Morgunblaðið - 10.06.1988, Side 13

Morgunblaðið - 10.06.1988, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988 13 Hermannaveiki: Sýkillinn útbreiddur í neysluvatni stærstu spítalanna hérlendis Faraldur í Bretlandi í maí Hermannaveikifaraldur í Bretlandi hefur vakið nokkurn ugg þar í landi að undanförnu og hafa heilbrigðisyfirvöld sætt ámæli fyrir hve seint læknum var gert viðvart. Uin miðjan maí hafði verið staðfest að 33 væru sýktir af bakteriunni sem veldur her- mannaveiki og grunur lék á sýkingu hjá 45 einstaklingum til við- bótar. Sýkillinn er útbreiddur á íslenskum sjúkrahúsum, að sögn Sigurðar B. Þorsteinssonar, lyflæknis á Landspítalanum. Morgunblaðið/Ol.K.M. Starfsmenn nýju skrifstofunnar; Marta Helgadóttir t.v. og Sigur- björg Einarsdóttir. Ný söluskrifstofa Samvinnuf er ða Faraldurinn í Bretlandi hófst 27. apríl þegar tveir sjúklingar, báðir starfsmenn við breska út- varpið, voru lagðir inn á spítala í Essex. Fyrir heppni ræddust lækn- ar þeirra við og gerðu sér ljóst að um farsótt gæti verið að ræða. Blóðrannsókn var framkvæmd í flýti og þar sem niðurstöður stað- festu grun læknanna voru heil- brigðisjrfirvöld látin vita af her- mannaveikitilfellunum föstudag- inn 29. april. Sama dag var BBC gert viðvart og í fréttatíma stöðv- arinnar tveim dögum síðar var sagt frá hermannaveikinni, en 4000 starfsmenn BBC fengu bréf vegna hennar 3. maí. Heilbrigðis- yfirvöld sendu bréf til heilsugæslu- stöðva 6. maí og til allra almennra lækna fjórum dögum seinna. Dag- inn eftir, 11. maí, lést annar sjúkl- inganna sem lagðir voru inn á spítala hálfum mánuði áður. Þann 13. maí lék grunur á að 78 sjúkl- ingar í Bretlandi væru með her- mannaveiki, þar af höfðu 33 til- felli verið staðfest. Rannsóknir á útbreiðslu sýkils- ins „Legionella Pneumophila", sem veldur hermannaveiki, hafa farið fram á stærstu sjúkrahúsun- um hérlendis í fimm ár undir stjóm Ólafs Steingrímssonar, yfirlæknis á Landspítalanum. „Sýkillinn er töluvert útbreiddur í neysluvatni Landspítalans og virðist einna helst hreiðra um sig í ýmiskonar blöndunartækjum. Allmikið hefur greinst af honum í vatnskerfi Landakotsspítala en minna á Borgarspítalanum, þar sem færri athuganir hafa farið fram,“ segir Sigurður Þorsteinsson, sem þátt tók í rannsóknunum. „Jafnframt hefur sýkillinn greinst í loftræsti- kerfi Landspítalans, þó ekki síðastliðin þijú ár. Þá hefur sýkill- inn fundist í umhverfi og vatnssýn- um á Vífilstaðaspítala. “ Sýkillinn greinist í kalda vatninu á sjúkra- húsunum en Sigurður segir að hann virðist ekki þola hitann á heita vatninu hérlendis, þótt hann teljist hitaþolinn. Hættulegast að anda að sér sýklinum „Almennt er ekki talið skaðlegt að drekka vatnið á spítölunum m.a. vegna þess að sýkillinn þolir ekki magasýramar,“ segir Sigurð- ur. „Mesta smithættan felst í að anda að sér litlum dropum þar sem bakterían er á sveimi. Hún þarf að komast inn í líkama sjúklings með einhveijum hætti, til dæmis gegnum slímhimnu, og í lungunum á hún allgreiða leið undir yfírborð frumu. Þannig er einna líklegast að smit berist við innöndun agna úr loftræstikerfi eða þegar skrúfað er frá sturtu eða krana." Þeir sem helst eiga á hættu að smitast era lungnasjúklingar, gamalt fólk og einstaklingar með veiklað ónæmiskerfi vegna sjúk- dóms eða lyfjameðferðar. Dánart- íðni af völdum hermannaveiki er að sögn Sigurðar um 15% hjá þeim sem áður vora heilbrigðir og hærri hafi sjúklingur verið veikur fyrir. Sigurður segir að vitað sé með vissu um sex sýkingar á sjúkra- húsum hérlendis frá ársbyijun 1985 til dagsins í dag, en fimm sjúklinganna era nú látnir. Granur Ieikur á um tvær hermannaveiki- sýkingar á spítölum til viðbótar, en að sögn Sigurðar gætu þær verið mun fleiri. Við sjúkdómnum er gefið sýklalyfið erythromycin. Ekki er vitað hvar sýkillinn á upp- tök sín. Aðspurður um varnaraðgerðir segir Sigurður að gripið hafi verið til þeirrar bráðabirgðaráðstöfunar á Landspítalanum að skipta um krana og síur, en skömmu síðar hafi sýkillinn náð bólfestu aftur. Á Landakotsspítala hafi kalda vatnið verið yfirhitað með því að láta 80 gráðu heitt vatn renna í gegnum kerfið í hálfa klukkustund og ætti slík ráðstöfun að halda bakteríunni í skefjum í nokkrar vikur, jafnvel örfáa mánuði. Segir Sigurður að reyna eigi yfírhitun vatns á Landspítala og Vífílstað- aspítala, en þrautalendingin væri að setja klór í neysluvatnið. I raun er hermannaveiki óvenju- legt afbrigði lungnabólgu og greindist fyrst fyrir tólf áram þeg- ar hópur uppgjafa hermanna veiktist á árlegri samkomu sinni í Fíladelfíu. Hár hiti, skjálfti, höf- uðverkur og vöðvaeymsli era fyrstu einkenni sjúkdómsins og koma í ljós tveimur til tíu dögum eftir smit, en síðar bætist við hósti og öndunarerfíðleikar. Sjúkdóm- urinn ge'tur valdið geðtraflunum. Einungis lítill hluti þeirra sem komast í snertingu við sýkilinn veikist. Erfitt getur reynst að greina hermannaveiki og oft tekur yfír tíu daga að fá niðurstöður prafa, sem teknar era úr hráka, þvagi eða blóði. Ferðaskrifstofan Samvinnu- ferðir-Landsýn á 10 ára afmæli í ár og hefur af því tilefni opnað nýja söluskrifstofu að Suður- landsbraut 18. Skrifstofan veitir alhliða þjón- ustu hvort sem um sumarleyfis- eða viðskiptaferðir er að ræða. í frétt frá ferðaskrifstofunni segir að Sam- vinnuferðir-Landsýn sé stærsta ferðaskrifstofa landsins. Starfs- mönnum hefur fjölgað úr 5 í 55 á 10 áram. Söluskrifstofur Samvinnuferða era 4 talsins, 3 í Reykjavík og ein á Akureyri en auk þess era umboðs- menn um land allt. frumsýnir toppmyndina Bannsvæðið (Off Limits) Toppleikararnir Gregory Hines og Willem Dafoe eru aldeilis í banastuði í þess- ari frábæru spennumynd, sem frumsýnd var fyrir stuttu í Bandaríkjunum. Toppmynd fyrir þig og þína. Sýnd kl.5-7-9-11. ■FORD Ljósmyndaáhugamenn Nú er hægt að fá hágæða ILFORD Ijósmyndapappír, filmur og kemísk efni á stórlækkuðu verði á sérstökum kynningardögum hjá BECO Barónsstíg 18, Reykjavík fimmtudag frá kl. 13-18 og föstudag frá 10-18. Dæmi um verð: Venjulegt verð: í dag: 25 bl. 16x21 MGII 1M 592,- 423,- ILFORD Á ÍSLANDI Ath. Sendum í póstkröfu. sími 23411 ■MpmvMamankanRW e

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.