Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988 Fundur utanríkisráðherra NATO: Reuter Aralagið kannað Ólympías, 37 metra löng eftirlíking af fomu, grísku herskipi (galeiðu með þrem áraröðum á hvort borð), sést hér utan við höfnina í borginni Píreus í Grikklandi í gær. Ræðaramir voru að þessu sinni sjóliðs- foringjaefni. í baksýn er íþróttaleikvangur sem kenndur er við frið og vináttu. Skipið var í þurrkví í 9 mánuði á meðan reynd voru ný tæki, en ætlunin er að nota skipið við ýmis hátíðleg tækifæri. Má þar nefna að Ólympías á að sigla með ólympíueldinn frá borginni Kórinþu til höfuðborgarinnar, Aþenu, en þaðan verð- ur eldurinn fluttur áleiðis til Seoul í Suður-Kóreu. Júmbóþota flaug á einum hreyfli í 47 mínútur Washington. Reuter. JÚMBÓÞOTA bandaríska flugfélagsins United Airlines flaug á einum hreyfli í 47 mínútur áður en hún lenti heilu og höldnu á Narita-flug- vellinum við Tókýó 2. maí sl., að sögn talsmanns bandarisku flugörygg- isstofnunarinnar, NTSB. Upphaflega var sagt að þotan hefði flogið mun skemur á einum hreyfli. Hún var á leið frá Los Angeles til Tókýó er hver hreyfíll- inn af öðrum bilaði, en alls eru fjór- ir hreyflar á júmbótþotum af gerð- inni Boeing-747. Talsmaður United sagði á sínum tíma að drepist hefði á fyrsta hreyflinum er þotan átti eftir 75 mínútna flug til Narita. Annar hreyfíllinn hefði stöðvast er 45 mínútur voru eftir og sá þriðji rétt Aukaþing SÞ: Shevardnadze og Shamir ræðast við áður en þotan lenti. Samkvæmt upplýsingum tals- manns NTSB er þetta ekki rétt því að hans sögn hafði drepist á þrem- ur af fjórum hreyflum þotunnar er hún átti 47 mínútna flug eftir. Flugvélin lenti eins og ekkert hefði í skorizt og komst af eigin ramm- leik upp að flugstöðvarbygging- unni. Engan sakaði en alls voru 258 menn um borð, farþegar og áhöfti. Perestrojka nær ekki til útþenslu hersins SÞ.New York, Reuter. ENDA þótt Sovétríkin og ísrael hafi ekki haft með sér stjóm- málasamband í 21 ár áttu tveir af helstu valdamönnum ríkjanna fund með sér í aðalstöðvum Sameinuðuðu þjóðanna í gær. Israel- inn, Yitzhak Shamir forsætisráðherra, og Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, hugðust ræða deilur arabaþjóða og Israela og hugmyndir um friðarráðstefnu. - segir Carring- ton lávarður Madríd, Reuter. CARRINGTON lávarður, sem lætur af starfi framkvæmda- stjóra Atlantshafsbandalagsins síðar í mánuðinum, sagði við upphaf tveggja daga fundar ut- anríkisráðherra bandalagsins í Madríd að perestrojka, umbóta- stefna Míkhaíls Gorbatsjovs, hefði ekki dregið úr hernaðarút- þenslu Sovétríkjanna. Carrington sagði ennfremur að samskipti austurs og vesturs færu batnandi en vestræn ríki þyrftu að gæta þess að ganga ætíð til samn- ingaborðsins með styrk og sam- stöðu að bakhjarli. Geoffrey Howe, utanríkisráð- herra Bretlands, sagði í ræðu sinni á fundinum að nú væri tækifæri til að styðja við bakið á umbótum í austantjaldsríkjum. Ekki ætti að líta á þau sem einlita samsteypu kommúnistaríkja heldur virða sé- reinkenni hvers ríkis um sig. Þó yrði að gæta þess að Sovétmenn Neitunar- valdi Reagans ekki hnekkt Washington. Reuter. ÖLDUNGADEILD Bandaríkja- þings tókst ekki að hnekkja neit- unarvaldi Ronalds Reagans, for- seta, gegn lögum um viðskipta- hömlur. Lagði forsetinn í gær til að nýtt og breytt frumvarp yrði lagt fram. Fimm atkvæði vantaði til þess að öldungadeildinni tækist að hnekkja neitunarvaldi Reagans, en 61 þingmaður greiddi frumvarpinu atkvæði og 37 voru því andvígir. Er frumvarpið þar með úr sögunni sem slíkt. Það gerði m.a. ráð fyrir því að ríkjum, sem beíttu vemda- raðgerðum til að hindra innflutning bandarískrar framleiðsluvöru, yrði refsað. Frumvarpið hafði verið þijú ár til meðferðar í þinginu. fengju ekki ástæðu til að saka vest- ræn ríki um tilraunir til að kljúfa einingu kommúnistaríkja. Steingrímur Hermannsson, ut- anríkisráðherra, situr fundinn í Madríd. I ræðu lýsti hann þeirri skoðun sinni, að því miður ein- kenndust áætlanir á sviði hermála, bæði austurs og vesturs, enn um of af þróun sífellt fullkomnari ger- eyðingarvopna. Þótt vestrænar þjóðir yrðu að vera viðbúnar hinu versta væri samt mikilvægt að kom- ast sem fyrst af þessari braut og leiðin til þess væri stóraukið traust milli þjóða, sagði Steingrímur. Sovétmenn vilja að haldin verði alþjóðleg friðarráðstefna þar sem fundin verði lausn á deilunni og verði deiluaðilar að hlíta þeirri lausn. Israelar eru hugmyndinni andvígir. Búist er við því að Shamir muni einnig reifa málefni sovéskra gyð- inga sem hafa í auknum mæli fengið brottfararleyfi frá Sov- étríkjunum það sem af er þessu ári. Sérstök sendinefnd frá Sov- étríkjunum hefur verið í ísrael síðan í fyrra og nýlega fengu ísra- elskir sendifulltrúar leyfi til að koma til Moskvu. Sovétmenn slitu stjómmálasambandi við ísrael eft- ir svonefnt Sex daga stríð ísraela og nokkurra arabaþjóða árið 1967. Ný viðhorf ryðja sér til rúms meðal norskra fiskifræðinga Nauðsynlegt að taka tillit til samhengisins milli fiskstofna þegar veiðarnar eru ákveðnar „ÞEGAR horft er til baka blasir það við, að hrunið í loðnustofninum í Barentshafi var af ofur eðlilegum ástæðum. Stór síldarárgangur 1983 og stórir þorskárgangar 1982 og næstu árin á eftir áttu mest- an þátt í því. Við verðum líka að viðurkenna, að við minnkuðum ekki loðnuveiðarnar nógu fljótt vegna þess, að við gerðum okkur ekki grein fyrir álaginu á stofninum.“ Þetta sagði norski fískifræðing- urinn Sigurd Tjelmeland á ráð- stefnu sjómanna á norsku hring- nótabátunum en hún var haldin í Niðarósi um síðustu mánaðamót. Fjallaði hann þar um vistfræði Bar- entshafsins og hafði margt merki- legt að segja um þau nýju viðhorf, sem nú eru að ryðja sér til rúms meðal norskra fískifræðinga. Áníðslan á loðnunni olli hruni í þorskinum Tjelmeland sagði, að loðnan væri mikill hluti af æti þorsksins og þeg- ar hana hefði tekið að skorta vegna aukins ágangs annarra fiskstofna og mikilla veiða hefði þorskurinn horast niður og hrygningin dregist fram yfir eðlilegan tíma. Telur hann, að sú sé helsta ástæðan fyrir kreppunni í norsku þorskveiðunum. Svarið við þessum sveiflum er vistfræðileg nýting og sagði Tjel- meland, að sækja yrði í einstaka fískstofna með bað í huga, að þeir eru æti og undirstaðan fyrir aðra. Skipti hann sögu fiskifræðinnar í tímabil og sagði, að fram til 1970 hefði „veiðimannatíminn" ríkt, þeg- ar fískifræðingar gerðu ekki- annað en að finna fískinn fyrir sjómenn, og tímabilið frá 1970 og til 1990 kallar hann „tíma skammsýninnar", þegar aðeins er einblínt á hvem fískstofn fyrir sig. „Við héldum, að það væri nóg að vita hvaða áhrif veiðarnar hafa á tiltekna stofna og gáfum okkur, að aðrir þættir væru stöðugir tií langs tíma litið,“ sagði Tjelmeland og kom nú að tímabilinu, sem tekur við eftir 1990, „vistfræðitímanum“. Þá verður farið að líta á fiskstofn- ana í samhengi, á hafið sem eina líffræðilega heild. Fiskimenn og fiskifræðingar Tjelmeland gerði einnig að um- talsefni samskipti fískifræðinga og sjómanna í gegnum tíðina og deildi þeim niður í ákveðin tímabil með sama hætti. Fram til 1970 var „tími Sigurd Tjelmeland fiskifræðing- ur hinna saklausu einfeldninga", þeg- ar allir héldu, að hægt væri að ausa fiskinum upp endalaust; 1970-1985 var „óánægjutíminn" þegar mönnum var farið að skilj- ast, að auðæfí sjávar eru ekki óþrjótandi en vefengdu aðferðir fiskifræðinganna, og frá 1985-90 er „tími uppgjörs og íhugunar" og aukins skilnings á því, að nýtingin er ekki eins og vera ber. Eftir 1990 tekur við hinn „upplýsti tími“. Tjelmeland nefndi einnig, að taka yrði tillit til fleiri atriða en stærð fískstofnanna. Sjávarhiti skipti miklu máli og sagði, að fyrir 1982 hefði ríkt lengra kuldaskeið í Bar- entshafí en áður hefði mælst. Smásíldin étur smáloðnu Árið 1983 var sfldarárgangurinn í Barentshafi óvenjulega stór og svo var einnig með þorsk- og ýsuár- gangana 1982-85. Tjelmeland sagði, að komið hefði í ljós, að smásfldin æti smáloðnu þótt hún væri aðeins litlu stærri en loðnan og væri sömu sögu að segja af stóru sfldinni. Það væri því hart barist um bitann. Það sýndi sig líka, að 1983, ári eftir stóra síldarárgang- inn, hrundi Ioðnustofninn. Loðnan og þorskurinn Tjelmeland sagði, að menn hefðu alltaf vitað, að þorskurinn lifði mik- ið á loðnu og jafnvel, að hann æti jafn mikið og veiðunum næmi. „Þorskurinn lifir líka á ókyn- þroska loðnu þótt menn hafi gefíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.