Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988 13 Hermannaveiki: Sýkillinn útbreiddur í neysluvatni stærstu spítalanna hérlendis Faraldur í Bretlandi í maí Hermannaveikifaraldur í Bretlandi hefur vakið nokkurn ugg þar í landi að undanförnu og hafa heilbrigðisyfirvöld sætt ámæli fyrir hve seint læknum var gert viðvart. Uin miðjan maí hafði verið staðfest að 33 væru sýktir af bakteriunni sem veldur her- mannaveiki og grunur lék á sýkingu hjá 45 einstaklingum til við- bótar. Sýkillinn er útbreiddur á íslenskum sjúkrahúsum, að sögn Sigurðar B. Þorsteinssonar, lyflæknis á Landspítalanum. Morgunblaðið/Ol.K.M. Starfsmenn nýju skrifstofunnar; Marta Helgadóttir t.v. og Sigur- björg Einarsdóttir. Ný söluskrifstofa Samvinnuf er ða Faraldurinn í Bretlandi hófst 27. apríl þegar tveir sjúklingar, báðir starfsmenn við breska út- varpið, voru lagðir inn á spítala í Essex. Fyrir heppni ræddust lækn- ar þeirra við og gerðu sér ljóst að um farsótt gæti verið að ræða. Blóðrannsókn var framkvæmd í flýti og þar sem niðurstöður stað- festu grun læknanna voru heil- brigðisjrfirvöld látin vita af her- mannaveikitilfellunum föstudag- inn 29. april. Sama dag var BBC gert viðvart og í fréttatíma stöðv- arinnar tveim dögum síðar var sagt frá hermannaveikinni, en 4000 starfsmenn BBC fengu bréf vegna hennar 3. maí. Heilbrigðis- yfirvöld sendu bréf til heilsugæslu- stöðva 6. maí og til allra almennra lækna fjórum dögum seinna. Dag- inn eftir, 11. maí, lést annar sjúkl- inganna sem lagðir voru inn á spítala hálfum mánuði áður. Þann 13. maí lék grunur á að 78 sjúkl- ingar í Bretlandi væru með her- mannaveiki, þar af höfðu 33 til- felli verið staðfest. Rannsóknir á útbreiðslu sýkils- ins „Legionella Pneumophila", sem veldur hermannaveiki, hafa farið fram á stærstu sjúkrahúsun- um hérlendis í fimm ár undir stjóm Ólafs Steingrímssonar, yfirlæknis á Landspítalanum. „Sýkillinn er töluvert útbreiddur í neysluvatni Landspítalans og virðist einna helst hreiðra um sig í ýmiskonar blöndunartækjum. Allmikið hefur greinst af honum í vatnskerfi Landakotsspítala en minna á Borgarspítalanum, þar sem færri athuganir hafa farið fram,“ segir Sigurður Þorsteinsson, sem þátt tók í rannsóknunum. „Jafnframt hefur sýkillinn greinst í loftræsti- kerfi Landspítalans, þó ekki síðastliðin þijú ár. Þá hefur sýkill- inn fundist í umhverfi og vatnssýn- um á Vífilstaðaspítala. “ Sýkillinn greinist í kalda vatninu á sjúkra- húsunum en Sigurður segir að hann virðist ekki þola hitann á heita vatninu hérlendis, þótt hann teljist hitaþolinn. Hættulegast að anda að sér sýklinum „Almennt er ekki talið skaðlegt að drekka vatnið á spítölunum m.a. vegna þess að sýkillinn þolir ekki magasýramar,“ segir Sigurð- ur. „Mesta smithættan felst í að anda að sér litlum dropum þar sem bakterían er á sveimi. Hún þarf að komast inn í líkama sjúklings með einhveijum hætti, til dæmis gegnum slímhimnu, og í lungunum á hún allgreiða leið undir yfírborð frumu. Þannig er einna líklegast að smit berist við innöndun agna úr loftræstikerfi eða þegar skrúfað er frá sturtu eða krana." Þeir sem helst eiga á hættu að smitast era lungnasjúklingar, gamalt fólk og einstaklingar með veiklað ónæmiskerfi vegna sjúk- dóms eða lyfjameðferðar. Dánart- íðni af völdum hermannaveiki er að sögn Sigurðar um 15% hjá þeim sem áður vora heilbrigðir og hærri hafi sjúklingur verið veikur fyrir. Sigurður segir að vitað sé með vissu um sex sýkingar á sjúkra- húsum hérlendis frá ársbyijun 1985 til dagsins í dag, en fimm sjúklinganna era nú látnir. Granur Ieikur á um tvær hermannaveiki- sýkingar á spítölum til viðbótar, en að sögn Sigurðar gætu þær verið mun fleiri. Við sjúkdómnum er gefið sýklalyfið erythromycin. Ekki er vitað hvar sýkillinn á upp- tök sín. Aðspurður um varnaraðgerðir segir Sigurður að gripið hafi verið til þeirrar bráðabirgðaráðstöfunar á Landspítalanum að skipta um krana og síur, en skömmu síðar hafi sýkillinn náð bólfestu aftur. Á Landakotsspítala hafi kalda vatnið verið yfirhitað með því að láta 80 gráðu heitt vatn renna í gegnum kerfið í hálfa klukkustund og ætti slík ráðstöfun að halda bakteríunni í skefjum í nokkrar vikur, jafnvel örfáa mánuði. Segir Sigurður að reyna eigi yfírhitun vatns á Landspítala og Vífílstað- aspítala, en þrautalendingin væri að setja klór í neysluvatnið. I raun er hermannaveiki óvenju- legt afbrigði lungnabólgu og greindist fyrst fyrir tólf áram þeg- ar hópur uppgjafa hermanna veiktist á árlegri samkomu sinni í Fíladelfíu. Hár hiti, skjálfti, höf- uðverkur og vöðvaeymsli era fyrstu einkenni sjúkdómsins og koma í ljós tveimur til tíu dögum eftir smit, en síðar bætist við hósti og öndunarerfíðleikar. Sjúkdóm- urinn ge'tur valdið geðtraflunum. Einungis lítill hluti þeirra sem komast í snertingu við sýkilinn veikist. Erfitt getur reynst að greina hermannaveiki og oft tekur yfír tíu daga að fá niðurstöður prafa, sem teknar era úr hráka, þvagi eða blóði. Ferðaskrifstofan Samvinnu- ferðir-Landsýn á 10 ára afmæli í ár og hefur af því tilefni opnað nýja söluskrifstofu að Suður- landsbraut 18. Skrifstofan veitir alhliða þjón- ustu hvort sem um sumarleyfis- eða viðskiptaferðir er að ræða. í frétt frá ferðaskrifstofunni segir að Sam- vinnuferðir-Landsýn sé stærsta ferðaskrifstofa landsins. Starfs- mönnum hefur fjölgað úr 5 í 55 á 10 áram. Söluskrifstofur Samvinnuferða era 4 talsins, 3 í Reykjavík og ein á Akureyri en auk þess era umboðs- menn um land allt. frumsýnir toppmyndina Bannsvæðið (Off Limits) Toppleikararnir Gregory Hines og Willem Dafoe eru aldeilis í banastuði í þess- ari frábæru spennumynd, sem frumsýnd var fyrir stuttu í Bandaríkjunum. Toppmynd fyrir þig og þína. Sýnd kl.5-7-9-11. ■FORD Ljósmyndaáhugamenn Nú er hægt að fá hágæða ILFORD Ijósmyndapappír, filmur og kemísk efni á stórlækkuðu verði á sérstökum kynningardögum hjá BECO Barónsstíg 18, Reykjavík fimmtudag frá kl. 13-18 og föstudag frá 10-18. Dæmi um verð: Venjulegt verð: í dag: 25 bl. 16x21 MGII 1M 592,- 423,- ILFORD Á ÍSLANDI Ath. Sendum í póstkröfu. sími 23411 ■MpmvMamankanRW e
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.