Morgunblaðið - 23.06.1988, Page 23

Morgunblaðið - 23.06.1988, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FORSETAKJÖR 1988 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988 23 V fram þegar spurt var um þetta atriði fyrir skömmu. Vigdís Finnbogadóttir hefur verið þjóðhöfðingi íslensku þjóðar- innar sl. 8 ár. Við kusum hana til þess starfs, veittum henni okkar umboð. Starfsferill hennar hefur verið glæstur, einkennst af visku og kærleik, jafnt til þess smáa sem þess háa, og virðingu fyrir þjóð- höfðingjaembættinu og störfum þess — virðingu fyrir manninum og hans umhverfi. Það er slíkur þjóðhöfðingi sem íslenska þjóðin þarf á að halda, og getur sýnt það í verki með því að mæta vel á kjörstað og kjósa Vigdísi. Þegar þjóðaratkvæðagreiðslan um lýðveldisstofnunina fór fram 20,—23. maí 1944 var kosninga- hlutfallið 98,6% af þjóðinni, met sem enn hefur ekki verið hnekkt. Hver sýsla, hver staður þar sem kosið var, setti sér það markmið að koma út með hæst hlutfall. Það sama eigum við að gera nú. Það á að vera hveijum stað metnaðar- mál að koma út með hæst kosn- ingahlutfall og sýna í verki að skoðanakannanir fjölmiðla að und- anförnu eigi við rök að styðjast. Þrjú bjarkarlauf voru merki at- kvæðagreiðslunnar 1944, og mælt svo fyrir að Skógræktarfélag ís- lands tæki við merkinu að kosn- ingum afstöðnum. Vigdís hefur haldið vel í heiðri þessari hugsjón, að klæða landið, þvi ávallt á ferð- um sínum um landið hefur hún gróðursett þijár birkihríslur — eina fyrir stúlkur, eina fyrir drengi og eina fyrir komandi kynslóð. Góðir íslendingar, mætum á kjörstað 25. júní nk. og greiðum Vigdísi Finnbogadóttur atkvæði okkar, forseta sem þjóðin þarfn- ast. Syng frelsissöngva frjálsa þjóð við fánans bjarta þyt Lát aldrei fólskvast æskuglóð ver öllu þjáðu mild og góð. Lát ríkja ró og vit. (Hulda) Höfundur er hjúkrunarfræðingur. valds fram að lýðveldistökunni hafa reynst lífseigar. Þessar hefðir breyta þó engu um það að forsetinn hefur rétt til þess samkvæmt stjómarskránni að beita þessu valdi sínu. Viðurkenndar reglur stjóm- skipunarréttarins leiða einnig til þess að forseti, sem hefði það á stefnuskrá sinni í kosningum að beita slíku valdi og næði kjöri sem forseti hefði þannig tryggt sér þennan rétt. Stjómarskráin er ávallt túlkuð í samræmi við þjóðar- vilja. Allt tal um það að breytingar þurfi á stjómarskránni til þess að völdin gangi til fólksins á þennan hátt er því hreinn hugarburður. Þetta undirstrikar hins vegr mikil- vægi þess fyrir lýðræðissinna í þessu landi að sá frambjóðandinn sem vill beita lýðræðisréttinum fái sterka kosningu í komandi kosn- ingum. En það var einmitt lýðræði en ekki þingræði sem komst á með lýðveldistökunni 1944. Þingræðið höfum við fyrir þann tíma og við drögum ekki fána að húni þann 17. júní til þess að fagna því. Segja má að þingræðissinnar í dag taki við af þeim sem kallaðir vom kon- ungssinnar þegar við vomm enn undir dönsku krúnunni. Ótti ykkar ritstjóranna við lýð- ræðið er nú ósköp bamalegur og alveg ástæðulaus og styðst ekki við reynslu í öðmm löndum. Þjóðar- atkvæðagreiðslur em háðar um hin ýmsu mál í Sviss árlega og þykir ekki tiltökumál. Þar ríkir enginn glundroði né upplausnarástand, þvert á móti gengur stjórnkerfið þar eins og svissneskt úr. Neitunar- vald forseta er einnig beitt í öðmm Tryggjum stórsigur Vigdísar með góðri kosningaþátttöku eftirAsmund Stefánsson Embætti forseta íslands er sam- einingartákn íslensku þjóðarinnar. Því tákni lyftir Vigdís Finnboga- dóttir með sóma. í átta ár höfum við haft forseta sem við höfum verið stolt af. Vigdís er fyrsta konan í veröldinni sem er þjóðkjörinn forseti. Hún hefur vakið athygli á erlendum vettvangi og sannfært fólk í öðmm löndum um að á Islandi býr menn- ingarþjóð. Hér heima hefur hún notið trausts og virðingar, farið fremst meðal jafningja í okkar lýðræðisþjóðfélagi, aldrei fjarlæg hinum almenna Islendingi. Það hefur ekki aðeins reynt á hæfni Vigdísar til að gegna hlut- verki sínu á hátíðarstundum. Hún hefur sýnt að hún er ekki síður hæf til að taka á flóknum og erfið- um pólitískum málum eins og snúnum stjómarmyndunarviðræð- Þegar hún gaf kost á sér til embættis í fyrsta sinn sagði hún skýrt og ótvírætt að hún myndi hlýta vilja pólitísks meirihluta Al- þingis. I samræmi við það hefur hún ágreiningslaust fylgt fordæmi fyrri forseta og undirritað umdeild lög. Með því hefur hún haldið embætti forseta utan við stjórn- málalegar deilur og gert öllum ljóst að hin pólitíska ábyrgð hvílir á herðum þeirra stjónmálamanna, sem ákvarðanirnar tóku. Það má auðvitað deila um hvert skulu vera hlutverk forseta íslands og hven- ær forseti skuli grípa inn í laga- setningu. Hvað sem þeirri deilu líður, hef- ur Vigdís mitt traust og ég tel raunar að sú deila eigi fremur heima í víðtækri umræðu um íslenska stjómskipan en í upp- hlaupsfyrirgangi í tengslum við forsetakosningar. „Með því hefur hún haldið embætti forseta utan við stjórnmálaleg-- ar deilur og gert öilum ljóst að hin pólitíska ábyrgð hvílir á herðum þeirra stjónmála- manna, sem ákvarðan- irnar tóku“ Vigdís Finnbogadóttir er tilbúin að gegna embætti áfram. Hún er tilbúin til þess að vera áfram full- trúi þinn og minn gangvart öðmm þjóðum og hafa forystu í íslensku þjóðfélagi. Við viljum efla reisn forseta- embættisins og við viljum geta lit- ið með virðingu til þess einstakl- ings sem embættinu gegnir. Þess vegna munum við ekki aðeins mæta á kjörstað heldur þykja sæmd að því að gera sigur Vigdís- Ásmundur Stefánsson ar sem stærstan með góðri kosn- ingaþátttöku. Höfundur er forseti Alþýðusam- bands íslands Opið bréf til þjóðarinnar löndum t.d. í Bandaríkjunum. Þar hafa forsetamir oft beitt þessu valdi sínu án þess að til stjómar- kreppu hafi komið. eftir Jóhönnu Eyþórsdóttur Nú er orðið ljóst að forsetakosn- ingar verða í sumar, 25. júní. Sig- rún Þorsteinsdóttir, 46 ára hús- móðir úr Vestmannaeyjum, býður sig fram gegn sitjandi forseta, frú Vigdísi Finnbogadóttur. Mörgum fmnst ganga guðlasti næst að bjóða fram gegn Vigdísi, enda er hún vinsæll forseti og hef- ur staðið sig mjög vel í því hlut- verki sem henni er ætlað. En þessu framboði er alls ekki beint gegn forsetanum sjálfum, heldur snýst það um forsetaembættið. Hvaða hlutverki viljum við að forseti ís- lands gegni? Á hann einungis að vera andlit þjóðarinnar út á við, eða viljum við að hann sé vörður lýðræðisins, eins og stjómarskráin segir til um? I henni er skýrt ákvæði um að forsetinn geti neitað að undirrita lög. Hann hefur að vísu ekki synj- unarvald, eins og konungurinn hafði, en getur lagt lögin undir dóm þjóðarinnar. Vissulega hefur það hingað til verið hefð að forsetinn skrifi undir öll lög og sé þar með í rauninni hlutlaus, en hefð er ekki sama og lög. Hefð má bijóta, ekki lög, í því liggur munurinn. Mörgum finnst þetta framboð óvirðing við forsetaembættið og 1 spyrja hvers vegna ekki hafi verið hægt að bíða þangað til Vigdís Finnbogadóttir segði sjálf af sér embætti. En þá gæti það verið orð- Jóhanna Eyþórsdóttir „Ef Sigrún Þorsteins- dóttir verður kosin for- seti Islands mun íslenska þjóðin endur- heimta trú sína á lýð- ræði og öðlast nýja von um betra þjóðfélag.“ ið of seint, eins og Sigrún segir sjálf í blaðaviðtali. Ef við viljum breytingar á þessu þjóðfélagi er ekki eftir neinu að bíða. Sjaldan hefur ástandið verið verra á öllum sviðum, þó oft hafi það verið slæmt. „En hveiju breytir það, þó að hún neiti kannski að skrifa undir nokkur lög?“ gætu einhveijir spurt. Segjum t.d. að forsetinn hefði neit- að að skrifa undir lögin um matar- skattinn og þau lögð undir dóm þjóðarinnar. Skyldi þjóðin hafa samþykkt hann? Varla. Eða lögin um afnám samningsréttar? Áreið- anlega ekki. Sem sagt, það gæti haft bein áhrif á lífskjör almenn- ings í landinu. Þetta yrði lýðræði í reynd. Ætli stjórnin færi ekki brátt að geta sér til um hvaða lög forsetinn mundi ekki skrifa undir. Og þá fækkaði smám saman þeim lögum, sem bijóta mannréttindi og skerða afkomu fólks, af einskærum ótta við þjóðaratkvæðagreiðslu. Reynum að gera okkur í hugar- lund hvaða breytingar þetta hefði í för með sér, eða eigum við ekki heldur að segja byltingu, því að vissulega yrði þetta bylting. Fólkið myndi ráða sjálft í mikilvægum málum, sem snerta það sjálft, og fá þar með meiri ábyrgðartilfinn- ingu og sjálfsvirðingu. Lífslq'örin myndu batna smám saman. Margir eru búnir að missa alla trú á stjómmálamönnum, sem eðli- legt er, og það sem verra er, missa alla von um að hægt sé að breyta neinu. „Þetta hefur alltaf verið svona og verður aldrei öðruvísi" segir fólk. Ef Sigrún Þorsteins- dóttir verður kosin forseti Islands mun íslenska þjóðin endurheimta trú sína á lýðræði og öðlast nýja von um betra þjóðfélag. Gefum Sigrúnu tækifæri! Höfundur er fóstra. Með framboði Sigrúnar Þor- steinsdóttur er ekki verið að fara fram á neinar breytingar á stjórn- arskránni né hefur hún sett fram hugmyndir um að auka þau völd sem forseti íslands hefur. Hún vill hins vegar að forseti beiti því valdi sem hann þegar hefur, sem er það eitt að vera tengiliður sem getur beint valdinu til fólksins þar sem það á heima. Engin ástæða er til þess að beita þessu valdi þegar ráðamenn vinna að almannahag. En þegar forseti telur að ráðist sé ómaklega að lífskjörum fólks og skert þeirra réttindi þá á forsetinn að vera fulltrúi fólksins og standa vörð um þess hag. Samkvæmt íslenskú stjórnarskránni á fólkið að hafa síðasta orðið. Það er annars dapurlegt að víðlesnasta dagblað landsins, fjöl- miðill sem hefur sterk áhrif á skoð- anamyndun í landinu, sé svo illa að sér um stjómarskrána og gmnd- vallarrétt fólksins í landinu. Þetta er líka slæmt vegna þess að vald- dreifing og þróun lýðræðis er ekki bara hugsjón aldamótamanna held- ur nauðsyn í tæknisamfélagi nú- tímans. Framfarir í atvinnulífinu, velgengni efnahagslífsins og vel- ferð fólksins er undir lýðræðinu komið. Höfundur er fjölmiðlafulltrúi Sigrúimr Þorsteinsdóttur. SIEMENS sjónvarpstæki FC910 21 “ flatskjár, 40 stöðva minni, 99 rásir, tengi fyrir heyrnartól, þráðlausfjar- stýring. Verð: 55.770.- FS928 25" flatskjár, stereo, 31 stöðva minni, HiFi-magn- ari, sjálfvirkur stöðvaleit- ari, tengi fyrir heyrnartól, þráðlaus fjarstýring. Verð: 76.700.- FS937 28“ flatskjár, stereo, 31 stöðva minni, HiFi-magn- ari, sjálfvirkur stöðvaleit- ari, tengi fyrir heyrnartól, þráðlaus fjarstýring. Verð: 80.740.- SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.