Morgunblaðið - 23.06.1988, Side 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988
Plastkör
Þessi sterku og léttu plastkör henta vel til flutninga
og geymslu á hverskonar vörum og matvælum.
Þrjár stærðir.
B.SÍGURÐSSON sf.
Veitum
allar __
upplýsingar. Auðbrekku 2, Kópavogi. Sími 91-46216.
Símar 35408 og 83033
UTHVERFI
Austurbrún, staka talan
o.fl.
Viðjugerði
Nökkvavogur
Logafold 1-72
VESTURBÆR
Nýlendugata
AUSTURBÆR
Sóleyjargata
Barónstígur
Bólstaðahlíð
Mávahlíð
Grettisgata 64-98
Þuríður Þórðar-
dóttir - Minning
Fædd 12. apríl 1912
Dáin 10. júní 1988
Við brotthvarf vina og náinna
venslamanna rifjast óhjákvæmilega
upp atvik og svipmyndir af ýmsum
toga. Fyrir hugskotssjónum stendur
mynd. Kominn til landsins úr langri
siglingu hitti ég föður minn að
máli. Hann upplýsti að þeir bræður
sem um þær mundir héldu heimili
saman að Hringbraut 103 hefðu
fengið ráðskonu til þess að annast
húshaldið. Þessi ráðskona var
Þuríður Jórunn Þórðardóttir, sem
síðar átti eftir að verða eiginkona
föður míns, mikill vinur okkar hjón-
anna og nánasta amma sona okkar
tveggja, Goða og Sindra, þar sem
hinar raunverulegu ömmur bjuggu
í fjarlægð.
Ljóslifandi fyrir hugskotssjónum
stendur einnig minningin um fyrstu
kynni. Allt fas Þuríðar bar vott um
varfæmi en um leið vinsemd. Hún
var yfírveguð og fáguð í fram-
komu, alvörugefin en þó glöð. Enda
þótt ég vissi ekki sögu hennar þá,
fannst mér að hún hefði mikla og
erfiða reynslu að baki sem og líka
var. í stuttu máli þá tókust með
Þuríði og fjölskyldu föður míns
miklir kærleikar sem aldrei bar
skugga á.
Þuríður fæddist á Hvammstanga
12. apríl 1912. Foreldrar hennar
voru hjónin Guðrún Sveinsdóttir og
Þórður Sæmundsson. Hún var
þriðja bam foreldra sinna. Eldri
vom Sigríður og Debora og jmgri
Sveinn. Hún ólst upp á miklu mynd-
arheimili foreldra sinna við nám og
störf. Þegar sími kom á Hvamms-
tanga gerðist Þórður símstöðvar-
stjóri og símstöð var sett upp í
húsinu. Það leiðir af líkum að dæt-
umar á heimilinu tóku snemma
virkan þátt í símsvömn og af-
greiðslu, vöndust því ungar að axla
ábyrgð sem slíkri þjónustustarfsemi
fylgir.
Ung giftist Þuríður unnusta
sínum Hrólfí Þorsteinssyni. Hann
var sjómaður, oft í siglingum til
Suðurlanda en þess á milli á fiski-
skipum. Heimili sitt höfðu þau á
Hvammstanga. Framtíðin virtist
blasa björt við þessum ungu og
gjörvilegu hjónum. Eitt sumar var
Hrólfur vegaverkstjóri nyrðra en
er haustaði var ekki frekari vinnu
að hafa á heimaslóðum. Hann afréð
að fara á ný til sjós og gerðist skips-
maður á L.v. Pétursey. Það var
haustið 1940 og stórþjóðimar bár-
ust á banaspjótum. Síðan tók við
fiskflutningar til Bretlands og allt
fór vel fram í fyrstu. Slysaárið
mikla, 1941, gekk í garð. Pétursey
fór frá Vestmannaeyjum áleiðis til
Englands hinn 10. mars 1941. Skip-
ið fórst í þeirri ferð. Enginn varð
þar til frásagnar, en hluti úr þaki
stýrishússins sem síðar fannst var
sundurtættur af skotum og kúlna-
brotum og vitnaði um hver örlög
skipsmanna urðu.
Nokkm áður en þeir válegu at-
burðir gerust höfðu þau Þuríður og
Hrólfur tekið ungan svein I fóstur,
dótturson Þuríðar. Við fráfall
Kveðjuorð:
Kristín Anna Kress
Fædd 4. desember 1904
Dáin 15. júnl 1988
Mig langar til þess að minnast
vinkonu minnar, Kristínar Önnu
Kress, með nokkrum orðum.
Þegar maðurinn minn, Bjami Guð-
jónsson, varð veikur, í febrúar 1946,
benti móðir hans mér á konu, sem
væri að leita sér að starfskrafti að
gæta bús og heimilis, meðan hún
væri úti að vinna. Þetta var Kristín
Anna Kress, sem þá var matreiðslu-
kennari í Miðbæjarbamaskólanum
og bjó á Lokastíg 8. Varð það úr,
að ég réðist til hennar sem vetrar-
stúlka. Hafði ég með mér son minn,
Einar, sem þá var mánaðargamall.
Þegar ísland var hemumið af
Englendingum hinn 10. maí 1940,
var eiginmaður Kristínar, Bruno
Kress, þýskur að ætt og uppruna,
handtekinn og fluttur úr landi.
Þessum atburði fylgdi mikil sorg
fyrir Kristínu. Áttu þau hjónin eina
dóttur bama, Helgu Kress, mjög
elskulegt bam. Marga nótt vakti
Kristín og gekk um gólf af áhyggj-
um. Þótti henni þá gott að taka Ein-
ar litla, son minn, sér í fang og
gæla við hann. Oft hélt hún til vinnu
sinnar að morgni nær ósofin, en eft-
ir því mun enginn nemenda hennar
hafa tekið, svo dugleg sem hún var.
Kristín var mjög sérstök kona og
vel af Guði gerð. Gaman þótti okkur
báðum, þegar Gunnar bróðir hennar
Thoroddsen kom í heimsókn með
bamunga syni sína tvo.
Svo hafði verið til ætlað, að ég
hætti í vistinni hjá Kristínu um vo-
rið, þegar skóla lauk. En Kristín
gerði það ekki endasleppt við mig,
heldur leitaði uppi fyrir mig sama-
stað. Kom þá í ljós, að dyravörðinn
á Hótel Borg, Tómas Jónsson, vant-
aði stúlku til þess að gæta fyrir sig
t
Faðir minn,
DITLEV OLSEN,
andaðist i Landspítalanum 10. þ.m. Útförin hefur þegar farið fram
í kyrrþey aö ósk hins látna.
Reinhard Olsen.
Móðir okkar,
OKTAVÍA LOVISA FRIÐRIKSDÓTTIR
frá Siglufirði,
lést 7. júní. Jarðarförin hefur farið fram.
Fyrir hönd aðstandenda,
börn hinnar látnu.
Hrólfs og veikindi Þuríðar, sem hún
átti í um nokkur ár, varð ungi piltur-
inn, Þór Magnússon, heimilisfastur
hjá ömmu sinni og afa og ólst þar
upp uns langskólaganga tók við.
Eftir að Þuríður og faðir minn,
Sæmundur Eggertsson, giftust
bjuggu þau sér ákaflega fallegt og
menningarlegt heimili. Þeim auðn-
aðist að búa saman hálfan annar
áratug uns hann andaðist á miðju
sumri 1968. Eftir það bjó Þuríður
ein í íbúð þeirra á Hringbraut 103,
en vegna hnignandi heilsu flutti hún
á Elli- og hjúkrunarheimilið Grund
þar sem hún dvaldi við gott atlæti
síðustu tvö ár ævinnar. Við María
og synir okkar minnumst Þuríðar
Þórðardóttur með virðingu, þökk
og söknuði. Hún var mikilhæf kona,
hjartahlý og einstaklega bamgóð.
Hún var okkur öllum hjartfólginn
vinur.
Blessuð sé minning hennar.
Sveinn Sæmundsson
dóttursonar síns og var ég hjá því
góða fólki um þriggja ára bil.
En þótt ég væri ekki lengur hjá
Kristínu, hringdi hún mig upp dag-
lega margar næstu vikur, til þess
að frétta hvemig mér liði, og hvem-
ig drengurinn minn hefði það.
Þegar Einar minn óx og dafnaði,
útvegaði Kristín mér dagheimilis-
pláss handa honum í Tjamarborg.
Lét hún ekki þar við sitja, heldur
greiddi hún sjálf allan kostnað af
vist hans þar. Avallt héldum við sam-
band og kom ég oft til hennar gegn-
um árin.
Þegar yngsti sonur minn hóf störf
hjá Strætisvögnum Reykjavíkur,
sagði hann mér frá gamalli konu,
sem kæmi ávallt í vagninn við Odd-
fellow-húsið. Hafði hún vakið at-
hygli hans fyrir dugnaðar sakir og
kurteisi. Tók ég mér far að gamni
mínu einn daginn til þess að sjá,
hver þetta væri. Það reyndist þá
vera mín gamla vinkona, Kristín
Anna Kress. Hún sagði mér þá, að
bílstjórinn væri svo almennilegur að
hieypa sér út, þótt ekki væri komið
að stoppistöð og kvaðst hún helst á
því, að allir strætisvagnabílstjórar
væru svona liðiegir! Kristín var svo
dugleg, að hún vflaði það ekki fyrir
sér að fara út, þótt eitthvað væri að
veðri.
Ég kveð mína kæru vinkonu og
velgjörðarmann með innilegu þakk-
læti og söknuði og flyt henni og ást-
vinum hennar kveðju sonar míns,
Einars Bjamasonar, sem starfar hjá
þýskri ferðaskrifstofu í Hannover.
Far þú í friði.
Friður Guðs þig blessi.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Br.)
Lilja Bjarnadóttir