Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988 t Eiginkona mín, SVAVA INGVARSDÓTTIR, Dalbraut 20, Raykjavfk, lést á öldrunardeild Landspítalans 9. þessa mánaöar. Kristinn Ólason. ■ Faðir okkar og tengdafaöir, JÓN GUÐMUNDSSON rafvlrkjameistari, áður Skipasundi 47, lóst á Hrafnistu að morgni 8. júní. Jaröarför auglýst síðar. Gígja Björnsson, Harpa Jónsdóttir, Vilhjálmur Hjartarson, Guðrún Ferrier, James A. Ferrier, Elsa Jónsdóttir, Baldvin Hermannsson, Björg Jónsdóttir, Geir Árnason, Helga Jónsdóttir, Guðjón Bernharðsson, Líneik Jónsdóttir, Halldór Ólafsson, Guðmundur H. Jónsson, Fjóla Erllngsdóttir. t Bróðir minn, ÁSMUNDUR STEINGRÍMSSON, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 11. júní kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Þórveig Steingrímsdóttir. t Útför móður okkar og tengdamóður, SIGRÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR HANSEN, Aðalstrœti 16, Patreksflrði, fer fram laugardaginn 11. júní frá Patreksfjaröarkirkju kl. 14.00. Ólafur D. Hansen, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Sigrfður Daníelsdóttir, Loftur Hafliðason. t Móðir okkar og tengdamóðir, KRISTÍN JÓNSDÓTTIR fyrrum húsfreyja ó Jaðri, verður jarösungin frá Bústaðakirkju í Reykjavík mánudaginn 13. júnf kl. 13.30. Unnur Árnadóttir, Stefanfa Sigurjónsdóttir, Elsa Þorvaldsdóttir, Magna Runólfsdóttir, Garðar H. Jóhannesson, Jónasfna Jóelsdóttir, Sigurjón Guðnason, Jón Guðnason, Davfð Guðnason, Guðbergur Guðnason, Jóhanna Guðnadóttir, Guðmundur Guðnason, Guðrún Guðnadóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, HALLA GUÐRÚN MARKÚSDÓTTIR, Bollagörðum 7, Seltjarnarnesi, verður jarðsungin frá Reykholtskirkju laugardaginn 11. júní kl. 14.00. Rútuferö verður frá Umferðarmiöstöðinni kl. 10.30. Guðrún Guömundsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Sveinbjörg Guðmundsdóttlr, Kristfn Guðmundsdóttir, Albert Sœvar Guðmundsson, Halla Guðrún Ingibergsdóttir, og barnabörn. Kjartan Markússon, Ólafur Þorbjörnsson, Sigurbjörn Haraldsson, Eysteinn Jósefsson, Margrót Ragnarsdóttir, Dagnýr Vigfússon t Þökkum innilega samúö og hlýhug við andlát og jarðarför eigin- manns míns, föður okkar, tengdafööur, afa og langafa, GUNNARS VILHJÁLMSSONAR, Álfheimum 42. Guö blessi ykkur öll. Guðveig Hinriksdóttir, Gunnlaugur Gunnarsson, Þorbjörg Einarsdóttir, Ema Gunnarsdóttir, Kristinn Sigurðsson, Guðný Gunnarsdóttlr, Jón Pálsson, Vlgdfs Gunnarsdóttir, Agnar Logi Axelsson, Ágústa Hallsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Hörður G. Jóhannes son blikksmiður Fæddur 5. maí 1944 Dáinn 1. júní 1988 I dag er til moldar borinn frændi minn, Hörður Guðmar Johannes- son, en hann varð að láta undan í baráttunni við einn skæðasta sjúk- dóm sem mannkynið á í baráttu við. Sjúkdómssaga Harðar var til- tölulega stutt, aðeins einn mánuður frá því að hann lagðist inn og þar til yfir lauk. Þessi mánuður var mjög erfíður fyrir mig og aðra ætt- ingja og þó sérstaklega ömmu, Sig- urbjörgu Ólafsdóttur, móður Harð- ar. Hörður bjó alla tíð hjá ömmu og síðustu 20 árin í Skálagerði 13, Reykjavík. Minning mín um Hörð frænda er mjög skýr, allt frá unga aldri, þegar ég sem lítill drengur, fylgdist með honum gera upp bflhræ að glæsivagni í bflskúr föður míns. Hann gerði allt sjálfur og var ein- staklega laginn og vandvirkur. Hörður hafði mjög gaman af því að gera upp gamla bfla og smíða þá, jafnvel alveg upp á nýtt, og eru þeir ófáir glæsibflarnir sem bera merki hans. Það tók hann 3 ár að gera upp draumabfl sinn, breyta og bæta, og varð það hans síðasta verk. Sárt þykir mér til þess að hugsa að hann skuli ekki hafa get- að notið hans eins og hann gerði ráð fyrir, en hans síðasta áður en hann lagðist í rúmið var að keyra bflinn um götur bæjarins og heim þar sem hann fór að kenna sér meins, sem síðar átti eftir að leiða til andláts hans. Hörður var ávallt tilbúinn að hjálpa mér þegar ég þurfti aðstoð eða hjálp. Mitt uppeldi í bflabraski, viðgerðum og öllu sem við kom bílum, er allt frá honum komið og mun ég standa í þakkarskuld við hann alla tíð. Söknuður minn eftir Hörð frænda er ólýsanlegur með öllu og eru þessi fáu orð eins og dropi í hafíð. Að lokum vil ég votta systkinum og þó sérstaklega móður hans innilegrar samúðar og styrks í baráttunni vegna fráfalls hans og missis. Aggi Þann 1. júní sl. andaðist í Land- spítalanum Hörður Guðmar Jó- hannesson. Hörður frændi eins og ég var vön að kalla hann. Hörður var sonur hjónanna Sigurbjargar Ólafsdóttur, fædd 1910 á Skerð- ingsstöðum, Hvammssveit, og Jó- hannesar Jóhannessonar, fæddur 1902, frá Saurbæ í Dalasýslu, dáinn 1958. Hörður var næstyngstur fímm systkina, þau eru: Anna Ólína, fædd 1931, Ragnar Valdimar, fæddur 1936, Ema Svanhvít, fædd 1940 og Grettir Kristinn, fæddur 1946. Hörður fæddist að Ósi, Saurbæ í Dalasýslu, og ólst þar upp til 10 ára aldurs. Þá fluttist Q'ölskyldan til Reykjavíkur og bjuggu í Balbo- campi 9, frá 1954 til ársins 1962 og eftir það í Skálagerði 13. Þegar ég fer að rifja upp minn- ingar mínar um Hörð frænda koma efst upp í hugann allir fallegu bflamir hans sem hann hafði yndi af að laga og gera upp. Hörður vann alltaf mikið, í mörg ár var hann í Hjálparsveit skáta, og var hann örugglega hjálplegur þar eins og hann var við alla sem leituðu til hans. Við þökkum fyrir þær stundir sem hann var með okkur, aldrei leið sá aðfangadagur að Hörður og amma kæmu ekki til að halda jólin með okkur, síðustu árin í Víðigrund- inni hjá foreldrum mínum. Veikindi Harðar báru mjög brátt að, og ekki grunaði okkur að hann væri orðinn jafn veikur og raun bar vitni. En vilji manns má sín lítils í baráttunni við þennan sjúkdóm. Ég bið góðan guð að blessa minn- ingu Harðar frænda og styrkja og styðja ömu, mömmu og hans systk- ini. Björg í dag er til moldar borinn elsku- legur frændi minn, Hörður Guðmar Jóhannesson, aðeins 44 ára að aldri. Mér var tilkynnt á sumardag- inn fyrsta að Hörður væri lagstur inn á spítala vegna eymsla í auga, en áfallið kom nokkrum dögum síðar þegar okkur var sagt að hann væri með illkynja æxli sem . varð honum síðar að falli. Hörður lést í Landspítalanum 1. júní síðastliðinn, aðeins mánuði seinna. Hörður frændi var fæddur 5. maí 1944 að Ósi, Saurbæ í Dalasýslu. Foreldrar hans voru þau Jóhannes Jóhannesson frá Saurbæ og Sigur- björg Ólafsdóttir frá Skerðingsstöð- um í Hvammssveit. Systkini Harðar eru 4, þau eru: Anna, Ragnar, Ema og Grettir, sem öll eru á lífí. Haustið 1954 fluttist Qölskyldan suður til Reykjavíkur og var Hörður þá 10 ára gamall. Það var mikill söknuður hjá fjölskyldunni að þurfa að kveðja öll dýrin sem þau áttu, en þó var söknuðurinn mestur hjá langömmu minni, henni Önnu Jak- obínu, að þurfa að sjá á eftir fjöl- skyldunni, en þó allra verst að þurfa að kveðpa litla augasteininn sinn hann Hörð. Þau eru ófá bréfín sem fóru á milli þeirra og hefur Hörður alltaf varðveitt bréfín frá ömmu sinni mjög vel því sambandið á milli þeirra var alveg sérstakt. Þann 12. júní 1958 var mikið skarð höggvið í fjölskylduna þegar afí minn dó, aðeins 55 ára gamall. Þetta var mikil sorg í fjölskyld- unni, en þó allra mest hjá ömmu minni, þar sem missirinn var mikill. Hörður og amma hafa alla tíð búið saman því Hörur var ókvæntur og bamlaus og vildi ekki flytja frá ömmu. Þau hafa búið í fjöldamörg ár í Skálagerði 13. Hörður var lærð- ur blikksmiður frá Blikksmiðjunni Gretti, þar sem var hans annað heimili. Hörður keyrði leigubíla og þar á meðal keyrði hann mikið fyr- ir föður minn. Hörður var mikill útivistarmaður og starfaði í mörg ár með Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Og Þórsmerkurferðimar voru margar hjá honum eins og Bláfjallaferðimar á vetuma, þá annað hvort á snjósleða eða á skíði. Hann átti þó eitt áhugamál fram yfir önnur, en það voru bflar. Hann eyddi öllum sínum frístundum í smiðjunni að gera draumabfla að veruleika. í tuttugu ár hafði Hörður alltaf dreymt um stóran innréttaðan sendiferðabíl sem hann lét verða að veruleika. Síðustu þremur árum hefur Hörður eytt í stóra bílinn og kom bflnum á götuna fyrir nokkrum vikum, en gat þó lítið notið hans. Það síðasta sem hann gerði, áður en hann veiktist, var að fara í banka og klippingu og keyra síðan draumabflnum í hlað í Skálagerð- inu. Hörður byggði sér stórt raðhús í Dalseli, en hann flutti þá aldrei inn í það, seldi það fyrir nokkmm árum. Ég get þó ekki hugsað til enda að eyða næstu jólum án Harð- ar. Frá því að ég man eftir mér komu amma og Hörður til mömmu á aðfangadagskvöld og eyddu jóla- hátíðinni með fjölskyldu minni. Það var yndisleg sjón að sjá þegar Hörð- ur kom á fallega bílnum sínum. Hörður var vinur vina sinna, sem aldrei sagði nei og vildi allt fyrir alla gera og þar með okkur systkin- in. Mér er mjög minnisstætt þegar ég var 14 ára gömul og langaði út á gamlárskvöld, þá var leiðinda rigning og mamma var ekki á því að leyfa mér að fara, en þá kom Hörður mér einmitt til hjálpar. Hann setti upp sitt fallega augna- ráð sem var alltaf svo sannfærandi og sagði við mömmu: „Hvað það er bara rigning og hún blotnar bara af henni" og þar með var ég farin. Þessi orð hans mun ég alltaf geyma í minningu minni til æviloka um heimsins besta frænda, sem stopp- aði alltof stutt hjá okkur. Elsku amma, mamma, Anna, Ragnar, Grettir og fjölskyldur, Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg og hjálpi ykkur að geyma minning- una um góðan son og bróður í hjarta ykkar. Helena Látinn er langt um aldur fram Hörður vinur okkar eftir stutta en harða baráttu. Fyrir aðeins nokkr- um vikum fékk hann að vita, að hann gengi með ólæknandi sjúk- dóm. Hann tók bitrum örlögum sínum af sömu karlmennsku og æðruleysi og einkennt hafði hann alla tíð. Hörður fæddist að Ósi í Saurbæ, Dalasýslu. Sonur hjónanna Jóhann- esar Jóhannessonar bónda þar, sem nú er látinn, og konu hans, Sigur- bjargar Ólafsdóttur, og ólst þar upp til tíu ára aldurs. Árið 1954 hættu þau búskap og fluttu til Reykjavík- ur ásamt fímm börnum sínum. Að föður sínum látnum og þegar systkini hans voru farin að heiman hélt Hörður áfram heimili með móður sinni í Skálagerði 13. Reynd- ist hann henni góður og hjálpsamur sonur, stoð hennar og stytta. í apríl 1968 réðst Hörður til starfa í Blikksmiðjunni Gretti og átti því 20 starfsár að baki þar er hann lést. Hörður var traustur starfsmaður, samviskusamur og úrræðagóður. Hann var góður og þolinmóður leiðbeinandi ungum mönnum, sem voru að hefja störf og vinsæll af öllum starfsmönnum. Störf sín leysti hann af hendi á þann veg, að sómi fyrirtækisins yrði sem mestur. Hann var svo húsbóndahollur, að helst leit út fyr- ir að hann ynni við eigið fyrirtæki. Það má líka til sanns vegar færa, að það hafí verið hans annað heim- ili. Hann gaf sér ekki mikinn tíma til tómstundaiðkana. Aðaláhugamál hans tengdist að nokkru leyti starf- inu, en það var að gera við bfla. Sú iðja nýttist vel í starfí hans fyr- ir Hjálparsveit skáta. Einnig fékkst hann nokkuð við veiðiskap og minn- isstæðar eru margar ferðir okkar á Amarvatnsheiði. Fyrst og fremst var þó vinnan sjálf áhugamál hans. Það var eins og hann lifði eftir spak- mælinu: „Vinnan göfgar manninn." Eins og margir Islendingar lagði hann oft nótt við dag til að ljúka verkum sínum og var ávallt reiðu- búinn til að leysa aðkallandi vanda- mál. Vinnuframlag slíkra manna á eflaust mestan þátt í þeirri velmeg- un, sem við búum við í dag, en að baki henni liggur fyrst og fremst þrotlaus vinna. Hörður var dagfarsprúður mað- ur, hæglátur og reglusamur. Hann var vinur vina sinna og ræktarsam- ur við þá og gladdi þá með heim- sóknum og gjöfum. Böm okkar nutu hans í ríkum mæli. Hann var bamavinur. Okkur finnst vísa Hávamála um vináttu lýsa honum vel: Veistu, ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt af honum gott geta geði skaltu við hann blanda og gjöfum skipta fara að finna oft.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.