Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988 19 Landslið Islands í opnum flokki á Norðurlandamótinu í brids. Frá vinstri eru: Sævar Þorbjömsson, Valur Sigurðsson, Sigurður Sverrisson, Hjalti Eliasson, Þorlákur Jónsson, Karl Sigurhjartarson og Jón Baldursson. Norðurlandamótið í brids: Mótið talið eitt sterkasta bridsmót heimsins í ár ÖLL Norðurlöndin senda sitt skipað Esther Jakobsdóttur, Erlu Valgerði Kristjónsdóttur og Önnnu sterkasta lið til keppni á Norður- Siguijónsdóttur, Hjördísi Eyþórs- Þóru Jónsdóttur. Fyrirliði er Jakob landamótinu í brids sem haldið dóttur, Kristjönu Steingrímsdóttur, R. Möller. Kísiliðjan skil- aði 12,2 milljóna króna hagnaði AÐALFUNDUR Kísiliðjunnar hf. verður haldinn í Mývatnssveit mánudaginn 13. júní nk. í tengsl- um við aðalfund félagsins verður þess minnst að 20 ár era liðin frá upphafi kísilgúrframleiðslu verksmiðjunnar. Gestir Kísiliðj- unnar hf. verða m.a. Friðrik Sophusson, iðnaðarráðherra, og æðstu yfirmenn Manville Corp- oration í Evrópu. Um 50 erlendis gestir koma til landsins af þessu tilefni. Á árinu 1987 skilaði Kísiliðjan hf. 12,2 milljóna króna rekstrar- hagnaði. Það verður að teljast við- unandi miðað við erfíð ytri skilyrði. Mikil samkeppni ríkti á kísilgúr- mörkuðum og gengisþróun var óhagstæð. Efnahagsstaða félagsins 31. desember 1987 var góð. Hjá verksmiðjunni störfuðu að meðatali 63 menn. Framkvæmdastjóri er Róbert B. Agnarsson. Kísiliðjan hf. framleiðir kísilgúr, sem notaður er til síunar á ýmsum vökvum. Dæmi um slíka vökva eru vatn, bjór, olía og vín. Kísilgúrinn notast einnig sem fylliefni, t.a.m: í tannkrem og málningu. Hráefni verksmiðjunnar eru skeljaleifar kísilþörungsins, sem lifir í Mývatni. Jarðgufa úr Bjamarflagi er notuð til þurrkunar á kísilgúmum. Kísiliðjan hf. er sameignarfélag íslenska ríkisins, fjölmargra sveit- ar- og bæjarfélaga á Norðaustur- landi og bandaríska fyrirtækisins Manville Corporation. Sölufélagið Manville hf. á Húsavík sér um sölu á framleiðslu- vömm Kísiliðjunnar hf. Nær öll framleiðslan er seld á markað í Evrópu. Sölufélagið er í eign Man- ville Corporation. Framkvæmda- stjóri er Höskuldur A. Sigurgeirs- son. (Fréttatilkynning) verður ( Reykjavík dagana 26. júni til 1. júlí. Má því búast við að þetta verði eitt sterkasta bridsmót í heiminum í ár, en á Evrópumótinu á síðasta ári voru Norðurlandaþjóðir i fjórum af 6 efstu sætunum. Árangur Norðurlandaþjóðanna á alþjóðlegum bridsmótum hefur vak- ið talsverða athygli og jafnvel kom- ið til tals að Norðurlandamótið gefí rétt til að keppa á heimsmeistara- mótinu í brids sem haldið er annað- hvert ár. Evrópa hefur rétt á tveim- ur sveitum á heimsmeistaramótið og hingað til hafa tvær efstu sveit- irnar á Evrópumótinu verið sendar. Á síðasta Evrópumóti urðu Svíar efstir, Norðmenn urðu i 3. sæti, íslendingar í 4-5. sæti og Danir í 6. sæti. Norðurlandamótið í ár er það 21. í röðinni en fyrsta mótið fór fram árið 1946. Mótið er að jafnaði hald- ið annaðhvert ár og er þetta í 3. skiptið sem það er haldið á íslandi. Áður var mótið haldið hér árin 1966 og 1978. íslendingar hafa þrisvar endað í 3. sæti, árið 1966, 1982 og 1984. Svíar og Norðmenn hafa oftast orð- ið Norðurlandameistarar, en núver- andi Norðurlandameistarar eru Danir. Bæði er keppt í opnum flokki og kvennaflokki á mótinu. Sex sveitir spila í opnum flokki tvöfalda um- ferð, en Færejdngar bættust í hóp- inn árið 1984. í kvennaflokki keppa aðeins 3 sveitir þrefalda umferð. íslenska liðið í opna flokki er skipað Jóni Baldurssyni, Karli Sig- urhjartarsyni, Sigurði Sverrissyni, Sævari Þorbjömssyni, Val Sigurðs- syni og Þorláki Jónssyni. Fyrirliði er Hjalti Elíasson. Kvennaliðið er Bílskúr brann í Hruna- mannahreppi BÍLSKÚR brann að Auðsholti í Hrunamannahreppi aðfaranótt þriðjudags og eyðilögðust í brun- anum tæki og efni til sælgætis- gerðar en húsið sjálft er óskemmt. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, sem talið er að hafi kviknað út frá neista úr garðsláttuvél. Heimamenn brugðu við skjótt og slökktu eldinn á skömmum tíma með kröftugri vatnsdælu sem er á bænum. Húsið er lítið sem ekkert skemmt og er góðri einangrun fyrir að þakka, að sögn slökkviliðsins á Fiúðum en þegar það bar að, höfðu heimamenn að mestu ráðið að nið- urlögum eldsins. Fijáls á fjórum hjólum og í „eigin“ húsi! Verðdæmi: LUXEMBORG: Flug + bíll í 2 vikur frá kr. 17.880 á mann.* SUPER-APEX verð. Bíll í B-flokki. WALCHSEE: Flug + íbúð í Ilgerhof í 2 vikur frá kr. 28.640 á mann.* Flogið til Salzburg. Tímabilið 10. júlí til 28. ágúst. Bíll í B-flokki í 2 vikur kr. 24.060. BIERSDORF: Flug + íbúð í 2 vikur frá kr. 20.390 á mann.* Flogið til Luxemborgar. Tímabilið 18. júní til 9. júlí. SUPER-APEX verð. Bíll í B-flokki í 2 vikur kr. 19.300. SALZBURG: Flug + bíll í 2 vikur frá kr. 25.240 á mann.* Bíll í B-flokki. * Meðaltalsverð á mann miðað við 2 fullorðna og 2 böm, 2ja — 11 ára. FLUGLEIÐIR -fyrírþíg- Allar nánari upplýsingar á söluskrífstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum um allt land og ferðaskrífstofum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.