Morgunblaðið - 23.06.1988, Side 2

Morgunblaðið - 23.06.1988, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988 4- Jóhann vann Short og komst af botninum Belfort. Frá Margeiri Péturssyni. EFTIR mikið mótlæti um helgina vann Jóhann Hjartarson öruggan og frækilegan sigur á Nigel Short í 7. umferð heimsbikar- mótsins hér í Belfort. Jóhann hefur því 2,5 vinninga og er kom- inn úr botnsætinu. Staðan á toppnum breyttist ekki. Efstu menn, Kasparov og Ehlvest, gerðu báðir jafntefli og halda forustunni með 5 vinninga. Á morgun teflir Jóhann við sjálfan heimsmeistarann Garrí Kasp- arov. Það er í fyrsta skipti sem þeir mætast við skákborðið og jafnframt í fyrsta skipti sem Jó- hann teflir við heimsmeistarann í skák. Um aðrar skákir í 7. umferðinni er það að segja að þeir Ribli og Karpov gerðu stutt jafntefli. Tafl- mennska Karpov hér í Belfort hefur ekki verið mjög sannfærandi, hann hefur þegar tapað fyrir Sokolov og í skákunum við Anderson og Nou- geiras rambaði hann á barmi glöt- unar. Kasparov reyndi töluvert til þess að yfirbuga Boris Spasskí, fyrrum heimsmeistara, en tókst það ekki frekar en fyrri daginn. Kasp- arov hefur aldrei unnið Spasskí, en tvisvar tapað fyrir honum. Hann var því mjög blóðþyrstur, en það er eins og hvöss sóknartaflmennska heimsmeistarans bíti ekki á örugga og afslappaða taflmennsku Spasskís, þótt kappinn sé orðinn nokkuð ryðgaður í fræðunum. Fjölmenni í afmæli utanríkisráðherra STEINGRÍMUR Hermannsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, átti sextugsafmæli í gær. Fjölmenni var í afrnælisveislu ráðherrans í Hafnarborg í Hafnarfírði. Á minni myndinni óskar Eysteinn Jónsson, fyrrum ráðherra og formaður Framsóknarflokksins, Steingrími til hamingju. Ráðherrann átti svo náðuga kvöldstund í faðmi fjöl- skyldunnar og skoðaði gjafimar. Á stærri myndinni skoðar Steingrímur andlitsmynd af sér, sem Haukur Clausen málaði, og færði honum. í sófanum hjá Steingrími sitja kona hans, Edda Guðmundsdóttir, og Hlíf Böðvarsdóttir, tengdamóðir hans. Að baki þeim er svo bamahópurinn, Jón, sem bregður á leik við sonarsoninn Stephan, Neil, Hermann, Herdís og Guðmundur. Dóttirin Hlíf var erlendis. Á sófahom- inu situr sonarsonurinn Brian, sem var orðinn eilítið stúrinn eftir viðburðaríkan dag. „Það eru allir orðn- ir þreyttir eftir langan dag, en þetta var góður dag- ur,“ sagði Steingrímur. Á annað þúsund feijuflug árlega KOMUM ferjuflugvéla hingað til lands hefur fjölgað mjög á und- anförnum 4-5 árum og nú eru þær á milli 1000 og 1200 taisins á ári eða að meðaltali 3 vélar á dag. Hér er aðeins átt við komur þessara véla á Reykjavíkurflugvöll en einnig lendir nokkur fjöldi þeirra á Keflavikurveili þannig að samtals eru þetta hátt á annað þúsund vélar áriega. Flugþjónustan hf. á Reykjavík- urflugvelli sér um alla þjónustu við þessar vélar og segir Sveinn Bjömsson eigandi hennar að áður fyrr hafí mennimir sem flugu þessum vélum verið mjög reyndir flugmenn enda um erfitt flug að Niðurstöður rannsókna Mengunarvarna: Magn köfnuiiarefiiis og fos- fórs mjög mikið í Mývatni Líkur á að ryk frá glæðiofnum sé yfir lágmarkskröfum NIÐURSTÖÐUR mæiinga á magni uppieystra fosfat-, nítrat og ammóníumsambanda f frárennsii frá starfsemi Kísiiiðjunnar við Mývatn benda til að innihald vatnsins af þessum samböndum sé mjög hátt. í starfsleyfi verksmiðjunnar eru hins vegar engin sérstök ákvæði um köfnunarefnis- og fosfórinnihald í frárennsli. Þessar upplýsingar koma meðal annars fram i skýrslu Mengunarvarna Hollustuverndar ríkisins og þar kemur ennfremur fram að mæling- ar á ryki í útblásturslofti frá verksmiðjunni bendi tíl að ryk í út- blæstri frá gufuþurrkara verksmiðjunnar sé innan þeirra marka, sem sett eru fram í starfsleyfi verksmiðjunnar. Hins vegar hafi ekki verið mælt ryk í útbiásturslofti frá glæðiofnum verksmiðjunnar vegna skorts á nauðsynlegum tækjum til rykmælinga við hitastigið sem þar er. sem gerðar voru af sænska fyrir- tækinu A.B. í ágúst 1979, hafí tyk- magnið verið langt yfír þeim mörk- um, sem sett voru fram í starfs- leyfí verksmiðjunnar frá 1981. Frá heilsufarssjónarmiði væri þama um að ræða varasamasta rykið, er frá verksmiðjunni berst. Með tilliti til þessa verði ekki hjá því komist að afla þess viðbótartækjakosts, sem nauðsynlegur er til mælinga við slíkar aðstæður. Mælingar og kannanir á ryki í útblæstri frá Kísiliðjunni við Mý- vatn voru framkvæmdar á vegum Mengunarvarna Hollustuvemdar ríkisins sumarið 1987. Einnig vom framkvæmdar mælingar á efnainni- haldi í frárennsli frá nokkram stöð- um í vinnslurás verksmiðjunnar auk mælinga á vatnssýnum úr Mývatni. Tilgangurinn með mælingum þess- um var að kanna hve mikla mengun væri um að ræða frá verksmiðj- unni, og hvort hún væri innan þeirra marka, sem tiltekin eru í starfsleyfí. Mengunarvamir hafa ennfremur gert mælingar á ryki og efnainni- haldi í útblæstri frá Steinullarverk- smiðjunni á Sauðárkróki. Niður- stöður þeirra mælinga benda ein- dregið til að verksmiðjan standist þær kröfur um hámarksrykmagn, sem settar era fram í starfsleyfí hennar. Niðurstöður mælinga á lofttegundum í útblásturslofti frá verksmiðjunni, það er fenóli, form- aldehyd og ammóníaki, benda einn- ig til að verksmiðjan standist í flest- um tilfellum kröfur þær sem starfs- leyfi kveður á um. í skýrslunni seg- ir þó að athuga þurfi betur form- aldehydinnihald í útblæstri frá kæli- svæði. ræða. Er þessum ferðum fór fjölg- andi í framhaldi af vaxandi eftir- spum eftir flugvélum í Evrópu hafí alls konar fólk tekið að sér að fljúga vélunum. Pétur Einarsson flugmálastjóri segir að Flugmálastjóm sé nú með til athugunar að-setja hertari regl- ur um skilyrði þau sem menn þurfa að uppfylla til að fá að fljúga héð- an og bendir hann á sem dæmi að Kanadamenn hafi þegar slíkar reglur um þá flugmenn sem fljúga frá Kanada. „Ég vil taka það skýrt fram að ég tel að hér sé um áhættuflug að ræða og reglur Kanadamanna felast meðal annars í að þessir flugmenn verða að gangast undir hæfnispróf og hafa með sér ákveð- inn öryggisútbúnað í vélum sfnum," segir Pétur. „Nokkuð hef- ur verið um að menn reyni að koma sér undan þessum skiiyrðum með því að fljúga frá frönsku smáeynni Saint Pierre en franski flugmálastjórinn var í heimsókn hér nýlega og ræddum við um leið- ir til að setja undir þennan leka.“ í skýrslu Mengunarvama segir að samkvæmt niðurstöðum mæl- inga á útblæstri frá glæðiofnum, Ríkisútvarpið; 10% hækkun afnotagjalda GJALDSEÐLAR vegna afnota- gjalda Ríkisútvarpsins fyrir næsta ársfjórðung eru nú á leið til gjaldenda. Ríkisstjórnin hefur samþykkt 10% hækkun afnota- gjaldanna en útvarpsstjóri hafði óskað eftir rúmlega 20% hækk- Afnotagjald af litsjónvarpi fyrir tímabilið júlí til september verður 3.510 krónur en var 3.190 fyrir apríl til júní. Afnotagjald svarthvfts sjónvarps er fyrir sama tíma 3.160 krónur en var 2.870. Loks verður afnotagjald fyrir útvarpsviðtæki 1.170 krónur en var 1.062 krónur, samkvæmt upplýsingum inn- heimtudeildar Ríkisútvarpsins. Hempuklæddir prestar við guðsþjónustu í upphafi Prestastefnu íslands. Prestastefna hafin Morgunbladið/Einar Falur BISKUP íslands, hr. Pétur Sigurgeirsson, setti Prestastefnu íslands í Langholtskirlqu í gær. Presta- stefnan hófst með guðsþjónustu í kirlq'unni kl. 10 þar sem formaður fínnska prestafélagsins, sr. Kop- posela, predikaði. Setningarathöfnin hófst síðan kl. 14. Aðalumræðuefni Prestastefnunnar að þessu sinni er fermingin og hlutverk hennar. Á annað hundrað prestar sitja Prestastefnuna,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.