Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988 Minning: Guðrún I. Siguijóns- dóttir hjúkrunarkona Fædd 31. ágúst 1903 Dáin 21. apríl 1988 Hún kvaddi þennan heim að morgni sumardagsins fyrsta, 21. apríl sl. Það kom ættingjum henn- ar og vinum ekki á óvart. Bæði var aldurinn orðinn hár og svo hafði hún átt við vanheilsu að stríða. Heilsubresturinn hafði reynst henni erfíður. Áður hjúkraði hún öðrum og þar sómdi hún sér vel. í það lagði hún hjarta sitt og tilfinningar. Það átti ekki eins vel við hana að láta aðra þjóna sér. Guðrún var aldamótabam, fædd 31. ágúst 1903 í Garðbæ, litlu býli í landi Stóm-Vatnsleysu á Vatns- leysuströnd. I Garðbæ bjuggu þá foreldrar hennar, hjónin Sigurjón Jónsson Jónssonar frá Ási við Hafnarfjrð og Sigríðar Ásgríms- dóttur og Guðrún Filippusdóttir Eyjólfssonar frá Ægissíðu á Rang- árvöllum og Guðrúnar Jónsdóttur. Faðir hennar stundaði jöfnum höndum búskap og sjóróðra eins og aðrir, sem bjuggu í litlu býlun- um á Ströndinni. Móðir hennar var sérstök myndarkona og var oft fengin til að baka og sinna mat- seld á stærri heimilum. Þama ólst hún upp, ásamt systur sinni, Jónínu, (f. 18.4.1901) og vöndust þær fljótt á að sinna öllum algeng- um störfum og að standa við hlið foreldra sinna í lífsbaráttunni. Með þeim systram vora alla tíð miklir kærleikar. Þótt langur vegur skildi að seinni árin, vora böndin sterk milli þeirra. En árið 1920 fluttist Qölskyldan til Hafnaifyarðar, þegar Garðbær var rifinn og fluttur að Hjallabraut og endurbyggður þar. Dvölin þar stóð ekki lengi, því 1923 lést móð- ir hennar. Við það leystist heimilið upp og fluttist Guðrún þá til Reykjavíkur. Hóf hún þá að vinna fyrir sér með saumaskap og varð útlærð saumakona. Eins og fleiri af aldamótakyn- slóðinni var Guðrún stórhuga. Hún hóf nám í hjúkran og lauk prófí frá Hjúkranarkvennaskóla íslands í maí 1936 en um sumarið starfaði hún sem hjúkranarkona við Land- spítalann. Það hefur þurft dug til og kjark á kreppuáram að ráðast í slíkt ein og óstudd. En hún hugs- aði enn hærra. Um haustið hélt hún til Danmerkur til að víkka sjóndeildarhring sinn. Hún starfaði fyrst í átta mánuði við Sct. Hans Hospital í Kaupmannahöfn og fjóra mánuði við Köbenhavns Amts Syg- eus, Gentofte. Þegar heim kom starfaði hún um skeið við Landspít- alann. Hjúkrunarstarfíð tók hug hennar allan og þar fann hún að hún átti heima enda varð það henn- ar ævistarf. Árið 1937 fluttist Guðrún til Vestmannaeyja og gerðist heilsu- vemdarhjúkranarkona þar. Vann hún mjög gott starf og var vel látin eins og alls staðar þar sem hún starfaði. Þar kynntist hún manni sínum, Jóni Olafssyni út- vegsbónda frá Hólmi í Vestmanna- eyjum, og gengu þau í hjónaband 1940. Þau eignuðust einn son, Ólaf Minning: Anton Isaksson Fæddur 23. desember 1915 Dáinn 1. júní 1988 í dag er lagður til hinstu hvílu nágranni minn og vinur, Anton ís- aksson, er lést á heimili sínu 1. þessa mánaðar. Kynni okkar hófust er þau Margrét, kona hans, og son- ur þeirra, Siguijón, fluttu í sama hús og ég bjó í. Það urðu góðir nágrannar. Dyr íbúða okkar stóðust á, var því stutt að skjótast í kaffí- sopa og spjall er tími gafst. Anton veiktist alvarlega þann 24. desem- ber 1978 og varð fyrir því áfalli að lamast svo að alla tíð upp frá því var hann öðram háður. Nærri má geta að svo mikill atorkumaður sem hann var hafí átt erfítt með að sætta sig við orðinn hlut. Með skapfestu horfðist hann í augu við staðreyndir og fór að sjá bjartari hliðar tilverannar. Símtöl vina styttu honum oft stundir. Sjón hans leyfði ekki að hann gæti horft mikið á sjónvarp, þeim mun betur naut hann því út- varps og blaða. Hann fylgdist vel með dægurmálum og hvað efst var á baugi hveiju sinni. Anton naut þess að vera heima, vemdaður af sinni góðu konu, sem umvafði hann hlýju og umhyggju, þar til yfír lauk. Um leið og ég efni gefíð loforð, kveð ég Anton með þakklæti fyrir góð kynni, hlý handtök og góðar óskir. Eiginkonu og ættingjum sendi ég samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Emilía Aðalsteinsdóttir rafvirlq'a, sem er búsettur í Reykjavík og starfar í slökkviliði Keflavíkurflugvallar. Eiginkona hans er Guðlaug Adolphsdóttir og eiga þau þijú böm, Jón, Erlu og Ingibjörgu. Og nýlega bættist nýr ættliður í hópinn, þegar þeim Erlu og unnusta hennar, Einari Magn- úsi Moritzsyni, fæddist dóttirin Margrét Rós. Ekki varð sambúð þeirra Jóns og Guðrúnar löng, því hann lést í desember 1946 og féll þá í hlut Guðrúnar að standa fyrir útgerð og fískverkun manns síns til vors. Vorið eftir fráfall Jóns fluttist Guðrún til Reykjavíkur. Þar starf- aði hún á Borgarspítalanum, á sjúkrahúsinu Sólheimum í Tjamar- götu og síðast við Heilsuvemdar- stöðina, þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Hún bjó lengst af á Karlagötu 9, en þar hafði hún keypt íbúð við komuna til Reykjavíkur. Á efri áram varð hún fyrir því óláni að lærbrotna þrisvar sinnum á hægra fæti. í því mikla and- streymi naut hún eins og alltaf einstakrar umhyggju einkasonar síns. Guðrún var innilega trúuð kona og var trúin hennar mikli styrkur. Hún hafði alltaf meiri áhuga á líðan annarra en að ræða um eigin heilsu, jafnvel síðustu árin, þegar hún var oft sárþjáð. Hún gleymdi sjálfri sér en lét sér umhugað um annarra hag. Þar kom hjúkranarkonan fram í henni. Hún var ekki allra en var traustur vinur vina sinna. Síðustu þijú árin dvaldi hún á heimili fyrir aldraða á Kumbara- vogi við Stokkseyri. Hún andaðist á sjúkrahúsinu á Selfossi og fór bálför hennar fram frá Fossvog- skapellu. Blessuð sé minning mætrar konu. Sigurður Bjarnason Birting a f- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Kveðjuorð: Erlendur Sigur- jonsson, Fæddur 12. september 1911 Dáinn 17. apríl 1988 Góður bróðir, frændi og vinur er látinn. Við munum sakna þess lengi, að sjá hann ekki oftar koma akandi á nýja bílnum sínum, eða því sem næst nýjum, til að heilsa vorinu hér norðanlands og okkur skyldfólkinu, því hvergi fannst honum vorið jafn bjart og sumarið eins fallegt og hér og tryggðin við okkur og sitt æsku- heimili einstök. Hann skrapp líka oft hingað norður, en stansaði sjaldan lengi í einu því hann hafði skyldum að gegna við sitt starf, og það gekk fyrir, eitthvað gæti bilað í hitaveit- unni á Selfossi og þá yrði hann að vera við, slíkur er hugsunarháttur góðra starfsmanna. Erlendur fæddist á Tindum í Svínavatnshreppi, A-Hún., 12. sept- ember 1911. Foreldrar hans vora Siguijón Þorláksson bóndi á Tind- um og kona hans, Guðrún Erlends- dóttir, hún átti ætt sína að rekja í Kjósina, því Eysteinn afi hennar var frá Flekkudal í Kjós, en móðurætt- in var frá Hindisvík á Vatnsnesi. Siguijón var í móðurætt sína af hinni svokölluðu Skeggstaðaætt, en faðir hans Skagfírðingur, rek ég það ekki nánar enda yrði það of langt mál í smágrein. Foreldrar Erlends eignuðust 7 böm og var hann næstelstur í þeim hópi, og er nú þriðja systkinið sem kveður þennan heim, því tvær næstyngstu systumar létust langt um aldur fram. Erlendur var mjög barngóður og hlýr í viðmóti og nutum við þess yngri systkinin, og reyndar öll böm, hans eigin og annarra, sem hann kynntist. Eins og flestir unglingar á þeim áram vann hann heima að búi foreldra sinna fram um tvítugs- aldur. Þá fór hann í Bændaskólann á Hólum og nam þar í tvo vetur. Þá réðu þar húsum og skólastjóm merkishjónin Steingrímur Stein- þórsson og frú Theódóra, sem hann mat ætíð mikils. Þetta var Erlendi góður tími og hefír hann á þeim áram ætlað sér að verða bóndi. Þá var líka fátt um atvinnumöguleika fyrir ungt fólk og kreppan og fátæktin allsráð- andi, og því um fátt að velja annað en búskap. En þá kom annað til sögunnar, sem varð til þess að hann flutti burtu, hann veiktist mjög hastarlega upp úr mislingasótt sem hér gekk yfír, og eftir það þoldi hann ekki í hey að koma að vetrin- um og þar með var draumurinn búinn um bóndastarfíð. Eftir þetta fluttist hann til Suðurlands og sett- ist að á Selfossi, fyrst sem bílstjóri vann hann hjá Kaupfélagi Ámes- inga, og síðar verkstjóri við hita- veitu Selfoss og sá mikið um upp- byggingu þess fyrirtækis. Þar vann hann svo til 70 ára aldurs. Á Sel- fossi hitti Erlendur konuefni sitt, Helgu Gísladóttur frá Stóra-Reykj- um í Hraungerðishreppi. Þau giftu sig 16. júní 1940. Helga var mikil myndarkona, sem gekk með reisn allan sinn æviveg, en hún lést 25. febrúar 1987, eða fyrir rúmlega ári. Þetta síðasta ár var Erlendi erfítt, það þjakaði hann bæði sorg Selfossi og heilsuleysi, og nú síðan um ára- mótin hefír hann mest verið undir læknishendi og á sjúkrahúsum, og þár lést hann 17. apríl. Hann gat ekki lifað án Helgu, og ég vona að hún hafí átt von á gesti og beðið í varpanum. Þau Erlendur og Helga eignuðust þijá drengi, elstur er Gísli, tækni- fræðingur að mennt, kvæntur Jónínu Hjartardóttur. Þá Sigurður Jóhannes, húsasmiður, kvæntur Auðbjörgu Einarsdóttur. Yngstur 'var Rögnvaldur, en hann lést um fímm ára aldur. Auk þess átti Er- lendur dóttur áður en hann giftist Helgu, hún er Erla, húsmóðir á Böðmóðsstöðum í Laugardal, gift Áma Guðmundssyni og búa þau þar. Móðir Erlu var Guðrún Sigfús- dóttir frá Gröf á Höfðaströnd, mik- il myndarkona, hún er látin. Erlendur og Helga byggðu sér stórt og fallegt íbúðarhús og fluttu í það 1957. Það er Víðivellir 2 á Selfossi. Þar bjuggu þau þar til yfír lauk. Áður höfðu þau komið sér upp bráðabirgðahúsnæði austur við dælustöð hitaveitunnar að Laugardælum, og vora þar, þangað til þau fluttu í nýja húsið. Þau vora mjög samhent hjón, og vora alltaf saman í starfí og ferðalögum, ævin- lega kom Helga með honum hingað norður. Þau áttu alltaf góðan bíl, helst nýjan, og vora fljót í ferðum, en þegar heim skyldi halda var vaknað snemma og hvort heldur að hann vildi leggja af stað kl. 5 eða 7 að morgni, var Helga alltaf tilbúin að fylgja honum. Þökk sé henni. Ég hef þessi orð ekki fleiri, en vil að síðustu þakka öllum þeim sem réttu honum hlýja hönd þetta síðasta ár. Þökk sé Rósönnu og Kristjáni, eins nágrönnum hans, Jóni Guðbrandssyni, dýralækni, og frú Þóranni, fyrir frábæra hlýju og vinsemd. Hann sótti til þeirra traust. Það er margs að minnast að leið- arlokum og við hér fyrir norðan kveðjum kæran bróður, frænda og vin, og þökkum samfylgdina á liðn- um áram. Öllum hans aðstandend- um vottum við innilega samúð. Eilífðin ein fær að þakka Erlendi fyrir tryggðina við okkur. Það fylgdi honum friður og traust. Við óskum honum fararheilla. Kristín og fjölskylda, Tindum. FATASKÁPAR FRA OKKUR ERU LAUSNIN AXIS Smiðjuvegi 9, Kópavogi, simi (91)43500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.