Morgunblaðið - 23.06.1988, Side 1

Morgunblaðið - 23.06.1988, Side 1
80 SIÐUR B 140. tbl. 76. árg. FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Barneign- um fjölgar í Svíþjóð Stokkhólmi. Reuter * BARNEIGNUM hefur fjölgað stórum í Svíþjóð eftir áralanga fækkun. Barneignum hafði fækkað ár frá ári um langt árabil og hafa ýmsir óttast af- leiðingar þess fyrir sænskt þjóðlíf í framtíðinni. Samkvæmt upplýsingum sænsku hagstofunnar fæddust 1,8 börn á hvert þúsund íbúa í Svíþjóð í fyrra. Bráðabirgðatölur fyrir fyrri helming þessa árs sýna að þróunin er upp á við. Barneignir eru tíðari í Svíþjóð en t.a.m. í Frakklandi, Vestur-Þýskalandi og Ítalíu. Hlutfallstalan er meðal þeirra hæstu í Evrópu, er aðeins hærri á Irlandi, Kýpur, Möltu og Islandi. Sérfræðingar sænsku hagstof- unnar segja að ein skýringin á hinum auknu bameignum sé sú að með auknu fijálsræði kvenna hafi margar konur frestað því að eignast böm þar til þær væm komnar á fertugs- eða fímmtugs- aldurinn. íbúar Svíþjóðar em nú um 8,6 milljónir. Reuter Langferð íhjólastól Tibor GUrtler, fimmtugur, fótalaus Ungveiji af þýskum ættum, sést hér stöðva hjólastól sinn fyrir framan ræðu- pall sem Jóhannes Páll páfi mun nota er hann messar í borginni Trausdorf i Austurríki á föstu- dag. GUrtler ók stólnum 400 km leið frá borginni Kecs- kemet í austurhluta Ungverjalands til Trausdorf til þess að fullnægja þrá sinni að sjá páfa og hljóta blessun hans. Fæt- urna missti hann á unglingsárunum. Á mánudaginn skemmdist hjólastóll hans í árekstri við bíl en austurrískur biskup kom þvf til leiðar að GUrtler fékk nýjan stól og' gat lokið ferðinni sem varði alls fjóra sólarhringa með stuttum hvíldum. Alls er talið að um það bil 60.000 Ung- veijar muni notfæra sér rýmkaðar reglur um utanlandsferðir og sækja messu páfa. Alnæmi: Tilraunir að hefjast með nýtt lyf Ziirich, Reuter. SVISSNESKA lyfjafyrirtækið Ciba-Geigy skýrði frá því í gær að það myndi senn hefja til- raunir á fólki með nýtt lyf gegn alnæmi. Það var tekið fram að minnst tíu ár myndu líða þar til hægt yrði að setja lyfið á almennan markað. Talsmaður fyrirtækisins sagði ið gerðar yrðu tilraunir með lyfið á heilbrigðum, karlkyns sjálf- boðaliðum í Sviss og Bandaríkjun- um. „ítrekaðar tilraunir -á dýrum hafa gefíð til kynna að Iyfíð geti stóraukið viðnám ýmissa dýrateg- unda gegn HlV-veirunni sem veld- ur alnæmi,“ sagði talsmaðurinn. Hann bætti því við að gera yrði tímafrekar tilraunir á mönnum til að átta sig á því hvort lyfíð hefði sömu áhrif á fólk og jafnframt hvort hægt væri að koma alveg í veg fyrir að veiran réðist á líkama þess. Hann sagði að engin hætta væri á því að sjálfboðaliðamir fengju sjúkdóminn þar sem sjálf veiran myndi ekki berast í líkama þeirra. Breska alþýðusamband- ið talið vera að klofna Rafvirkjasainbandinu hótað brottrekstri fyrir að afsala sér verkfallsrétti í samningum St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. MIÐSTJÓRN breska alþýðu- sambandsins, TUC, ákvað í gær að gefa sambandi rafvirkja frest til 8. júlí til að rifta tveim- ur vinnustaðasamningum. Leið- togi rafvirkja, Eric Hammond, vísaði þessu á bug og segist ekki munu rifta samningunum. Klofningur alþýðusambandsins er því staðreynd. Jósef Stalín. Stalín kennt um stríðsógnir Moskvu, Reuter. SAGNFRÆÐINGAR í Moskvu kváðu upp úr með það í gær að gífurlegt mannfall Sovétmanna i seinni heimsstyijöld væri að miklu Ieyti um að kenna glæpum og mistökum einræðisherrans Jósefs Stalins, bæði fyrir og eftir að Sovétmenn hófu beina þátttöku í styijöldinni. Virtur sagnfræðing- ur sagði að auki að mannfallið, sem hingað til hefur verið sagt nema um 20 milljón manns, hafi i raun verið mun hærra. Sagði hann töluna 27 milljónir vera mun nær lagi, en það er um '/6 hluti Sovétmanna á þeim tima. „Ranghugmyndir Stalíns og glæpaverk hans gerðu allan raun- hæfan vamarviðbúnað nær ómögu- legan, sérstaklega í landamærahér- uðunum," sagði Viktor Anfílov höf- uðsmaður í grein, sem hann reit í dagblað vamarmálaráðuneytisins, Krasnaja Zvezda. í viðræðum sínum við Hitler fyr- ir stríðið „ . . . brást Stalín pólitísku hlutverki sínu og það kostaði okkur milljónir mannslífa ... Við unnum stríðið ekki vegna hans, heldur öllu heldur þrátt fyrir hann,“ segir í grein Alexanders Samsonovs í síðdegisblaðinuMoskva að kveldi. Greinamar tvær voru birtar í til- efni þess að 47 ár eru liðin frá árás Þjóðveija á Sovétríkin hinn 22. júní 1941, en þá rauf Hitler griðasátt- mála sinn við Stalín. Greinar þessar eru nýjasta atlagan að því almenn- ingsáliti, að þrátt fyrir allt og allt hafí Stalín verið mikill styijaldar- leiðtogi. Bæði Samsonov og Anfílov sögðu að hreinsanir Stalíns innan hersins síðla á íjórða áratugnum hefðu greitt Hitler götuna að Moskvu. Anfílov sagði að sér væri full- komlega hulið hvernig menn hefðu komist að þeirri niðurstöðu að 20 milljónir Sovétmanna hefðu fallið í styijöldinni. „Einfaldur samanburð- ur á mannfjölda 1939 og 1946 leið- ir í ljós að mannfallið hafí verið um 27 milljónir. Sumir fræðimenn, sem einnig gera ráð fyrir eðlilegri tímgun segja að 50 milljónir séu nær sanni." Hammond hefur áður heitið því að „bijóta öll ákvæði í lagasafni TUC sé það nauðsynlegt til að gæta hagsmuna rafvirkjasam- bandsins." Miðstjóm TUC ákvað að vísa sambandi rafvirkja ekki úr alþýðusambandinu fyrirvara- laust, heldur gefa því enn einu sinni kost á að skipta um skoðun. Nefnd, sem sett var á laggimar á síðastliðnu ári til að semja sameig- inlegar reglur um vinnustaða- samninga, samþykkti nýjar reglur á fundi sínum síðastliðinn mánu- dag. Á þeim fundi var ákveðið að banna verkalýðsfélögum að gera samninga, sem létu af hendi verk- fallsréttinn. Eftir þá samþykkt var ljóst, að sambandi rafvirkja yrði ekki sætt innan alþýðusambands- ins. Ágreiningurinn innan alþýðu- sambandsins stendur ekki um vinnustaðasamninga sem slíka, heldur fyrst og fremst um þau ákvæði, sem rafvirkjamir hafa samið um og kveða á um, að öllum ágreiningi um laun og kjör skuli vísa til nefndar, sem vinnuveitandi og verkalýðsfélag samþykkja sam- eiginlega. Þetta þýðir í reynd, að starfsmenn afsala sér verkfalls- réttinum gegn þessum ákvæðum. Eric Hammond vísaði beiðni miðstjómarinnar á bug og sagði, að það ætti ekki að ásaka raf- virkjana, heldur miðstjómina. Hann mundi sjálfur aldrei vinna gegn hagsmunum félaga sinna, eins og þeir mætu þá sjálfír, og taldi fráleitt að sætta sig við túlk- un miðstjómarinnar. Einn af forystumönnum TUC sagði í gær að óþolandi væri að sum félög hlíttu ekki lögum og reglugerðum sambandsins. Verði stjóm sambands rafvirkja ekki við tilmælum miðstjómarinn- ar fyrir 8. júlí, verður þeim vísað úr alþýðusambandinu til bráða- birgða fram að ársþingi þess í haust. Þar hefur Eric Hammond rétt til að reyna að fá þingið til að hverfa frá þessari ákvörðun. Hammond hefur sagt að atkvæða- greiðslu rafvirkja um samningana ljúki ekki fyrr en 18. júlí og því verði ekki breytt. Að áliti flestra stjómmálaskýr- enda er klofningur alþýðusam- bandsins nú staðreynd.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.