Morgunblaðið - 23.06.1988, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988
29
Breytingar á vísindaáætluninni kynntar:
78 hvalir veiddir í stað 100 og
sleppum við staðfestíngarkæru
Komið til móts við óskir Vísindanefndarinnar o g Bandaríkjamanna
HALLDÓR Ásgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra kynnti í gær breyt-
ingar á hvalarannsóknum íslend-
inga á þessu ári í kjölfar viðræðna
við fulltrúa Bandaríkjamanna í
Reykjavík um síðustu helgi. Með
breytingunum er komið til móts
við tillögur vísindanefndar Al-
þjóða hvalveiðiráðsins og óskir
Bandaríkjamanna, en á móti munu
bandarísk yfirvöld ekki ieggja
fram svokallaða staðfestingar-
kæru, þar sem þau telja að vísinda-
veiðar íslendinga dragi ekki úr
virkni Alþjóðasáttmálans um skip-
an hvalveiða. Staðfestingarkæra
gæfi forseta Bandaríkjanna leyfi
til að beita íslendinga viðskipta-
þvingunum. Samkvæmt breyting-
unum má veiða allt að 68 lang-
reyðar og allt að 10 sandreyðar,
en fyrir breytingarnar var áætlað
að veiða 80 langreyðar og 20 san-
dreyðar.
Aðspurður sagði Halldór Ásgríms-
son að Bandaríkjamenn hefðu ekki
sett fram ákveðnar kröfur um breyt-
ingar á fundinum um síðustu helgi
gegn því að falla frá staðfestingar-
kærunni. Hins vegar hefðu þeir beð-
ið um réttlætingu á nauðsyn þess
að drepa þann fjölda hvala sem áætl-
unin gerði ráð fyrir. Bandarísku full-
trúamir hefðu ekki nefnt neina
ákveðna tölu í þessu sambandi, en
hins vegar hefðu Bandaríkjamenn
Verðmæti
hvalafurða
300 millj.
ÍSLENDINGAR seldu 2.813 tonn
af hvalafurðum til Japans á árinu
1987 fyrir 302 milljónir króna
og var það 0,57% af heildarút-
flutningi landsmanna. Á árinu
1985, síðasta árinu áður en hval-
veiðibannið gekk í gildi, nam
útflutningurinn 348 milljónum
króna og var það 1,03% af heild-
arútflutningnum. Japanir kaupa
allar hvalafurðir íslendinga.
Hvalafurðir em einkum fryst
hvalkjöt, en í fyrra vom seld 1846
tonn af því fyrir 227 milljónir króna.
Aðrar frystar hvalafurðir, 957 tonn,
vom seldar fyrir 75 milljónir króna.
Samkvæmt þessu má reikna með
að verðmæti hinna 200 tonna af
hvalkjöti, sem liggja á hafnarbakk-
anum i Helsinki sé í kringum 25
milljónir króna.
ávallt viljað halda fjölda veiddra dýra
í lágmarki. Nú væri komið til móts
við þá skoðun án þess að látið væri
undan neinum ákveðnum kröfum
Bandaríkjamanna um fjölda veiddra
dýra.
Halldór sagði að ekki hefði verið
rætt um nýtingu kjötsins eða ann-
arra hvalafurða í viðræðunum við
Bandaríkjamenn, enda hefðu íslend-
ingar fylgt ályktun hvalveiðiráðsins
frá 1986 um það mál. „Það sem
skiptir máli er hversu mörg dýr eru
tekin, ekki hver étur þau. Hins vegar
virðast vera fjölmargir áhugamenn í
heiminum um það hver étur hvalkjöt
og sumum er það jafnvel mikið
kappsmál að honum sé hent og eng-
inn éti hann,“ sagði sjávarútvegsráð-
herra.
Halldór sagði að íslendingar
myndu skila skýrslu um vísindaveið-
ar íslendinga fyrir næsta fund Al-
þjóða hvalveiðiráðsins í samræmi við
ályktun ráðsins á fundinum í Auck-
land fyrir skömmu. Þá munu íslend-
ingar framfylgja þeim fimm tillögum
Vísindanefndarinnar, sem samþykkt-
ar voru á fundi hennar í San Diego
í maí á þessu ári. Halldór sagði að
skerðingin á langreyðarkvótanum
væri tilkomin vegna þess að hvalvert-
íðin hefðist seinna nú en undanfarin
ár. Hins vegar væri stefnt að því að
auka langreyðarkvótanum aftur upp
í 80 næsta ár.
Halldór sagði að breytingamar á
rannsóknaráætluninni væru nauð-
synlegar til að koma í veg fyrir vand-
ræði og átök á milli íslendinga og
Bandaríkjamanna á þessu sumri, eins
og talin hefði verið hætta á.
Bandarísk lög skylduðu viðskiptaráð-
herrann til að senda staðfestingar-
kæru til forsetans ef talið væri að
íslendingar brytu gegn stefnu Al-
þjóða hvalveiðiráðsins, og þó að þetta
væru „hin furðulegustu lög“ yrði að
Óteljandi leiðir færar
Kjötið kemur heim og fer aðra leið utan aftur, segir Kristján Loftsson
„VIÐ fengum á sínum tima afger-
andi svar frá Finnlandi i gegnum
utanríkisráðuneytið hér, að leyfi-
legt væri að umskipa hvalkjötinu
í Helsinki. Vegna þess var kjötið
sent þangað, en auðvitað eru ótelj-
andi aðrar leiðir færar. Kjötið
kemur einfaldlega heim og fer
síðan aðra leið utan aftur. Þegar
ekki er hægt að treysta upplýs-
ingastreyminu og menn virðast
ekki vita hvað þeir hafa sam-
þykkt, er ekki von á góðu,“ sagði
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals
hf, i samtali við Morgunblaðið.
Kristján sagði, að samningar
hefðu náðst við Rússa um flutning
hvalkjötsins með Síberíulestinni til
borgarinnar Vostocnhyy, sem er við
Japanshaf. Vegna þess hefði verið
leitað upplýsinga um það hvort flytja
mætti kjötið gegn um Finnland. Að
fengnu jákvæðu svari hefðu gámar
frá Rússum komið til landsins og
verið sendir fullir utan. Flutningar
með Síberíulestinni væru heppilegir,
meðal annars vegna þess hve stuttan
tíma þeir tækju og vegna þess að
þá þyrftu menn ekki að eiga á hættu
ónæði vegna grænfriðunga í öðrum
umskipunarhöfnum. Nú hefði komið
í ljós að menn hefðu einfaldlega ver-
ið plataðir og þessi leið væri ekki
fær, þrátt fyrir fyrri fullyrðingar um
hið gagnstæða.
Hann sagðist sannfærður um að
útflutningur á hvers konar sjávaraf-
urðum til Japans, Kóreú og Austur-
Kína og innflutningur hingað frá
sömu löndum væri hvað hagstæðast-
ur með Síberíulestinni. Hann teldi
því að innan fimm ára yrði að
minnsta kosti helmingur þessa flutn-
inga með þeim hætti. Þannig skapað-
ist möguleiki á reglulegri áætlun
milli íslands og rússneskra og finn-
skra hafna. Menn væru orðnir þreytt-
ir á tiðum töfum og ónæði af því að
grænfriðungar og tollyfírvöld í Þýzk-
alandi og Hollandi krefðust þess að
umskipunargámar yrðu opnaðir
vegna leitar að hvalkjöti, sem ekki
færi gegn um þær hafnir.
„Það er ljóst að hvalvertíðin nú
verður minni í sniðum en áður. Við
því er lítið að segja,“ sagði Kristján.
„Við ráðum ekki ferðinni, heldur
búum við sama þrýstinginn að vestan
og venjulega. Þar veifa menn pappír-
splaggi, sem einhverri hótun og við
gefum eftir. Staðfestingarkæran hef-
ur, að því mér virðist, ekki haft nein
ÞÆR upplýsingar sem Hvalur iif.
fékk frá Finnlandi fyrir milli-
göngu utanríkisráðuneytisins um
að ekkert væri því til fyrirstöðu
að flytja hvalkjöt til Japans í gegn-
um Finnland voru komnar frá
einkaaðilum þar í landi, en ekki
frá finnskum stjórnvöldum.
Helgi Ágústsson, skrifstofustjóri í
utanríkisráðuneytinu, sagði i samtali
við Morgunblaðið að utanríkisráðu-
neytið hefði beðið sendiráð íslands í
áhrif á Japani og Norðmenn og ég
sé ekki að hún myndi hafa áhrif hér
heldur. Þama er aðeins um að ræða
innlendar bréfaskriftir, sem við eig-
um ekki að láta hafa áhrif á okkur.
Þessi afskipti Bandaríkjamanna
eru angi af heimsvaldastefnu þeirra.
Ifyrst koma þeir mönnum í vandræði
og síðan bjóða þeir fram aðstoð sína.
Það líður sjálfsagt ekki á löngu þar
til við lendum í vandræðum eins og
Norðmenn nú með selinn. Banda-
ríkjamenn og EB eru fremstir í flokki
þeirra, sem koma í veg fyrir að sel-
veiðar verði arðbærar og afleiðingin
er „innrás" milljón sela að Noregs-
ströndum svo byggð á mörgum
svæðum er í stór hættu. Lífkeðjan
hjá okkur er líka í stórhættu, verði
hvalveiðum alveg hætt,“ sagði Kristj-
án.
Stokkhólmi að kanna lögmæti hval-
Iqotsflutninga í gegnum Finnland
fyrir Hval hf. Aðstæður f Svíþjóð og
Danmörku voru einnig athugaðar.
Niðurstaðan var sú að ekkert hindr-
aði slíka flutninga, en heimildar-
mönnum sendiráðsins var ekki kunn-
ugt um lög sem sett voru í byijun
þessa árs, sem finnski umhverfis-
málaráðherrann segir hafa ráðið
ákvörðun sinni um að endursenda
200 tonn af íslensku hvalkjöti frá
Helsinki.
Einkaðili gaf upp-
lýsingar um Fimiland
MorgunblaÖið/BAR
Halldór Ásgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra kynnir samkomu-
lag við Bandaríkjamenn og
breytingar á hvalarannsóknum
Islendinga á blaðamannafundi í
gær.
taka tillit til óska Bandaríkjamanna
vegna þeirra hagsmuna sem væru í
húfi. Aðspurður sagði Halldór að það
væri ekki tryggt að ekki þyrfti að
taka upp viðræður við Bandaríkja-
menn á ný á næsta ári, en hann teldi
miklu minni líkur á því en áður.
JakoI^Jakobsson, fiskifræðingur,
sem hefur yfirumsjón með hvala-
rannsóknum íslendinga, sagði á
blaðamannafundinum í gær að með
samkomulagi íslendinga og Banda-
ríkjamanna lægi fyrir viðurkenning
á vísindalegu gildi rannsóknaráætl-
unar íslendinga.
Utflutninffur
til Finnlands
fyrir milljarð
Grænfriðungar hafa hótað að
hefja herferð gegn íslenskum
útflutningsvörum í Finnlandi og
þá fyrst og fremst íslenskum
fiski í kjölfar mótmælanna við
hvalkjötsgámana i Helsinki-höfn.
Islendingar fluttu út vörur til
Finnlands fyrir réttar 900 millj-
ónir króna á árinu 1987 og
stærsti hlutinn af því voru sjávar-
afurðir.
Rúmlega helmingur af útflutn-
ingi íslendinga til Finnlands er
loðnumjöl, sem var selt þangað fyr-
ir 452 milljónir króna í fyrra, en
verðmæti annarra sjávarafurða var
um 200 milljónir króna, þar af sér-
verkuð saltsíld fyrir tæpar 100
milljónir óg fryst fiskflök fyrir 57
milljónir króna. Loðsútuð skinn og
húðir voru seldar fyrir 159 milljónir
króna, en aðrar vörur eru seldar í
litlum mæli til Finnlands.
hóp til að flalla um tillöguna og
átti sá hópur að skila áliti fyrir
næsta ársfund ráðsins.
Staðfestingar-
kæra kemur fram
Aðalumræðuefni ársfundar ráðs-
ins í Málmey í Svíþjóð árið 1986
voru hvalveiðar í vísindaskyni þar
á meðal tillaga Svía frá árinu áður.
Þar náðist á endanum samkomulag
um að leyfa veiðarnar svo framar-
lega sem afurðir þeirra færu að
meirihluta til innanlandsneyslu.
Vegna afstöðu Bandaríkjamanna
vegná svokallaðra Pelly og Pack-
wood-Magnusson laga hófust nú
viðræður milli íslendinga og Banda-
ríkjamanna um vísindaveiðarnar og
kom fram meðan á þeim stóð að
Bandaríkjamenn töldu sig hafa í
höndunum upplýsingar um að
vísindaveiðarnar stæðust ekki
Pelly-lögin. Tilkynntu þeir að yrðu
veiðamar ekki stöðvaðar strax
myndu Bandaríkjamenn grípa til
lögboðinna gagnráðstafana sam-
kvæmt þeim lögum og leggja fram
staðfestingarákæru gegn Islandi.
Ríkisstjórnin fór þegar fram á
viðræður milli Halldórs Asgríms-
sonar sjávarútvegsráðherra og
Baldrigde viðskiptaráðherra
Bandaríkjanna um veiðamar, sem
vom stöðvaðar tímabundið í fram-
haldi af því eða hinn 28. júlí 1986.
Fyrir fund ráðherrana ritaði Matt-
hías A. Mathiesen utanríkisráð-
herra bréf til George Shultz ut-
anríkisráðherra þar sem hann lýsti
þungum áhyggjum vegna þróunar
málsins. A fundi þeirra Halldórs og
Baldridge var aðaldeilumálið túlkun
á því hugtaki að meirihluti afurða
veiðanna færi til innanlandsneyslu.
Til að komast hjá þessu deilumáli
tilkynnti ríkisstjóm Islands að hún
myndi tryggja að meirihluti afurð-
anna yrði nýttur innanlands. Jafn-
framt yrði veiðum á langreyð og
sandreyð haldið áfram en veiðum á
hrefnu frestað. Á móti tilkynnti
Bandaríkjastjóm að hún myndi ekki
standa í vegi fyrir útflutningi hvala-
afurða til Japan.
I nóvember 1986 var tveimur
hvalbátum sökkt í höfninni í
Reykjavík. Jafnframt vom unnin
skemmdarverk á hvalstöðinni í
Hvalfirði. Talsmaður Sea Shepard
samtakanna lýsti ábyrgð á hendur
samtökunum vegna þessara at-
burða.
I mars 1987 kom hingað sendi-
nefnd frá Bandaríkjunum til að
ræða framkvæmd íslensku hvala-
rannsóknanna og í maí það ár urðu
bréfaskipti milli utanríkisráðherra
landanna þar sem af Islands hálfu
var óskað eftir fundi til viðræðna
um tillögur Bandaríkjamanna um
vísindaveiðar sem þeir ætluðu að
leggja fyrir ársfund Alþjóðahval-
veiðiráðsins í Bournemouth í júní.
A fundi þessum lögðu íslendingar
fram ýmsar breytingar á banda-
rísku tillögunni en ekki reyndist
unnt að ná samkomulagi. Á árs-
fundinum var tillögum Islendinga
um frestun svo og um lögfræðilega
könnun á lögmæti framkominna
tillagna, sem miðuðu að því að gera
íslendingum þessar veiðar ókleifar,
voru felldar en samþykkt tillaga þar
sem íslendingar voru hvattir til að
hætta veiðunum. Hart var brugðist
við þessu og lýsti Halldór Asgríms-
son því yfir að íhuga þyrfti alvar-
lega hvort ísland gæti áfram átt
aðild að ráðinu.
Islendingar héldu áfram viðræð-
um sínum við Bandaríkjamenn eftir
þennan ársfund og voru veiðar
stöðvaðar meðan á þeim stóð. Nið-
urstaða þeirra var ekki önnur en
að frekari viðræðna væri þörf.
í byrjun september 1987 var til-
kynnt um ákvörðun ríkisstjórnar-
innar í hvalveiðimálinu þar sem
áréttuð var sú afstaða að hvalveiðar
í vísindaskyni væru nauðsynlegar
til að tryggja að þvi markmiði yrði
náð 1990 að hægt yrði á grund-
velli þessara veiða að áætla stofn-
stærðir hvala og tryggja vemdun
og skynsamlega nýtingu þessara
sjávarauðlinda, jafnframt því að
meta áhrif hvala á aðra þætti sjáv-
arlífríkisins.
Um haustið 1987 vofði staðfest-
ingarkæra af hendi bandaríkja-
manna enn yfir og ritaði Þorsteinn
Pálsson forsætisráðherra þá bréf
til Ronalds Reagan Bandaríkjafor-
seta þar sem forsetinn var hvattur
til, í ljósi góðrar sambúðar ríkjanna,
að leggjast gegn kærunni. I svari
Reagns kom fram að miðað við
núverandi aðstæður í hvalveiðimál-
inu væri viðskiptaráðherra Banda-
ríkjanna skylt að leggja fram stað-
festingarkæru ef fleiri hvalir verða
veiddir en jafnframt var óskað eftir
nýjum viðræðum. Fundur var síðan
haldinn 9. september og þar náðist
samkomulag milli ríkjanna sem fel-
ur í sér í stórum dráttum að frá
árinu í ár muni íslendingar leggja
rannsóknaráætlun sína fyrir
vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðs-
ins til umsagnar og framfylgja til-
mælum nefndarinnar. Bandaríkja-
stjóm leggi ekki fram staðfesting-
arkæru vegna veiða á 80 langreyð-
um og 20 sandreyðum og að Banda-
ríkjamenn muni vinna ásamt íslend-
ingum og öðrum aðalfulltrúum
ráðsins að því að auka traust á
framkvæmd og vísindalegt gildi
þessara veiða.