Morgunblaðið - 23.06.1988, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 23.06.1988, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988 í fyrstu umferð áttum við að spila Bach, Mozart og Paganini. Mér tókst vel upp í Bach og Moz- art, en bara þolanlega í Paganini, svo ég var ekki viss hvort mér skol- aði áfram. En það gekk . . . í regl- unum sagði að í annarri umferð ætti að spila allt utanað, nema Carl Nielsen sónötu, sem var sett fyrir. Önnur verk voru að eign vali og þar spilaði ég Debussy sónötu, Wieniawski og verk eftir Áskel Másson. En einhvem veginn áttaði ég mig ekki á að ég átti að læra Debussy sónötuna utan að. Á laugardagskvöldið leið mér vel, var hin rólegasta að æfa mig, þegar gamli kennarinn minn frá Illinois kom inn um kl. 22.30. Við máttum bara æfa til kl. 23 og þá ætluðum við að fara út að borða. Svona til að vera viss, spyr hann mig, hvort ég eigi ekki að læra Debussy utan að. Þá rann það upp fyrir mér . . . Ég varð ofsalega stressuð og auðvitað ómögulegt að ætla að læra sónötuna utanað á hálftíma, svo ég varð að gera það á sunnudagsmorguninn, daginn, sem önnur umferðin var haldin. Tíminn var alltof naumur og það fór allt í klessu hjá mér, gat alls ekki lært verkið utan að. Þegar röðin kom að mér varð ég að halla mér að píanistanum og kíkja á hjá henni til að klóra mig í gegnum Debussy sónötuna. Það voru tveir aðrir, sem svindluðu líka svona. Ég var ekki ánægð með aðra umferðina hjá mér, vegna þessa klaufaskapar. Það var til- kynnt um fjórða, fímmta og sjötta sætið eftir aðra umferð og ég var steinhissa að vera þar á meðal. Fannst ég mjög heppin. I þriðju umferðinni spiluðu svo þrír, fluttu þá Carl Nielsen konsert- inn með hljómsveit. Það var frábær Rússi sem vann, stelpa frá Austur- Þýskalandi í öðru sæti og Japani í þriðja sæti." Á sunnudaginn kemur fer Sigrún á æfínganámskeið hjá fyrrum kennarum sínum í Illinois. Hjón, sem kenndu henni og undirbjuggu hana undir að fara í Curtis tónlistar- skólann. Þar kennir Sigrún litlum krökkum, er aðstoðarkennari kenn- ara sinna. Næsta vetur ætlaði Sig- rún að vera í einkatímum í Banda- ríkjunum, en fékk ekki dvalarleyfí til þess, varð annaðhvort að vera í vinnu eða skóla. Sigrún Eðvaldsdóttir Þá hringdu nokkrir félagar henn- ar úr Curtis í hana og voru að leita að fyrsta fiðluleikara í kvartett, sem þau voru að stofna. Buðu Sigrúnu að prufuspila og það varð úr, að henni var boðin staðan. Fyrrverandi skólastjóri í Curtis er nú að stofna tónlistarskóla í Miami á Flórída. Ætlar að byggja upp góðan skóla og kvartettinn á að vera við skól- ann. Það er mikill móður í aðstand- endum nýja skólans og auðugt fólk, sem er tilbúið að leggja peninga í fyrirtækið. Ekki skortir kvartettinn verkefni, til dæmis þegar búið að skipulegjgja tónleikaferð fyrir kvartettinn til Frakklands. „Og það besta er,“ bætir Sigrún við, „að þama hef ég ekki aðeins gott kaup, heldur nógan tíma fyrir sjálfa mig, nógan tíma til að æfa af kappi." Eins gott, því Sigrún stefnir á fleiri keppnir í Evrópu á næsta og þamæsta ári. Þessa dag- ana er verið að klára að setja sam- an verk á geisladisk, sem íslensk tónverkamiðstöð gefur út, þar sem Sigrún spilar meðal annars Poemi, eftir Hafliða Hallgrímsson. Heyrum því væntanlega í Sigrúnu af geisla- diski þegar líður á árið, en annars vonandi sem fyrst á tónleikum hér... Texti: Sigrún Davíðsdóttir Einstæðar mæður í ölluin hljömplötuverslunum NÝ PLATA FRÁ KÁTUM PILTUM KRINGLUNNI • BORGARTUNI • LAUGAVEGI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.