Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988 27 [slenskir loðnubátar við suðurströndina. Höldum við þorskinum niðri með of miklum loðnuveiðum? því lítinn gaum og við verðum að viðurkenna, að vitum ekki nógu mikið um áhrif veiðanna á loðnu- stofninn í samanburði við aðra umhverfísþætti. Flest bendir þó til, að á árinu 1985 hafi loðnuát þorsks- ins farið fram úr veiðunum og með- al annars vegna þess eru menn nú komnir á þá skoðun, að við verðum að búa okkur til margþætt nýting- arlíkan." Lagt inn á nýjar brautir Tjelmeland sagði, að Hafrann- sóknastofnunin norska hefði unnið að gerð margþætts nýtingarlíkans frá árinu 1983 og fengið ýmsa til liðs við sig. „Við erum með líkan, sem sam- anstendur af síld, loðnu, þorski og íshafsþorski, og erum að þreifa okkur áfram með spendýr í sjó. Við höfum haft samvinnu við sovésku hafrannsóknastofnunina í Mur- mansk og við háskólana í Ósló og í Tromsö," sagði Tjelmeland og lagði áherslu á, að við gerð svona líkana verði menn að taka tillit til haffræðilegra þátta og vera í stakk búnir til að bregðast fljótt við breyttum skilyrðum í sjónum. (Heimild: Fiskaren) Júgóslavíu: Milovan Djilas sætir gagnrýni Beljjrað, Reuter. MILOVAN Djilas, sem fyrir áratugum var einn valdamesti maður Júgóslavíu, hefur verið gagnrýndur harðlega í heimalýðveldi sínu, Montenegro, fyrir ræðu sem hann hélt fyrir skömmu á fundi náms- manna í Slóveníu, að sögn hins hálfopinbera dagblaðs Politika. „Það er furðulegt að enginn í Politika eftir Stojovic. Slóveníu skyldi bregðast ókvæða við þeirri staðreynd að Djilas not- aði tækifærið sem honum gafst til að reka áróður fyrir Vesturl- önd,“ sagði Drago Stojovic, forseti félags uppgjafahermanna í Mont- enegro, á fundi miðstjómar komm- únistaflokks lýðveldisins. Ungliða- samtök í Slóveníu, frjálslyndasta lýðveldi Júgóslavíu, fengu Djilas til að halda sína fyrstu opinberu ræðu í landinu síðan Tito hrakti hann frá völdum fyrir 35 árum. „Það er furðulegt að sumir skuli enn styðja glæpamenn," hafði Fjölmiðlar í Slóveníu hafa sætt árásum frá hemum og harðlínu- mönnum í flokknum fyrir að gagn- rýna Tito, herinn og leiðtoga flokksins. Sjónvarpið í Belgrað átaldi sjónvarsstöð Slóveníu harð- lega fyrir að sjónvarpa ræðu Djilas fyrir viku. í henni sagði Djilas m.a. að Júgóslavía hlyti að liðast í sundur sem sambandslýðveldi ef lýðræði ykist ekki í landinu. Hann sagði að kommúnistaflokkurinn ætti sök á því að ekki þróaðist lýðræði í landinu eftir stríð. A-Þýskaland: Hugmyndum um sam- keppni hafnað Austur-Berlín, Reuter. OTTO Reinhold, einn af helstu hugmyndaf ræðingum austur- þýska kommúnistaflokksins, hef- ur óbeint gagnrýnt tvö mikilvæg atriði í efnahagslegri umbóta- stefnu Míkhaíls Gorbatsjovs Sov- étleiðtoga, perestrojku. í grein sem hann hefur ritað í austur- þýska tfmaritið Einheit segir að kommúnismi og atvinnuleysi geti aldrei farið saxnan og að það sé hættuleg villa að halda að hægt verði að innleiða samkeppni f Austantjaldsrflgunum í stað þess að beita hefðbundnum aðferðum kommúnismans. Reinhold, sem er í miðstjóm aust- ur-þýska kommúnistaflokksins, segir ennfremur í greininni að efnahags- stefna austur-þýskra stjómvalda verði þróuð frekar en ekki verði hvik- að frá henni í aðalatriðum. Sovéskir hagfræðingar spá því að 16-18 milljónir Sovétmanna missi vinnuna á næstu tólf ámm vegna áætlana um að færa sovésk fyrir- tæki til nútímahorfs, þótt sovéskir embættismenn haldi fram að engin hætta sé á atvinnuleysi. „Sú hug- mynd að hægt sé að ínnleiða mark- aðs- og samkeppnishyggju kapítalis- mans í stað framleiðslukenninga Karls Marx er vissulega hættuleg villa," segir í greininni. Reinhold segir einnig að þegar austur-evrópskir félagsvísindamenn hafi rætt umbætur hafi komið upp sú hugmynd að hægt sé að læra af reynslu Vesturlandabúa, meðal ann- ars að takmarkað atvinnuleysi sé óhjákvæmilegt og skaðlaust. „Óttinn við atvinnuleysi og sú félagslega hnignun sem honum fylgir getur aldrei orðið hreyfiafl kommúnis- mans,“ ályktar Reinhold. Fundur er fyrirhugaður hjá mið- stjóm austur-þýska kommúnista- flokksins í þessari viku og þrátt fyr- ir grein Reinholds er haft eftir aust- ur-þýskum heimildarmönnum að þar muni koma fram mikil gagnrýni á efnahag landsins. Shevardnadze vill bún- að tíl greiningar kjam- orkuvopna í skipum Stingur upp á að hernaðarsérfræðingar SÞ gangi í málið Sameinuðu þjóðunum, Reuter. EDÚARD Shevardnadze, ut- anríkisráðherra Sovétrfkjanna, lagði til á Allsheijarþingi Sam- einuðu þjóðanna í gær, að hern- aðarsérfræðingar SÞ héldu fundi til þess að freista þess að finna upp kerfi, sem nota mætti til þess að greina hvort herskip í erlendum höfnum beri kjarn- orkuvopn eða ekki. Sagði She- vardnadze Sovétríkin vera reiðu- búin til þess að lýsa þvf yfir hvort tiltekin herskip þeirra hafi kjarnorkuvopn innanborðs eður ei að því tilskildu að hin kjarn- orkuveldin fylgi fordæmi þeirra. Þá tilkynnti utanríkisráðherrann að Sovétrikin myndu hefja upp- rætingu fyrstu kjamorkuflauga sinna snemma í júlí og að í hyggju væri að efna til mikillar skrautsýn- ingar af því tilefni. Hann tók fram að hér ræddi reyndar ekki um neina „Bolshoj-sýningu“ en „mikla frum- sýningu" eigi að síður. Bæði Bretar og Bandaríkjamenn fylgja þeirri stefnu að láta aldrei uppi hvort einstök skip em búin kjamorkuvopnum og er það einn liður fælingarstefnu ríkjanna. Þessi stefna komst í sviðsljósið á alþjóða- vettvangi þegar Nýsjálendingar neituðu bandarískum herskipum um hafnarleyfi, nema tryggt væri að þau bæm ekki kjarnorkuvopn. Nú síðast kom málið til umfjöll- unar vegna þingsályktunar í Dan- mörku þar sem kveðið var á um að gamalt kjamorkuvopnabann 'skyldi frekar áréttað en verið hafði, en Bretar sögðust þá trauðla geta staðið við vamarskuldbindingar sínar við Danmörku ef til styijaldar kæmi. Bæði ríkin em í Atlantshafs- bandalaginu. Stjómarerindrekar við Samein- uðu þjóðimar kváðust stórlega ef- ast um að þessi tillaga Shevardnad- zes myndi nokkm breyta um stefnu Bandaríkjanna og Breta í þessum efnum. Hún var ein nokkurra til- lagna, sem Shevardnadze reifaði í 45 mínútna langri ræðu sinni. í ræðunni bauð hann fulltrúum ríkja heims að koma til Sovétríkj- anna og verða vitni að þeim „heim- sögulega viðburði" á sviði kjam- orkuafvopnunar, þegar skamm- og meðaldrægar flaugar Sovétmanna verða upprættar í samræmi við ákvæði Washington-sáttmálans. Viktor Karpov, aðalsamninga- maður Sovétmanna í afvopnunar- málum sagði blaðamönnum að upprætingin myndi he§ast skömmu eftir 1. júlí, en sagðist ekki geta gefið nánari dagsetningu nú. Reuter Edúard Shevardnadze í pontu Allsherjarþingsins. Allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna: Pakistan: Zia skipar nýja stjóm ZIA-UL-HAQ forseti Pakistan útnefndi í gær 18 ráðherra sem mynda nýja starfsstjórn í stað ríkisstjórnarinnar sem hann leysti frá störfum í lok maí. Athygli vakti að átta af gömlu ráðherrunum eiga sæti í nýju stjóminni. Það rennir stoðum undir grunsemdir um að Zia hafi leyst gömlu stjómina upp til þess að losna við forsætisráð- herrann Mohammad Khan Junejo. Nýju stjómina skipa tryggir stuðningsmenn Zia. Gamall vinur Zia og félagi úr hemum, Sahabzada Yaqub Khan var skipaður utanríkisráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.