Morgunblaðið - 10.06.1988, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 10.06.1988, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988 SERBLAÐ á fímmtudögum Auglýsingar í viðskiptablaðið þurfa að hafa borist auglýsinga- deildfyrirkl. 12.00. á mánudögum. Gífurleg lóða■ eftirspum Nmr 50% aukning 4 umferð um hðfnina á ári Velgengni Útgerðar- félags Akureyringa nýrari fastrignaisalflr - en betri? jfHorgunblabib VIÐSKIPTIAIVINNULÍF -blaá allra landsmanna -U SigurðurB. Árna- son umsjónarmaður Fæddur 29. september 1928 Dáinn 2. júní 1988 Sigurður Bachmann Ámason var ráðinn húsvörður við Sjómannaskól- ann 1. september 1973. Við Sigurð- ur störfuðum náið saman sl. 15 ár. Nú á kveðjustund þegar leiðir skilj- ast, kemur margt upp í huga manns. Efst er þakklæti fyrir gott sam- starf og þægilegt viðmót, samstarf- ið var með ágætum. Á þessu tíma- bili fóru fram miklar viðgerðir og endurbætur á húsinu, skipt um glugga, viðgerð á þaki og fleira og hafði Sigurður umsjón með öllum þessum verkum fyrir okkur skóla- stjórana. Sigurður var mjög vinsæll af kennurum, nemendum og starfs- fólki skólanna fyrir lipurð og lagni við störf sín, oft á tíðum var starf- ið annasamt og ónæði mikið í starfi hans, en hann tók því með jafnaðar- geði og reyndi að leysa hvers manns vanda. Margar vökunætur átti Sig- urður og fjölskylda hans í miklum vatnsveðrum, því þá þurfti beinlínis að ausa skólahúsið, lekinn var svo mikill, stundum var varla hægt að kenna í skólanum, vegna þess að allt var á floti, en guði sé lof að þetta er liðin tíð. Sigurður setti metnað sinn í það að skólahúsið væri vel þrifið, hann hafði gott sam- starfsfólk sér til aðstoðar og var það mikið starf að stjóma því öllu saman og skipuleggja. Gestir hafa haft orð á því hve skólahúsið væri hreint og snyrtilegt og er það að þakka Sigurði og starfsfólki hans. Sigurður var snyrtimenni og mikill smekkmaður og vildi hafa allt snyrtilegt í kringum sig. Sigurður hafði einnig umsjón með heimavist skólanna og þar af leiðandi mikil samskipti við heima- vistarbúa, var það starf einnig til fyrirmyndar, reyndi hann að gera nemendum, sem voru allir utan af landi, vistina eins heimilislega og hægt var. Við fyrrverandi samstarfsmenn Sigurðar Bachmanns minnumst hans sem góðs félaga og þökkum liðnar samverustundir sem varpa yl og ljóma á liðna ævi hins lífsglaða og góða drengs. Við kveðjum hann með þakklátum huga og sendum aðstandendum hans hlýjar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Sigurðar Bachmanns. Andrés Guðjónsson Mig langar í fáum orðum að minnast tengdaföður míns, Sigurð- ar, en hann lést í Landakotsspítala aðfaranótt 2. júní, eftir langvarandi veikindi. Sigurður var sonur Árna Grímssonar, múrarameistara, og Kristínar Sigurðardóttur, en þau bjuggu lengst af á Langholtsvegi 32 í Reykjavík. Þau eignuðust þrjú böm: Elstur var André, en hann lést 8 ára gamall við mikla sorg allra. Þá kom Sigurður og yngst er Andrea, en hún hefur verið bú- sett í Kalifomíu um árabil. Hún er gift Eysteini Þorsteinssyni raf- virkjameistara og eiga þau þrjá syni. Siggi, eins og hann var alltaf nefndur, steig mikið gæfuspor er hann kvæntist Valgerði Jakops- dóttur þann 10. febrúar 1949. Hún er frá Steinhólum við Kleppsveg. Þau hjón eignuðust átta börn: Elst- ur er André, þá Jakop, Sigurður, Halldóra, Heiðar, Sigurbjöm, Jó- hannes og yngst er Kristín. Bama- bömin em orðin 15. Siggi starfaði við ýms störf. Hann var lengi vaktformaður hjá Strætisvögnum Reykjavíkur og starfaði um árabil hjá Þjóðleik- húsinu. Síðustu þrettán árin var hann umsjónarmaður í Sjómanna- skólanum. Átti þá þar sitt heimili og var einkar vel liðinn af öllu sam- starfsfólki sínu. Fyrir ári fluttu þau Siggi og Vala í íbúð í Nóatúni 32. Alltaf var jafn gott að koma til þeirra og heim- sækja þau. Öllum tekið opnum örm- um og gestrisnin alltaf jafn mikil á þeirra fallega heimili. Elsku Vala mín og Addý, Guð styrki þig í þinni miklu sorg og þína fjölskyldu. Blessuð sé minning tengdaföður míns. Kar þú í fndi, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Emilía Ásgeirsdóttir BIFREIÐAEIGENDUR ATHUGIÐ! Aðeins það besta ernógugott . ■ iiworðvirí'- FX-05V HS-200 Vegna breytinga á rekstri fyrirtækis okkar, verðum við að rýma vörugeymslur. Næstu daga munum við því selja takmarkaðar birgðir af sumar- hjólbörðum á verði sem slær öllu við. 2.145 175x14 kr. 3.000 2.490 165x15 kr. 3.275 187/70 x 13 kr. 2.790 185/70 x 14 kr. 3.417 155x12 kr. 165x13 kr. OHTSU - FALKEN eru japanskir hágæða hjólbarðar þar sem öryggi, gott grip og frábær ending haldast íhendur. - Staðgreiðsluafsláttur - VISA - EURO impex Sf. - Básendar sf. Iðavöllum 10b, Keflavík, símar: 92-14344, 92-14345 og 92-11099. Söluumboð á íslandi fyrir OHTSU - FALKEN Sumitomo-hjólbarða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.