Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988 Af hljómsveitar- stjórum á faraldsfæti og pólsku tónlistarlífi Rætt við Wojcieck Michniewski, sem stjórnaði Fílharmóníusveit- inni frá Poznan á tónleikum í Háskólabíói um síðustu helgi Um siðustu helgi tóku góðir gestir hús á okkur og lögðu Há- skólabíó undir sig í tvo daga. Um hundrað manna Fílharmóníusveit frá Poznan ásamt álika stórum kór, Filharmóniukórnum frá Var- sjá. Þegar svo veglegt lið kemur i Háskólabió þá finnst á, að hér er ekki til neitt almennilegt tón- leikahús. Forsvarsmenn þeirra spurðu strax um fingaherbergi handa stjórnendum, einsöngvur- unum fjórum og einleikara. Með fingraherbergi er átt við rúmgott herbergi með pianói. A bak við i Háskólabíói eru þrjú herbergi, sem með góðum vilja geta staðið undir nafninu fingraherbergi, en geta ekki kallast rúmgóð. Og hvar bún- ingsherbergin voru? Ekki var þetta vegna tilætlunarsemi gest- anna, heldur vegna þess að svona aðstaða þykir sjálfsögð, þar sem er á annað borð verið að bjóða til tónleikahalds. Og eins gott að þröngt mega sáttir sitja, því sviðið var pakkað. Lá við að fætur og olnbogar skytu sér fram af svið- inu. En í þetta skipti var ekki ann- að að gera en að biðja gestina að gera sér að góðu, það sem til er og eins að segja þeim, að innlend- ir ættu tónlistarhús... en reyndar aðeins á teikniborðinu, enn sem komið er. Gestimir létu ekki sitt eftir liggja þrátt fyrir að það færi ekki alltof vel um þá. Notuðu bara hvert skot til að gera það, sem gera þurfti. Andinn í hljómsveitinni virtist einkar góður og ákefðin mikil. í hléum gengu margir um spilandi, bæði fyrir sjálfa sig og undu sér eins að félögum sínum og spiluðu til þeirra. Og svo veltu þeir gestgjafalandinu fyrir sér, lögðu á ráðin um skoðunarferðir og flettu bæklingum með ullarvörum. 0g kór- inn fór eins að, söng af hjartans list og innlifun og brýndi raustina líka í hléunum. Á fyrri tónleikunum stjómaði Krzystztof Penderecki Pólskri sálu- messu sinni. Síðan verkið var skrifað 1984 hefur tónskáldið stjómað þvi víða um heim og kórinn þá oft fylgt honum. Og kórinn kann samstarfinu greinilega vel, því þeir fögnuðu tón- skáldinu innilega þegar hann vatt sér inn á sviðið á æfmgunni hér. Á sunnu- dagstónleikum hljómsveitarinnar og kórsins var haldið áfram á pólskum nótum, þó með íslensku innslagi, því tónleikamir hófust á Coralis eftir Jón Nordal. Svo Chopin, nema hvað?, áhrifamikið Stabat Mater eftir Karol Szymanowski og að lokum Eldglær- ingadans, eftir Wojciech Kilar, verk, sem bar nafn með rentu. Fjotr Palecz- ny lék Chopin svo að tónamir blómg- ast í minningunni. Wojciech Mich- niewski stjómaði. Michniewski hefur komið víða við í tónlistarheiminum. Hann steig þangað inn sem fiðlunemandi, en lagði svo stund á hljómsveitarstjóm og tónsmíðar. Vildi gjaman geta haldið sér meira að tónsmíðum, en það er annað sem kallar. Hann hefur nóg af verkefnum sem hljómsveitar- stjóri. En víkjum að tónsmíðunum, áður en vikið er að öðru... „Ég lagði stund á tónsmíðar um leið og hljómsveitarstjómun og sinnti tónsmíðunum eftir námið, því þá hafði ég lítið að gera sem hljómsveit- arstjóri og nógan tíma til tónsmíð- anna. En eftir að ég fékk næg verk- efni sem hljómsveitarstjóri hef ég lítið getað gert í tónsmíðunum. Ég sé líka í kringum mig, að jafnvel snjöllustu stjómendur og tónskáld geta fæstir sinnt þessu tvennu af viti. Kemur að því, að það þarf að velja á milli. Þegar ég hef tíma aflögu skrifa ég tónlist fyrir kvikmyndir eða leik- hús, því slík verkefni em afmarkaðri og hægt að sinna þeim á skemmri tíma en öðram tónsmíðum. í kvik- myndum og leikhúsi hefur tónskáldið einhveijar línur til að fara eftir. Myndin eða leikritið ýtir manni af stað. Við aðrar tónsmíðar þarf rúman tíma til að safna hugmyndunum sam- an og langan, samfelldan tíma til a vinna úr þeim. Það er þessi samfelldi tími sem ég hef ekki lengur. Ég er í raun ánægur með mitt hlutskipti, en ég get ekki neitað því að ég sakna svolítið átakanna við tónsmíðamar. En það er ekki hægt að hafa allt...“ Óperur krefjast fullkomnunar Michniewski hefur komið víða við sem stjómandi og þá ekki síst stjóm- að óperam, bæði heima fyrir og er- lendis. í haust stjómar hann meðal annars á óperahátíðinni í Glynde- boume. En á hann sér einhver sér- stök uppáhaldstímabil eða -svæði? „Verkefnaskrá mín spannar vítt svið og þar tek ég ekkert eitt fram yfir annað. Að vísu fellur barokktón- list utan viðfangsefna minna. Hlusta mjög gjaman á hana, en kem ekki nærri henni sem stjómandi. Ég lað- ast mest að sinfónískum verkum og óperam. En það er þannig með óper- ur, finnst mér, að þær þurfa full- komnun. Þar þarf til frábæra hljóm- sveit og söngvara. Annars finnst mér sársaukafullt að horfa upp á þær. Góður óperaflutningur dugir ekki til. Þess vegna stjórna ég óperam ekki eins oft og áður. Ég hlakka til að stjóma í Glyndebourne í haust, því þar sýnist mér vera fyrir hendi það sem þarf til óperaflutnings. í Pól- landi er mögulegt að setja óperar viðunandi á svið ef hægt er að velja saman besta fólkið." En er einhver munur á óperastjóm- un og stjómun sinfónískra verka fyr- ir þær? „í raun er enginn meginmunur á þessu tvennu. Flestar góðar hljóm- sveitir hafa fingur í báðu. Þó má Morgunblaðið/Einar Falur Wojcieck Michniewski eftir æfingu fyrir tónleikana síðastliðinn sunnudag. Hendurnar notaðar jafnt í tali og tónum, eins og kemur glöggt fram á myndinni. kannski tína til, að hljómsveitin þarf að sýna meiri sveigjanleika í óperam en í sinfónískum verkum. Hún þarf að geta fylgt söngvuranum stöðugt eftir og þarf oft að halda aftur af sér. Svo þarf stílskilningur líka að koma til sögunnar, skilningur á stíl Verdis, Mozarts og svo framvegis. Hlutverk óperastjómanda er nokk- uð flókið. Hann verður að vera tilbú- inn að grípa inn í á sérhveiju augna- bliki, stilla saman söng og hljóð- færaleik. Ég hef djúpstæða ánægju af óperam og þó sumt í þeim geti jaðrað við það flatneskjulega, þá era h eildaráhrifin svo mögnuð, að þær nálgast að hafa líkamleg áhrif. Þess vegna er góður óperaflutningur svo áhrifamikill, nær svo sterkum tökum á áheyrendum." Meiri kröfur, styttri æfingatími Michniewski hefur bæði starfað sem fastur stjómandi og eins ferðast um og stjómað hingað og þangað. í vetur var hann í fyrsta skipti um hríð aftur með fasta hljómsveit, er við hljómsveitina í Poznan, sem hann Tónlist fyrir víólu, píanó og tölvu Hilmar Þórðarson segir frá tilurð eins verkanna á tónleikum Listahátíðar á Kjarvalsstöðum í kvöld Eins og kemur fram hér á síðunni þá halda Svava Beraharðs- dóttir, víóluleikari, og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari, tón- leika á Kjarvalsstöðum í kvöld kl. 20.30. Flylja þar islenska sam- timatónlist. Eitt verkanna er eftir Hilmar Þórðarson, verk fyrir lágf- iðlu, píanó og tölvu. Hilmar lauk námi úr tónfræðadeild Tónlistarskóla Reykjavíkur 1985. Sem stendur er hann við nám í Los Angeles, í skóla sem heitir Califomia Institute of the Arts. Allsheijar lista- skóli, eins og nafnið gefur til kynna. Þar hefur hann verið í tvo vetur og verður að minnsta kosti í einn vetur enn. Alltaf forvitnilegt að fregna eft- ir skólum, en auk þess var Hilmar beðinn að segja frá verkinu sem þær stöllur Svava, Anna Guðný og tölvan flytja. „Það er skemmtilegt í skóla, þar sem er verið að fást við flest listform. Það fylgir því þá ekki sú einangran, sem oft er í tónlistarskólum. í skólanum er góð aðstaða til að stunda tölvutónlist, þó svo ég hafi alist upp með blýant og blað í tónsmíðunum fór ég að fylgjast svo- lítið með í tölvutónlistinni. í ár var þama ágætur kennari sem fæst mik- ið við hana, svo ég ákvað að nýta mér kunnáttu hans. Svava ýjaði svo einu sinni að því við mig, að það væri gaman að gera eitthvað meira en með víólunni einni. Það lá því vel við að slá tvær flugur í einu höggi og ég skrifaði verkið eftir áramótin. Hugmynd mín var að hafa þetta eins og nokkurs konar tríó, þar sem öll hljóðfærin væra jafnrétthá. Þegar tölvur era notaðar með hefðbundnum hljóðfæram vill oft brenna við að þær séu aðeins notaðar sem uppfylling. Mér frnnst hafa tekist ágætlega að fella þetta þrennt saman, víóluna, píanóið og tölvuna. Verkið er allt gegnumsamið, þannig að það era líka skrifaðar nótur fyrir tölvuna. Ekki bara valin hin og þessi hljóð. Verkið er byggt upp eins og röð sekvensa, alltaf smábreytingar í gangi, endalaus tilbrigði við sama efni. Það má skipta notkun hljóð- færanna í þijú stig. Víólan leikur lengstu og hægustu tónana, þamæst píanóið, en tölvan leikur það sem enginn maður ræður við að spila. Þegar verk er samið þarf alltaf að hafa í huga hvað er framkvæmanlegt og hvað ekki. Það var því svolítið skrítin tilfínning að þurfa allt í einu ekki að hafa áhyggjur af atriðum eins og hraða. Tók smá tíma að losa sig undan þeim þankagangi. En ég sé engan tilgang í að nota tölvu, nema til að gera eitthvað annað en er hægt á hefðbundin hljóðfæri." En hvemig er verkið samið? „Ég hef tölvuforrit, þannig að á skjánum hef ég eins og venjulegt nótnablað og skrifa nótumar þar inn. Síðan færi ég nótumar inn í annað forrit, sem er eins konar segulband og nótumar spilast af því. En tónam- ir úr tölvunni era ekki sérlega falleg- Morgunblaðið/Ámi Sæberg ir, svo ég tengi hljóðdós við tölvuna. í svona dós era margvísleg hljóð og þeim er hægt að raða saman að vild. Dósin er eiginlega eins og hljóðger- vill, en án nótnaborðs. Nótumar era þegar í tölvunni, svo það þarf ekki nótnaborð. Dósin er hljóðgjafinn og gefur frá sér þau hljóð, sem tölvan segir henni til um. Verkið skrifaði ég á tölvu í skól- anum, bjó hljóðin til þar og færði yfir á diskling, sem ég tók með heim. Síðan fæ ég lánaðar dósir hér, sem er nokkuð snúið, því þessi tæki era ný af nálinni og ennþá óvíða til. All- ur tæknibúnaður er þó mun einfald- ari í sniðum en var fyrir tíu, fimmtán áram og um leið verður tölvutónlist aðgengilegri viðfangs." Texti: Sigrún Davíðsdóttir stjómaði hér. Hvað er að segja um kosti og galla þess að vera bundinn einni hljómsveit eða ferðast um? „Það er spennandi að hafa eigin hljómsveit. Stjómandi getur oft kom- ist langt með eigin hljómsveit, þegar hann lærir hvar hæfileikar hennar liggja og hvemig er best hægt að laða þá fram. En það er líka heill- andi að ferðast um og hitta nýtt fólk. Þurfa að leggja sig allan fram við að ná til ókunnrar hljómsveitar og vinna hana á sitt band á stuttum tíma. Hver hljómsveit þarf að hafa einhvem, sem heldur í þræðina, legg- ur meginlínuna. Þess utan er henni hollt og það er henni örvun að fá til sín gestastjómendur, sem leiða þá athygli hljómsveitarinnar að einstök- um atriðum. En þeir þurfa að vera góðir, svo slíkar heimsóknir gagnist. Góðar hljómsveitir virðast vera hart reknari, þannig að æfíngatími þeirra verður til dæmis styttri. Þá er hætta á, að aðeins sé hægt að endurtaka þeirra eigin klisjur, enginn tími til að koma neinu nýju að svo það getur verið betra að vinna með hljómsveit, sem er ekki eins góð, en sem vill vinna. Betra fyrir hljómsveit- arstjórann í þeim skilningi, að hann sér meiri árangur verka sinna. Þá getur árangurinn oft orðið æsilega góður. Vinnan með Poznan hljóm- sveitinni er skemmtileg og þau eru öll af vilja gerð. Ástandið hefur lam- andi áhrif á allt og alla. Ég reyni að vinna af einlægni, sýna fram á árang- ur og leiða þau þannig með. Það gengur ekki með afli. En því er ekki að leyna, að það era erfiðir tímar í Póllandi. Sköpunargáfa og hljómsveitarstjórnun Sem stendur hentar mér vel að ferðast um og stjórna, þó mér leiðist hótel, einkum svokölluð „góð“ hótel. Það er ánægjulegt að fá að takast á við ólíkar hljómsveitir á ólíkum stöð- um, ánægjulegt og auðgandi. Finnst ég ekki þurfa á neinu öryggi að halda. Svo hér gildir að eija sinn litla blett og finna þar hvemig sköpunar- gáfan verður nýtt sem best. Mögu- leikamir til þess era alls staðar." Sköpunargáfa, segirðu. Hvemig kemur hún inn í hljómsveitarstjórn- unina? „Það er flókið mál. Það skilja kannski ekki allir, að þegar staðið er andspænis einhveiju, sem er svo óendanlega miklu stærra en maður sjálfur, þá þarf til þess þjónslund og auðmýkt. Þá er rangt að klína sjálfum sér á viðfangsefnið. Hljómsveitar- stjóri á ekki að nota hljómsveitina og tónlistina til að koma sjálfum sér að. Nótnalestur er eitt undirstöðuat- riðanna í hljómsveitarstjómun. Æf- ing í honum kemur auðvitað með reynslu, en það er samt alltaf nauð- synlegt að liggja vel og lengi yfir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.