Morgunblaðið - 23.06.1988, Page 17

Morgunblaðið - 23.06.1988, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988 17 Stj órnmálaskörungur sem náði aldrei æðstu völdum Erlendar baekur Guðmundur H. Frímannsson Antony Howard: RAB: The Life of R.A. Butler, Macmillan, 1988 422 bls. Richar Austen Butler fæddist árið 1902 og lézt 1982. Hann var' af merkri ætt mennta- og skóla- manna enskri, gekk sjálfur í há- skóla ungur að árum og lauk ævinni sem meistari á Þrenningargarði við Háskólann í Kambryggju. Hans er þó ekki minnzt fyrir afrek í fræðum og vísindum, heldur fyrir afar merkilegan stjómmálaferil, sem þó markaðist af djúpum vonbrigðum. Rab Butler, eins og hann er yfir- leitt nefndur, var í tæpa tvo ára- tugi einn af valdamestu mönnum í íhaldsflokknum brezka, en varð aldrei leiðtogi hans, þótt fátt virtist geta vamað honum þess. Það er stundum um hann sagt að hann sé bezti leiðtogi flokksins, sem aldrei hlaut þó hnossið. Rab Butier settist á þing árið 1929, þegar Verkamannaflokkur- inn varð í fyrsta skipti stærsti flokk- urinn í landinu. Hann lét af þing- mennsku árið 1965, þegar þáver- andi forsætisráðherra, Harold Wil- son, bauð honum að taka við meist- araembættinu á Þrenningargarði, en forsætisráðherra veitir það emb- ætti. Harold Wilson gekk þó ekki gott eitt til, þegar hann bauð Butl- er þetta embætti, því hann var sannfærður, eins og Jo Grimond, þáverandi leiðtogi Fijálslynda flokksins, um að hefði Butler verið leiðtogi Ihaldsflokksins í þingkosn- ingum árið áður, hefði Verka- mannaflokkurinn tapað þeim. Butl- er þáði boðið og hvarf úr brezkum stjómmálum fyrir fullt og allt. Hann var allan tímann þingmaður fyrir Saffron Walden-kjördæmið í Aust- ur-Anglíu. Þegar Butler settist á þing var Stanley Baldwin leiðtogi íhalds- flokksins. Neville Chamberlain tók við af honum, þá Winston Church- ill, síðan Sir Anthony Eden. Harold Macmillan var leiðtogi á eftir Eden og Sir Alec Douglas Home tók við af honum. Sama ár og Butler hvarf af þingi tók síðan Edward Heath við af Home. Þegar Butler sezt á þing er Stóra-Bretland miðlungs- veldi í Evrópu og efnahagslegn hnignun þess var enn ekki lokið. Á þessum þijátíu og sex árum ganga yfir kreppan, Seinni heimsstyijöld- ' in, styijöldin við Súez og stofnun og uppgangur Efnahagsbandalags Evrópu og þátttaka Bretlands í því. Rab Butler hafði hönd í bagga með að móta afstöðu Bretlands til margs af þessu. Vegur Butlers til mannvirðinga í brezkum stjómmálum var skjótur. Hann var, fljótlega eftir að hann Unnið við íþrótta- hús og sjúkrahús í Stykkishókni Stykkishólmi. ÞAÐ ER lítið um byggingar- framkvæmdir hér í Hólminum í sumar, enda mikið búið að byggja á síðastliðnum árum. Eitt íbúðarhús er verið að hefja bygrginfr11 á, þijú, fjðgur eru í byggingu á mismunandi bygg- ingarstigum. Mestu framkvæmdir eru nú við viðbyggingu sjúkrahússins, en þar er unnið af krafti. Það verður mikill og stór kapituli í sögu heil- brigðismála hér í Stykkishólmi, þegar byggingu lýkur. Einnig er lögð mikil áhersla á íþróttamið- stöðina og þar unnið svo sem möguleikar leyfa og verður haldið áfram þar til verkinu er lokið sem kom á þing, settur í embætti í Ind- landsmálaráðuneyti brezku ríkis- stjómarinnar og þaðan lá leiðin í utanríkisráðuneytið. Hann varð að- stoðarráðherra utanríkismála í stjóm Chamberlains. Yfirmaður hans var Halifax, lávarður, sem sinnti daglegum störfum í ráðu- neytinu lítið og sat í lávarðadeild- inni. Það kom því í hlut Butlers að veija gerðir stjómarinnar í Neðri deildinni. Hann var þar öflugasti málsvari friðkaupastefnu Chamb- erlains. Hann virðist hafa trúað því staðfastlega að hún væri rétt og jafnvel eftir að Churchill er tekinn við af Chamberlain tekur hann óvarlega til orða um samninga við Þýzkaland og fær ofanígjöf. Þessi afstaða hans olli honum vand- kvæðum innan íhaldsfiokksins fram undir 1960 og virðist vera ein ástæða þess að hann var ekki tek- inn fram yfir Macmillan, þegar hann varð leiðtogi íhaldsflokksins í upphafi árs 1957. Þegar Home tók við 1963 komu klækir Macmillans í veg fyrir að Butler yrði forsætis- ráðherra. Eftir Seinni heimsstyijöldina varð Butler fjármálaráðherra í öðm ráðuneyti Churchills og síðar ut- anríkisráðherra undir Home. Hann hefur þótt einhver snjallasti fjár- málaráðherra eftirstríðsáranna og vildi til dæmis að gengi pundsins yrði fljótandi þegar árið 1952, en fékk þvi ekki framgengt. Hann varí) yfirmaður rannsóknarstofnun- ar íhaldsflokksins, þegar flokkurinn tapaði kosningunum 1945 og átti stóran þátt í að endurlífga flokkinn í stjómarandstöðu. En merkasta framlag hans til þjóðmála er eflaust menntamálafrumvarp, sem hann var höfundur að á stríðsámnum og var samþykkt 1944. Það hefur mótað brezkt menntakerfí alveg fram á þennan dag. Anthony Howard er aðstoðarrit- sjóri sunnudagsblaðsins The Ob- server. Hann er enginn stuðnings- maður Íhaldsflokksins og hafði ekki ævinlega verið sérlega vinsamlegur Butler á blaðamennskuferli sínum. Þrátt fyrir það fór Butler fram á það að hann ritaði bókina og aðstoð- aði hann við það síðustu ár ævi sinnar. Bókin er mjög lipurlega samin og skemmtileg aflestrar og ályktað varlega um menn og mál- efni. Helzti veikleiki hennar er að gera litla sem enga grein fyrir þeim hugmyndasögulega þætti, sem óhjákvæmilega er fyrir hendi í stjómmálum. Slíkur þáttur hefði getað verið sérlega fróðlegur um Butler, sérstaklega vegna _ gífur- legra áhrifa hans á stefnu íhalds- flokksins fyrst eftir stríðið. Mér er ómögulegt að sjá, hvar ætti ná- kvæmlega að staðsetja Butler í nútímasljómmálum. Hann skorti þann sannfæringarkraft, sem Thatcher hefur, var mikill kunn- áttumaður í málamiðlunum, en hann var eindreginn fijálshyggju- maður í Qármálum. áætlað er að verði á næstu tveim áram. Þetta er mikil framkvæmd og vönduð. Kjallarahæð er lokið og nú er verið að stilla upp fyrir aðalhæðinni og er það mikið verk. Trésmiðjan Ósp hefír með hönd- um byggingarframkvæmdir í sjúkrahúsbyggingunni, en Tré- smiðja Stykkishólms er að vinna við íþróttamiðstöðina, svo það era mikil verkefni hjá þeim nú auk þess sem Ösp er að vinna að smíði leiktækja fyrir Reykjavíkurborg. Þessar framkvæmdir gefa ungu fólki tækifæri til sumarvinnu og um leið að læra að kynnast trésmíði og húsasmíði. — Ami STAÐARFELL 88 Árleg Jónsmessuhátlð Styrktarfélags Staðarfells verður haldin dagana 24. - 26. júní næstkomandi. Hátíðin verður sett á föstudagskvöld kl. 22.00. Frábær skemmtiatriði, m.a.: VALGEIR GUÐJÓNSSON, SIGGI BJÖRIMS, DR. FEELGODD BLUES BAND O.FL., O.FL. Meiriháttarfjölskylduskemmtun jjar sem börnin eru virk í dansi og ieikjum. Barnaball á laugardag með HUOMSVEIT GRÉTARS ÖRVARSSONAR. Leiktæki á staðnum s.s. bílar, flugvélar, rólur, vegasölt o fl. o.fl. Varðeldur á iaugardagsnótt með fjöldasöng og harmónikuleik. Stórkostlegt 8 metra langt útigrill þar sem allir grllla saman. HUÓMSVEIT GRÉTARS ÖRVARSSONAR OG STJÓRNIN leika fyrir dansi langt fram eftir nóttu á föstudags- og laugardagskvöld. Þar sem allir skemmta sérsaman. RÚNAR ÞÓR kynnir lög af nýju plötunni sem er til styrktar SÁÁ. STAÐARFELLSHÁTÍÐIN er fyrst og fremstfjölskylduskemmtun þar sem anægt, hresst og ómengað fólk skemmtir sér og öðrum með leik og dansi. ALLAR VEITINGAR VERÐA Á STAÐNUM (nánast). GERUM STAÐARFELLSHÁTÍÐINA AÐ SKEMMTUNINNI OKKAR OG LÁTUM HVORT ANNAÐ FINNA AÐ ÞAÐ ER GOTT AÐ VIÐ SÉUM TIL... SÆTAFERÐIR FRÁ REYKJAVÍK (RAUÐA KL. 18.00). MUNIÐ AÐ KJÓSA UTANKJÖRSTAÐAR. — GÍSLI J. JOHNSEN SF. NÝBÝLAVEGI 16 - P.O.BOX 397 - KÓPAVOGI - SÍMI 641222

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.