Morgunblaðið - 23.06.1988, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988
Minning:
Margrét Krisíjánsdótt-
irfrá Syðra-Langholti
Fædd 25. apríl 1903
Dáin 14. júní 1988
Nú hefur Magga loks fengið
hvíldina eftir langa sjúkralegu.
Þegar okkur verður hugsað til
hennar er margs að minnast. Einna
minnisstæðust er minningin um hin
skemmtilegu sunnudagskaffi þar
sem íj'ölskyldan hittist að stað-
aldri. Þegar við vorum yngri biðum
við þess með eftirvæntingu og til-
hlökkun að smakka á góðgerðum
hennar og Kötu systur hennar
meðan hún var á lífi. Fyrir okkur
sem yngri vorum voru sunnudags-
morgnarnir tilvaldir til spila-
mennsku og annarra leikja. Eldra
fólkið gat skrafað um heimsmálin
í friði á meðan. Alltaf var nóg til
af veitingum í hennar húsum og
aldrei var hún spör á þær. Þann
tíma sem hún vann hjá Sælgætis-
gerðinni Víkingi nutum við sérs-
takra forréttinda. Þar má t.d. nefna
páskaegg sem voru sérstaklega
fyllt með tilliti til okkar þá 6 manna
fjölskyldu. Þau höfðu einatt að
geyma 6 málshætti og voru úttroð-
in af gotteríi.
Magga var tíður gestur í húsi
okkar og þá sérstaklega hjá ömmu
og afa enda bjó hún hjá þeim áður
en við fæddumst. Hingað kom
Magga jafnan á jólunum og að-
fangadagskvöldi eyddum við öll
saman. Þá var oft gaman niðri í
stofu hjá ömmu og afa að taka upp
pakkana.
Nú þegar hún er farin minnumst
við systurnar Möggu með ánægju
og þökk fyrir að hafa fengið að
kynnast henni. Við vonum að hún
sofi vært og njóti lífsins hinum
megin með áður dánum ættingjum.
Katrín og Jóhanna
Kristjánsdætur
Margrét Kristjánsdóttir var fædd
í Bolafæti, í Hrunamannahreppi,
dóttir hjónanna Gróu Jónsdóttur frá
Sandlækjarkoti og Kristjáns Magn-
ússonar frá Syðra-Langholti. í
Bolafæti, sem nú ber nafnið Bjarg,
bjuggu þau hjónin árin 1901—1911,
en þá fluttu fjölskyldan að Syðra-
Langholti í sömu sveit og bjuggu
þau hjón þar allan sinn búskap.
Margrét var næst elst bama þeirra
hjóna. Hún tók miklu ástfóstri við
Syðra-Langholt, þótt hún hafi trú-
lega lifað þar erfiðustu ár ævi
sinnar, því lífsbaráttan var hörð á
þessum árum, og mikið þurfti að
vinna. Mörg voru sporin í kringum
kvíaæmar og ósjaldan leit að þeim
upp um alla sveit, en hún vr gefin
fyrir dýr ekki síst kindur og hesta.
Heyskapur var heldur erfíður og
oft mikil vosbúð við hann. Slegið
var með orfi og ljá um mýrar og
flóð er tún þraut og gekk Margrét
að slætti sem karlmaður, þegar á
þurfti að halda. Hlífðarföt voru
ófullnægjandi og fótabúnaður ákaf-
lega lélegur. Þá var húskuldinn
mikill og minntist hún þess, að
baðstofusúðin hrímaði oft á vetrúm.
Þessara erfiðu tíma bar hún
ávallt merki í krepptum fingrum
og aflöguðum tám, en þrátt fyrir
þetta voru þessi ár í minningunni
hin áhægjulegustu og staðurinn
kær. Þar þekkti hún hveija þúfu,
hvergi var fallegra, hvergi ánægju-
legra að vera.
Sautján ára gömul fór hún að
heiman, og var hennar högum
þannig háttað í mörg ár, að hún
réðst í vist að vetrinum, oftast í
Reykjavík, en vann foreldrum
sínum á sumrin. Ekki hefur hún
safnað veraldarauði á þessum
árum, því launin voru lág, og eftir-
tekjan eftir sumurin trúlega engin,
en þetta þótti ekkert óeðlilegt á
þessum tíma, enda ekki jafn mikið
um vinnu og síðar varð. Um eða
nokkru fyrir 1940 fór hún svo að
vinna í efnagerð, og voru verk-
SVERRIR KRISTJÁNSSOIM
HÚS VERSLUNARINNAR 6.HÆO
LÖGM. HAFSTEINN BALDVINSSON HRl"
223 fm einbýlishús ásamt ca 50 fm bftsk. Stórglæsileg teikning
eftir Vífil Magnússon. Húsið afhendist fokhelt, fullgert að utan.
Grófjöfnuð lóð.
FASTEIGN ER FRAMTÍÐ
Miðhús: 13-15-17, Grafarvogi
Til sölu þrjú hús sem eru hæð og ris, samtals 184,6 fm nettó
m/bilg. Afhent fokheld, fullgerð utan með grófjafnaðri lóð.
Súlunes - Arnarnes
p targnit] hl &
Metsölublað á hverjum degi! E r J
smiðjustörf vinna hennar eftir það,
að undanskildum árunum 1951—
1960 að hún var ráðskona hjá
Bjarna bróður sínum í Syðra-
Langholti, en hann hafði þá nokkru
áður misst konu sína frá ungum
börnum.
Síðustu tvo áratugina, sem hún
var við störf vann hún í Sælgætis-
gerðinni Vfkingi og hélt starfsþreki
sínu langt fram á áttræðisaldurinn.
Öllum sumarleyfum eyddi hún í
Syðra-Langholti og var þá ekki
aðgerðalaus, fremur en endranær.
Hún var alla tíð mikil verkmann-
eskja, fram úr hófi ósérhlífin og
ólöt, fljótvirk og velvirk enda vinnu-
lúin þegar yfir lauk. Hún var ákaf-
lega gestrisin og góðgerðasöm.
Enginn komst hjá að þiggja ein-
hverjar góðgerðir, þótt heimsóknin
væri stutt.
Eftir að Margrét og eldri systir
hennar, Katrín, eignuðust sína eigin
íbúð fyrir nær þijátíu árum, voru
heimsóknir vina og einkum skyld-
fólks til þeirra tíðar. Við systkina-
börnin og seinna okkar börn urðum
þeim systrum nærri eins og börn
og barnabörn. Varla leið sá sunnu-
dagsmorgun, að ekki væri húsfyllir
á Rauðarárstígnum.
Umhyggjan fyrir velferð okkar
hinna yngri var mikil og ráðlegging-
ar og áminningar oft þannig, að
viðkomandi þótti nóg um, en allt
var það vel meint og af einlægum
huga, enda var hún ákaflega frænd-
rækin. Hún var gjafmild og oft
stjórgjöful. Hver smágreiði fannst
henni vera stórra gjalda verður.
Hún var mjög vönduð, samvisku-
söm og húsbóndaholl, mátti ekki
vamm sitt vita og ekki til þess hugsa
að skulda neinum neitt. Hún hafði
ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum og var fljót að mynda
sér skoðanir enda fljóthuga, en
nokkuð dómhörð.
Fyrir tæpum tveimur árum fékk
Margrét heilablóðfall og náði ekki
neinum teljandi bata eftir það áfall.
Allan tímann hefur hún legið á
Borgarspítalanum og þurfti mikillar
umönnunar við. Fjölskyldan þakkar
þeim mörgu, sem hlynntu að henni
og önnuðust hana með fádæma
þolinmæði og þrautseigju í þessari
lögu og erfiðu legu. Hvíldin var
henni því kærkomin, þegar kallið
kom.
Með þessum fátæklegu línum vil
ég þakka Möggu samfylgdina frá
vöggu minni til grafar hennar,
þakka fádæma umhyggju fyrir mér
og óska henni alls góðs í öðrum
heimi.
Dauðinn því orkar enn til sanns,
út slokkna lífið hlýtur manns,
holdið leggst í sinn hvíldarstað,
hans makt nær ekki lengra en það,
sálin af öllu fári frí
fiutt verður himna sælu í.
(Hallgrímur Pétursson)
KS
UTSOLUSTAÐIR:
Akrasport - Akranesi
Bikarinn - Reykjavik
Borgarsport - Borgarnesi
Bragasport - Reykjavik
Hljóö og Sport - Husavik
Musik og Sport - Hafnarfirði ^55
Sportbúö Kopavogs - Kopavogi
Sportbuöin Laugavegi 97 - Reykjavik
Sportbúð Öskars - Keflavík
Sportbuðin Sunnuhlíð 12-Akureyri
Sporthlaðan - ísafirði
Tómstund - Vestmannaeyjum
Útilif- Reykjavík
SPORTLAND h/f
Grensásvegi16
Simi: 680330
I 1 M v.