Morgunblaðið - 10.06.1988, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 10.06.1988, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988 Moskva: Jeltsín verður fulltrúi á flokks- ráðstefnunni Verður fulltrúi sovétlýðveldisins Karelíu, sem liggur að Finnlandi Moskvu. Reuter. BORIS Jeltsín, ákafur umbóta- sinni, sem var rekinn úr emb- ætti formanns kommúnista- flokksins í Moskvu, hefur verið kjörinn fulltrúi á flokksráð- stefnuna síðar í mánuðinum. Gennadíj Gerasimov, talsmaður Sovétstjómarinnar, sagði frétta- mönnum, að Jeltsín hefði verið kjörinn fulltrúi fyrir sovétlýðveldið í Karelíu, sem liggur að Finn- landi, og bætti því við, að við full- trúarkjörið hefði ekki verið tekið neitt tillit til búsetu. Jeltsín, sem er 57 ára gamall, missti formennskuna í Moskvu- deild flokksins og sæti í stjóm- málaráðinu eftir átakafund í mið- stjóminni þar sem hann gagnrýndi hve seint gengi að koma á umbót- um. Honum var þó ekki kastað út í ystu myrkur eins og oft hefur gerst með þá, sem falla í ónáð, heldur skipaður fyrsti varaformað- ur í byggingaráætlanaráði ríkis- ins. Jeltsín hefur líka eftir sem áður látið í sér heyra um sovésk Noregur: Mannaskipti í stjórninni? Ósló. Reuter. GRO Harlem Brundtland forsæt- isráðherra hefur á prjónunum að endurskipuleggja ríkisstjórn sína að hluta í næstu viku, þegar sumarfrí þingmanna hefst, að því er sagði í forsíðufrétt í norska dagblaðinu Arbeiderbladet í gær. stjómmál og í síðustu viku hvatti hann til, að Jegor Lígasjov, hug- myndafræðingur flokksins, yrði látinn víkja. Míkhaíl Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, tók þessi ummæli Jeltsíns óstinnt upp og sagði, að hann yrði að skýra þau fyrir mið- stjóminni, en samt er litið svo á, að þeir Jeltsín og Gorbatsjov séu samheijar. Gorbatsjov hefur skor- að á flokksdeildir vítt og breitt um landið að kjósa umbótasinnaða fulltrúa á ráðstefnuna en ljóst er, að ekki hefur alls staðar verið orðið við því. Fulltrúar á flokksráðstefnunni, þeirri fyrstu frá árinu 1941, verða 5.000 talsins og eiga þeir að taka afstöðu til umbótaáætlunar Gor- batsjovs. Tyrkland: Faðir fórnar dóttur sinni Ankara, Reuter. TYRKI játaði fyrir lögreglunni að hafa drepið eins árs gamla dóttur sina eftir að hafa dreymt að trúarleiðtogi hefði skipað sér að fórna því sem hann mæti mest. „Mér þótti afar vænt um dóttur mína. Ég klæddi hana sem brúði, kyssti hana og fór með hana í tekke (trúarhús múslíma) með hníf með- ferðis. Síðan skar ég hana á háls og baðst fyrir. Ég sé ekki eftir neinu," er haft eftir manninum. Lögreglan yfírheyrir nú manninn og leitar að trúarleiðtoganum. Báturinn, sem Jóannes Andreasen ætlar að sigla frá Færeyjum til Hjaltlands, er eins go siglandi hjónarúm. Myndin var tekin á reynslusiglingu við Færeyjar og er sægarpurinn á innfelldu myndinni. Sifflt á rúmi frá Fær- eyjum til Hiaitlands Þórshöfn, frá Snorra Halldórssyni, frétta ÞAÐ ER ólíklegt að Þórshafn- arbúinn, Jóannes Andreasen, eigi væran svefn fyrir höndum nú næstu daga þó svo að hann komi til með að dveljast i rúm- inu. Hann hyggst nú um miðjan júni sigla á bát, sem einna helst likist rúmi, frá Færeyjum til Hjaltlandseyja. Tilgangur ferðalagsins er að safna fé tii sundlaugarbyggingar á Nólsey. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jóannes reynir „rúmsiglingu" því að hann hefur áður keppt á sama báti í róðri. I þeirri keppni gekk honum að vísu ekki vel að fylgja hinum bátunum eftir en hlaut ira Morgunblaðsins sérstök verðlaun fyrir skemmti- legasta bátinn. Eftir þá keppni endurbætti Jóannes bát sinn, smíðaði stefni og styrkti kjölinn, auk þess sem hann kom fyrir á honum 40 hestafla utanborðsmót- or. Nú stefnir Jóannes á að sigla þær 196 mílur sem á milli eyjaklas- anna eru á 20 mílna meðalhraða. Enn hefur brottfarardagur ekki verið endanlega ákveðinn enda verður að leggja af stað í algjörri stillu. Þegar Jóannes var spurður að því hvort honum þætti líklegt að ætlunarverkið tækist sagði hann möguleikana ekki ýkja mikla enda siglingin aðallega farin til að safna fyrir sundlaugarbygg- ingu eins og áður sagði. Ætlast er til að fólk geti sér til um hversu margar mflur Jóannes nái að sigla, sá sem næst kemst réttri vegalengd vinnur sér inn ferð til Florída. Arkitektar hafa þegar teiknað sundlaugina sem reisa á á Nólsey en hún mun verða í laginu eins og víkingaskip. Við laugina verður komið fyrir líkani af bát Ovi Joen- sen, „Diana Victoria", en Ovi réri bátnum alla leið til Kaupmanna- hafnar í fjáröflunarskyni fyrir sundlaugina. Blaðið, sem öðrum þræði er mál- gagn ríkisstjómar Verkamanna- flokksins, segist hafa þetta eftir heimildum innan ríkisstjómarinnar. Embættismenn vilja ekkert um málið segja. í frétt Arbeiderbladet segir, að tveir kvenráðherrar, Kirsti Kolle Gröndahl kirkju- og menntamála- ráðherra og Vasla Vetlesen aðstoð- amtanríkisráðherra muni ömgg- lega víkja úr ríkisstjóminni. Alls sitja nú átta konur í norsku ríkis- stjóminni, fleiri en í nokkm öðm ríki í heiminum. Frönsku þingkosningarnar: Jafnaðarmenn hvetja menn til að nota atkvæðisréttínn París. Reuter. FRANSKIR jafnaðarmenn ótt- ast mjög að ná ekki meirihluta á þingi í kosningunum á sunnu- dag og reyndu því í gær að Tóbaksréttarhöldin í Bandaríkjunum: Þrjú fyrirtæki sökuð um rangfærslur oer samsæri Newark. Reuter. ^ Newark. Reuter. ’ ALRÍKISDÓMUR tók á þriðju- dag til meðferðar mál á hendur þremur bandarískum tóbaks- fyrirtækjum, sem sökuð eru um að hafa veitt almenningi villandi upplýsingar um áhrif reykinga og valdið dauða konu í New Jers- ey-. I dómsmáli þessu hafa kviðdóm- endur í fyrsta sinn haft aðgang að trúnaðarskjölum fyrirtækjanna um heilsufarslega skaðsemi reykinga. Sækjandinn hefur látið þau orð falla, að skjölin skjóti stoðum und- ir þær ásakanir, að tóbaksfyrirtæk- in hafi gert samsæri um að sann- færa almenning um, að reykingar væru skaðlausar, þótt þau hefðu undir höndum upplýsingar um, að svo væri ekki. Réttarhöldin eru framhald mál- sóknar gegn tóbaksfyrirtækjunum Liggett Group, Philip Morris og Loews Corp’s Lorillard. Stefnandi í því máli var Antonio Cipollone, en eiginkona hans, Rose, sem reykti sígarettur, lést úr lungna- krabbameini 1984. Tóbaksfyrirtækin halda fram, að Rose Cipolone hafi verið skaðsemi reykinga kunn. Meðal þess, sem dómurinn verður að taka afstöðu til, er, hvort fyrirtækin hafí hafst eitthvað það að fyrir árið 1966 (þegar farið var að merkja vindlin- gapakka með viðvörunum um skað- semi vörunnar fyrir heilsu fólks), sem komið hafí Rose Cipolone til að byija eða halda áfram að reykja. Dómurinn verður einnig að ígrunda, hvort reykingar konunnar fyrir árið 1966 hafi valdið lungna- krabbameininu, sem dró hana til dauða. „Sækjandinn verður að sýna fram á, að meiri líkur séu til, að reykingar frú Cipolone hafi átt beinan þátt í veikindum hennar og dauða en að svo hafí ekki verið," sagði dómarinn. höfða til kjósenda, sem talið er að hafi setið heima í fyrri um- ferð þingkosninganna sl. sunnu- dag. Bannað hefur verið að gera skoðanakannanir frá því viku fyrir fyrri umferð frönsku þingkosning- anna, eða í 12 daga. Menn, sem vinna kannanir af þessu tagi, sögðu í gær að útkoman á sunnu- dag væri mjög tvísýn. Jafnaðar- menn gætu því aðeins gert sér vonir um öruggan sigur að þeim tækist að koma þeim kjósendum í kjörklefana, sem sátu heima í fyrri umferðinni. „Úrslitin ráðast í kjörklefanum á sunnudag, það er ekkert fyrir- fram gefíð. „í að minnsta kosti eitthundrað kjördæmum eru úr- slitin það tvísýn að 1-2 prósent kjósenda koma til með að ráða hver hnossið hreppir,“ sagði Mic- hel Rocard, forsætisráðherra í gær. Leiðtogar jafnaðarmanna, með Rocard í aðalhlutverki, voru á þön- um í gær að reyna að vinna kjós- endur á sitt band. Notuðu þeir hvert tækifæri sem til gafst til að gagnrýna samstarf, sem mið- og hægriflokkarnir annars vegar og Þjóðemisfylking Jean-Marie Le Pen hins vegar hafa gert með sér í nokkrum kjördæmum til þess að freista þess að koma í veg fyrir kjör jafnaðarmanns. Rocard líkti samkomulaginu við mengunarslys og sagði það hafa skaðað álit Frakklands út á við. Alls sátu 34% kjósenda heima í fyrri umferð frönsku þingkosn- inganna og er það met út af fyrir sig. Til þess að vinna þingsæti varð frambjóðandi að hljóta a.m.k. 50% atkvæða. Endanleg úrslit fengust þá í 122 kjördæmi og verður því kosið um 455 sæti á sunnudag. Spár, sem byggðar eru á niður- stöðum í fyrri umferðinni, gera ráð fyrir því að Jafnaðarmannaflokk- urinn hljóti allt að 40 sæta þing- meirihluta, en útreikningamir þykja ekki áreiðanlegir vegna lítillar kjörsóknar síðastliðinn sunnudag. Sigri jafnaðarmenn ekki og öðlist meirihluta yrði það meiriháttar áfall fyrir Francois Mitterrand, nýkjörin forseta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.