Morgunblaðið - 23.06.1988, Side 18

Morgunblaðið - 23.06.1988, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988 Rauði krossinn í Staksteinum Ritstjórum Morgunblaðsins hefur borist eftirfarandi athuga- semd frá Guðjóni Magnússyni, formanni Rauða kross Islands: Sem formaður Rauða kross ís- lands vil ég mótmæla villandi skrif- um í þættinum Staksteinar 7. júní sl. um þátt Rauða kross íslands í stofnun landsnefndar um friðar- fræðslu og friðaruppeldi. Greinin „Rauði krossinn og frið- aruppeldi" er ekki merkt höfundi og því á ykkar ábyrgð. í greininni kemur fram vantrú á friðarfræðslu, friðaruppeldi og frið- arsamtökum. Þá kemur fram van- traust á öllu friðarstarfí sem höf- undur telur sig geta á einhvern hátt með réttu eða röngu tengt kommúnisma. Ofstækið í garð þeirra er starfa að boðun friðar sem lesa má úr penna Staksteina er raunalegt og verulegt áhyggjuefni þegar höfð eru í huga skoðanamótandi áhrif Morg- unblaðsins í íslensku þjóðfélagi. Þetta ofstæki ætti að vera áhyggju- efni öllu Rauða kross fólki, ekki síst þegar í greininni er jafnframt markvisst og gegn betri vitund reynt að gera starf Rauða krossins að friðarmálum tortryggilegt. Staðreyndin er sú að blaðamaður Morgunblaðsins fékk um það upp- lýsingar frá undirrituðum og í öðru símtali frá framkvæmdastjóra RKÍ að Rauði kross íslands ætti ekki aðild að stofnun landsnefndar um friðarfræðslu og friðaruppeldi. Þetta má reyndar lesa ef öll grein Staksteina er grandskoðuð, því að í lokin stendur undir fyrirsögninni: Friður kommúnismans: „Nú mun það hins vegar vera svo, þó annað megi skilja af bréfi stuðningshóps- ins, að Rauði kross íslands sem Kristilegt samfélag: Okkar innri styrkur gerir okkur að sigurvegurum VEGURINN, kristið samfélag, stóð fyrir söng og leiktjáningu í síðustu viku í Kringlunni ásamt bandariskum hóp sem hér er staddur. Hópurinn hefur það að markmiði að boða kristið siðgæði meðal fólks. Forstöðumaður Vegarins er Björn Ingi Stefánsson og sagði hann að Vegurinn væri fijáls kristi- leg hreyfíng sem hófst fyrir fímm árum. Markmið samtakanna er að ná til þjóðarinnar með boðskap Krists. „Þjóðinni hefur farið mikið aftur. Hér er við lýði nokkurs konar afsláttarstefna sem gerir það að verkum að smám saman bíður kristilegt siðgæði hnekki. Við stöndum á verulegum tímamótum í dag. Það virðist sem fokið sé í flest skjól, ekki bara í efnahagslegu tilliti heldur og ekki síst í andlegum efnum. Hróp hjartans hefur aukist og óttatilfmningu og einmanaleika vaxið ásmegin," sagði Bjöm Ingi. „Sömuleiðis hefur tíðni skilnaða aukist í 50 af hundraði. Engu að síður búum við við betri lífsskilyrði en þekkjast víðast annarsstaðar. Ef við snúum frá þeim grunni sem Biblían hefur búið okkur um aldir, hlýtur eitthvað að bresta," sagði Bjöm Ingi. Björn Ingi sagði að hreyfíngin vildi byggja upp sterkt kristilegt samfélag sem yrði auglýsing um það líf sem Kristur boðar. Hreyfing- in hefur tekið Hvanneyri á leigu um verslunarmannahelgina og þar stendur hún fyrir fjölskylduhátíð. Þar verða ýmsar uppákomur, fræðsla og íþróttir. Hátíðin er opin öllum almenningi. „Við í Veginum höfum uppgötvað að Kristur er lifandi og raunvem- legur í dag og það orsakar breyt- ingu innra með okkur. Við emm ekki að flýja vandamál og erfiðleika lífsins heldur höfum við þann innri styrk sem þarf til að geta staðið uppi sem sigurvegarar." TIMARIT KRISTILEGS FÉLAGS HEILBRIGÐISSTÉTTA slíkur hefur ekki haft afskipti af þessum málum heldur einungis ein- staklingar innan hans. Það er þó engu að síður íhugunarefni hvort samtök á borð við Rauða krossinn og fólk sem starfar innan hans vé- banda eigi að láta hafa sig í herferð- ir tengdar aðilum á borð við Menn- ingar- og friðarsamtök íslenskra kvenna.“ Tilvitnun lýkur. Friðarboðun Rauða krossins er skýr: „Með mannúð til friðar.“ Rauði kross íslands er öllum opinn án tillits til stjórnmálaskoðana eða áhugamála. Skrif Staksteina em óvirðing við helstu hugsjónir Rauða kross hreyfíngarinnar: Mannúð, jafnrétti og hlutleysi. Guðjón Magnússon Morgunblaðið/Sverrir Vegurinn, kristilegt samfélag, stóð fyrir söng og leiktjáningu í versl- unarhúsinu Kringlunni. KARCHER 570 HÁÞRÝSTIDÆLAN Skínandt hreint- leikondifétt Hlaðin kostum og spennandi fylgihlutum: • 20x meiri þrýstingur en úr garðslöngu • hraðari og betri hreingerning ® 85% minni vatnsþörf • sápa sem mengar ekki umhverfið • þvottabursti, hentugur fyrir bílinn • snúningsskaft með handhægu gripi • 10m háþrýstislanga • sápuskammtari Aukahlutir: • snúningsstútur sem gefur 30% aukningu á þrýstingi og 7x meiri vinnuhraða ® sandblástur, garðúðari, undirvagnsþvottaskaft ofl. m sápa m RAFVERHF SKEIFUNNI3E, SÍMAR 82415 & 82117 Forsíða tímarits Kristilegs félags heilbrigðisstétta. Kristilegt félag heilbrigðisstétta: Tímarit endurvakið TÍMARIT Kristilegs félags heil- brigðisstétta er komið út eftir nokkurt hlé. Þetta er 10 ára af- mælisrit með efni ætluðu heil- brigðisstéttum og fleirum. Meðal efnis er viðtal við hjónin séra Magnús Björnsson og Guðrúnu Dóm Guðmannsdóttur hjúkmnar- fræðing um líf þeirra og starf. Við- tal við séra Jón Bjarman sjúkrahús- prest um sálgæslu dauðvona sjúkl- inga. Einnig er grein um niðurstöð- ur rannsóknar um trúarlegar þarfir sjúklinga. Blaðið er 30 blaðsíður, dreift ókeypis. Upplag er 7.000 ein- tök. (Fréttatilkynning) Fróðleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Gódan dagitm! 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.