Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDÁGUR 10. JÚNÍ 1988 Mikil skreiðar- verkun fyrir Ítalíumarkað TÖLUVERT af fiski er nú verk- að í skreið fyrir Ítalíumarkað, einkum á Norðurlandi, þar sem skilyrði til verkunar eru betri en sunnanlands. Búizt er við svipaðri framleiðslu og á síðasta ári, eða um 20.000 pökkum. í fyrra var meðalverð á pakka um 480 dalir, um 21.000 krón- ur. Talið er mögulegt að ná hærra verði nú og útflutnings- verðmæti heildarinnar gæti þá orðið um 420 milljónir króna. Ragnar Siguijónsson, fram- kvæmdastjóri Skreiðardeildar Sambandsins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að ekki hefði enn verið gengið frá verði á fram- leiðslu þessa árs, en sökum minni framleiðslu í Noregi nú en á síðasta ári vegna aflabrests við Lófóten, væri lítilsháttar verð- hækkun möguleg. í fyrra kvörtuðu ítalir undan lélegri skreið, sem verkuð var sunnanlands. Ekki var kvartað vegna norðanskreiðar og leystist málið með afslætti á verði sunnanskreiðarinnnar. Þorvarði Helgasyni, höfundi og Andrési Sigurvinssyni leikstjóra „Ef ég væri þú“ fagnað í gærkvöldi. Fagnað á Listahátíð Leikrit Þorvarðar Helgasonar „Ef ég væri þú“ var frumflutt á Litla sviði Þjóðleikhússins á Listahátíð í gærkvöldi. Höfundi, leikstjóranum Andrési Sigurvinssyni og öðrum þeim sem að sýningunni stóðu var mjög vel fagnað í lok sýningarinnar. Leikritið er byggt á fjórum einþáttungum eftir Þorvarð og fjalla þeir allir um konur. Á dagskrá Listahátíðar í gærkvöldi voru einnig tónleikar finnska baritónsins Jorma Hynninen með Sin- fóníuhljómsveit íslands undir stjóm finnans Petri Sakari. Á efnisskránni voru m.a. sönglög eftir Sibelius og óperuaríur eftir Verdi. Áhorfendur fögnuðu ákaflega í lok tónleikanna og sagði Egill Friðleifsson, gagn- rýnandi Morgunblaðsins, Hynninen vera stórkostlegan söngvara á heimsmælikvarða. Morgunblaðið/Bjami Finnski baritóninn Jorma Hynninen. Ragnar sagði, að neyzla skreið- agnar ar á Italíu hefði dregizt verulega saman síðustu 10 ár. Árið 1979 hefði neyzlan verið 6.294 tonn en í fyrra aðeins 3.597, eða 42% minni. Verð á skreiðinni hefði ver- ið hátt eins og á öðrum fiskafurð- um og ennfremur drægi úr neyzlu skreiðarinnar, þegar gamlir siðir dæju með gömlu fólki. Sem dæmi um verð á skreið út úr búð á ít- alíu mætti nefna, að kílóið kostaði 560 til 800 krónur, kíló af kjúkl- ingum 130 og nautakjöti 450. Skreiðin væri því allt að 6 sinnum dýrari en kjúklingamir. Staðfestingarkæra hugsan- leg vegna hvalveiða í sumar - segir talsmaður bandaríska viðskiptaráðuneytisins TALSMAÐUR bandariska við- skiptaráðuneytisins segir að eins og máium sé háttað núna, sé mögulegt að Bandaríkjastjórn gefi út staðfestingarkæru þegar Kútur með eitruðum lofttegundum sprakk ALLIR starfsmenn yfirgáfu hús Raunvísindastofnunar Háskóla íslands í gær, þegar kútur með eitruðum lofttegundum í efnafræðistofu sprakk. Fljótlega varð þó ljóst að engin hætta var á ferðum og var eldurinn slökktur með handslökkvitæki. Óhappið varð skömmu eftir hádeg- ið. Enginn slasaðist og litlar skemmdir urðu við sprenginguna, en varlegra þótti að rýma húsið þar til ljóst væri hvort hætta væri á ferðum vegna mengunar. Að stuttri stundu liðinni snem starfsmenn aftur til vinnu. Ingvar Ámason, forstöðumaður efnafræðistofu sagði að um væri að ræða eitraðar lofttegundir sem kviknaði i ef þær kæmust í snertingu við andrúmsloft. Kælibrúsi utan um þær hefði spmngið og því kviknað eldur, sem greiðlega hefði gengið að slökkva. Ingvar sagði loftegundimar álíka hættulegar koltvísýringi, sem m.a. er að finna í útblæstri bifreiða. Islendingar hefji hvalveiðar i sum- ar og Ijóst sé að frekari viðræður verði að fara fram milli þjóðanna. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra segir að þjóðimar muni fljótlega hafa samband sin á milli vegna hvalveiðanna, sennilega í gegnum sendiráðin, en áætlað sé að hvalveiðar hefjist upp úr miðj- um júni. í samtali við Morgunblaðið sagði Brian Gorman, upplýsingafulltrúi hjá bandaríska viðskiptaráðuneytinu, að það væri tilfinning manna í ráðuneyt- inu að ályktun sú um hvalveiðar Is- lendinga, sem samþykkt var án at- kvæðagreiðslu á ársfundi Alþjóða- hvalveiðiráðsins fyrir skömmu, væri svipaðs eðlis og ályktun sú sem sam- þykkt var á ársfundinum 1987. Ekki væri hægt að skilja ályktunina á annan veg og ef íslensk stjómvöld væru annarrar skoðunar vissi hann ekki um ástæðu þess. Haft var eftir Ilalldóri Ásgrímssyni sjávarútvegs- ráðherra í Morgunblaðinu eftir árs- fund hvalveiðiráðsins að ályktunin væri viðunandi og orðalag hennar Möguleikar eru á mjölsölu til Kína mun mildara en ályktunarinnar sem samþykkt var 1987. Halldór sagði við Morgunblaðið í gær að það væri í sjálfu sér sama hvemig menn vildu túlka þessa ályktun. Aðalatriðið væri það að byggt væri á samkomulaginu sem er milli Bandaríkjamanna og íslend- inga og kennt við Ottawa. „Það er vinsamlegt samband á milli aðila, við erum með ákveðið samkomulag og við ætium okkur að standa við það. En til að það geti farið vel úr hendi verða menn að tala saman og við höfum gengið frá því við Bandaríkja- menn að einhveijar viðræður eigi sér stað," sagði Halldór. Brian Gorman sagði ljóst að frek- ari viðræður yrðu að fara fram milli Bandaríkjanna og íslands áður en hvalveiðiskip byijuðu að veiða en eins og málum væri háttað nú gæti Bandaríkjastjóm hugsanlega gefíð út staðfestingarkæru hvað sem síðar yrði. Halldór Ásgrímsson sagði að ekki væri endanlega ljóst hvenær hval- veiðamar byijuðu, eða hvort fyrir- huguðum kvóta yrði breytt, en áætl- að er að veiða 80 langreyðar og 20 sandreyðar í sumar. Eldvarnaeftirlitíð lok- ar skemmtístöðum Eldvamaeftirlit Reykjavíkurborgar hefur látið loka tveimur veitinga- stöðum í borginni, þar sem ekki hefur verið sinnt kröfum um úrbætur þar á bæ. Þetta eru Casablanca við Skúlagötu og veitingahúsið i Glæsibæ og Ölver. Ásmundur Jóhannesson, verk- tíma hefðu menn aðeins litið eftir þessum stöðum og öðmm að degi til. Nokkuð hefði borið á því að rang- ar upplýsingar væru veittar af eig- endum eða stjómendum skemmti- staða. Það hefði komið í ljós, þegar staðimir hefðu verið skoðaðir að nóttu til og dansleikir verið í há- marki. Svo hefði verið gert fyrir nokkm og hefðu þá allir staðir utan 6 reynzt í lagi. Frest til úrbóta hefðu allir nýtt sér nema umræddir staðir og þeim því verið lokað. efnastjóri hjá eldvamaeftirlitinu, sagði í samtali við Morgunblaðið, að ástæða lokunarínnar værí sú, að ekki hefði verið sinnt kröfu eftirlits- ins um að bæta möguleika fólks á að komast út um neyðardyr, þyrfti á því að halda. Neyðarútgangar hefðu verið lokaðir og frestur til úr- bóta hefði ekki verið nýttur. Þessir staðir yrðu því ekki opnir gestum fyrr en barið hefði verið í brestina. Ásmundur sagði, að til skamms Tilraunasending austur í haust MÖGULEIKAR á sölu fiskimjöls til Kina virðast nú vera að opn- ast. í gær voru undirritaðir samningar um tilraunasendingu þang- að í haust og vonast bæði kínversku kaupendurnir og islenzku seljendurnir til þess að það verði upphafið að frekari viðskiptum. Fiskimjölsnotkun í Kína er tals- verð, í kringum 200.000 tonn á ári, og fer vaxandi. Til þessa hafa Kínveijar aðallega keypt fiskimjöl frá Suður-Ameríku og Thailandi. Miðað við að verksmiðjur hér á landi taki á móti einni milljón tonna af loðnu til vinnslu á hverri vertíð, má áætla að framleiðsla mjöls nemi um 160.000 tonnum. Undanfama daga hefur opinber sendinefnd frá Kína verið hér á landi til að kynna sér möguleikana á fiskimjölskaupum héðan fyrir J milligöngu fyrirtækisins XCO, sem flytur inn mikið af vörum frá Kína. í gær var svo samningur um tilraunasendingu undirritaður af fyrirtækinu R. Hannessyni og kínversku nefndinni. Hugmyndin um þessi viðskipti er nokkurra ára gömul og hefur flutningskostnað- ur meðal annars staðið í vegi fyr- ir mögulegri sölu. Það mál mun nú leyst að sögn Sigtryggs R. Eyþórssonar, framkvæmdastjóra XCO. Formaður kínversku sendi- nefndarinnar er frú Yang Fenglin. Hún sagði í samtali við Morgun- blaðið, að Kínveijar hefðu lengi haft áhuga á auknum viðskiptum við ísland. Nú hefðu þeir í fyrsta sinn komið hingað til að kynna sér aðstæður og gæði mjölsins, sem á boðstólum væri. Heimsókin hingað hefði í alla staði verið ánægjuleg, verksmiðjumar virt- ust góðar og hráefni væri mjög ferskt þegar það bærist að landi. Gæðin væru því mikil og mjölið próteinríkt, sem mestu máli skipti. Hún sagðist vonast til þess, að viðskipti og önnur samskipti ís- lands og Kína gætu aukizt báðum þjóðpnum til hagsbóta. Starfshópur fjall- ar um flugstöðina SKIPAÐUR hefur verið starfs- hópur á vegum fjármálaráðuneyt- isins og utanríkisráðuneytisins, sem fjalla á um framkvæmda- áætlanir við flugstöð Leifs Eiríks- sonar á Keflavikurflugvelli. Einn- ig á hann að yfirfara óuppgerða reikninga frá verktökum þar. Fulltrúar fjármálaráðuneytisins í starfshópnum eru _ Sveinbjöm Óskarsson og Baldur Ólafsson, og fulltrúar utanríkisráðuneytisins eru Kjartan Gunnarsson og Þorsteinn Ingólfsson. Nefndin kom saman í gær, og í samtali við Morgunblaðið sagði Þor- steinn Ingólfsson að þegar lægi fyrir listi frá verktökum um þau verkefni sem þeir teldu að þyrfti að inna af hendi, ætti framkvæmdum við flug- stöðina að teljast lokið. Starfshópn- um er svo falið að athuga hversu mikið það er sem greiða þarf á þessu ári, leita leiða til að semja um þær greiðslur sem unnt er að semja um og tímasetja verklok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.