Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988 Minning: Gunnar J. Möller, hæstaréttarlögmaður Það er slokknað á kyndlinum. Góður maður er genginn. Gunnar J. Möller er látinn. Þrátt fyrir nokk- um aldursmun okkar átti sá sem þessi orð ritar því láni að fagna að vera vinur hans og náinn samstarfs- maður í meira en þtjá áratugi. Á samstarf okkar bar aldrei skugga. Það eitt segir sína sögu. Gunnar var vandaður maður í öllu lífi sínu og starfi. Hann var vel menntaður menningarmaður í þess orðs beztu merkingu. Það var sómi að fram- göngu hans hvar sem hann fór. Hann hafði agaða skapgerð, sem hann stjómaði af hógværð. Hann var hreinskiptinn, góðgjam og hjálpsamur við alla menn, án stöðu þeirra eða stéttar. Fremur var hann seintekinn og flíkaði ójaman tilfinningum sínum, en vinfastur var hann og góður drengur. Gunnar gat verið fastur fyrir og sagði skoðun sína um menn og málefni umbúðalaust og af hrein- skilni þegar eftir henni var leitað og hann taldi átsæðu til að tjá sig um málefnið. Mannkostir hans og víðtæk þekking öfluðu honum virð- ingar og trausts allra þeirra er hon- um kynntust að marki. Hin fjöl- mörgu störf sín vann hann öll af kostgæfni og alúð. Gunnar var víðlesinn og ritfær með ágætum. Hann var snjall ræðu- maður og átti auðvelt með að greina kjama hvers máls og gera hinum flóknustu og alvarlegustu málefn- um þau skil að auðskilin yrðu öllum þeim er á hlýddu. Lítið brot úr kvæði eftir þjóð- skáldið Matthías Jochumsson hygg ég að lýsi í hnotskum, en á einfald- an hátt, bæði lífsskoðun hans og lífsstarfí. Mér kenndi móðir að muna það tvennt að vera veikum bróðir og velja hæstu mennt. Þannig vildi hann lifa og starfa. Aðalstarf Gunnars var alla tíð á einn eða annan hátt tengt samhjálp í þjóðfélaginu, málefnum þeirra sem sjúkir voru eða vanheilir og nutu af ýmsum ástæðum bóta úr sameig- inlegum sjóði. Vegna verðleika sinna og víðtækrar þekkingar á almanna- tryggingamálum átti hann um langt árabil sæti í stjóm Tryggingastofn- unar ríkisins. Tryggingaráði og þeim öðmm stofnunum, sem um tryggingamálefni fjalla. Hann átti mikinn þátt í að móta íslenzka lög- gjöf um þessi efni. Þá var Gunnar um áratugaskeið forstjóri Sjúkrasamlags Reykjavík- ur og átti sem slíkur verulegan þátt í að framkvæma þessa lög- gjöf, sem mun vera meðal þess sem bezt þekkist í heiminum. Jafnframt rak hann ásamt öðmm lögfræði- skrifstofu í Reykjavík um árabil. Hann sýndi með lífí sínu og starfí að hann vildi vera veikum bróðir og hann valdi ávallt hina hæstu mennt. Gunnari var sýnd margvísleg virðing og þakklæti fyrir hin fjöl- mörgu störf sín. Hann var m.a. sæmdur riddarakrossi íslenzku Fálkaorðunnar og dönsku Dannebrogsorðunnar. Gunnar starfaði mikið í Frímúrarareglunni á íslandi. Hann var æðsti stjómandi hennar frá árinu 1983 til dauðadags. Hann hreifst mjög af kenningum þess félags og því mannræktarstarfí er hann taldi að þar færi fram. Öll störf sem hann þar innti af hendi vann hann af mikilli reisn og kost- gæfni og bám þau ljósan vott um virðingu hans fyrir lífínu og lotn- ingu fyrir skapara sínum, ásamt löngun til þess að láta gott af sér leiða. Frímúrarareglan á íslandi kveður hann með söknuði, þakklæti og virðingu. Þar mun hans lengi minnzt fyrir ágæta forystu. Eftirlifandi eiginkona Gunnars er Ágústa Sigríður Guðnadóttir Johnsen. Þau eignuðust fjögur böm, þijár dætur og einn son, sem öll em uppkomin. I erfiðum veikind- um Gunnars síðustu mánuðina sátu þau löngum stundum við sjúkrabeð hans og reyndu að hlúa sem bezt að honum og önnuðust hann af ein- stakri hugulsemi, alúð og nær- gætni. Fyrir þetta veit ég að hann var mjög þakklátur. Nú skiljast leiðir um stund. Ég kveð ljúfan og traustan vin með þakklátum hug. Megi sá sem öllu ræður, Drottinn Guð, Hinn hæsti, veita honum náð sína og blessun. Eiginkonu Gunnars, bömum hans, bamabörnum og fjölskyldu allri votta ég innilega samúð. Indriði Pálsson Gunnar J. Möller hæstaréttarlög- maður var óvenju fjölhæfur og fjöl- gáfaður maður. Hann hefði getað haslað sér starfsvettvang víða og hvarvetna þótt.vel skipað það rúm, er hann hefði valið sér. Hann kaus ungur stúdent að leggja fyrir sig lögfræði og lauk glæsilegu embætt- isprófí vorið 1937. Frá okkar löngu og góðu kynnum em mér ekki síst hugstæðar umræður um margvís- leg lögfræðileg viðfangsefni, þar. sem fram kom víðtæk þekking hans og næmur mannlegur skilningur. Langar mig til að minnast Gunnars frá þessum sjónarhóli með nokkmm orðum. Gunnar var skarpskyggn lög- fræðingur. Hann var fljótur að átta sig á kjama hvers máls. Hann hafði þann góða kost lögfræðings að geta greint milli aðalatriða og aukaatriða og láta meginatriði sitja í fyrir- rúmi. Hann þaulhugsaði viðfangs- efni sín, sá á þeim marga fleti og kannaði hvert mál gerla. Glögg- skyggni hans og skerpa kom skýrt fram í málflutningi hans á ámm fyrr. Þótt málflutningsstörf létu honum vel, hvarf hann snemma frá þeim sem aðalstarfi. Sneri hann sér að öðmm störfum, sem vissulega vom mikilvæg, en sagði þó aldrei skilið við lögmannsstörf að fullu. Engin tilviljun réð því, að hann kaus að gerast framkvæmdastjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur og um langa stund formaður trygginga- ráðs eða meðlimur þess. Því olli áhugi hans á ómetanlegu gildi al- mannatrygginga, því gagnmerka þjóðfélagsúrræði, sem breytt hefír allri afkomu almennings á landi hér og yfirbragði og gerð þjóðfélagsins. Slík þjóðfélagsumbót hlaut að höfða til ríkrar réttlætiskenndar hans. Skipti það geysimiklu að jafn gáfað- ur og hæfur maður skyldi takast á hendur forstöðu stærsta sjúkrasam- lags landsins, sem hlaut að móta mjög starfsemi og starfshætti sjúkrasamlaganna í heild sinni. Lengi býr að fyrstu gerð. Munaði miklu að þessi merka umbótastarf- semi skyldi njóta starfskrafta Gunnars allt frá því að hún var í frumgerð. Betri eru góðir embættis- menn en lipur lög var eitt sinn sagt. Gengi og þroski slíkra meginum- bóta sem almannatrygginga veltur mjög á því, að hæfir menn veljist til allra framkvæmda og fyrirsagna. Það var gifta almannatrygginganna hér á landi, að til þeirra völdust margir úrvalsmenn, og er Gunnar J. Möller þar í hópi hinna merk- ustu. Starfa hans mun lengi sjá merki. Rannsóknir og fræðilegar grein- argerðir um félagsmálalöggjöf og framkvæmd hennar hér á landi eru af skomum skammti. Það er laga- svið, sem hefir verið vanrækt. Ræddum við Gunnar Möller oft, hve mikilvægt það væri að koma hér upp öflugri rannsóknarstarfsemi á þessu sviði og að Háskólinn beitti sér fyrir rannsóknum og kennslu í þessari mikilvægu grein. Gunnar Möller hefði getað lagt þar mikið til mála. Þykir mér ástæða til að minna hé er á þetta áhugamál míns látna vinar. Rómveijar hinir fomu völdu lög- fræði fegurri einkunn en nokkurri annarri fræðigrein. Nefndu þeir hana list — list hins góða og hins réttláta. Gunnar J. Möller iðkaði þessa list ævilangt. Með lífí sínu og starfí sýndi hann, að enn er þessi foma einkunn sannmæli. Drengskaparmaður er genginn. Hans er gott að minnast. Eg votta frú Ágústu og fjölskyldunni allri einlæga samúð mína. Armann Snævarr í minningu Gunnars Jens Möll- ers, hæstaréttarlögmanns, sem fæddist í Reykjavík 30. nóvember 1911 og andaðist að Reykjalundi á mánudaginn var, 6.júní. Kynni okkar Gunnars Möllers stóðu ekki nema 14 ár en urðu með nokkmm ólíkindum á þá lund að ég hlýt nú að búa um minningu þeirra í nokkrum setningum, og þeim orðum þá fyrstum hve gjaman ég vildi að þau hefðu orðið lengri. Að þeim vík ég síðar en reyni fyrst að gera grein fyrir örfáum kenni- leitum á æviskeiði hans í eins stuttu máli og mér er unnt. Faðir Gunnars var Jakob Möller ritstjóri, alþingismaður og síðast sendiherra, en móðirin Þóra Guðrún Þórðardóttir Guðjohnsen frá Húsavík, en þau áttu bamaláni að fagna. Hann lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Islands með hárri einkunn árið 1937. Síðan sinnti hann mála- færslu í samvinnu við Láms Jó- hannesson hæstaréttarlögmann í nokkur ár samtímis því sem hann gerðist framkvæmdastjóri Sjúkra- samlags Reykjavíkur. Samkvæmt lögfræðingatali hlaut hann réttindi hæstaréttarlögmanns árið 1943, og þaðan f frá mun hann hafa starfað einn og sjálfstætt að málafærslu- störfum þótt aldrei slitnaði milli hans og Lámsar Jóhannessonar. Nú verða þeir, er miklu betur vita, að virða mér til vorkunnar, að ég rek hvorki ætt Gunnars Möll- ers né ævistörf ítarlegar en hér er gert, en vík aðeins að þætti, sem ég ætla að hafi verið einna traust- astur af mörgum sem gifta hans var spunnin úr. Árið áður en hann lauk lögfræðiprófínu kvæntist hann Ágústu Guðnadóttur Johnsen frá Vestmannaeyjum og gat við henni fjögur böm, sem öll vom honum að skapi. Fyrir því ber ég hann sjálf- an. Og er þá að því komið að greina frá kynnum mínum af Gunnari J. Möller, ef sú frásögn gæti skýrt með nokkmm hætti skaptöfra þessa fágætlega heilsteypta og gáfaða íhaldsmanns, sem borinn er til moldar í dag. Það er þá fyrst til að taka er Gunnar Möller var kosinn af Al- þingi árið 1943 í Tryggingaráð Tryggingastofnunar ríkisins, sem er pólitísk yfirstjórn Trygginga- stoftiunarinar, að sjálfsögðu fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Sá er aðdrag- andi sögunnar. Formaður Trygg- ingaráðs var hann síðan frá 1946 lengst af til ársins 1979 og þó með nokkurra ára hléi, eða samtals í 21 ár, og þar kynntist ég honum. Það gerðist með þeim hætti að ég sett- ist í Tryggingaráð eftir alþingis- kosningamar 1974 í sæti Geirs Gunnarssonar sem hafði verið full- trúi Alþýðubandalagsins þar í átta ár. Hann setti mig síðan inn í mál- efni Tryggingaráðs, og meðal ann- ars það með hvaða hætti hann og þar með Alþýðubandalagið stæðu að formennsku Gunnars Möllers í Tryggingaráði. Svo er mál með vexti að Geir hafði setið eitt kjörtímabil 5 ráðinu fyrir Alþingis- kosningamar 1971, en upp úr þeim var mynduð vinstri stjórn og Magn- ús Kjartansson varð ráðherra tryggingamála. Hann vildi að full- trúi Alþýðubandalagsins tæki þá við formennsku í ráðinu, en Geir svaraði því umsvifalaust til að þá yrði flokkurinn að skipta um full- trúa í Tryggingaráði. Sjálfur settist hann alls ekki í sæti Gunnars Möll- ers, yfirsmiðs íslenskrar trygginga- löggjafar, sem væri af enn fleiri ástæðum öllum mönnum hæfari til að gegna formennskunni. Og það var nú það. Með þetta álit fyrirrennara tók ég sæti hans í pólitískri yfirstjóm Tryggingastofnunar ríkisins undir stjórn Gunnars og sannfærðist með hveiju árinu betur um réttmæti þessarar skoðunar Geirs. Svo gekk fram til ársins 1979 að ráðherra í minnihlutastjóm Alþýðuflokksins skipaði annan formann, en að því misseri liðnu höfðu pólitísk málefni Sjálfstæðisflokksins skipast á þá lund að ég hafði ekki bolmagn til þess, sem ég vildi þó og reyndi að fá fulltrúa hans, Gunnar J. Möller, hæfasta manninn, skipaðan enn að nýju formann Tryggingaráðs. En það er önnur saga. Hví skyldi svo hæstaréttarlög- maður þessi hafa verið svo afdrátt- arlaust sjálfkjörinn til formennsku í yfírstjóm Tryggingastofnunar ríkisins, sem var nú ekki talin nærð af hægra bijósti flokksins hans? Áður gat ég þess að hann var lög- fræðilegur yfírsmiður trygginga- löggjafarinnar og þekkti hana tæknilega betur en nokkur annar, og kunni miklu betur en nokkur annar að túlka hana í sögulegu samhengi hvort mönnum voru ein- stök túlkunaratriði hans ljúf eða leið. Þó var enn meira um hitt vert að hann kunni að gera mun á ráð- herrabréfum og lögum og hafði hugrekki til að gera það án nokk- urs tillits til þess hvaða nafn var ritað undir þau bréf hveiju sinni. Sú kunnátta getur skipt sköpum í stjóm Tryggingaráðs. Enn bar það til að júridísk reynsla hans og skarpskyggni hafði kennt honum að gjalda varhug við heimildar- ákvæðum, sem getur að finna í tryggingalöggjöfinni og leitt geta tryggingaráðsmenn, sem §alla sífellt um álitamálin, í þá freistni í einstökum tilfellum að leggjast í prívat og persónulega góðmennsku í þágu bágstaddra einstaklinga á kostnað annarra bágstaddra ein- staklinga, en þannig skapast þau sum fordæmin, sem eru til þess fallin að geta af sér reglugerðir sem gera góða og skynsamlega löggjöf að vitleysu. Það var erfitt að tæta við hann Gunnar Möller, en aldrei leiðinlegt vegna þess hve hugsunin var rök- föst og framsetningin ljós á eld- skírri klassískri íslenzku þar sem hvergi skeikaði orði né mynd. Og víst naut hann yfirburða sinna stundum óþægilega í deilum um einstök flókin mál. Stundum þótti honum heldur alls ekki gaman að láta í minni pokann, sem við bar þótt sjaldan væri. En hann kunni að gera það, án minnstu tilhneig- ingar til þess að fara að físka af- greidd mál upp úr þeim sama poka þótt í ljós kæmi seinna, sem við bar líka, að hann reyndist um það er lauk hafa haft á réttu að standa. Ég læt nægja ofangreindar ástæður fyrir stuðningi okkar Al- þýðubandalagsmanna við valda- stöðu Gunnars J. Möllers í Trygg- ingastofnun ríkisins, þótt ég gæti tilgreint nokkrar í viðbót. Ymsum lesendum Morgunblaðsins til hugar- hægðar skal þess þó getið að honum var meinilla við Álþýðubandalagið. Það bitnaði þó aldrei á samstarfi okkar, heldur studdi hann mig með ráðum og dáð árin sem ég gegndi formennsku í Tryggingaráði, og hann var enn ráðinn lögfræðilegur ráðunautur ráðsins meðan ég átti þar sæti. Svo áttum við þess utan mörg sameiginleg áhugamál. Hann spil- aði djass á píanó fram yfír sjötugt. Við höfðum svipaðan smekk í bók- menntum, þó svo hann hefði meiri mætur á Passíusálmunum, sem hann las einu sinni í útvarpið af mikilli innlifun. Hann hafði leiftr- andi skemmtilega kímnigáfu og raunar vissi ég það ekki fyrr en fyrir skemmstu að hann lagði það fyrir sig í æsku að þýða Jacob von Thyboe Holbergs í samvinnu við Sölva Blöndal og Sigurbjörn Einars- son, sem síðar varð biskup, og lék síðan titilhlutverk leikritsins við fádæmagóðar undirtektir. Loks ber að geta sameiginlegrar elsku okkar á stangarveiði með flugu. Líklega hefur það verið hún öðru fremur, sem gerði ágætan kunningsskap okkar að raunverulegri síðborinni vináttu. Ég var framúrskarandi stoltur af því að geta kennt fyrrver- andi formanni Stangaveiðifélags Reykjavíkur að veiða silung á þurr- flugu, sem hann hafði ekki reynt fyrr. Ég hnýtti handa honum topp- flugulíki og fór með honum upp að Elliðavatni til að prófa hana. Hann fékk á hana tveggja punda bleikju í fyrsta kasti, heilan málsverð handa þeim Ágústu og þá varð ég enn montnari. Á heimleiðinni bar pólitíska fílósófíu á góma og hann sagði eitthvað á þá lund, að góð- gjamir menn og heiðarlegir fylktu sér ekki allir í sama flokk sem bet- ur fer, því hann myndi varla ná manni inn á þing. Ég sagði þá sem svo að Sjálfstæðisflokkurinn ætti nú Ijári mikið kjörfylgi, og hann rifjaði upp fyrir mér að Alþýðu- bandalagið hefði einu sinni fengið 24 prósent. En hvað sem þeim orða- skiptum líður, þá vildi ég nú óska þess að Sjálfstæðisflokkurinn ætti fáeina sams konar íhaldsmenn og Gunnar Jens Möller. Og reyndar gæti ég nafngreint annan flokk sem hefði gott af því að eignast álíka íhaldsmenn líka. Og loks þetta: Ég syrgi ekki brottför Gunnars Möllers á mánu- daginn. Heilsu hans var þann veg farið að hann hefði ekki mátt bíða feijumannsins lengi. Ég sé aðeins eftir því að ég skyldi ekki kynnast honum miklu fyrr. Dunhaga 21, Reykjavík. Stefán Jónsson Með Gunnari J. Möller er fallinn frá góður maður, sem sárt verður saknað af mörgum. Mín kynni af Gunnari hófust seint á ævi hans, er ég réðist til starfa sem skrifstofu- stjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur, en þeirri stöðu hafði vinur hans og frændi, Víglundur Möller, gegnt með sóma. Ekki gat að líta ólíkari menn en framkvæmdastjóra SR og nýja skrifstofustjórann hans. Annars vegar var einn virðulegasti hæsta- réttarlögmaður landsins, sem bar með sér í öllu yfírbragði þá miklu reynslu og yfírburðaþekkingu, sem sterk greind og langur starfsaldur sívinnandi manns hafði skapað hon- um. Hins vegar var ungur maður, nýskriðinn frá prófborðinu, al- ræmdur æringi, úfnari um kollinn en jafnvel þá gerðist og gekk. Hafí Gunnari J. Möller brugðið við sendinguna, sem hann fékk, bar hann það vel. Vissulega man ég að hann hofði á mig rannsakandi augnaráði og ekki laust við að það sæist óræður glampi undrunar og vantrúar. Ég kveið hins vegar sam- starfinu við þennan svipmikla,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.