Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988 39 Illar tungur geta skaðað eftirMagnús Einarsson í fjölmiðlum hafa að undanförnu birst margar greinar um lögregl- una. Ef í greinum þessum væri sagt það eina sem satt væri þá væri það vel því lögreglan þarf ekki að óttast sannleikann, en svo er sagt frá í nokkrum tilvikum að fólk á erfitt með að greina sann- leikann. Einnig er í mörgum grein- KOMINN er ót 28. árgangur Húnavöku sem Ungmennasam- band Austur-Húnvetninga gefur út. Ritið er fjölbreytt að efni, viðtöl, ljóð, minningargreinar, fréttir og fróðleikur og greinar með ýmsu efni. Húnavaka hefur komið út sam- fellt í 28 ár. Ritstjórinn, Stefán Á. Jónsson, segir m.a. í ávarpi: „Þær miklu breytingar sem ganga nú yfir í þessu héraði og eru framund- an, skapa enn meiri nauðsyn á að ýmsar heimildir séu færðar í letur. Það er ef til vill styttra í það að þær glatist að fullu og öllu, en menn vilja trúa á þessari stundu. Frásagnir um líf og störf fólksins eins og þau eru í dag hafa verið síðustu áratugina, verða innan fárra ára orðnar mikilvægar heimildir sem vitnað verður til.“ Ritstjórinn íjallar um vanda um sagt þannig frá að jafnvel má álykta að lögreglan hafi eitthvað að fela og beri fyrir sig þagnar- skyldu. Það hefur gengið svo í sumum þessara frásagna að það er eins og sögumaður reyni að vekja upp samúð með sér til and- úðar á lögreglunni. Þá er fréttin eða atburðurinn aukaatriði, en frá- sögnin og hvernig saga er sögð orðið aðalatriðið. I dag segja sum- ir ijölmiðlamenn mér að þetta sé nútíma fjölmiðlun. Samt eigi að byggðarlagsins og skrifar svo: „Að- gerðir stjórnvalda hafa á engan hátt dugað til að treysta stöðu þeirra er búa úti á landi til mótvæg- is við þenslu og stöðugt fjárstreymi til Faxaflóasvæðisins. Þá kröfu verður að gera til ríkisstjómar og alþingis að þessir aðilar skapi grundvöll fyrir jafnari lífsskilyrðum og aðstöðu til atvinnurekstrar um land allt en nú er fyrir hendi. Með aðgerðarleysi eða dvergvöxnum ráðstöfunum láta þessir aðilar mál- in fjóta hratt í átt til byggða- og búseturöskunar í stærri stíl en áður hefur þekkst. Mörgum héruðum vítt og breitt um landið blæðir nú. Það er ekki hægt að kalla það annað, þegar svo til öll fólksfjölgun verður á einu svæði landsins. Hvenær er kominn sá tími að menn rísi upp og segi, hingað og ekki lengra?" gæta þess að kjarninn sé óbrengl- aður en færður í aðgengilegra form fyrir hlustendur eða lesendur eftir því sem við á. Það þýði ekk- ert að berja hausnum við steininn, þetta sé það sem koma skal og sé í raun komið til að vera. Mér er jafnvel sagt að fjölmiðlafólk hér heima sé mun hógværara en það sem vinnur við suma fjölmiðla í útlöndum. Það er nauðsynlegt að við öll, hvort sem við erum lög- regluþjónar eða ekki, áttum við okkur vel á þessu, við sem hingað til höfum talið það stórt spurninga- merki hvort við ættum að reka lögreglumálin í íjölmiðlunum. Ég hef verið einn þeirra lögregluþjóna sem var alinn upp við það að það gæti jafnvel verið meiri refsing að vera auglýstur í fjölmiðlum en að borga sekt eða að sitja í fang- elsi. Ég veit ekki betur en að það sé til staðar hjá sumum fjölmiðlum að minnsta kosti að birta ekki nöfn sakamanna í íjölmiðlum nema þá í alveg sérstökum málum og þá aðallega til hlífðar fyrir aðstandendur. Allt þetta kom mér í hug þá er ég las bókina hans Sigurðar fyrrum aðstoðarfrétta- stjóra, „Komiði sæl“, en í þeirri bók minnist hann nokkuð á kjafta- sögur og getur þess að þær hafi jafnvel komið við fjölskyldu hans. Ég held að ungir fjölmiðlamenn ættu að kaupa sér eintak af þess- ari bók og lesa hana. Þeir hefðu að mínu mati gott af því. Bókin er mannleg og hlý og yngri menn geta ýmislegt lært af lestri henn- ar. Eg segi við fjölmiðlamenn: Lögreglan hefur ekkert að fela, en lögregluþjónar eru menn og hafa tilfinningar eins og aðrir. Skrifið um lögregluþjóna af þeirri tillitssemi sem þið skrifið um aðra menn. Þið fjölmiðlamenn vitið að þið hafið verið velkominir hingað á lögreglustöðina og vera með lög- reglunni við störf. Fjölmargir hafa notað sér þetta, en þeir mega vera fleiri. Ef þið óskið að koma í heim- sókn látið vita af ykkur og það mun verða tekið á móti ykkur. Magnús Einarsson „Það er hlutverk lög- reglunnar að vinna gegn ólögmætri hegð- an, vinna að uppljóstr- un brota og aðstoða fólk eins og við á og gera þetta þannig að sem minnstum óþæg- indum eða miska valdi fyrir fólk.“ Við hinn almenna borgara vil ég segja, að þið þekkið ykkar lög- regluþjóna, hver í sínu byggðar- lagi. Þið vitið hvaða mann þeir hafa að geyma. Þess vegna kallið þið þá til þegar eitthvað gengur á sem þið sjálf ráðið ekki við. Leitið ráða hjá þeim eða biðjið þá um að gera þetta eða hitt og leysa fyrir ykkur þetta eða hitt eftir atvikum. Látið ekki illar tungur skaða hið minnsta það góða sam- band sem á milli lögreglunnar og hins almenna borgara er. Sölu- mennskusannleikurinn er ekki sá sannleikur sem við í sameiningu leitum að heldur hið eina sanna og rétta. Ef okkur verður á er sjálfsagt að kvarta til yfirmanna lögreglunnar eða kæra eftir atvik- um og þeim málum verður sinnt og þau rannsökuð alveg eins og þið vitið að gert hefur verið hingað til. Það er hlutverk lögreglunnar að vinna gegn ólögmætri hegðan, vinna að uppljóstrun brota og að- stoða fólk eins og við á og gera þetta þannig að sem minnstum óþægindum eða miska valdi fyrir fólk. Þetta mun lögreglan gera hér eftir sem hingað til. Fyrir nokkrum árum fór fram könnun á því hvaða stofnun nyti mest álits hjá okkur íslendingum. Þar kom fram að lögreglan nýtur mests trausts fólks í landinu, en fjölmiðlar voru nokkru neðar á lista. Við lögregluþjóna vil ég segja að þótt við séum nú um stund barðir af fjölmiðlum með ísvettl- ingum gætum þess vel að verða ekki að ískögglum. Sýnum festu, þor, tillitssemi og hlýju í starfi okkar. I því þjóðfélagi sem við nú búum í er brýnna en oft áður að lögreglan haldi vöku sinni í um- róti umferðaróhappa og margs konar mannlegs breyskleika. Gleymum því ekki að hinn góði og grandvari borgari treystir okk- ur og kallar okkur til þegar hann þarfnast okkar. Höfundur er aðstoðaryfirlög- regluþjónn íReykjavík og formað- ur Félags yfirlögregluþjóna. Húnavaka komin út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.