Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988
57
LEIKIR í EVRÓPUKEPPNI LANDSLIÐA (í SJÓNVARPI)
Dagur A-RIÐILL B-RIÐILL
Föstud. 10. júní Dússeldorf, kl. 18:15 V-Þýskaland-Ítalía
Laugard. 11. júní Hannover, kl. 13:00 Danmörk-Spánn
Sunnud. 12. júní Stuttgart, kl. 13:00 England-írland Köln.kl. 18:00 Holland-Sovétríkin
Þriðjud. 14. júní Gelsenkirchen, kl. 15:00 V-Þýskaland-Danmörk Frankfurt, kl. 18:00 Ítalía-Spánn
Miðvikud. 15. júní Dússeldorf, kl. 15:00 England-Holland Hannver Írland-Sovétríkin
Föstud. 17. júní Munchen V-Þýskaland-Spánn Köln.kl. 18:00 Ítalía-Danmörk
Laugard. 18. júní Frankfurt, kl. 13:00 England-Sovétríkin Gelsenkirchen Írland-Holland
Þriðjud. 21. júní UNDANÚRSLIT Hamborg, kl. 18:00 Sigurvegari íA-riðli-2. sæti í B-riðli
Miðvikud. 22. júní Stuttgart, kl. 18:00 Sigurvegari í B-riðli—2. sæti í A-riðli
Laugard. 25. júní ÚRSLIT Múnchen, kl. 13:00 Sigurvegarar í undanúrslitum
JQrgen Kllnsmann var markahæstur í vestur-þýsku deildinni i vetur. Hann
verður í sviðsljósinu í dag.
V-Þýskaland ítalfa
1. Eike Immel 1. Walter Zenga
2. Guido Buchwald 2. Franco Baresi
3. Andreas Brehme 3. Giuseppe Bergomi
4. Jiirgen Kohler 4. Roberto Cravero
5. Matthias Herget 5. Ciro Ferrara
6. Uli Borowka 6. Riccardo Ferri
7. Pierre Littbarski 7. Giovanni Francini
8. Lothar Mattháeus 8. Paolo Maldini
9. Rudi Völler 9. Carlo Ancelotti
10. Olaf Thon 10. Luigi de Agostini
11. Frank Mill 11. Fernando de Napoli
12. Bodo Illgner 12. Stefano Taceoni
13. Wolfram Wuttke 13. Luca Fusi
14. Thomas Berthold 14. Giuseppe Giannini
15. Hans Pfliigler 15. Francesco Romano
16. Dieter Eckstein 16. Alessandro Altobelli
17. Hans Dorfner 17. Roberto Donadoni
18. Jiirgen Klinsmann 18. Roberto Mancini
19. Gunnar Sauer 19. Ruggiero Rizzitelli
20. Wolfgang Rolff 20. Gianluca Vialli
HANDKNATTLEIKUR
„Geri f rekar ráð
fyrir að vera
áfram hjá Val“
- segir Einar Þorvarðarson sem íhugar
tilboð frá Valencia á Spáni
EINAR Þorvarðarson, lands-
liðsmarkvörður í handknatt-
leik, íhugar nú tilboð frá
spánska félaginu Caixa Valen-
cia. Liðinu hefur gengið illa í
vetur, en hyggst byggja upp
sterkt lið fyrir nœsta vetur og
hluti af þeirri uppbyggingu er
að fá erlendan markvörð.
Eg er með tilboðið í höndunum
og mun spá í það næstu daga,
en ég er ekkert að hlaupa út og
geri frekar ráð fyrir að vera áfram
hjá Val,“ sagði Einar í samtali við
Morgunblaðið. „Ég hef verið á
Spáni og veit hvemig þetta lítur
út, en þetta er mjög freistandi til-
boð og mun betra en tilboðið sem
GOLF
Úlfar
höggi
undir
pari
ÚLFAR Jónsson fór fyrstu 18
holurnará71 höggi —einu
undir pari — á Evrópumeistara-
móti einstaklinga í golfi, sem
hófst í Hamborg í Vestur-
Þýskalandi í gær. Úlfar er í 13.
-19. sæti, Sigurður Pétursson
er í 32. - 40. sæti, en Hannes
Eyvindsson rekur lestina í 98.
sæti. Keppendur eru 98 frá 20
þjóðum.
Ulfar byrjaði vel, fór fyrri níu
holurnar á 34 höggum eða
tveimur undir pari. Honum tókst
ekki eins vel upp í seinni hringnum
og fór þá á 37 höggum, en var eini
íslenski kylfingurinn, sem lék eðli-
lega.
Sigurður fór 18 holurnar á 74 högg-
um (39 og 35), en Hannes á 87
höggum (43 og 44) og hefur aldrei
leikið eins illa erlendis að sögn
Konráðs R. Bjarnasonar, formanns
Golfsambands íslands.
Konráð sagði að almennt væri spila-
mennskan mjög góð á þröngum og
erfiðum vellinum, en fjórir fyrstu
fóru á 69 höggum og síðan koma
átta kylfingar á 70 höggum.
80 fyrstu komast áfram að keppni
lokinni í dag, en 60 eftir þriðja
keppnisdag og sagðist Konráð gera
ráð fyrir að Ulfar og Sigurður yrðu
í þeim hópi.
GOLF
Opið kvennamót
á Hvaleyrinni
Opna Wella kvennamótið í golfi
verður haldið á morgun, laug-
ardag 11. júní, á Hvalareyrinni.
Ræst verður út frá kl. 10.00.
ég fékk frá Tres De Mayo á sínum
tíma.
Valencia gekk illa í fyrra, 'en ætlar
að byggja upp nýtt og sterkara lið
og hefur meðal annars fengið tvo
leikmenn frá Tres de Mayo sem
hafa líklega bent á mig. Liðið hefur
einnig mjög góðan þjálfara, aðstoð-
arlandsliðsþjálfara Spánveija og
forráðamenn liðsins ætla sér stóra
hluti.
En eins og staðan er í dag er ég
ánægður. Valur er sterkt lið og
Evrópukeppnin og landsliðið skipta
mig miklu máli. Eg reikna ekki með
að hugsa svo mikið um þetta til-
boð, heldur einbeita mér að landslið-
inu og Ólympíuleikunum," bætti
Einar við.
KNATTSPYRNA
Atli - ekki Atli
Þau leiðinlegu mistök urðu í frá-
sögn af leik Víkings og Leift-
urs í blaðinu í gær, að Atli Helga-
son var sagður hafa skorað sigur-
mark Víkings. Ekki bara á einum
stað, heldur bæði í textanum og í
upplýsingarammanum sem leiknum
fylgdi. Það var hins vegar nafni
hans, Atli Einarsson, sem skoraði,
og fékk eitt Morgunblaðs-M fyrir
leik sinn eins og hann átti að fá.
Hlutaðeigandi eru beðnir velvirð-
ingar á mistökunum.
Atli Elnarsson lék vel gegn Leiftri
og setti sigurmark Víkinga.
GOLF
MóthjáGR
um helgina
Jayson Clarke mótið hjá GR verð-
ur haldið á morgun, laugardag.
Leiknar verðar 18 holur í Grafar-
holti með forgjöf og verður ræst
út frá kl. 9.00. Sama dag fer fram
mót 15 ára og yngri en það verður
leikið á Korpúlfsstaðavelli kl. 13.00.
Á sunúudag verður haldið ijáröflun-
armót í Grafarholti. Leiknar verða
18 holur í punktakeppni með fullri
forgjöf. Ræst verður út frá kl. 9.00.
Jóhann Ingl Gunnarsson
■ STJÓRN HSÍ hefur ráðið
landsliðsþjálfara yfir unglinga-
landslið pilta. Jóhann Ingi Gunn-
arsson þjálfar 19-20 ára landsliðið,
Gunnar Einarsson 17-18 áira
landsliðið og Steindór Gunnarsson
15-16 ára landsliðið.
■ DELTAMÓTIÐ, vormót
lækna í golfi, verður haldið í dag á
golfvelli GR í Grafarholti. Ræst
verður út frá kl. 15-16 í þriggja
manna hópum.
■ ALÞJÓÐA skíðasambandið
hefur birt lista yfir heimsbikarmótin
í alpagreinum næsta vetur. Keppnin
hefst í Las Lenas í Argentínu 10.
ágpist en fyrsta mótið í Evrópu
verður í Frakklandi í lok nóvem-
ber.
■ KENÝAMENNIRNIR Billy
Konchellah, Paul Kipkoech og
Douglas Wakiihuri, sem urðu
heimsmeistarar í 800 m, 10.000 m
og maraþonhlaupi í Róm á síðasta
ári, verða lykilmenn í hinu sterka
liði kenýskra fijálsíþróttamanna á
Ólympíuleikunum í Seoul. Ibra-
him Hussein, sem sigraði fyrir
skömmu í Boston-maraþonhlaup-
inu, hefur einnig verið valinn í liðið.
■ ENSKA knattspyrnusam-
bancfidhefur sektað bikarmeistara
Wimbledon um 5000 ensk pund
(400 þús. ísl. kr.) fyrir ósiðlega
framkomu á leikvelli á dögunum.
Umrætt atvik átti sér stað í ágóða-
leik fyrir Alan Cork, einn leik-
manna liðsins. Þá sýndu níu leik-
menn liðsins áhorfendum óæðri
endann beran í þeim tilgangi að
skemmta áhorfendum. En forráða-
mönnum enska knattspyrnusam-
bandsins var ekki eins skemmt og
töldu tiltækið óvirðingu við áhorf-
endur. Dave Beasant, fyrirliði liðs-
ins og einn níumenninganna, hefur
beðist afsökunar og lagt áherslu
á, að þeir hafi ekki ætlað að
hneyksla neinn.
■ SOCHAÍ/Asigraði Nice 2:0 í
seinni leik liðanna í undanúrslitum
frönsku bikarkeppninnar í knatt-
spymu. Sochaux sigraði samanlagt
3:2. Sochaux mætir Metz í úrslitum
keppninnar. Metz komst áfram
þrátt fyrir 1:3 tap fyrir Reims í
síðari leik liðanna, sigraði saman-
lagt 5:3;
■ J.Ó.D. mótið í golfi fer fram
á golfvelli ísfirðinga í Tungudal
um helgina. Mótið er opið og verða
leiknar 36 holur með og án forgjaf-
ar.
■ A USTUR—Þ ÝSKT frjáls-
íþróttafólk náði mjög góðum ár-
angri á móti í Potsdam í gær.
Kathrin Ullrich sigraði í 10.000
metra hlaupi á 31:26,79 mín. Það
er 15 sekúndum frá meti hennar,
en besti tíminn sem náðst hefur í
ár. Hansjörg Kunze sigraði í
10.000 metra hlaupi karla á
27:55,85. Jens-Peter Herold náði
besta tíma ársins í 1500 metra
hlaupi, 3:33,33 mín,. og Andrea
Hahmann náði besta tíma ársins í
1500 metra hlaupi kvenna. Hún
hljóp á 4:.4,15 mín.