Morgunblaðið - 10.06.1988, Side 27

Morgunblaðið - 10.06.1988, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988 27 [slenskir loðnubátar við suðurströndina. Höldum við þorskinum niðri með of miklum loðnuveiðum? því lítinn gaum og við verðum að viðurkenna, að vitum ekki nógu mikið um áhrif veiðanna á loðnu- stofninn í samanburði við aðra umhverfísþætti. Flest bendir þó til, að á árinu 1985 hafi loðnuát þorsks- ins farið fram úr veiðunum og með- al annars vegna þess eru menn nú komnir á þá skoðun, að við verðum að búa okkur til margþætt nýting- arlíkan." Lagt inn á nýjar brautir Tjelmeland sagði, að Hafrann- sóknastofnunin norska hefði unnið að gerð margþætts nýtingarlíkans frá árinu 1983 og fengið ýmsa til liðs við sig. „Við erum með líkan, sem sam- anstendur af síld, loðnu, þorski og íshafsþorski, og erum að þreifa okkur áfram með spendýr í sjó. Við höfum haft samvinnu við sovésku hafrannsóknastofnunina í Mur- mansk og við háskólana í Ósló og í Tromsö," sagði Tjelmeland og lagði áherslu á, að við gerð svona líkana verði menn að taka tillit til haffræðilegra þátta og vera í stakk búnir til að bregðast fljótt við breyttum skilyrðum í sjónum. (Heimild: Fiskaren) Júgóslavíu: Milovan Djilas sætir gagnrýni Beljjrað, Reuter. MILOVAN Djilas, sem fyrir áratugum var einn valdamesti maður Júgóslavíu, hefur verið gagnrýndur harðlega í heimalýðveldi sínu, Montenegro, fyrir ræðu sem hann hélt fyrir skömmu á fundi náms- manna í Slóveníu, að sögn hins hálfopinbera dagblaðs Politika. „Það er furðulegt að enginn í Politika eftir Stojovic. Slóveníu skyldi bregðast ókvæða við þeirri staðreynd að Djilas not- aði tækifærið sem honum gafst til að reka áróður fyrir Vesturl- önd,“ sagði Drago Stojovic, forseti félags uppgjafahermanna í Mont- enegro, á fundi miðstjómar komm- únistaflokks lýðveldisins. Ungliða- samtök í Slóveníu, frjálslyndasta lýðveldi Júgóslavíu, fengu Djilas til að halda sína fyrstu opinberu ræðu í landinu síðan Tito hrakti hann frá völdum fyrir 35 árum. „Það er furðulegt að sumir skuli enn styðja glæpamenn," hafði Fjölmiðlar í Slóveníu hafa sætt árásum frá hemum og harðlínu- mönnum í flokknum fyrir að gagn- rýna Tito, herinn og leiðtoga flokksins. Sjónvarpið í Belgrað átaldi sjónvarsstöð Slóveníu harð- lega fyrir að sjónvarpa ræðu Djilas fyrir viku. í henni sagði Djilas m.a. að Júgóslavía hlyti að liðast í sundur sem sambandslýðveldi ef lýðræði ykist ekki í landinu. Hann sagði að kommúnistaflokkurinn ætti sök á því að ekki þróaðist lýðræði í landinu eftir stríð. A-Þýskaland: Hugmyndum um sam- keppni hafnað Austur-Berlín, Reuter. OTTO Reinhold, einn af helstu hugmyndaf ræðingum austur- þýska kommúnistaflokksins, hef- ur óbeint gagnrýnt tvö mikilvæg atriði í efnahagslegri umbóta- stefnu Míkhaíls Gorbatsjovs Sov- étleiðtoga, perestrojku. í grein sem hann hefur ritað í austur- þýska tfmaritið Einheit segir að kommúnismi og atvinnuleysi geti aldrei farið saxnan og að það sé hættuleg villa að halda að hægt verði að innleiða samkeppni f Austantjaldsrflgunum í stað þess að beita hefðbundnum aðferðum kommúnismans. Reinhold, sem er í miðstjóm aust- ur-þýska kommúnistaflokksins, segir ennfremur í greininni að efnahags- stefna austur-þýskra stjómvalda verði þróuð frekar en ekki verði hvik- að frá henni í aðalatriðum. Sovéskir hagfræðingar spá því að 16-18 milljónir Sovétmanna missi vinnuna á næstu tólf ámm vegna áætlana um að færa sovésk fyrir- tæki til nútímahorfs, þótt sovéskir embættismenn haldi fram að engin hætta sé á atvinnuleysi. „Sú hug- mynd að hægt sé að ínnleiða mark- aðs- og samkeppnishyggju kapítalis- mans í stað framleiðslukenninga Karls Marx er vissulega hættuleg villa," segir í greininni. Reinhold segir einnig að þegar austur-evrópskir félagsvísindamenn hafi rætt umbætur hafi komið upp sú hugmynd að hægt sé að læra af reynslu Vesturlandabúa, meðal ann- ars að takmarkað atvinnuleysi sé óhjákvæmilegt og skaðlaust. „Óttinn við atvinnuleysi og sú félagslega hnignun sem honum fylgir getur aldrei orðið hreyfiafl kommúnis- mans,“ ályktar Reinhold. Fundur er fyrirhugaður hjá mið- stjóm austur-þýska kommúnista- flokksins í þessari viku og þrátt fyr- ir grein Reinholds er haft eftir aust- ur-þýskum heimildarmönnum að þar muni koma fram mikil gagnrýni á efnahag landsins. Shevardnadze vill bún- að tíl greiningar kjam- orkuvopna í skipum Stingur upp á að hernaðarsérfræðingar SÞ gangi í málið Sameinuðu þjóðunum, Reuter. EDÚARD Shevardnadze, ut- anríkisráðherra Sovétrfkjanna, lagði til á Allsheijarþingi Sam- einuðu þjóðanna í gær, að hern- aðarsérfræðingar SÞ héldu fundi til þess að freista þess að finna upp kerfi, sem nota mætti til þess að greina hvort herskip í erlendum höfnum beri kjarn- orkuvopn eða ekki. Sagði She- vardnadze Sovétríkin vera reiðu- búin til þess að lýsa þvf yfir hvort tiltekin herskip þeirra hafi kjarnorkuvopn innanborðs eður ei að því tilskildu að hin kjarn- orkuveldin fylgi fordæmi þeirra. Þá tilkynnti utanríkisráðherrann að Sovétrikin myndu hefja upp- rætingu fyrstu kjamorkuflauga sinna snemma í júlí og að í hyggju væri að efna til mikillar skrautsýn- ingar af því tilefni. Hann tók fram að hér ræddi reyndar ekki um neina „Bolshoj-sýningu“ en „mikla frum- sýningu" eigi að síður. Bæði Bretar og Bandaríkjamenn fylgja þeirri stefnu að láta aldrei uppi hvort einstök skip em búin kjamorkuvopnum og er það einn liður fælingarstefnu ríkjanna. Þessi stefna komst í sviðsljósið á alþjóða- vettvangi þegar Nýsjálendingar neituðu bandarískum herskipum um hafnarleyfi, nema tryggt væri að þau bæm ekki kjarnorkuvopn. Nú síðast kom málið til umfjöll- unar vegna þingsályktunar í Dan- mörku þar sem kveðið var á um að gamalt kjamorkuvopnabann 'skyldi frekar áréttað en verið hafði, en Bretar sögðust þá trauðla geta staðið við vamarskuldbindingar sínar við Danmörku ef til styijaldar kæmi. Bæði ríkin em í Atlantshafs- bandalaginu. Stjómarerindrekar við Samein- uðu þjóðimar kváðust stórlega ef- ast um að þessi tillaga Shevardnad- zes myndi nokkm breyta um stefnu Bandaríkjanna og Breta í þessum efnum. Hún var ein nokkurra til- lagna, sem Shevardnadze reifaði í 45 mínútna langri ræðu sinni. í ræðunni bauð hann fulltrúum ríkja heims að koma til Sovétríkj- anna og verða vitni að þeim „heim- sögulega viðburði" á sviði kjam- orkuafvopnunar, þegar skamm- og meðaldrægar flaugar Sovétmanna verða upprættar í samræmi við ákvæði Washington-sáttmálans. Viktor Karpov, aðalsamninga- maður Sovétmanna í afvopnunar- málum sagði blaðamönnum að upprætingin myndi he§ast skömmu eftir 1. júlí, en sagðist ekki geta gefið nánari dagsetningu nú. Reuter Edúard Shevardnadze í pontu Allsherjarþingsins. Allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna: Pakistan: Zia skipar nýja stjóm ZIA-UL-HAQ forseti Pakistan útnefndi í gær 18 ráðherra sem mynda nýja starfsstjórn í stað ríkisstjórnarinnar sem hann leysti frá störfum í lok maí. Athygli vakti að átta af gömlu ráðherrunum eiga sæti í nýju stjóminni. Það rennir stoðum undir grunsemdir um að Zia hafi leyst gömlu stjómina upp til þess að losna við forsætisráð- herrann Mohammad Khan Junejo. Nýju stjómina skipa tryggir stuðningsmenn Zia. Gamall vinur Zia og félagi úr hemum, Sahabzada Yaqub Khan var skipaður utanríkisráðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.