Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988 33 Rútudagurinn ’88 FÉLAG sérleyfishafa, i samvinnu við 30 aðila sem starfa að ferðamál- um á íslandi, efnir til ferðakynningar í Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík á morgun, laugardag, undir heitinu „Rútudagur '88 - Ferðumst um ísland“. Að sögn forráðamanna rútudagsins á rútan í mikilli samkeppni við einkabílinn og hallar þar á rútuna. Sumarmán- uðina, júni, júli og ágúst, bjóða sérleyfishafar upp á meira en 18.500 ferðir sérleyfisbifreiða og munu vagnar þeirra aka samtals 2.200.000 km., sem samsvarar því að aka liðlega 1300 sinnum umhverfis ísland. Ferðakynninguna opnar sam- Reykjavík, sterkasti maður heims, gönguráðherra, Matthías Á. Mathi- Jón Páll Sigmarsson, dregur rútu, esen, kl. 10. Gamlar og nýjar rútur stokkið verður úr fallhlíf og bömum af öllum stærðum og gerðum munu setja svip sinn á svæðið í kringum Umferðarmiðstöðina og verða um 40 bifreiðar á þeirri sýningu. Inni í Umferðarmiðstöðinni verður svo kynning á ferðamöguleikum innan- lands á vegum Félags sérleyfíshafa, Hópferðabíla BSÍ, Ferðamálaráðs íslands, hinna ýmsu ferðamálasam- taka og ijölmargra annarra, sem ferðamálum tengjast. Meðal skemmtiatriða, sem gestum Rútudagsins verður boðið upp á, eru ókeypis skoðunarferðir um Djass í Djúpinu í Djúpinu, í kjallara Hornsins við Hafnarstræti, er leikinn djass á hveiju kvöldi á meðan Listahátíð stendur. Djassinn hófst að lokn- um tónleikum Stéphane Grappell- is 6. júní og lýkur þann 18. júní. Leikið er frá kl. 22-1. Meðal þeirra sem spila í Djúpinu eru saxófónleikararnir Sigurður Flosason og Þorleifur Gíslason, gítarleikarinn Jón Páll Bjamason, píanóleikarinn Kristján Magnússon, bassaleikaramir Tómas R. Einars- son og Bjami Sveinbjömsson og tymbillinn Birgir Baldursson. m.a. boðið í hestaferðir. Meðal ann- arra atriða verða tónleikar Sykur- molanna. Á síðasta rútudag komu hátt í 11 þúsund gestir, að sögn forráða- manna „Rútudagsins ’88“. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Forráðamenn „Rútudagsins ’88“. Frá vinstri, Þorsteinn Kolbeins, Om Sigurðsson, Sigurður Arnbjörnsson og Gunnar Sveinsson. Björgunarsveitarmótið á Hellu: Metþátttaka í torfærukeppni 32 jeppar skráðir í keppni á morgun FÆRRI keppendur munu komast að en vilja i torfærukeppni Björgun- arsveitarinnar á Hellu, sem fer fram á morgun, laugardag. Munu 32 jeppar vera skráðir til keppni og er það metþátttaka í akstur- skeppni af þessu tagi hérlendis. Verður að fara fram sérstök for- keppni, til að ákvarða hvaða keppendur fá að taka þátt í sjálfu tor- færumótinu. Verða allmargir keppendur að bíta í það súr aepli að komast ekki i úrslit. Eftir mikla dejrfð í torfærumót- um undanfarin ár, hefur færst mik- ið líf í þessa íþrótt, sem hefur verið vinsæl áhorfendaíþrótt, oft hafa á fímmta þúsund manns fylgst með mótum af þessu tagi, sem fara fram á Hellu, í Grindavík, á Akureyri og Egilsstöðum. Keppnin á Hellu er önnur keppni ársins sem gildir til Islandsmeistara og verða allir bestu torfæruökumennimir mættir í slag- Skóladrengir frá Kap Dan í heimsókn SEX grænlenskir drengir úr barnasskólanum í bænum Kap Dan, sem er skammt frá Kúlu- súkflugvelli, komu til landsins með áætlunarflugvélinni frá Kúlusúk, flugvél Helga Jóns- sonar, í gærkvöldi. Þeir koma hingað í boði Helga Jónssonar og konu hans frú Jytte Jónsson og verða hér í þessari kynnisför í 7 daga. í fyrra komu líka burtfararprófsnemendur úr þessum barnaskóla, en þaðan brautskráðust ekki fleiri á þessu vori. Drengimir eru í fylgd með skólastjóranum. Helgi Jónsson hefur nú gefíð farþegaflugsþjónustu sinni nafnið Odinair. Yfír sumarmánuðina fljúga Mitsubishi-flugvélar hans fjórum sinnum í viku milli Reykjavíkur og Kúlusúk og hefur fjöldi farþega nú þegar látið bóka sig. inn, margir með nýsmíðaðar vélar og öflugri jeppa. „Ég er með augastað á íslands- meistaratitlinum, svona í bakhönd- inni í það minnsta. Keppnin á Hellu verður mjög jöfn og það em komn- ir margir öflugir og nýir keppnis- bílar," sagði Haraldur Ásgeirsson, sem sigraði fyrstu keppni ársins á sérútbúnum Jeepster jeppa. Átta keppendur eru skráðir í flokk sérút- búinna jeppa, þeirra á meðal Berg- þór Guðjónsson, sem unnið hefur keppnina fjórum sinnum og Guð- björn Grímsson á Bronco sem varð íslandsmeistari í fyrra. „Guðbjöm og Bergþór verða erf- iðir keppinautar, en ég mun reyna allt sem ég get til að leggja þá að velli. Aðalmálið er að hafa gaman af þessu, en ég smlðaði minn jeppa upp í vetur og hef lagt ómælda vinnu og peninga í þetta verk. Jepp- inn er með 375 hestafla vél og kra- mið ætti að vera skothelt. En það þarf líka lagni, góður jeppi nægir ekki og ég á von á mjög jafnri keppni. Ég vann í minni fyrstu keppni í sérútbúna flokknum á Akureyri, en það verður enginn leik- ur að endurtaka það núna. And- stæðingamir eru sterkir,” sagði Haraldur. Bergþór Guðjónsson er fjórfaldur íslandsmeistari í torfæruakstri og hefur aldrei tapað keppni á Hellu á léttum og liprum Willys sínum sem er búinn Volvo Turbo vél. Hann verður á seinasta snúning með að komast { keppnina, þar sem nýir vélarhlutir em nýkomnir til lands- ins. „Ég verð á fullu fram að keppni og get líklega ekki prófað jeppann fyrir keppni,” sagði Bergþór. „Ég er að prófa nýja hluti þannig að það verður að koma í ljós hvemig þetta virkar, en ég á von á mikilli keppni á svæði sem mér fínnst það skemmtilegasta fyrir torfærumót." Guðbjöm Grímsson á Bronco er staðráðinn í að leggja Bergþór að velli á heimavelli hins síðamefnda. Það ætla allir austur á Hellu til að vinna Bergþór, ég er einn þeirra. Það er mikill áhugi á torfæmnni núna, bæði er fjöldi keppenda í sér- útbúna flokknum meiri en áður og metþátttaka í götubílaflokki. Ég var í vélarvandræðum í síðustu keppni, en mætti tvíefldur til leiks núna,“ sagði Guðbjörn. Keppnin hefst kl. 14.00 á laugar- dag, en um morguninn fer fram forkeppni til að ákvarða hvaða keppendur í götubílaflokki komast áfram í torfæmmótið sjálft. Líklegt er að allir sérútbúnu jepparnir verði með og em því horfur á miklum tilþrifum. Jeppaökumenn em bæði kaldir og lagnir ökumenn og ævin- týraleg tilþrif em alltaf skammt undan. - G.R. HSH: Jökulhlaup endurvakið Stykkishólmi. Á SÍÐASTA héraðsþingi Héraðs- sambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu var ákveðið að endurvekja hið svokallaða Jökul- hlaup HSH, og fer hlaupið fram á morgun, 11. júni. Hlaupið er boðhlaup með kefli um byggðir Snæfellsness- og Hnappadals- - sýslu. Nú verður hlaupið í kringum Snæfellsnes. Hlaupið hefst klukkan átta á laugardagsmorgun og verður hlaupið frá tveimur stöðum, eða sýslumörkum í norðri og suðri. Hlaupin mætast á Hellissandi, Nes- hreppi utan Ennis. Tímaáætlun hef- ir verið ákveðin þannig. 1. Að sunnanverðu: Áfangi tími Sýslumörk við Hítará 8.00 Haffjarðará 9.00 Hólslandshalli 9.45 Lágafell 10.40 Axlarhólar 12.40 Hellnar 13.50 2. Að norðanverðu: Sýslumörk Dala- og Snæfellsn. 8.00 Narfeyri 19.50 Mjósund, Helgaf.sv. 11.50 Búlandshöfði 13.50 Ólafsvíkurenni 14.55 Ungmennafélögin á hveijum stað skipuleggja hlaupið og er öllum heimil þátttaka. Það er miðað við að hver km sé hlaupinn á 3,5 mínút- um og mun það vera létt skokk. Valdemar Heiðarsson er fram- kvæmdastjóri HSH og sagði hann að mikill áhugi væri um alla sýsl- una fyrir þessu hlaupi og þegar vitað um mikla þátttöku. Þetta er einn liður í starfí sambandsins og þáttur í heilsurækt og þjálfun. Hann sagði hlaupið vera vel skipulagt og nú biðu menn spenntir eftir að vita hvemig til tækist og hann hefði ekki trú á. að neinn hlekkur brysti. Þá sagði Valdemar að nýlokið væri námskeiði fyrir knattspyrnudómara í Grundarfirði og hefði vel tekist til. Einnig sagði hann að nk. föstu- dag, 10. júní, yrði námskeið fyrir dómara í frjálsum íþróttum og yrði það haldið í Stykkishólmi. Þegar væru um 25 skráðir á námskeiðið. - Árni 21. júni - 3 vikur. Verð frá kr. 36.270 pr. mann.* 28. júni - 3 vikur. Verð frá kr. 36.270 pr. mann.* * Fjórir í íbúð, hjón og 2 böm. 2ja-12 ára. Sérlega góð greiðslukjör. Pantaðu strax. Örfá sæti laus í spænska sumarið í Benidorm. SPÁMARFERÐIR ÖRPÁ SÆTI LA.US I FERDA.. CchUoí MIDSTOÐIN Tcuxt AÐALSTRÆTI 9 - REYKJAVlK - S. 2 8 1 3 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.