Morgunblaðið - 10.06.1988, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 10.06.1988, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988 23 virðulegan mann, sem var þekktur sem gangandi alfræðisafn yfír allt, sem laut að sjúkratryggingum í landinu. í áratugi hafði ekki neinu máli, sem einhveiju nam, verið ráð- ið til lykta á þeim vettvangi, án þess að hans atbeini kæmi til. Að svo miklu leyti sem einhver gat talist vera óskeikull í þessum mála- flokki, þá var það hann. En kvíði minn um samstarf þessara tveggja einstaklinga af ólíkum kynslóðum hvarf fljótt. Gunnar tók mér svo vel og ljúfmannlega, að á betra varð ekki kosið. Hann var óþreyt- andi að kenna mér og leiðbeina, án nokkurrar tilhneigingar til að auð- mýkja þann, sem svo lítið vissi, með yfírlætislegum athugasemdum. Ég naut þess að hann var fæddur kenn- ari og hafði unun af því að fræða og leiðbeina. Ekki höfðu margir dagar liðið í mínu nýja starfi, þegar ég hafði áttað mig á því hvílíkur ávinningur það var að kynnast Gunnari J. Möller. Hann var stór- gáfaður maður og hafði afburða- þekkingu á sínu sviði. Hann vissi ekki eingöngu allt, sem vita þurfti um sjúkratryggingakerfíð, heldur var lögfræðiþekkingu hans og mál- flutnings'næfni viðbrugðið. En þótt þessir kostir væru vissulega ráðandi og grípandi, þá held ég, að það hafí verið annað, sem varð til þess að ég laðaðist svo mjög að honum, eins og átti eftir að koma á daginn. Fyrir innan þá skel Gunnars, sem sumir menn sáu aldrei bak við, var annar maður, einkar áhugaverður. Það var í raun hugljúfur listamað- ur, unnandi hinu stóra og fagra í listunum, ekki síst tónlistinni. Og umfram allt góður og heiðarlegur maður. Það voru víðlend umræðuefnin, sem Gunnari voru hugleikin. Hann var tónlistarmaður og tónlistarunn- andi, gerði miklar kröfur um listræn gæði, en var um leið sanngjam og þakklátur njótandi. Hann tók afar hart á ambögum í málfari, enda hvort tveggja í senn málamaður og smekkmaður. Við lögðum okkur fram báðir tveir að fínna okkur stund á hveij- um virkum degi til að rabba saman yfír kaffíbolla. Auðvitað vorum við ekki sammála um hvað eina, en sjónarmið okkar féllu ótrúlega vel saman og áhugamálin voru áþekk. Svo mikið mátum við þessar stund- ir, að við gerðum okkar ýtrasta til að tryggja okkur þær, þótt við ynn- um ekki lengur á sama vinnustað. Gunnar hvarf frá SR og var sett- ur forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins um skeið og ég tók við hans starfí. En það raskaði ekki okkar daglegu fundum. Mitt nýja starf hjá borginni gerði þessar stundir okkar að sjálfsögðu stop- ulli, en fjarri var að þær féllu niður. Gunnar J. Möller stjómaði lengi samningaviðræðum við lækna fyrir hönd tryggingakerfísins. Ég var um hríð lærlingur hans þar. Læknar hafa sagt mér, að stundum hafi þeim þótt formaður samninga- nefndar viðmælenda sinna óþarf- lega fastur fyrir og þeim stóð vissu- lega ógn af þekkingu hans og ótrú- legu minni. Hann gat rakið forsend- ur einstakra samninga ofan í smæstu atriði, áratugi aftur í tímann. Því var erfítt fýrir hann að eiga ætlaði einhver sér að hag- ræða forsendum, viljandi eða óvilj- ajimgilak. UPP UM FJOLL OG Hvort sem þú ætlar í stutta gönguferð í Heiðmörk eða í úti- legu í Þórsmörk þá hefst ferðin hjá okkur í Skátabúðinni. Mikið úrval af útilegubúnaði fyrir reynt sem óreynt útiveru fólk. Faglegar leiðbeiningar. Aðeins þekkt vörumerki. Upp um fjöll og firnindi með-Skátabúðinni. fWAUK SNORRABRAUT 60 SÍM112045 SKATABUÐIIM - 1 (é Já ?! .Ví' 5 L . I Áskriftarsíminn er 83033 _^^uglýsinga- síminn er 2 24 80 Ódýr 26 létta máttíð???? Jd, í veisluborginni Amsterdam.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.