Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988 EVRÓPUKEPPNI LANDSLIÐA 1988 Vonast til að fá að sjá sókndjarfa knattspymu í framlínunni er Flemming Povlsen, sem leikur með Köln í V-Þýska- landi, orðinn skæður keppinautur Michael Laudrups. Og Jan Jensen, sem gekk til liðs við Hamburg SV í lok keppnistímabilsins, er orðinn mjög sterkur leikmaður. Og svo er það að sjálfsögðu Sören Lerby, gamli vinnuþjarkurinn sem hefur aldrei leikið betur en nú. Það var hann sem átti heiðurinn af sigri PSV Eindhoven á Benfíca í úrslita- leik Evrópukeppni bikarhafa. Spánveijar hafa oWMA fyrir skakkaföilum Lið Spánar er jafn vel undir keppn- ina búið og danska liðið. Spánver- jamir neyddust til að skilja bak- hetjann Chendo eftir heima vegna meiðsla og kemur Tomas í hans stað. Hásinarmeiðsli htjá einnig vamar- manninn sterka Giocoechea, svo hann varð að sitja heima, en þetta eru einu skakkaföllin sem lið Spán- ar hefur orðið fyrir. Liðið sem hinn virti stjómandi Spánvetja skipaði fyrir heimsmeist- arakeppnina í Mexíkó árið 1986 hefur leikið saman svo til óbreytt frá þeim tíma. Spánvetjamir töpuðu óvænt í þrígang í undirbúningskeppninni fyrir Evrópukeppnina. Þeir töpuðu, 2:1, fyrir Tékkóslóvakíu og Frakkl- andi, og, 3:1, fyrir Svíþjóð. Þá gerðu þeiraðeinsjafntefligegn Sviss, 1:1. En þessi úrslit segja í raun lítið vegna þess að margir leikmenn liðs- ins frá Real Madrid voru þreyttir eftir strangan keppnistíma. Án efa verða stjömur eins og Butragueno og Michel þó búnar að ná sér að fullu fyrir Evrópukeppnina. Englendingar sigurstrangleg- astir í B-riAII I riðli númer 2 hefur sigurstrang- legasta liðið, landslið Englands, átt í nokkrum mótbyr. Það er mikið áfall fyrir Bobby Robson, landslið- seinvald, að missa varnarmanninn Terry Butcher úr liðinu, en hann er fótbrotinn. Kemur Mark Wright inn í hans stað. Robson getur teflt fram fjórum leik- mönnum úr félagsliðum sem urðu meistarar á síðasta keppnistímabili - Bames og Beardsley frá Liverpo- ol, og Hoddle og Hateley frá franska liðinu Mónakó. Þegar svo Gary Lineker frá Barcelona bætist í hópinn. er þama saman komið lið á heimsmælikvarða. írska landsliAIA mntir til leiks án Uams Brady írska landsliðið mætir til leiks án Liams Brady, lykilmannsins á miðj- unni, sem enn er á sjúkralista eftir skurðaðgerð á hnéi. Mark Lawrenson og David O’Leary verða báðir frá vegna hásinar- meiðsla, og er það slæmt fyrir írsku vömina. Hásinin virðist hafa lagt marga leikmenn að velli síðasta keppnistímabil. Þrátt fyrir þessi áföll geta írar teflt fram úrvali góðra leikmanna. Mark- vörðurinn Bonner, McCarthy og MIKIÐ hefur verið um að vera í evrópskri knattspyrnu nú síðustu vikurnar. Hollenska landsliðið hefur átt mikilli vel- gengni að fagna á lokasprettin- um fyrir Evrópubikarkeppnina, og nú er allt í einu farið að tala um það sem líklega sigur- vegara keppninnar. Lið Hollands er meðal þeirra liða sem ég tel eiga möguleika á sigri. Ör framför liðsins sýnir ein- mitt hve saman hefur dregið með öllum átta liðunum sem taka þátt í úrslitakeppninni. Allt getur gerst. JÞað er næstum jafn erfitt að segja fyrir um hver sigrar endanlega og að ná í hæsta vinning í Lottói. í riðli númer 1 er ég enn sömu skoðunar og áður og tel ítali sigur- stranglegasta. Italska liðið, sem keppir við lið Vestur-Þýskalands í opnunarleik mótsins, styrkti þessa skoðun mína með, 4:1, sigri sínum nýlega gegn liði Sovétríkjanna. ítalska landsliAIA hefur veriA yngtupp ítalska landsliðið hefur verið yngt upp, og getur leyft sér að líta á Evrópukeppnina nú sem einskonar samæfingu fyrir heimsmeistara- keppnina, sem haldin verður í hei- malandi þess árið 1990. Lágur meðalaldur leikmanna þýðir það að ekki á að þurfa að gera neinar rót- tækar breytingar á liðinu á kom- andi árum. En Vicini stjómandi liðsins hefur útnefnt. sóknarmanninn gamal- reynda Altobelli í hópinn sem á að mæta Vestur-Þjóðveijum, og mun því ætla að beita honum í sókn- inni. Líklegt er þó að í upphafi leiks muni hann tefla fram nýju stjöm- unni Vialli og félaga hans Mancini frá Sampdoria. Það er áfall fyrir liðið að missa Bagni af miðjunni vegna meiðsla í hné, en huggun harmi gegn að í stað hans kemur Ancelotti frá ný- krýndum Ítalíumeisturum AC Mflanó. Danimir eiga f erfiAleikum Danimir eiga í meiri erfíðleikum. Frank Amesen og Sören Busk verða ekki með þar sem báðir eru nýkomnir úr skurðaðgerðum vegna slitinna hásina. Jan Mölby féll út vegna mótbyrs hjá Liverpool, og Bertelsen var talinn of gamall fyrir landsliðið. Sepp Piontek, stjómandi danska liðsins ákvað að gefa yngri leik- mönnumm á borð við John Held tækifæri. Tekur Held við lykilstöðu á miðjunni. Opnunarlalkur Evrópukeppninnar fer fram í dag kl. 18.00. Þá leika Vestur-tjóðveijar og ítalir í Diisseld- orf. Á myndinni er ítalski leikmaðurinn Gianini. Morris koma frá skozku meisturun- um Celtic. Aldridge, Houghton og Whelan frá ensku meisturunum Li- verpool. írski sóknarmaðurinn Frank Stap- leton er nýkominn til Englands, eftir að hafa leikið með Ajax í Hollandi, og leikur nú með Derby County. Sovézka landsllAIA er mór enn nokkur ráAgáta Sovézka landsliðið er mér enn nokk- ur ráðgáta. Einn daginn getur það leikið frábæra knattspymu, á borð við það bezta sem sést í Evrópu, en tapað svo daginn eftir. Það sýndi þennan óstöðugleika í nýlegri fjög- urra landa keppni í Vestur-Berlín þar sem Sovétmenn töpuðu fyrir Argentínu og Svíþjóð. Sovézki þjálfarinn Valerí Lo- banovskí hefur valið ellefu leikmenn frá Dynamo Kíev í landsliðshópinn. Belanov, Knattspyrnumaður ársins í Evrópu 1986, gæti þurft að víkja úr stöðu sóknarmanns fyrir Prot- assov. Protassov gæti vel orðið stjama Evrópubikarkeppninnar, en sá heið- ur gæti einnig fallið í skaut Hollend- ingsins Ruud Gullit, sem átti svo stóran þátt í að tryggja AC Mílanó sigur í ítölsku bikarkeppninni. Ekkert landsllA hefur úr jafn mörgum úrvals sóknarmönn- um aA velja og þaA hollenska Van Basten, félagi Gullits hjá Milano, er alls ekki öruggur um að hreppa stöðu í hollenska landslið- inu. Ekkert landslið hefur úr jafn mörgum úrvals sóknarmönnum að velja og það hollenska, þar sem þeir Bosman og Van’t Schip frá Ajax Amsterdam og Kieft frá Eind- hoven eru einnig allir í topp formi. Það eina sem getur stoppað þá em Hollendingar sjálfir - vegna harðrar baráttu leikmanna um sæti í lands- liðinu. Ekki bara venjuleg, heldur DINÓ hjól. Falleg, örugg og á góðu verði. Dinó — það sem foreldrar velja fyrir börnin sín. Franz Becken- bauer skrifar fyrir Morgun- bladið Vestur-þýska IIAIA er altt ann- aA en sigurstranglegt í lokin vil ég minnast á mitt eigið lið, sem er allt annað en sigur- stranglegt í riðli númer 1. Þar sem keppnin er haldin í Vestur-Þýzkal- andi þurfti vestur þýska landsliðið ekki að taka þátt í undankeppn- inni, og fómm við því á mis við mjög þýðingarmikla þjálfun. Við þurftum einnig að byggja upp nýtt lið. Eg veit að við eigum nú gott lið sem getur leikið góða knatt- spymu. En ég er ekki viss um að liðið standist það álag að leika fyr- ir framan gagnrýnan fjölda heima- manna á áhorfendapöllum. Það var sárt fyrir okkur að missa fyrirliðann Klaus Allofs úr liðinu vegna meiðsla. En með Jiirgen Klinsmann, Frank Mill og Dieter Eckstein er ég viss um að okkur hefur tekizt að skipa góða framlínu. Látum keppnina um Evrópubikar- inn hefjast. Ég vona að tæknin og varfærinn vamarleikur setji ekki of mikinn svip á keppnina. Eg von- ast til að fá að sjá harðfylgna, sókn- djarfa knattspyrnu. i'* - Ct-rl t (U o- = ^ —1 NÍUNDA GREIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.