Morgunblaðið - 23.06.1988, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 23.06.1988, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGT JR 23. JÚNÍ 1988 35 „Einmanaleiki er mannleg til- fínning sem er fólgin í aðskilnaði einstaklingsins frá erli heimsins og tilhneigingu hans til að einangra sig frá félagslegum kringumstæð- um. Atvinnuleysi er mikil upp- spretta leiðinda en jafnvel atvinna getur valdið leiða ef hún fullnægir ekki starfshvöt mannsins." Alltaf kvíðinn fyrir tónleika Varðandi tónlistina sem leikin verður í Höllinni fyrir íslenska áheyrendur sagði hann: „Við leikum vissulega nýrri lög, en við höfum líka æft upp eldri lög og reynum okkar besta til að leika það sem áheyrendur vilja heyra. Tónleikam- ir verða í 2-3 tíma, allt eftir því hvernig áheyrendur verða og aðrir þættir koma einnig inn í það.“ Aðspurður um hvernig honum litist á tónleikana í Laugardajshöll sagði hann: „Ég er kvíðinn. Ég er alltaf kvíðinn fyrir tónleika. En það á sérstaklega við núna því við not- um hljómtæki sem við eigum ekki. Okkar tæki urðu eftir í Grikklandi. En ég hef aldrei verið laus við kvíða fyrir tónleika. Til þess eru of marg- ir óvissuþættir. Ég hef heldur aldr- ei getað sagt við sjálfan mig: „Þess- ari plötu verður vel tekið.“ Og ef plata fellur að smekk fólks þá er það ekki vegna þess að ég hafi hoggið í þann knérunn." í lagi hans „First we take Man- hattan, then we take Berlin“ sem gæti útlagst „Ifyrst hememum við Manhattan og síðan Berlín", mætti ætla að hann boðaði til byítingar. „Það eru stjórnmál hvaða augum maður lítur konu og kona lítur mann. Þar hefjast stjórnmálin og að svo miklu leyti er ég pólitískur höfundur. En lagið er ekki pólitískt í venjulegum skilningi þess orðs. Það sem ég á við er að fólkið tekur til sín völdin eða orðið. Það er gríðarleg gjá á milli tjáningar fólks og vitundarlífs þess. í umhverfi okkar er allt sneisafullt af dauðum orðum, orðum sem hafa enga merk- ingu. Því er kannski best lýst í alls kyns slagorðum, málfari stjórn- málamanna og poptónlist. Það er hin opinbera útgáfa af lífi okkar. Af þessu leiðir mikill leiði. Enginn talar um það sem snertir vitund- arlíf almennings. Almenningur bíður þess að einhver taki sig til og tjái sig um það sem varðar vit- undarlíf hvers og eins. Og fyrr eða síðar gerist það. En það er ekkert að óttast. Þetta hefur átt sér stað áður.“ Hvað með það orðspor sem fer af Cohen að hann sé ekki friðar- sinni? í áðurnefndum sjónvarps- þætti var komið inn á þau mál og þess getið að hann hefði haldið tón- leika fyrir ísraelska hermenn sem eiga í blóðugum etjum við Pal- estínumenn um þessar mundir. Hann sagðist ekki geta staðið að- gerðalaus hjá þegar blóði með- bræðra sinna væri úthellt. Enn- fremur sagði hann: Friðarstefna eitt þessara dauðu orða „Enginn er ég friðarsinni. Ég tel að heimurinn geti ekki leyft sér frið. Eg held að málstaður friðar- sinna kæti hjörtu morðingja. Af- staða þeirra er ekki raunhæf sé lit- ið til ástands heimsmála í dag.“ A blaðamannafundinum var hann spurður nánar út í þessi við- horf. „Friðarstefna er eitt þessara dauðu orða sem eru allt í kringum okkur. Sjálfur er ég ekki friðarsinni vegna þess að ég er úr lítilli íjöl- skyldu sem hefur sætt ofsóknum." Cohen er ekki síður þekktur sem ljóðskáld og rithöfundur og texta- smíð þessa heimskunna listamanns hefur jafnan þótt hans aðalsmerki. Sjálfur segist hann ekki bera neinn boðskap á borð fyrir hlustendur sína. „Það hefur enginn marktækan boðskap fram að færa,“ hefur hann sagt. Að lokum birtast hér þijú ljóð eftir Leonard Cohen sem Jóhann Hjálmarsson hefur þýtt. Gjöf Þú segir að þögnin sé skyldari kyrrð en skáldskap en ef gjöf mín til þín yrði þögn (því þögnina þekki ég) myndirðu segja þetta er ekki þögn þetta er nýtt ijóð og þú myndir skila mér henni aftur. Hvers vegna ég yrki Ég yrki til þess að búa eitthvað til sem er jafn fallegt og þú Þegar ég er hjá þér langar mig til að verða sams konar hetja og mig langaði til þegar ég var sjö ára fullkominn maður sem myrðir Sá sem borðar Sá sem borðar vill hafa eitthvað á milli tannanna Sá sem borðar ekki vill hafa eitthvað annað á milli tannanna Ef þessar hugsanir svo mikið sem hvarfla að þér er úti um þig Þjóð Sumarið geispaði blómum handa hitler blómum um allt nýja grasið mitt og hér stendur lítið þorp þeir eru að mála það fýrir sumarfriið hér er lítil kirkja hér er skóli hér eru nokkrir seppar í ástarleik fánamir eru eins og tandurhreinn þvottur sumarið geispaði blómum handa hitler gugu Bændur norðan- og austanlands búast flestir við því að sláttur hefjist um mánaðamót. Frá heyskap á Fáskrúðsfirði. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Pakistan: Valdarán samkvæmt stj órnarskrá Zia ul Haq Líklegasta skýringin á snögglegri brottvísan Mohammeds Khan Junejo, úr embætti forsætisráðherra Pakistan, mun vera ágrein- ingur hans við Zia forseta um hvernig halda skuli á málum gagn- vart Afganistan. Vitað var um skoðanamun þeirra félaga; Junejo var fúsari að semja við Sovétmenn, meðal annars vegna þess að stríðið hefur verið mikil byrði á Pakistönum, en þangað hafa flóttamenn leitað í stríðum straumum. Vera þeirra í landinu hefur því bæði verið Pakistönum dýr í beinhörðum peningum og einnig skapað pólitíska ókyrrð sem Juneyjo fannst varla á bætandi. Zia var hins vegar búinn að lýsa því yfir hátt og í hljóði, að óhugs- andi væri að Pakistanar skrifuðu undir samkomulag sem stjóm Najibullahs stæði að, enda væri hann ekki annað en strengjabrúða Sovétmanna. Auðvitað vildi Zia forseti að sovézkir hermenn fæm frá Afganistan, en honum fannst altjent að Genfarsamkomulagið væri til þess eins að hlaða undir Najibullah og þar með væri samn- ingurinn svik við afganska skæruliða, andsnúna kommúnistum, sem Zia styður. Zia vill að skæmliðum verði fengin völdin í hend- ur. Það er hægara ort en gert, þó ekki væri nema vegna þess hve skæruliðahóparnir stríða ákaft innbyrðis. Síðast en ekki síst taldi Zia, að þeir sem settust að völdum í Kabúl ættu að taka með þökkum og fögnuði leiðsögn Pakistana. Ekki er minnsti vafi á því að her Pakistan styður Zia, en lítur Junejo homauga fyrir margra hluta sakir. Junejo hefur viljað draga úr vægi hersins svo að stjórnin hefði meira yfirbragð lands á leið til lýðræðis. Haft er fyrir satt, að Junejo hafi haft í fórum sínum skýrslu um atburð sem varð fyrir nokkru í úthverfi við Islamabaad. Þá varð gríðarleg sprenging í birgðageymslu hersins og 100 manns létu lífið og þúsund- ir slösuðust. Við athugun kom í ljós að atvikið hafði orðið fyrir vítaverða vanrækslu hersins. Mál- ið fór hljótt og skýrslan hefur ekki verið birt, en því meiri trölla- sögur hafa komist á kreik. Óstað- fest en áreiðanleg heimild hefur fyrir satt, að náinn samstarfsmað- ur Zia hafi um hríð átt handtöku yfir höfði sér, eða í besta falli brottrekstur. Zia hefur sennilega ekki búist við, að Junejo gerðist jafn ráðríkur og áberandi og varð raunin. For- setinn ætlaði honum varla að vera annað og meira en heiðarlegt og gott andlit út á við. Sú uppátekt ráðherrans að taka starf sitt alvar- lega varð honum að falli að flestra dómi. Sarrit hefur Zia ugglaust verið á báðum áttum. Junejo hafði með- al annars bætt samskiptin við Bandaríkin og fjárhagsaðstoð það- an mega Pakistanar ekki við að missa. En Zia fann einnig að ólga innan hersins vegna meints ofríkis stjómarinnar fór vaxandi. Hann veit sem er að stuðningur hersins er honum nauðsynlegri en annað og það gæti reynst honum afdrifa- ríkt að spyrna ekki við fótum. Þótt enginn færi í grafgötur með að ágreiningur væri milli Zia og forsætisráðherrans kom þó mörgum á óvart, hvemig að brott- vísun hans var staðið. Junejo var að koma úr opinberri heimsókn til Kína, Filippseyja og Suður-Kóreu þann 29. maí. Á flugvellinum var móttökunefndin mætt og rauði dregillinn var á sínum stað. Junejo sagðist ætla að halda blaðamanna- fund síðar þennan dag til að skýra frá hvemig heimsóknin hefði gengið fyrir sig. En Junejo var rétt kominn inn úr dyrunum heima hjá sér er Zia forseti flutti ávarp til þjóðarinnar og lýsti þvi yfir, að hann hefði frá og með þessari stundu látið stjórn- Benazir Bhutto Mohammed Khan Junejo ina víkja og þingið væri hér með leyst upp. Zia sagði að ástæðan væri van- hæfni stjórnenda — og átti þar auðheyrilega fyrst og fremst við forsætisráðherrann — og spilling innan æðstu valdastofnana, sem stjómin hefði látið líðast og jafn- vel lagt blessun sína yfír. Ekki var þetta útlistað nánar. Forsetinn sagði að ríkisstjórnin hefði ekki reynst fær um að halda uppi lögum og reglu og hún hefði látið hjá líða að efla trúarlíf þjóðarinnar Zia sagði að hluta vandans mætti rekja til þess að Junejo hefði krafist þess að fá að stofna pólitískan flokk í þinginu sem hefði verið kjörið án þess að stjóm- málaflokkar kæmu þar við sögu. Þar með staðfesti Zia enn einu sinni, að hann hefur ekki trú á að pólitískir flokkar eigi að leysa málin, og umfram allt að hann er í meginatriðum andsnúinn því að stjómmálaflokkar starfi eftir lýð- ræðislegum reglum. Stjómmálafréttaritarar segja að þó að brottrekstur Junejo komi ekki alveg á óvart, sé erfitt að sjá af hveiju Zia ákvað að reka stjóm- ina einmitt nú. Þær ástæður sem Zia hafi gefið standist ekki. Öllu sennilegra sé að forsetanum hafi mislíkað hversu Junejo var mikið í sviðsljósinu og að hann virtist ná nokkurri hylli hjá þjóðinni. Zia á að ráða, að eigin dómi, og hann leit ekki á að forsætisráðherrann færi inn á sitt svið og skyggði á sig. Fréttamenn segja að gjörð Zia sé valdarán, en innan ramma stjórnarskrárinnar. Andstæðingar Zia áttu ekki hægt um vik að gagnrýna gjörðir hans af augljós- um ástæðum. Samkvæmt stjórn- arskránni verður Zia að efna til kosninga innan þriggja mánaða og þær boðaði hann. Fyrstu við- brögð Benazir Bhutto, leiðtoga Þjóðarflokksins, vom jákvæð, en síðan dró hún í land og sagði að allir lýðræðissinnar hlytu að gmna Zia um græsku og fæstir legðu trúnað á yfirlýsingar hans nú fremur en endranær. Bhutto gaf í skyn, að Þjóðarflokkurinn myndi ekki taka þátt í kosningunum, enda lægi í augpm uppi, að þær yrðu skrípaleikur. Einhveijir hafa orðið til að segja að Bhutto kæri sig ekki um kosningar, hvort sem þær em upp á býti Zia eða ekki, því að fylgi hennar hafi stórlega dvínað upp á síðkastið. Þó telst hún samt enn skæðasti keppinaut- ur forsetans. Enn aðrir segja að Zia hafi valið þennan tíma til kosn- inga vegna þess að Benazir á von á fyrsta barni sínu og hæpið að hún geti háð kröftuga kosninga- baráttu. Það er líka ósennilegt, að landar hennar geti fellt sig við það að vanfær kona — jafnvel þótt Benazir Bhutto eigi í hlut — standi í kosningaslag. Það skýrist á næstunni, hvemig mál skipast og kannski of fljótt að vera með spár. En með reynslu liðinna ára í huga er fjarska lítil ástæða til að ætla að Zia muni halda leikreglur lýðræðisins nú fremur en fyrri daginn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.