Morgunblaðið - 23.06.1988, Page 55

Morgunblaðið - 23.06.1988, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988 55 GuðnýH. Hrafnsdóttir Tulinius — Minning Fædd 1. janúar 1967 Dáin 17.júní 1986 Það eru mikil forréttindi að fá að vinna með ungu fólki. Við sem kennum í framhaldsskólunum til- heyrum þessum forréttindahópi og eigum samleið um fjögurra ára skeið með ungmennum sem standa á mörkum þess að verða fullorðin en bera þó bernskuna enn í brjóstí sér. Þetta er alla jafna fjölskrúðug- ur flokkur og árgangarnir svo fjöl- mennir að sjaldan kynnumst við mörgum náið. Við lærum líka fljót- lega að sætta okkur við að kveðja þetta fólk — horfum á eftir því út í lífið en fregnum þó annað veifið af gengi þess, afrekum og árangri, margir verða jafnframt á vegi okk- ar síðar og kynnin haldast við. Guðnýju Helgu Hrafnsdóttur Tulinius kvöddum við á þennan hátt eftir stúdentspróf en fregnuð- um nokkrum vikum síðar að sú kveðjustund hafði verið alger — hana fáum við ekki að hitta aftur. Það er óhemju erfitt að kyngja slíkum staðreyndum þegar ungt og efnilegt fólk á í hlut, þá verður öll rökhugsun að víkja. Guðný Helga var á vissan hátt sérstætt ungmenni. Hún var þrosk- aðri en flestir jafnaldrar hennar og fór jafnan fyrir öðrum. Hún var óvenju hugsandi og fylgdist vel með þjóðfélagsmálum. Guðný var gædd góðum gáfum og hafði mikinn áhuga á öllu sem við kom listum og menningu, einkanlega bók- menntum og leiklist. Þar reyndist hún öðrum fremri í að skynja, skil- greina og túlka — glímdi óhikað við verk sem fólu í sér stórar spurn- ingar og þóttu torskilin og erfið. Guðný skrifaði líka sjálf, orti t.a.m. talsvert, sem aldrei verður annað en fögur fyrirheit um eitthvað sem aldrei varð. Við vissum að Guðný Helga gekk ekki algerlega heil til skógar, fetaði sig eftir tæpu einstigi milli gleði og örvæntingar. Okkur fannst samt alltaf innst inni að hún hlyti að ráða við þær stóru spumingar sem vörðuðu eigin lífshamingju, vegna þess hversu létt henni reyndist að leysa annarra vanda. Nú horfum við kennarar og nemendur úr Menntaskólanum við Hamrahlíð á eftir horfnum félaga — eftir lifir minningin um fagurt og viðkvæmt blómstur sem fölnaði alltof fljótt á þeirri hélunótt sem bíður okkar allra. Foreldrum systkinum og öðrum ástvinum sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Minnumst sannleikans í eftirfarandi ljóðlínum Hannesar Péturssonar: Sá sem eftir lifir deyr j)eim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. Heimir Pálsson, Sigurður Svavarsson, Terry Gunnel. í dag kveðjum við systur okkar, Guðnýju Helgu Tulinius, sem hvarf í Noregi, aðfaranótt 17. júní 1986. Þrátt fyrir víðtæka leit á sjó og á landi, hefur ekkert fundist sem staðfest gæti lát hennar, en eftir tveggja ára örvæntingarfulla bið höfum við nú orðið að gefa upp alla von um að finna hana lífs eða liðna. Guðný hafði um skeið þjáðst af sálrænum erfiðleikum, en virtist vera á góðri leið með að sigrast á vanda sínum og við erum sannfærð að ef Guðný hefði þraukað aðeins lengur hefði hún getað ráðið niður- lögum hans. En svo fór ekki og nú, þegar minningarathöfn um systur okkar er haldin, langar okkur til að gleyma um stund á hvem hátt dauða hennar bar að, gleyma harm- inum og óvissunni, sjálfsásökunun- um og beiskjunni, sem hafa varpað svo dimmum skugga á þessi tvö ár sem liðin eru, en minnast hennar sem vinkonu og systur, samferða- manns á lífsleiðinni, sem gott hefði verið að hafa hjá sér lengur. Guðný var flórða barn foreldra okkar og fyrsta dóttir þeirra. Við bræðurnir vorum komnir á legg, þegar hún fæddist og var hún sér- lega kærkominn nýliði í fjölskyld- una og munum við vel þá gleði sem ríkti á heimili okkar þegar mæðg- urnar komu heim af fæðingardeild- inni. Guðný var strax sem ungbarn yndi allra sem kynntust henni, rauð- hærð og falleg, með fínlega andlits- drætti, fjörmikill þátttakandi í fjöl- skyldulífínu og riíjast upp ófáar gleðistundir tengdar Guðnýju, þeg- ar hugsað er aftur til bernsku- áranna, því hún var einatt hrókur alls fagnaðar. Snemma kom í ljós að Guðný hafði hæfileika á mörgum sviðum. Hún náði góðum árangri í píanóleik og stóð sig ávallt mjög vel í skóla. Fróðleiksástin var ríkur þáttur í fari hennar og áhugasvið hennar mörg. Hún las ávallt mikið og var, þegar á unga aldri, vel að sér á hinum ólíkustu sviðum. mímSíÍ***: Guðný hafði ákveðna og örugga framkomu, en var þó ákaflega til- fínninganæm. Hún var tryggur vin- ur vina sinna og tók nærri sér ef þeir áttu bágt. Það má segja að trygglyndið og samúð með öðrum hafí verið meðal sterkustu skap- gerðareinkenna hennar. Hún fékkst talsvert við að yrkja, og skildi eftir sig ófá ljóð. Hún sýndi ótvíræða hæfíleika á sviði skáld- skapar og í ljóðum hennar kemur vel fram hve tilfinningalíf hennar var sterkt og margbrotið, þrátt fyr- ir ungan aldur. Hvenær fóru dimmar hugsanir að grafa um sig í huga Guðnýjar? Við vitum það ekki. Hitt vitum við, að unglingsárin voru henni erfið, en það fór að rofa til hjá henni er hún hóf nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Árin sem hún var þar voru henni ánægjuleg, höldum við. Hún tók þátt í margskonar menn- ingar- og félagsstarfí og eignaðist fjölmarga vini meðal nemenda og kennara, sem margir áttu eftir að reynast henni vel í efiðleikum henn- ar síðasta æviárið. í dag, þegar við horfumst í augu við það að Guðný er farin, og kem- ur aldrei aftur, fyllast hjörtu okkar djúpum trega og söknuði. Við hefð- um viljað njóta þess að vera með henni lengur, en erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Guðnýju. Blessuð sé minning hennar. Systkini NUFÆRÐU. 105 g MEIRIJOGURT ÞEGAR ÞÚ KAUPIR 500g DÓS!* * miöað við verð á jógúrt í 180 g dósum. mammmmammmmmm CAFETERA KArrlPOKINN DANSKI ODYRI Fáðu þér snúning meðan þú borðar Úr sjónvorpsturninum í Hamborg er stórkostlegt útsýni yfir borgino. Turninn snýst þonnig oð þú fœrö oð sjá hono ollo meðon þú borðor góðon mot.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.