Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988 Gamli bærinn í Laufási opnaður: Þessar sögulegu minjar mega ekki glatast okkur - segir séra Bolli Gústavsson Framkvæmdir hafa að undanförnu staðið yfir í gamla bænum í Laufási við Eyjafjörð og hefur hann nú verið opnaður gestum. Skipta þurfti um gólf í hluta bæjarins auk þess sem styrkja þurfti vegg og smíða þurfti nýjan stiga upp á baðstofuloftið. Þjóðminjasaf- nið á og rekur bæinn í Laufási, en viðhald hefur fylgt prestsem- bættinu þar og það er séra Bolli Gústavsson, kona hans, Matthild- ur Jónsdóttir, og böm sem séð hafa um bæinn síðustu 23 árin eða frá því BoIIi gerðist prestur þar. „Það er vissulega erfítt að reka og halda við slíkum minjum. Það er ekki nóg að opna á vorin og loka á haustin. Það verður sífellt að halda húsunum við, endumýja og hlaða torfið upp á nýtt,“ sagði Bolli þegar Morgunblaðsmenn heimsóttu Laufás í gærmorgun. Gamli bærinn var byggður árið 1865 og var búið í honum allt til ársins 1936. Séra Bjöm Halldórs- son stóð fyrir byggingunni og síðastur presta bjó þar séra Þor- varður G. Þormar. Bolli segir að gamli bærinn njóti óskiptrar at- hygli ferðamanna, sem heimsækja Laufás, enda hefur verið reynt að róta sem minnstu til frá því menn bjuggu þar. Meira að segja segist Bolli kveikja undir hlóðunum til að fá lyktina í bæinn sem tilheyrði gamla tímanum. Kirkjan var byggð um svipað leyti og er hún gjörsam- lega óbreytt frá fyrstu tíð. A 100 ára afmæli hennar, 1965, var hún þó styrkt og bætt öll, en engar breytingar hafa verið gerðar. Tryggvi Gunnarsson fyrrverandi bankastjóri sem jafnframt var lærður timburmeistari byggði kirkjuna, en bæði faðir hans og afí höfðu þjónað í Laufási. Séra Bjöm kom í Laufás sem aðstoðar- prestur Gunnars, föður Tryggva, og sem kennari. I kirkjunni má sjá ýmsa sögulega muni svo sem pred- ikunarstól síðan 1698. í gamla bænum bjuggu að stað- aldri um 30 manns, prestsfjöl- skyldan, ráðsmaður ásamt fjöl- skyldu sinni og sextán vinnuhjú. Jörðin þótti og þykir enn mikil bújörð og sem dæmi um það feng- ust 100 kg af æðardún á vori hveiju um það leyti er byggingin reis. Auk varpsins var þar stundað- ur hefðbundinn búskapur, kúa- og fjárbúskapur, og var presturinn jafnframt hluthafi í hákarlaútgerð. Bolli segir að bærinn hafi að mestu verið notaður undir geymsl- ur frá því flutt var úr honum 1936 allt fram til ársins 1957 þegar ráðist var í uppbyggingu. Þá þurfti að endumýja allt torf í bænum, en innviðir fengu að mestu að halda sér. Bærinn var síðan endur- hlaðinn að nýju upp úr 1980 og . sagði Bolli að það þyrfti að gera á 20 ára fresti svo vel ætti að- vera. „Ég á von á því að gamli bærinn fái að halda sér í núver- andi mynd enda yrði það mjög sorglegt ef við töpuðum þessum sögulegu minjum auk þess sem Laufás ætti sér merka sögu og prestatal síðan 1045. Rætt hefur verið um að sameina prestaköll, en Laufásprestakall er mjög vel í sveit sett og þjónar yfir 800 manns, allt frá Grenivík, allri Sval- barðsströnd og að Akureyri." Bolli segir að gamla bæinn vanti úðun- arkerfi á torfþökin þegar þurrkar séu miklir og ennfremur blásturs- kerfi, sem nota mætti inni í bænum eftir veturinn. Gamli bærinn í Laufási við Eyja- flörð er opinn daglega frá kl. 10.00 til 18.00 nema á mánudögum og er aðgangseyrir 100 krónur. Morgunblaðið/Rúnar Þór Séra Bolli Gústavsson í Laufási. A veggnum situr sonur hans, Pétur, sem í sumar sýnir gestum bæinn. Heimilishundurinn Plokkson fékk að vera með á myndinni. Morgunblaðið/Rúnar Þór Bjömsson Steinunn Stefánsdóttir með dóttir sina Vilborgu sem er 5 ára. Húsfrejja i Gríms- ey verkar fés á markað í Portúgal STEINUNN Stefánsdóttir, húsfreyja i Grimsey, hóf verkun á fésum i febrúar síðastliðnum. Fésin fara á markað í Portúgal í gegnum SÍF og fást 65 krónur fyrir hvert kg af stærri gerðinni og 45 krónur fyrir minni gerðina, en hausarnir eru flokkaðir i tvær stærðir. Hún hefur ásamt manni sinum Sigurði Bjarnasyni, sem rekur vélaverk- stæði í eynni, komið sér upp aðstöðu i húsi, er notað var áður undir rafstöð þeirra Grímseyinga og býst fastlega við að halda starfsem- inni áfram. Verkunin fer þannig fram að hausinn er klofinn og hausbeinið skorið úr. Hausinn er saltaður í kör og látinn standa í þijá sólarhringa. í fimm sólarhringa stendur afurðin síðan á bretti og er pakkað eftir þann tíma í 55 kg umbúðir, þá tilbú- in til útflutnings. Ársframleiðslan á íslandi fer vaxandi og voru um það bil 800 tonn af fésum söltuð á landinu öllu á nýlokinni vertíð. Stein- unn hefur framleitt um 10 tonn frá því hún byijaði verkun. Steinunn segist hafa þurft að fjár- festa í einni véi upp á 230.000 krón- ur auk annarra smærri hluta svo sem kör og salt til framleiðslunnar. Eig- inmaðurinn ætti síðan vörubíl, sem kæmi að góðum notum við að flytja hausana frá fískverkunarhúsunum og upp í gömlu rafstöðina. Að öðru leyti sæi hún ein um framleiðsluna, en hefði stundum notið aðstoðar tengdaföður síns. Steinunn sagðist hafa hinar sæmilegustu tekjur upp úr verkuninni og nefndi hún tíu til fimmtán þúsund krónur á dag á meðan á vertíðinni stóð. Hún segist hafa unnið í salthúsi í Grímsey áður en hún fór út í eigin atvinnurekstur. „Ég er Ólafsfirðing- ur og hvatti pabbi mig að fara út í þetta enda hefur hann sjálfur stund- að fésverkun heima á Ólafsfirði í eina þijá vetur. Vertíðin var alls ekki góð hér hjá okkur eins og ann- ars staðar svo það gæti verið miklu meira að gera hjá mér ef vel aflað- ist. Ég ætla að sjá til í sumar hvort ég get hirt eitthvað af hausunum, en þeir mega ekki vera smærri en 24 sm útflattir," sagði Steinunn. Hún sagðist ekki fá greitt fyrir framleiðsluna fyrr en þetta fimm til sex vikum eftir að fésin færu af landi brott áleiðis ti! Portúgal. Áður fyrr fengu verkendur greitt áður en afurðin var send út, en vegna undir- boða Norðmanna á markaðnum hafa íslendingar jafnframt orðið að veita greiðslufrest. Fulltniar vinabæjanna hittast Fulltrúar vinabæja Akureyrar hittast á Akureyri um helgina til skrafs og ráðagerða. 25 ára gömul hefð er fyrir vinarbæjamótum og er nú í bígerð fimm ára áætlun slikra móta sem nær ekki aðeins til íþrótta- og æskulýðsstarfsemi, eins og tíðkast hefur til þessa, heldur á hún einnig að taka til tónlistar- og menningarstarfsemi. Þá er vænt- anlegur um helgina 80 manna hópur grænlenskra unglinga. Þeir dvelj- ast í Lundarskóla og etja kappi við jafnaldra sína hér á Akureyri í íþróttum. Vinarbæir Akureyrar eru Lahti í Finnlandi, Vásterás í Svíþjóð, Rand- ers í Danmörku, Álesund í Noregi og Narssarsuaq í Grænlandi. Tveir fulltrúar koma frá hveiju landi fyrir sig, en frá Grænlandi koma fimm fulltrúar. Slíkir fulltrúafundir eru haldnir árlega til skiptis í bæjunum og vinabæjamót eru jafnframt árleg- ir viðburðir. Næsta vinabæjamót fer fram um miðjan ágúst í Randers. Ætla má að þangað komi 50 manna hópar frá hveiju landanna fyrir sig og verða þátttakendur á sviði mynd- listar og tónlistar. Frá Akureyri fer 20 manna hópur Stórsveitar Tónlist- arskólans auk tveggja myndlistar- hópa á grunnskólastigi og eins á framhaldsskólastigi og hópur frá Norræna félaginu á Akureyri. Ingólfur Ármannsson menningar- fulltrúi Akureyrarbæjar sagði í sam- tali við Morgunblaðið að á næsta ári yrði vinabæjamót haldið í Noregi þar sem lögð yrði megináhersla á tónlist og árið 1990 yrði það haldið í Svíþjóð þar sem menningarsaga og félagsstörf ýmiskonar yrðu á dagskránni. Á Akureyri yrði vina- bæjamót árið 1991 þar sem fjallað yrði aðallega um bókmenntir og leik- listin yrði meginþemað í Finnlandi árið 1992. Sigfús Jónsson bæjarstjóri og Gunnar Ragnars forseti bæjarstjóm- ar taka þátt í fulltrúafundinum fyrir hönd Akureyrarbæjar. Ingólfur sagði að hugmyndin væri með þess- ari fimm ára áætlun að víkka þann hóp sem hingað til hefði tekið þátt í vinabæjamótunum. Þá verður rætt um svokallaða vinabæjapassa, sem gefíð hafa handhöfum þeirra ýmis hlunnindi í viðkomandi bæjum. Reynslan af þeim hefur hinsvegar ekki skilað sér nægilega vel og eru uppi vangaveltur um breytingar á því fyrirkomulagi. í þriðja lagi verð- ur rætt um inngöngu Grænlendinga í þennan vinabæjahring. Narssaq er einungis vinabær Akureyrar, en ekki hinna bæjanna. Þeir hafa þó áhuga á að kanna málin og af því tilefni var þeim boðið til Akureyrar nú. Lacoste- mótum helgina að Jaðri Lacoste-mótið I golfi fer fram um helgina að Jaðri. Leiknar verða 36 holur með og án forgjafar. Mótið hefst á morgun, laugar- dag, kl. 9.00 og því lýkur á sunnudag. Vænst er mik- illar þátttöku. Þá er unnið af krafti að undirbúningi Arctie Open- mótsins, sem fram fer að Jaðri 24. og 25. júní. Þátttökufjöldi er takmarkaður við 120 manns og eru þeir, sem áhuga hafa á þátttöku, hvattir til að láta skrá sig sem fyrst því skráningu lýkur að kvöldi 19. júní. Von er á milli 50 og 60 erlendum kylfíngum á mótið, en mikið hefur verið ritað um þetta miðnæturmót í erlendum fagtímaritum. IE UþtKlOC ALLTAF A UPPLEIÐ Landsins bestu . TtrrrrTT m opið um helgar frá kl 11.30 - 03.00 FIZiZiLK Virkadagafrákl. 11.30-01.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.