Morgunblaðið - 23.06.1988, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988
Mílljón börnum þröngv-
að til að stunda vændi
Smygl á börnum er orðið alvarlegt vandamál í Evrópu-
löndum og Bandaríkjunum segir í nýrri norskri skýrslu
Mar^el Lefabvre erkibiskup.
Lissabon, Reuter.
RÚMLEGA milljón börnum er
þröngvað til að stunda vændi
og á ári hverju, að því er segir
í norskri skýrslu sem kynnt var
í gær á fundi dómsmálaráð-
herra rikja Evrópuráðsins sem
haldinn var í Lissabon. Barna-
smygl hefur aukist og er orðið
alvarlegt vandamál í Evrópu og
Bandaríkjunum, auk landa
þriðja heimsins, samkvæmt
skýrslunni.
Ráðherramir ræddu á fundinum
til hvaða aðgerða hægt væri að
grípa til að stöðva bamavændi og
bamaklám, að því er haft var eft-
ir talsmanni Evrópuráðsins. Sér-
fræðingar segja hins vegar að
ekki verði hægt að leysa vanda-
málið fyrr en það verði kannað
nánar og fólki gert grein fyrir
hversu alvarlegt það sé.
„Það er mjög mikilvægt að sýna
fólki fram á að vandamálið er fyr-
ir hendi," sagði Alf Anderson, sem
hefur rannsakað bamasmygl fyrir
Páfi hvetur til einingar innan
rómversk-kaþólsku kirkjunnar
Stefnir í fyrsta skisma innan kirkjunnar í meira en öld
Páfagarði, Reuter.
JÓHANNES Páll páfi II. hvatti opinberlega til einingar rómversk-
kaþólsku kirkjunnar þegar hann veitti pUagrímum áheym í gær.
Talið er víst að páfi hafi beint orðum sínum til franska erkibiskups-
ins Margel Lefebvre, sem hefur hlaupist undan merkjum páfa svo
að liggur við skisma.
„Á þessari stundu höfum vér
sérstakar áhyggjur af einingu kirkj-
unnar,“ sagði páfi við 13.000 suður-
göngumenn, sem hann veitti áheym
í Páfagarði. „Vér skulum snúa okk-
ur að bæn Krists, sem hvatti læri-
sveina sína til þess við síðustu
kvöldmáltíðina að vera sem einn
maður. Þegar vér forum með Faðir-
vorið í lok þessarar áheymar skul-
um vér gera það með sérstakri
áherslu."
Páfi minntist ekki á Lefebvre
með nafni, en það mátti vera sjón-
um ljóst að páfi átti við hinn 82
ára gamla erkibiskup.
Lefebvre, sem er stofnandi hinn-
ar íhaldssömu Reglu bræðralags
heilags Píusar X., hefur heitið því
að ganga í berhögg við páfa og
vígja fjóra biskupa án leyfis hans
heilagleika, en með því verður hann
sjálfkrafa settur út af sakrament-
inu.
Biskupsvígsluna hyggst Lefebvre
framkvæma hinn 30. júní, en með
því yrði um leið fyrsta skisma innan
kaþólsku kirlq'unnar frá því að hóp-
ur klerka skildi við kirkjuna árið
1870, en þeir féllust ekki á úrskurð
fyrsta kirkjuþings páfagarðs um
óskeikulleika páfa.
Lefabvre er á hinn bóginn á
móti þeirri nýguðfræði, sem honum
finnst hafa vaðið uppi í Páfagarði
frá seinna kirkjuþinginu árin
1962-65, og niðurfellingu messu-
söngs á latínu. Páll páfi VI. veitti
honum lausn frá öllum prestlegum
störfum árið 1976 eftir að hann
hafði neitað að hætta prestvígslu.
Tilkynning Lefebvres fyrr í mán-
uðinum um að hann hygðist vígja
biskupana kom mjög á óvart þar
sem hann hafði undirritað sam-
komulag við kirkjuna hinn 5. maí
um að hann myndi leysa ágreining
sinn við hana og snúa aftur til henn-
ar. Nú segir erkibiskupinn hins veg-
ar að sér sé ómögulegt að snúa af
þeirri braut sem hann hafi markað
þrátt fyrir það sem hann kallar
„ofsóknir“ kirkjunnar.
Eftir að Lefebvre lýsti þesu yfir
birti Páfagarður bréf þar sem
ákvörðun hans var hörmuð og sagði
að ef erkibiskupinn léti verða af
ásetningi sínum myndi það hafa
alvarlegar afleiðingar fyrir kirkj-
una.
Vígi Lefabvre biskupsefnin fjög-
ur setur hann sjálfan sig sjálfkrafa
af sakramentinu og biskupa sína
um leið. í því fellst að þeir verða
bannfærðir og verða þannig alger-
lega útskúfaðir af hálfu kirkjunnar.
norska dómsmálaráðuneytið. „Þeir
sem misnota böm kynferðislega í
Bandaríkjunum og Evrópu eru
afar varasamir. Þetta em ekki
gamlir karlar sem leita á böm á
leikvöllunum. Þetta em kennarar
og menn sem umgangast mikið
börn í starfinu.“
Anderson sagði að þótt barna-
klám hefði verið bannað í Evrópu
hefði það aukist á síðustu ámm
með tilkomu upptökuvéla fyrir
myndbönd. „Þeir sem sækjast eft-
ir barnaklámi þurfa ekki að kaupa
myndbönd lengur, því þeir geta
sjálfir tekið myndir heima og sýnt
þær öðrum."
í skýrslunni segir að bömin séu
aðallega flutt frá Suður-Ameríku,
Asíu og Afríku til Evrópu, Norð-
ur-Ameríku og Mið-Austurlanda.
Glæpasamtök eða ólöglegar ætt-
leiðingarstofnanir kaupi bömin
eða ræni þeim frá fátækrahverfum
í þriðja heiminum. Þau séu síðan
seld auðugum viðskiptavinum í
norðlægum löndum, sem þröngvi
þeim til að stunda vændi.
V estur-Þýskaland:
Gaddafi á allan póst
Bonn, Reuter.
VESTUR-þýska póstþjónustan
rifti í gær auglýsingasamningi,
sem kvað á um að 5.000 póstflutn-
ingabifreiðir skyldu auglýsa
þýska útgáfu „Grænu bókarinnar"
eftir Muammar Gaddafi, einræðis-
herra í Líbýu.
Frá 1. júní hefur vörumerki hins
sakleysislega „Útgáfufélags betri
heims" skreytt skærgula póstbílana,
en fyrir vikið átti póstþjónustan að
fá um 3,5 milljónir vestur-þýskra
marka (jafnvirði um 80 milljóna
íslenskra króna).
Það sem hinir þýsku póstþjónar
vissu ekki, var að eina bókin sem
forlagið hefur sent frá sér er „Græna
bókin". Þegar upp komst var auglýs-
ingasamningnum rift, þar sem reglur
um auglýsingar á opinberum farar-
tækjum kveða á um að þær megi
hvorki vera pólitísks eða trúarlegs
eðlis.
Irene Sgalla, talsmaður póstþjón-
ustunnar sagði að auglýsingamar
yrðu fjarlægðar svo slq'ótt sem unnt
væri. „Það er þó hægara sagt en
gert ... Fimm þúsund póstbílar eru
heill hellingur og við getum einfald-
lega ekki kippt þeim öllum inn í
einu.“
Reuter
Maður fluttur á sjúkrabörum og slasað barn borið í sjúkrabO eftir
að sprengja sprakk i Jóhannesarborg í gær.
Suður-Afríka:
Tíu mauns slösuð-
ust í sprengingu
Jóhannesarborg, Reuter.
TÍU manns slösuðust, þar á meðal
vanfær kona og tveggja ára barn
hennar, þegar sprengja sprakk í
leiktækjahúsi i Jóhannesarborg í
gær. Alls hafa sjö manns látist
vegna sprengjutilræða í Suður-
Afriku siðustu tvo mánuði.
Frans Malherbe, talsmaður lög-
reglunnar, sagði að fjórir hefðu slas-
ast alvarlega í sprengingunni. „Sem
betur fer voru fáir á svæðinu," sagði
Malherbe og bætti við að fjöidi náms-
manna hefði yfirgefið húsið aðeins
fimmtán mínútum áður en sprengjan
sprakk.
Sjö manns hafa látist vegna
sprengjutilræða í suður-afrískum
borgum á síðustu tveim mánuðum.
Suður-Afríkustjóm hefur sakað
Afríska þjóðarráðið, ANC, um að
bera ábyrgð á öllum tilræðunum.
Adrian Vlok, lögreglumálaráðherra
Suður-Afríku, skýrði frá því á þriðju-
dag að lögreglan hefði handtekið 23
félaga í Afríska þjóðarráðinu sem
grunaðir væru um aðild að tilræðun-
um og bardögum nálægt landamær-
unum við Svasíland, þar sem níu
manns féllu.
Noregur:
Vilja endurskoða löggjöf-
ina um félagslega aðstoð
TVEIR af hverjum þremur, sem njóta aðstoðar norskra félagsmála-
stofnana, eru undir fertugu og þessi hópur fær i sinn hlut lang-
stærsta skerfinn. Þá eru hjón með böm aðeins 7-8% þeirra, sem
þurfa á félagslegri hjálp að halda. Þetta og margt fleira forvitni-
legt kemur fram í skýrslu, sem Samtök norskra sveitarfélaga
sendu nýlega frá sér. Var frá henni sagt í Aftenposten í fyrradag.
Norsk sveitarfélög hafa nokkur
síðustu ár átt í miklum erfiðleikum
með að áætla fjárframlög til fé-
lagsmálastofnana enda hafa út-
gjöld þeirra vaxið meira en allra
annarra stofnana á þeirra vegum.
Sem dæmi má nefna, að útgjöldin
milli áranna 1986 og 1987 jukust
um 37% og það, sem af er þessu
ári, hafa þau hækkað um 33%
miðað við sama tíma í fyrra.
Stefnir nú í, að þau verði rúmlega
21 milljarður ísl. kr. áöllu árinu.
Þriðjungxir styrkþega
ókvæntir og barnlausir
karlmenn
Norskir sveitarstjórnarmenn
hafa að vonum velt þessum málum
fyrir sér á alla lund og til glöggv-
unar létu þeir taka saman skýrslu
með tölfræðilegum upplýsingum
um þá, sem njóta félagslegrar
aðstoðar. Kom þá meðal annars
þetta í ljós:
Einstæðar konur með barn eða
böm eru 15% styrkþeganna en
einstæðar konur bamlausar eru
25%. Einstæðir karlmenn með
bam eða böm em aðeins 2%
þeirra, sem þurfa á hjálp að halda,
en einstæðir karlmenn og bam-
iausir eru hvorki meira né minna
en 33%. Hjón með bam eða böm
em 7-8% og bamlaus hjón 6%.
Áfengis- og
fíkniefnavandamál
Tölumar fyrir Ósló endurspegla
landið allt. Þar em flestir þiggj-
endurnir undir fertugu og af þeim
25.000, sem þágu styrk á árinu
1986, vom 70% einstætt fólk. í
Ósló hafa útgjöld til félagsmála
Ú'órfaldast á sex ámm. Þá kemur
það einnig fram, að þar í borg
eigi 96% styrkþeganna við að
stríða áfengis- eða fíkniefna-
vanda, séu sjúkir á sál eða líkama
eða hafi verið dæmdir fyrir ein-
hveijar sakir.
Auknar kröfur til
styrkþega
Tove Strand Gerhardsen, fé-
lagsmálaráðherra í stjóm Verka-
mannafiokksins, og raunar stjóm-
málamenn í öllum flokkum hafa
nú mikinn hug á að breyta núgild-
andi lögum um félagslega aðstoð.
Segir Gerhardsen, að þeir, sem
þurfi á hjálp að halda, eigi fyllsta
rétt til hennar en ekki sé nema
eðlilegt að gera um leið meiri kröf-
ur til styrkþeganna.
„Það á að vera hægt að skylda
þá styrkþega, sem þess þurfa, til
að fara í meðferð eða starfsþjálfun
og það verður að fylgjast vel með
þeim framan af,“ segir Gerhards-
en og Anne Enger Lahnstein,
varaformaður norska Miðflokks-
ins, segir, að það gangi ekki leng-
ur, að atvinnulaust fólk hafni
störfum, sem það telur vera fyrir
neðan virðingu sína.