Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 31
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraidur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
ÁgústlngiJónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið.
Hraust
lungfu og hjarta
Sú gleðilega breyting hefur
orðið í þjóðfélagi okkar á
undanfömum árum að áhugi á
heilsu- og líkamsrækt hefur
vaxið jafnt og þétt. Fyrir utan
þátttöku í hefðbundnu starfí
íþróttaféiaga hefur almenning-
ur sýnt mikinn áhuga á starf-
semi fyrirtækja, sem sérhæfa
sig í heilsuþjónustu, ef þannig
má að orði kveða. Fyrir frum-
kvæði einstaklinga, oft í sam-
starfí við lækna og aðra sér-
fræðinga, hefur mörgum
heilsuræktar- fyrirtækjum ver-
ið komið á fót síðustu misseri.
Þangað sækir stór hópur fólks
orku og kraft bæði fyrir sál og
líkama, því að orðtakið heil-
brigð sál í hraustum líkama er
enn í fullu gildi. Samhliða þessu
hefur einnig orðið breyting á
mataræði margra og hefur til
dæmis kjötneysla minnkað en
eftirspum eftir grænmeti,
kommat og físki aukist.
Þegar menn láta til skarar
skríða komast þeir fljótt að
raun um, hve auðvelt það er
að tileinka sér lifnaðarhætti,
sem bæta heilsuna. Sund hefur
löngum verið sú almennings-
íþrótt, sem mest hefur verið
stunduð hér. Á ótrúlega mörg-
um stöðum hafa menn lagt
mikið á sig til að koma upp
aðstöðu til sundiðkana og nú
er þess til dæmis minnst að 50
ár em liðin frá því að héraðs-
sundlaugin í Laugaskarði í
Hveragerði kom til sögunnar,
en hún var lengi lengsta sund-
laug landsins. Hin síðari ár
hefur margt annað komið til
svo sem hlaup, ganga og hjól-
reiðar. Allt þetta geta menn
auðveldlega stundað í þéttbýli,
þótt víða mætti huga betur að
aðstöðu fyrir hjólreiðamenn.
Og í nágrenni þéttbýlisstaða
hefur markvisst verið unnið að
því um land allt að bæta'að-
stöðu til vetraríþrótta og skíða-
ferðir em orðnar að föstum lið
hjá mörgum, þegar viðrar til
þeirra. Ekki má gleyma þeirri
íþrótt sem hestamennskan er,
þar sem þúsundir manna
stunda útivist í góðu samneyti
við þarfasta þjóninn. Enn má
nefna að garð- og trjárækt em
fyrir marga hinn mesti heilsu-
bmnnur. Með styttri vinnu-
tíma, betri afkomu og breyttu
Ffsviðhorfí og gildismati hefur
i:\utur alls þessa stóraukist í
iaglegu lífí þorra fólks. Er
;kki að efa að allt stuðlar þetta
með beinum og óbeinum hætti
að bættu þjóðlífí, þar sem menn
em sáttari við sjálfa sig og til-
veruna en ella.
Á morgun efnir Krabba-
meinsfélagið til heilsuhlaups.
Með því fer sá ágæti félags-
skapur inn á nýjar brautir í
starfsemi sinni. Eins og kunn-
ugt er hefur Krabbameinsfé-
lagið að meginmarkmiði að
koma í veg fyrir krabbamein á
meðal almennings og reyna að
greina það tímanlega með
skipulegum rannsóknum. Sig-
urður Bjömsson, lyflæknir og
varaformaður Krabbameins-
félagsins, sem sjálfur hefur
stundað skokk reglulega í mörg
ár, segir um hlaupið í Morgun-
blaðsviðtali í gær: „Okkur þótti
það þó vel við hæfí þegar tillag-
an um hlaupið kom fram, enda
tengist það mjög baráttu fé-
lagsins að stuðla að heilbrigðu
lífemi og bættri heilsu. Verk-
efni Krabbameinsfélagsins fel-
ast ekki aðeins í baráttunni
gegn krabbameini, því hraust
lungu og hjarta eru forsenda
fyrir góðu lífí og heilbrigði."
í tilefni af þessu heilsuhlaupi
sneri Morgunblaðið sér einnig
til tveggja manna, sem hafa
lagt inn á heilsuhlaupabrautina
á síðustu árum. Þeirra orð
segja meira en langar útlistan-
ir. Skarphéðinn Þórisson, lög-
maður, hafði þetta meðal ann-
ars til málanna að leggja: „Ég
fínn mikinn mun á mér eftir
að ég fór að skokka. Spikið fór
að leka af, ég varð allur hress-
ari og átti auðveldara með þessi
smáatvik sem þarf að eiga við
í daglegu lífí, eins og að hlaupa
á eftir strætisvagni eða ýta
bíl.“ Og Þormar Ingimarsson,
sem tók til við að skokka þegar
hann hætti að reykja, sagði
þetta: „Ég fínn á mér mun á
margan hátt eftir að ég hætti
reykingunum og þá skiptir ekki
minnstu máli að maður losnar
við sígarettuslenið. Þetta slen
sem yfírleitt liggur á manni er
maður reykir og heldur að
maður geti losað sig við með
því að fá sér aðra sígarettu.
Það hverfur hins vegar ekki
fyrr en maður hættir að
reykja."
í upphafí þess árstíma, þegar
auðveldast er að ná úr sér slen-
inu, skal skorað á unga sem
aldna að fínna þá leið, sem
þeim þykir best til að búa við
hraust lungu og hjarta.
Utanrflásstefiia Islands stend-
ur á fomri lýðræðisarfleifð
Ræða Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra hjá Paasikivi-samtökunum
Þorsteinn Pálsson forsætisráð
herra er nú í opinberri heimsókn
í Finnlandi. Hann flutti í gær er-
indi um stefnu íslands i utanríkis-
og öryggismálum hjá Paasikivi-
samtökunum. Birtist erindið hér
I heild.
Það er mér sönn ánægja að eiga
þess kost að ávarpa ykkur hér á
vegum Paasikivi-samtakanna. Það
fylgir því sérstök tilfínning að tala
í Helsinki ekki sízt í ljósi þess að
hér var undirritaður fyrir tæpum 13
árum á stórmerki sáttmáli um ör-
yggi og samvinnu í Evrópu, sem
kenndur er við höfuðborg ykkar.
Eftir margra ára erfiðleika í sam-
skiptum austurs og vesturs sjást nú
áþreifanleg merki þess að andi Hels-
inki-sáttmálans sé loks að ná fót-
festu. Það kom glöggt í ljós á fundi
leiðtoga stórveldanna í Moskvu fyrir
skemmstu og í ræðu forseta Banda-
ríkjanna hér á þessum vettvangi
fyrir leiðtogafundinn.
Við Islendingar fögnum af alhug
þeim breytingum sem orðið hafa í
samskiptum risaveldanna á undan-
förnum árum og hinni nýju stefnu
ráðamanna í Kreml bæði innan Sov-
étríkjanna og gagnvart Vesturlönd-
um.
Við erum stoltir af þeirri stað-
reynd að það var á fundi leiðtoga
stórveldanna í Reykjavík haustið
1986, sem ísinn var brotinn að því
er varðar hinn nýja samning um
útrýmingu skammdrægra og meðal-
drægra kjamaflauga í Evrópu og
brautin rudd varðandi fækkun lang-
drægra flauga um helming.
Framlag Finna til bættrar sam-
búðar ólíkra hugmyndaheima og
hagkerfa er mjög mikilvægt. Frum-
kvæði Finnlands að Ráðstefnunni
um öryggi og samvinnu í Evrópu,
sem felst bæði í undanfara og eftir-
leik Helsinki-sáttmálans, er af flest-
um talið ómetanlegt. Mér finnst svo
sannarlega viðeigandi að láta þessa
getið á þessum stað þegar svo
ánægjulega vill til, að fundi leiðtoga
stórveldanna er nýlokið og þjóðir
heims líta bjartari vonaraugum til
framtíðarinnar en oft áður.
Finnar og íslendingar
Samstarf Finna og íslendinga
hefur verið náið um langan aldur
enda eiga þjóðir okkar margt sam-
eiginlegt. Innan Norðurlandaráðs,
norrænu ráðherranefndarinnar og
annars staðar á norrænum vett-
vangi, sem og innan EFTA, gefst
okkur reglulega tækifæri til að bera
saman bækur um margvísleg mál-
efni.
Utanríkis- og öryggismál hafa þé
að jafnaði ekki verið til tvíhliða
umræðu milli landa okkar, enda
hafa þjóðimar valið hvor sína leið
til að tryggja öryggi sitt í ljósi ólíkra
aðstæðna.
Ég fagna því að fá hér tækifæri
til að fjalla um stefnu íslendinga í
þessum málum. Ég tel að bæði ís-
lendingar og Finnar geti haft gagn
af auknum skoðanaskiptum um þessi
efni og að það sé æskilegt að auka
gagnkvæman skilning í löndunum á
stefnu hvors þeirra um sig í þessum
mikilvægu og vandmeðfömu málúm.
Þótt Finnar séu tuttugu sinnum
ijölmennari en íslendingar og búi í
þrefalt stærra landi, eru Finnland
og fsland í raun hvort tveggja lítil
ríki í stórum heimi.
Við eigum það einnig sameigin-
legt að búa við opið hagkerfi og
velmegun okkar er að verulegu leyti
komin undir því, að við getum fært
okkur í nyt kosti alþjóðlegrar verka-
skiptingar og átt mikil og greið við-
skipti við önnur lönd. Finnar standa
framarlega í alþjóðaviðskiptum og
hafa komið á fót margvíslegri út-
Þorsteinn Pálsson
flutningsstarfsemi, sem við íslend-
ingar getum lært af.
Þjóðir okkar báðar tala tungu-
mál, sem aðrar þjóðir skilja ekki og
fáir erlendir einstaklingar hafa lagt
á sig að læra til hlítar. Sú staðreynd
ein getur gert erlendum aðilum
óhægt um vik að setja sig inn í að-
stæður í löndum okkar.
Við eigum einnig langa sögu og
menningu sem hefur haldið þjóðun-
um saman í gegnum erfiðleika lið-
inna alda. Við höfum þurft að heyja
harða baráttu fyrir sjálfstæði okkar,
þótt á íslandi hafi sú barátta farið
fram án blóðsúthellinga. íslendingar
hafa raunar enn þann dag í dag
engan mann undir vopnum og hafa
aldrei átt í ófriði við aðrar þjóðir.
Þjóðir okkar eiga það einnig sam-
eiginlegt að vilja nokkuð á sig leggja
til að varðveitá sjálfstæði sitt, frelsi
og sjálfsákvörðunarrétt um það
stjórnarfar sem þær hafa sjálfar
kosið sér. Þessi markmið utanríkis-
stefnu Finnlands og íslands eru hin
sömu og þau eigum við sameiginleg
með öllum öðrum friðelskandi lýð-
ræðisþjóðum.
Hornsteinar utanríkisstefn-
unnar
Stefna íslands í utanríkis- og ör-
yggismálum tekur í senn mið af
landfræðilegum, sögulegum og
pólitískum forsendum. Hún grund-
vallast á fomri lýðræðisarfleifð ís-
lendinga, varðveizlu hagsmuna
þeirra í samskiptum við aðrar þjóðir
og viðleitni til þess að leggja lóð á
vogarskálar frelsis, friðar og mann-
réttinda í heiminum.
Homsteinar þessarar stefnu birt-
ast í þátttöku íslands í norrænu
samstarfí, aðildinni að vamarsam-
starfi vestrænna ríkja innan Atlants-
hafsbandalagsins, þátttöku í starfi
Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegu
fríverzlunarsamstarfi, m.a. innan
EFTA. Þá höfum við í vaxandi
mæli gefið þróun mála í Evrópu
gaum, eins og ég mun víkja nánar
að síðar.
Fjölmargir þættir hafa haft áhrif
á mótun utanríkisstefnunnar. Það
skipti til dæmis sköpum við hvaða
aðstæður fslendingar urðu að taka
öll sín mál í eigin hendur, nánast á
einum degi snemma í síðari heims-
styijöldinni, þegar Danmörk, sem
þá fór með utanríkismál íslands, var
hemumin.
ísiendingar hafa, líkt og Finnar,
jafnan þurft að taka tillit til land-
fræðilegra aðstæðna. Land okkar
liggur í þjóðbraut milli tveggja heim-
sálfa hvort sem okkur líkar það bet-
ur eða verr. Fram hjá landi okkar
liggja mikilvægar siglingaleiðir milli
Norðurálfu og Vesturheims og
' Reykjavík er nálægt því miðja vegu
í beinni fluglínu milli Washington
og Moskvu.
íslendingar hafa einnig látið það
sem kalla mætti hina hugmynda-
fræðilegu hlið utanríkismála sig
miklu varða. Saga íslendinga og
menning einkennist af eindreginni
einstaklingshyggju og frelsisþrá og
stjómskipun Islands á sér djúpar
rætur í fomri réttarhefð Vestur-
landa. Með hliðsjón af því var það
íslendingum ekki erfið ákvörðun að
skipa sér á bekk með öðrum lýðræð-
isþjóðum í vamarbandalagi, eins og
gert var árið 1949. Margir töldu
reyndar að íslendingum bæri sem
lýðræðisþjóð viss skylda til þess að
leggja þeim lið sem andæfðu gegn
ófrelsi, kúgun og skorti á lýðréttind-
um.
Stefna íslands í utanríkismálum
byggist á raunsæi. Við gerum okkur
Ijóst hvar við erum staðsett á landa-
kortinu og tökum tillit til þeirra að-
stæðna.
Það eru sameiginlegir hagsmunir
íslendinga og bandalagsríkja þeirra
að bandarískt vamarlið skuli vera í
iandinu til eftirlits með hafsvæðun-
um umhverfis landið. Þetta eftirlits-
starf gagnast bandalagsríkjum okk-
ar og okkur sjálfum auk þess sem
vamarliðinu er ætlað að veita fyrsta
viðnám gegn hugsanlegri innrás þar
til liðsauki berst.
Samningurinn um vamarliðið var
þó að sjálfsögðu fyrst og fremst
gerður af okkar hálfu með okkar
eigin hagsmuni í huga og í ljósi
þeirra aðstæðna sem ríktu þegar
hann var gerður vorið 1951. Við
höfum hins vegar ekki talið, að þró-
un heimsmála eða framvinda á höf-
unum í kringum okkur hafi verið
þess eðlis síðan, að óhætt hafi verið
að láta vamarliðið fara frá íslandi.
Mótun stefnunnar
Mig langar nú til að rifja upp í
nokkrum orðum hvernig utanríkis-
og öryggismálastefna íslands hefur
mótazt frá því íslendingar tóku hana
alfarið í sínar hendur einn örlagarík-
an apríldag árið 1940.
Mánuði síðar hemámu Bretar ís-
land, en þá var talið að Þjóðveijar
hefðu einnig augastað á landinu,
enda hefði lega þess gagnazt þeim
vel til árása á skipalestir banda-
manna. Ári síðar tóku Bandaríkja-
menn að sér hervamir landsins með
formlegum samningi við ríkisstjóm
íslands.
Hér urðu þáttaskil í samskiptum
Islendinga við aðrar þjóðir. Erlend
samskipti íslendinga höfðu eins og
önnur málefni þeirra heyrt undir
erlenda yfirstjórn, fyrst Noregskon-
ung en síðan Danakonung, í tæplega
700 ár, þegar hér var komið sögu.
I upphafi 19. aldar varð mikil
þjóðemisvakning meðal þjóða Evr-
ópu og skaut hún sterkum rótum
meðal íslendinga ekki síður en
Finna. En það var fyrst árið 1874,
á eitt þúsund ára afmæli íslands-
bygg'ðar, að íslendingar fengu eigin
stjórnarskrá og Alþingi fékk löggjaf-
arvald í ákveðnum málaflokkum.
í byijun tuttugustu aldar, árið
1904, fengu íslendingar eigin ráð-
herra og þar með komst hluti fram-
kvæmdavaldsins inn í landið. Árið
1918 gerðu íslendingar og Danir
með sér sérstakan samning um full-
veldi fslands. Utanríkismál og
nokkrir aðrir máiaflokkar heyrðu þó
áfram undir Dani og þjóðhöfðinginn
var sameiginlegur. Samningurinn
átti að gilda í 25 ár. Að þeim loknum
gátu íslendingar tekið ákvörðun um
algert sjálfstæði.
Það er athyglisverð staðreynd að
íslendingar fengu fullveldi sitt að-
eins ári eftir að Finnland varð sjálf-
stætt ríki árið 1917. Ríkin eru einn-
ig þau einu meðal Norðurlandanna
sem kjósa sér forseta sem þjóð-
höfðingja.
Með samkomulaginu um fullveldi
íslands 1918 lýstu íslendingar yfir
ævarandi hlutleysi landsins. Á þeim
tíma trúðu menn því að fjarlægðin
frá öðrum löndum veitti næga vemd
gegn utanaðkomandi hættu og
ófriði.
Vegna hlutleysisyfirlýsingar
sinnar voru íslendingar t.d. ekki
aðilar að Þjóðabandalaginu þar sem
aðild var talin stríða gegn hlutleysi.
Eftir hernám Breta var hins vegar
ljóst, að breyttar samgöngur og fjar-
skiptatækni hefðu gerbreytt for-
sendum. ísland var komið í alfara-
leið.
Hernám Breta, en ekki síður inn-
rás Þjóðveija í sambandsríki okkar,
Danmörku, og hið forna frænd- og
vinaríki okkar, Noreg, færði mönn-
um heim sanninn um það að einhliða
hlutleysisyfírlýsingar stoða lítt í vá-
lyndum heimi. Þá kom á daginn að
aðrir þættir, svo sem hemaðarlegt
mikilvægi lands og varnarviðbúnað-
ur þess, réðu meiru um það hvort
stórveldi virtu hlutleysi þess eða
ekki.
Þegar heimsstyijöldinni lauk bám
Sovétríkin ægishjálm yfir önnur ríki
Evrópu hemaðarlega. Þessa yfir-
burði nýttu þau sér til að ná pólitísk-
um undirtökum í ríkjum Austur-
Evrópu og knýja þar fram stjómar-
far að sovézkri fyrirmynd. Sú fram-
vinda er flestum vel kunn en hún
varð til þess, að vestræn ríki fundu
sig knúin til að mynda með sér varn-
arbandalag.
Það er ekki vandalaust fyrir fá-
menna þjóð að skipa sér í sveit á
alþjóðavettvangi. Og það er alltaf
umhugsunarefni hversu mikið fá-
menn þjóð á að opna dymar að al-
þjóðlegu samstarfí af ýmsu tagi. Við
Islendingar skynjum það mjög sterkt
að sjálfstæði okkar byggist ekki ein-
vörðungu á þjóðarétti og vamar- og
öryggisstefnu. Varðveizla og viðhald
þjóðemis, menningar og tungu ræð-
ur mestu um tilveru okkar sem sjálf-
stæðrar þjóðar.
Islenzkan er næst upprunalegu
máli norrænna þjóða. Við emm lítið
málsamfélag. íslenzk menning
stendur hins vegar og fellur með
tungunni. Með vaxandi alþjóðlegum
samskiptum þurfum við því að veija
tungu okkar svo sem við höfum jafn-
an gert. Með því móti gemm við
hvort tveggja í senn að varðveita
foman menningararf og plægja jarð-
veg fyrir nýjan íslenzkan menning-
argróður.
Þær raddir heyrast stundum á
íslandi að við eigum að halda okkur
sem mest frá alþjóðlegu samstarfí
því það dragi úr sérstöðu okkar og
geti haft óæskileg áhrif á tungu
okkar og menningu. Sá maður sem
öðmm fremur mótaði nútíma ut-
anríkisstefnu íslendinga, Bjami
Benediktsson utanríkisráðherra og
síðar forsætisráðherra, var annarrar
skoðunar. Hann sagði m.a. um þetta
efni á sínum tíma:
„Sumir óttast að ef íslendingar
hafi náin samskipti við aðrar þjóðir,
kunni það að verða til glötunar tungu
og sjálfstæðri menningu þjóðarinn-
ar. Eg óttast ekki að svo fari. ís-
lenzk menning hefur aldrei staðið
með meiri blóma en á meðan þjóðin
hafði víðtæk samskipti við aðra, svo
sem var á söguöld. Hnignun og aft-
urför komu með einangmninni. Ein
af ástæðunum til þess, að íslending-
ar hafa komið svo miklu í verk sem
þeir hafa gert á tveim, þrem síðustu
mannsöldmm, er að þeir hafa verið
óhræddir við að læra af öðmm. Ein-
mitt með því að kynnast af eigin
sjón því sem aðrir gera, hafa menn
öðlazt þekkingu og áræði til að
hrinda því fram, sem engan óraði
áður fyrir að unnt væri að afreka."
íslendingar gerðust stofnaðilar að
Atlantshafsbandalaginu í apríl 1949,
samkvæmt ákvörðun Alþingis
nokkmm dögum áður. Á því er eng-
inn vafi, að ákvörðun Norðmanna
og Dana um að gerast aðilar að
bandalaginu þegar í upphafi hafði
mikil áhrif á afstöðu íslenzkra ráða-
manna til aðildar.
Staðan í öryggismálum
Atlantshafsbandalagið hefur þá
yfirlýstu stefnu að grípa aldrei til
vopna að fyrra bragði, hvorki hefð-
bundinna vopna né kjarnavopna.
Markmiðið er að tryggja öryggi að-
ildarríkjanna gegn árásum með
gagnkvæmum skuldbindingum og
sameiginlegum vörnum í samræmi
við ákvæði sáttmála Sameinuðu
þjóðanna. í þeirri skuldbindingu Atl-
antshafsríkjanna, að árás á eitt ríki
farin ár aðeins verið örfá prósent
af heildarútflutningstekjum íslend-
inga. Hin nýja flugstöð Léifs Eiríks-
sonar á Keflavíkurflugvejli, sem er
eini alþjóðaflugvöllur íslendinga,
þjónar m.a. því hlutverki að skilja
að almennt farþegaflug á vegum
Islendinga og flug á vegum banda-
ríska vamarliðsins.
Ríki Atlantshafsbandalagsins
greinir oft á um ýmis efni. Það ligg-
ur í hlutarins eðli að hagsmunir sjálf-
stæðra ríkja geti skarazt á ólíkum
sviðum. íslendingar taka að sjálf-
sögðu tillit til sameiginlegra hags-
muna ríkja Atlantshafsbandalagsins
í öryggis- og vamarmálum. Við höf-
um hins vegar átt í útistöðum við
tvö aðildarríki NATO, Bretland og
Vestur-Þýzkaland, þegar við höfum
fært út efnahags- og fiskveiðilög-
sögu okkar.
Þrívegis, á ámnum 1958, 1972
og 1975, áttum við í illvígum deilum
við þessi lönd vegna útfærslu fisk-
veiðilögsögunnar, en afkoma okkar
gmndvallast, eins og allir vita, á
hagnýtingu auðlinda hafsins. í þess-
um málum rákust lífshagsmunir
okkar á hágsmuni voldugra banda-
lagsríkja okkar. Þá kom hins vegar
í ljós, að aðild okkar að bandalaginu
var mikill styrkur og greiddi fyrir
lausn þessara deilna.
ísland hefur lykilhlutverki að
gegna fyrir Atlantshafsbandalagið
varðandi eftirlit með samgönguleið-
um í lofti, á legi og neðansjávar
vegna legu sinnar í hafinu milli
Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu.
Á undanförnum ámm hafa miklar
breytingar átt sér stað á höfunum
umhverfis ísland. Af hálfu Sovét-
vamir landsins m.a. með því að reisa
tvær nýjar ratsjárstöðvar, en íslend-
ingar munu sjálfír annast rekstur
þeirra og taka við rekstri hinna
tveggja eldri stöðva. íslenzk stjóm-
völd láta nú meira að sér kveða í
hernaðarlegu samstarfi innan NATO
og vilja auka þátttöku íslendinga
sjálfra í vörnum landsins.
Evrópusamstarfið
Alls staðar í Evrópu líta menn nú
með eftirvæntingu til þess dags,
væntanlega árið 1992, þegar Evr-
ópubandalagið verður orðið að einum
sameiginlegum markaði. Margir
halda því fram að þá verði betra að
vera innan Evrópubandalagsins og
horfa út en utan þess og rýna inn.
íslendingar og Finnar em í hópi
þeirra þjóða sem verða utan hins
sameinaða markaðar og svo verður
væntanlega einnig um flestar hinar
EFTA-þjóðimar, a.m.k. fyrst í stað.
Það er deginum ljósara að þessi
þróun í Evrópu skapar bæði vanda-
mál og tækifæri fyrir íslendinga.
Við höfum þegar orðið að laga okk-
ur að þeirri staðreynd að á undan-
förnum ámm hafa tvær mjög mikil-
vægar viðskiptaþjóðir okkar, Spán-
veijar og Portúgalir, fengið aðild að
Evrópubandalaginu og þar með hafa
ákvarðanir um tolla á einni af okkar
mikilvægustu afurðum, saltfiskin-
um, flutzt til Bmssel.
I dag er í gildi milli íslands og
Evrópubandalagsins ótímabundinn
viðskiptasamningur, sem okkur er
að flestu leyti hagstæður. Of
snemmt er að segja til um, hvort
eða hvaða breytingar nauðsynlegt
verður að gera á honum.
En tii þess að fylgjast sem bezt
Frá Senat-torginu í Helsinki. Að baki styttunnar af Alexander II Rússakeisara er dómkirkjan.
skuli túlkað sem árás á þau öll, felst
gríðarlegt öryggi fyrir okkar litla
eyríki, sem ekki hefur nokkum
möguleika á að halda upp eigin vam-
arviðbúnaði.
Frá upphafi hefur verið ljóst, að
ekki yrði um beina þátttöku íslands
að ræða í hinni hernaðarlegu hlið
Atlantshafssáttmálans. Á grundvelli
sáttmálans gerðu íslendingar og
Bandaríkjamenn vamarsamning á
ný vorið 1951. Herlið Bandaríkja-
manna sem hingað kom 1941 hvarf
af landinu árið 1946 að kröfu íslend-
inga. Ósk Bandaríkjanna um her-
stöðvasamning til 99 ára höfðu
íslenzk stjórnvöld áður hafnað.
Samkvæmt samningnum frá 1951
hafa Bandaríkjamenn lagt fram liðs-
afla og tæki til reksturs vamarstöðv-
arinnar í Keflavík en íslendingar
hins vegar landið undir stöðina.
Aldrei hefur komið til álita af Is-
lands hálfu að kreíjast gjalds fyrir
afnot af landi því sem notað er í
þessu skyni. Þær raddir hafa að vísu
heyrzt að rétt væri að gera vamarlið-
ið að féþúfu. Stefna stjómvalda er
hins vegar alveg skýr og hún er að
skilja varnarstöðina sem mest frá
almennu þjóðlífi á íslandi og búa
þannig um hnúta, að fslendingar
verði ekki efnahagslega háðir við-
skiptum við vamarliðið.
Til fróðleiks má nefna að gjaldeyr-
istekjur af vamarliðinu hafa undan-
stjómarinnar hefur mikil áherzla
verið lögð á flotauppbyggingu og
hefur sovézki flotinn á tiltölulega
fáum árum breyzt úr litlum strand-
varnaflota í stærsta úthafsflota
heims. Öflugasti hluti Sovétflotans
er Norðurflotinn sem hefur bækistöð
sína á Kolaskaga. Athafnasvæði
hans eru höfin undan ströndum ís-
lands.
Þessi mikli flotastyrkur ógnar
bæði samgönguleiðum Atlantshafs-
bandalagsins og öryggi íslands. Eins
og fram hefur komið fyrr í máli
mínu hefur það alltaf skipt íslend-
inga afar miklu, hveijir hafa haft
yfírráð yfír hafsvæðunum í kringum
landið. Öruggir skipaflutningar til
og frá landinu eru landsmönnum
ómissandi. Aukin umsvif sovézka
Norðurflotans, sem í er fjöldi skipa
og kafbáta búin kjarnavopnum, eru
íslendingum því mikið áhyggjuefni.
Kjamorkuslys í hafinu við landið
gæti haft í för með sér óbætanlegan
skaða á fiskistofnum og þar með
stefnt lífsafkomu þjóðarinnar í mik-
inn háska.
íslendingar hafa jafnan lagt
áherzlu á að í öllum umræðum um
svokölluð kjarnavopnalaus svæði í
Norður-Evrópu hljóti hafsvæðin f
kringum landið að verða tekin með.
Hin síðari ár hafa sovézkar her-
flugvélar athafnað sig í auknum
mæli í nágrenni fslands. Hafa verið
gerðar ráðstafanir til að styrkja loft-
með þróun mála í Evrópu og gæta
íslenzkra hagsmuna var nýlega sett
á stofn sérstök skrifstofa í Brussel,
sem jafnframt er sendiráð íslands í
Belgíu og Lúxemborg. Fyrir var í
borginni fastanefnd hjá Atlantshafs-
bandalaginu. Því má skjóta hér inn
til fróðleiks að íslenzk sendiráð er-
lendis eru aðeins tólf talsins, þar af
þijár fastanefndir hjá alþjóðasam-
tökum í New York, Genf og Bruss-
el. Regluleg sendiráð eru því aðeins
níu talsins og annast öll samskipti
við mörg lönd. Þannig hefur t.d.
sendiherra íslands í Finnlandi aðset-
ur í Stokkhólmi og með hliðsjón af
því metum við sérstaklega mikils þá
ákvörðun finnskra stjómvalda að
opna finnskt sendiráð í Reykjavík.
Alþingi ákvað nú í vor að setja á
laggimar sérstaka nefnd þingmanna
úr öllum þingflokkum til að kynna
sér sérstaklega alla þróun mála hjá
Evrópubandalaginu og gera tillögur
um viðbrögð íslendinga. Nefndin á
að skila áliti snemma á næsta ári,
en aðild íslendinga að Evrópubanda-
laginu er ekki á dagskrá. Islending-
ar geta ekki sætt sig við þá stefnu
bandalagsins að fiskimið þjóða þess
séu sameiginleg eign þeirra.
Sú þróun sem nú á sér stað í
Evrópu leiðir hugann að því að allt
er breytingum undirorpið. Hver hefði
trúað því fyrir örfáum áratugum að
þau ríki á meginlandi Evrópu, sem
borizt hafa á banaspjót, svo iengi
_____________________________31
sem skráðar sögur herma, séu nú í
raun í þann mund að afnema hefð-
bundin landamæri sín á milli?
Skyldi ekki vera sitthvað fleira,
sem okkur er í dag óþekkt, sem
hafa mun áhrif á stöðu alþjóðamála
í framtíðinni og þar með á utanrík-
is- og öryggismálastefnu ríkja okk-
ar?
Þegar í dag er útilokað að koma
með sama hætti og áður í veg fyrir
að upplýsingar berist á milii landa.
Nútímatækni færir þannig þjóðir
hvetja nær annarri og eyðir tor-
tryggni ef rétt er á haldið.
Enginn veit hvaða áhrif frekari
breytingar í fjarskiptatækni munu
hafa á samskipti þjóða yfir landa-
mæri eða á tungu og menningu
smáþjóða. Fyrir lítil ríki er brýnt að
hagnýta sér nýja strauma og vera
vakandi fyrir nýjungum enjafnframt
að standa vörð um menningu sína
og sjálfstæði.
Afvopnunarviðræður leiðtoga
stórveldanna hafa vakið von um
heim allan og eftir viðræðurnar í
Moskvu í síðasta mánuði er talað
um að kaflaskipti séu framundan í
samskiptum austurs og vesturs.
Ljóst er, að framtíð mannkyns er
að miklu leyti í höndum stórveld-
anna. Það fer mikið eftir því, hvem-
ig til tekst í afvopnunarviðræðum
þeirra í milli sem og í marghliða
afvopnunarviðræðum fleiri ríkja,
hvers konar heim við eftirlátum af-
komendum okkar.
Vaxandi áherzla á frið í heiminum
er vissulega fagnaðarefni. Ég ber
þá von í bijósti að í framtíðinni
muni allar þjóðir njóta frelsis og
mannréttinda því friður og frelsi
verða ekki aðskilin.
Norrænt samstarf
Norrænt samstarf mun um
ókomna framtíð verða kjölfesta í
erlendum samskiptum íslendinga.
Fyrir því liggja margar ástæður. En
fyrst og fremst er það norræn menn-
ing og saga sem tengir þjóðirnar
saman. Norðurlandasamstarfíð á að
auðvelda þjóðunum hverri fyrir sig
og öllum saman að varðveita sér-
stöðu hverrar þjóðar í menningu og
tungu.
Annars stendur Norðurlandasam-
starfið fastari fótum en svo að það
kalli á sérstakan rökstuðning. Fáir
hafa lýst því betur en Halldór Lax-
ness við vígslu Norræna hússins í
Reykjavík á sínum tíma (sumarið
1968).
Fyrsta norræna húsið var teiknað
af hinum finnska arkitekt Alvar
Aalto og reist í höfuðborg íslands.
Þannig tengdust útverðir norræns
samstarfs. En af því tilefni sagði
Halldór Laxness:
„Nordens Hus í Reykjavík er blev-
et oprettet og fuldfört, et hus son).
i hele sin udformning bevidner at
en skön og ædel tanke har besjælet
mange: den nordiske tanke.
Nordisk tanke: Jeg skal ikke beg-
ynde at definere nordisk tanke; hvis
det ikke er blevet gjort forinden,
ville det ogsaa væri for sent nu,
naar huset staar her. Naar man
bygger en kirke, saa er det fordi
gud er blevet defíneret allerede, selv
naar byggværket staar færdig, giver
man sig ikke til at defínere gud:
Man indvier kirken. Den kends-
geming at huset staar der, siger
mere end ord.“
(„Norræna húsið í Reykjavík hef-
ur verið reist og fuilgert, hús, sem
að allri sinni gerð ber vitni fagurrí
og göfugri hugsun, sem glætt hefur
huga margra, hinni norrænu hugs-
un.
Norræn hugsun: Ég ætla ekki
að fara að skilgreina norræna hugs-
un; hafi það ekki þegar verið gert,
er það of seint nú, er húsið stendur
hér fullgert. Þegar menn reisa
kirkju, er það sönnun þess, að Guð
hefur þegar verið skilgreindur; jafn-
vel þegar byggingin stendur fullbú-
in, taka menn ekki til við að skil-
greina Guð, heldur er kirkjan vígð.
Sú staðreynd, að kirkjan stendur.
hér, segir meira en orð.“ Þýðing
Morgunblaðsins frá 25. ágúst
1968.)
Vonir okkar hljóta að standa til
þess að samskipti og samvinna þjóða
heims megi þróast á næstu áratug-
um á sama veg og norræn hugsun:
Alþjóðasamskipti verði svo sjálfsögð
og eðlileg að þau þarfnist ekki fre^i-
ur skilgreiningar en guð í kirkjum
kristinna manna.