða hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. í athugun er að taka það húsnæði á leigu að afloknum starfsdegi stofnunarinnar. Hefur þeirri mála- leitan verið vel tekið af húsráðend- um. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin í þessu sambandi. Þrátt fyrir það, að undirbúnings- nefndin hafí tekið mjög svo raun- hæft á hlutunum og ætli sér ekki að ana út í tug- ef ekki hundruða Alfreð G. Alfreðsson milljóna fjárfestingu með full- kominni endurhæfingarstöð ásamt öllu tilheyrandi, heldur ætli sér að byija smátt, þá þarf mikla fjármuni til þess að kaupa sérhæfð tæki til starfseminnar og að hrinda henni af stað. Það er til þess, sem Lands- samtök hjartasjúklinga, ætla að safna fé í dag og á morgun með merkjasölunni. Tvisvar sinnum áður hafa Lands- samtök hjartasjúklinga efnt til merkjasölu. Fyrst til öflunar fjár til kaupa á tækjum fyrir hjartaskurð- deild Landspítalans, sem samtökin áttu stóran þátt í að hrinda af stokkunum, og síðara skiptið til kaupa á tækjum fyrir endurhæfíng- ardeildir hjartasjúklinga að Reykja- lundi og Borgarspítala. í bæði skipt- in tók almenningur þessum merkja- sölum mjög vel og Grettistökum var lyft í tækjakaupum, sem viðkom- andi stofnanir hefðu seint getað keypt sjálfar. Auk þess afla Lands- samtökin fjár með jólakorta- og minningarkortasölu, og talsvert hefur verið um gjafir og áheit. Öllu fé sem safnast er varið til styrktar hjartasjúklingum með kaupum á tækjum, sem gefín hafa verið til stofnana sem hafa með hjartasjúkl- inga að gera. Auk þeirra, sem áður er getið, hafa verið gefín tæki til hjartadeildar Landspítalans, Borg- arspítalans, Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri og Fjórðungssjúkra- hússins á Neskaupstað. Kjörorð söfnunarinnar á föstu- dag og laugardag er „Söfnum kröft- um“. Verum öll samtaka í að hjálpa þeim, sem þjást af hjarta- og æða- sjúkdómum eða lungnasjúkdómum, til að safna kröftum og verða aftur færir um að lifa eðlilegu lífí. Gerum endurhæfingarstöðina að veruleika. íslendingar, hvar á landinu sem þið eruð. Söfnum kröftum. Kaupið merki Landssamtaka hjartasjúkl- inga föstudag og laugardag. Lifið heil, með fyrirfram þökk. Höfundur er varaformaður Landssamtaka hjartasjúklinga. Kosið um opnun áfeng- isútsölu Borgarnesi Borgamesi. BÆJARSTJÓRN Borgarness samþykkti nýverið að fram skuli fara atkvæðagreiðsla meðal bæjarbúa um hvort opnuð skuli áfengisútsala í Borgarnesi. Tillagan var lögð fram af Eyjólfi Torfa Geirssyni for- seta bæjarsljómar og var hún samþykkt með sex atkvæðum gegn einu. Ákveðið hefur verið að atkvæðagreiðslan fari fram samhliða forsetakosningunum þann 25. júní nk. Að sögn Eyjólfs Torfa Geirssonar, flutningsmanns tillögunnar, þá er aðaltilgangurinn með þessari tillögu að auka almenna verslun í Borgar- nesi, „við Borgnesingar lifum á þjón- ustu við nágrannabyggðarlögin og ég lít á það sem eitt af aðalhlutverk- um bæjarstjórnarinnar að auka þá þjónustu og efla.“ Sagði Eyjólftir Torfí að ef tillagan yrði samþykkt þá myndi bæjarstjómin óska eftir því að áfengisútsala yrði sett á fót í Borgamesi. Kvaðst Eyjólfur telja að meirihluti bæjarbúa væri fylgjandi því að onuð yrði áfengisútsala í Bor- gamesi. Aðspurður kvaðst Eyjólfur ekki óttast að dryklqa ykist samfara opnun áfengisútsölu í Borgamesi. Kvaðst Eyjólfur telja að mesta breyt- ingin yrði sú að fólk í Borgamesi þyrfti þá ekki lengur að gera sér ferð út á Akranes eftir áfengi og vegalengdin styttist verulega fyrir fólk úr nágrannabyggðarlögum Bor- gamess að nálgast þessa vöm. - TKÞ Vinir íslands í Bandaríkjunum VINIR íslands nefnast samtök sem hafa verið stofnuð í Ameríku. Ná þessi samtök fyrst og fremst yfir Bandaríkin og einnig til Kanada og víðar. Kynn- ingarbréf fyrir samtökin var sent út af Erni Aðalsteinssyni form- anni íslendingafélagsins í Delaw- are Valley, til allra íslendingafé- laga vestra og annarra samtaka er ætla má að hefðu áhuga, sem og fjölda einstaklinga. Meðal þeirra sem taldir eru upp í frétta- bréfi um málið má nefna: Walter Mondale, blaðamennina Dan Rat- her og Peter Jennings auk fjölda þekktra Bandaríkjamanna. Það voru þau Guðrún Martyny, Öm Aðalsteinsson og Úlfur Sigur- mundsson, sem lögðu kannske mest af mörkum við undirbúninginn að stofnun þessara samtaka, en margir aðrir lögðu einnig hönd á plóg. Markmið samtakanna er að vetja hagsmuni íslands í öllum málum og koma á framfæri réttum upplýsing- um til almennings, sem og að þrýsta á stjómmálastofnanir og stjóm- málamenn þar sem _ slíkt skiptir máli fyrir hagsmuni íslands og fs- lendinga. MeðaJ meðlima er fólk sem er fætt á íslandi, afkomendur fslend- inga, makar og vinir þessa fólks, Bandaríkjamenn sem eiga viðskipti við ísland sem og ýmis önnur nor- ræn félög og hópar. Reiknað er með að tala meðlima muni fljótlega skipta hundmðum þúsunda. Allir þeir sem vilja styrkja þessi samtök geta skráð sig hjá Guðrúnu Martyny, 8410 Brewster Drive, Alexandria, VA. 22308, USA, en hún mun sjá um rekstur samtak- STOFNFUNDUR Ferðamálasam- taka höfuðborgarsvæðisins verð- ur haldinn á Hótel Sögu næst komandi mánudag. Það eru Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem standa að samtökum þessum og er tilgangur þeirra að móta samræmda stefnu í ferðamálum höfuðborgarsvæðisins. Sambærileg samtök eru þegar starf- andi í flestum öðrum landshlutum. Á blaðamannfundi sem undirbún- ingsnefnd að stofnun Ferðamála- samtaka höfuðborgarsvæðisins hélt til kynningar á samtökunum kom Guðrún Martyny anna fyrst um sinn. Er hún forseti íslendingafélagsins í Washington. - SHÞ fram, að þeim er meðal annars ætl- að að verða hlekkur á milli aðila ferðamálaiðnaðarjns og hins opin- bera, og auðvelda tillögum til úrbóta að berast á milli þessara aðila. Ferðamálasamtökunum er ætlað að kynna höfuðborgarsvæðið og þá möguleika sem þar bjóðast. Verður kynningunni beint jafnt til ferða- manna, erlendra sem innlendra, og íbúa þeirra níu sveitarfélaga sem eru á svæði samtakanna. Jafnframt munu þau beita sér fyrir samræmd- um staðli í þjónustu, svo sem stjömu- gjöf hótela. Ferðamálasamtök stofn- uð á höfuðborgarsvæðinu Húsnæðismiðlun stúdenta: Abyrgðartryggð- ir leigutakar Húsnæðismiðlun stúdenta stendur um þessar mundir fyrir átaki til þess að auka framboð á leiguhúsnæði fyrir stúdenta. Miðlunin býður húsnæðiseigendum nú upp á þá þjónustu að skylda leigutaka á vegum miðlunarinnar að kaupa sér sérstaka leigjendaábyrgð um leið og þeir ganga frá leigusamningi. Mun hér vera um alveg nýja tegund trygg- ingar að ræða. Húsnæðismiðlun hefur verið rekin hjá Stúdentaráði Háskóla íslands um árabil. Síðastliðinn vetur var rekstur hennar hins vegar I höndum Félags- stofnunar stúdenta. „Núverandi stjóm Stúdentaráðs ákvað hins vegar í síðasta mánuði að axla sjálf ábyrgð á rekstri miðlunarinnar, enda mat stjómarinnar að hún hafí ekki geng- ið nógu vel hjá Félagsstofnun," sagði Sveinn Andri Sveinsson formaður Stúdentaráðs í samtali við Morgun- blaðið. í lok síðasta mánaðar náðust samningar milli Stúdentaráðs og tiyggingarfélags um nýja tegund ábyrgðar, svokallaða Ieigjenda- ábyrgð. Ábyrgð þessi felst í því að stúdent sem leigir húsnæði í gegnum miðlunina kaupir ábyrgðartryggingu vegna skemmda sem hann kann að valda og er bótaskyldur fyrir. Ábyrgðin nær til tjóns sem nemur allt að 300.000 krónum, sjálfsábyrgð nemur 30.000 krónum, en sjálf tryggingin kostar 2.000 krónur. „Heimildir Stúdentaráðs kveða þessa tryggingu vera einstaka í sinni röð; er hér um alveg nýja tegund trygg- ingar að ræða," sagði Sveinn. Að sögn Sveins er það aðallega tvennt sem býr að baki þessari nýju tryggingu: í fyrsta lagi er verið að reyna að bæta úr því neyðarástandi sem ríkir í húsnæðismálum stúdenta. Til að bæta ástandið þarf að stór- auka framboð á húsnæði til leigu handa stúdentum og til þess að reyna að laða að húsnæðiseigendur er með- al annars boðið upp á þessa trygg- ingu. í öðru lagi er upp á þessa trygg- ingu boðið til að vetja stúdenta fyrir fjárhagslegum skakkaföllum; þeir mega almennt verr við því að lenda í þungum skaðabótakröfum. Húsnæðismiðlun stúdenta hóf að bjóða þessa tryggingu 2. júní síðast- liðinn. Þann dag og hinn næsta tvö- faldaðist framboð á leiguhúsnæði frá því sem hafði verið allan mánuðinn á undan. „Virðist hið nýja fyrirkomu- lag að minnsta kosti gefa góð fyrir- heit,“ sagði Sveinn að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.