Morgunblaðið - 23.06.1988, Síða 57

Morgunblaðið - 23.06.1988, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988 57 Minning: Elís Pétursson Urriðavatni Norrænir forverðir funda nú í Reykjavík Viðgerð menmngarminja - siðfræðileg viðhorf Fæddur 8. nóvember 1905 Dáinn 17. mars 1988 Fyrri hluta ævinnar vissi ég eng- in deili á Elís Péturssyni. En er ég kom austur á Hérað til að byrja með tilraunastöð á Hafursá þurfti ég vetrarmann vegna umsvifa er hófust nokkur, sérstaklega á öðru árinu. M.a. voru 2 kýr á vegum búsins, garðamatur og margvísleg umhirða. En lengi vetrar var ég fjarverandi. Síðla sumars eða að hausti 1948 leitaði ég fyrir mér um vetrarmann, spurði m.a. Helga Gíslason, er þá var við vegaverk- stjóm, hvort hann gæti bent mér á mann. Hann svaraði fljótlega og benti mér á Elís. Bar á hann mikið lof, trúr, viljugur og „þrælduglegur andskoti". En á þeim tíma a.m.k. skildu flestir sveitamenn hólið, sem áherzlu fékk af viðskeytinu. Ég tók þessari ráðleggingu, Elís gaf kost á sér, var á Hafursá um veturinn og í engu brást dómur Helga. Elís var ágætur starfsmaður á alla lund. Léttur í skapi oftast, sívinnandi, harðskarpur, bráð- snöggur í hreyfingum, laglegur, snyrtilegur sjálfur og í umgengni, greindur og gamansamur. Trú- mennska — já, sem var engin upp- gerð. Og þessi mynd, sem festist mér í minni stóðst ævina út. Næstu árin, þau er ég var á Skriðuklaustri, áttum við lítil kynni. Ferðaskrifstofan Saga: Ferðir í nágrenni Eyjafjalla í sumar bjóða Ferðaskrifstofan Saga og fyrirtækið Fjallahestar upp á tvenns konar ferðir á hest- um í nágrenni Eyjafjalla. Annars vegar verður riðið frá Skógum, meðfram Eyjafjöllum að Seljavallalaug, en þaðan er ekið aftur til Skóga. Boðið er upp á þessa ferð alla laugardaga í sumar. Lagt verður af stað kl. 14, og mun ferðin taka um það bil 3 klukk- utíma. Verð er kr. 2.950. Hins vegar verður farið ríðandi frá Skógum og upp á Fimmvörðu- háls en gengið þaðan niður í Þórs- mörk. Þaðan er þátttakendum gef- inn kostur á bílferð til Skóga. Ferð- in mun taka um 10 tíma og verður lagt af stað frá Skógum kl. 10 alla sunnudaga í sumar. Verð er kr. 7.250. (Úr fréttatilkynningu) Nýlistasafn- ið framleng-- ir sýningu SÝNINGU á vegum Listahátíðar og Nýlistasafnsins á verkum Donald Judds, Richard Long og Kristjáns Guðmundssonar, sem opnaði 4. júni siðastliðinn, hefur verið framlengd til sunnudagsins 26. júní. Sýningin er opin frá 16—20 á virkum dögum og frá 14—20 um helgar. Eftir að ég flutti hingað í nánd Lagarfljótsbrúar jukust kynnin að nýju. M.a. lagði ég stundum leið mína í Urriðavatn er túnasláttur stóð yfír. Ég hafði alla tíð haft yndi og beina lífsfyllingu og holla líkamsæfingu af að slá með orfi og ljá. Túnið á Urriðavatni er holótt og þéttur þeli á hólunum, mesta kjarnataða íslenzks búskapar. Elli sló þessa hóla og ég sóttisl eftir að mega veita mér þá ánægju. Og við stóðum „tveir í túni“ stund og stund í nokkur sumur. Ræddum lítið saman í verkinu en í loftinu lá hlý- legur andi beggja gagnkvæmt. Og aukin kynning næstu árin er ég var við Verzlunarfélag Austurlands. í mörg haust var Elís við söltun á gærum í sláturhúsinu. Ólygnastur er sá dómur er gærur frá Slátur- húsi VAL fengu, þóttu einhveijar þær bestu er bárust, t.d. til Loð- skinns á Sauðárkróki. Ekki sízt fyrir vandlega söltun út í hvern skækil. Ótvíræður vitnisburður um hinn trúa þjón í starfi. Elís hafði mikið yndi af hrossum. Ég man það að á fyrri árum mínum hér eystra var ekki mikið um útreið- ar, en oft skeði það að ég varð var við Elís á hestbaki, t.d. um helgar. Vel ríðandi, jafnvel einn á ferð. Mér hafa verið nefnd af hrossum Elíss Jarpur og Blesi og hryssan Skjóna, en hún var skagfirskk. Ég hefi séð á Urriðavatni mynd af hesti blesótt- um er Elís átti og kallaði Ljúf. Harðfjörugan hest sem e.t.v. var mesta uppáhald hans. Líklega hefir sannast á Elís að „knapinn á hest- baki er kóngur um stund. Kórónu- laus á hann ríki og álfur". Víst er að þá voru yndisstundir hans. Urr- iðavatn er landfrægt fyrir góðhesta einkum hlaupahross. Ög austfirskir hestamenn vissu af þessu og þeir Urriðavatnsfrændur, Ólafur og Elís, stundum sóttir heim af ríðandi kunningjum. Ég hygg Elís hafi almennt haft yndi af skepnum. Hann hafði sjálf- ur nokkum sauðíjárstofn og fjósið hirti hann á Urriðavatni þegar ég var þar kunnugastur. Sólrún hét móðir Elísar og var systir Jóns Ólafssonar bónda á Urr- iðavatni. Sonur Jóns er Ólafur er þar hefir búið um fjölda ára. Þeir systkinasynimir eru mér ríkastir í minni um það er snertir Urriðavatn. Elís giftist aldrei. Systkini átti hann tvö: Oddnýju, sem búið hefir í Reykjavík, og Martein, kenndan við Brekku í Fljótsdal, en síðari árin mörg í Reykjavík, við bílaakstur. Mér fínnst að á Urriðavatni hafí einna lengst lifað athyglisverður þáttur í búskaparsögu íslendinga, sá þáttur er hefír verið mörgum sveitabýlum styrkur og öryggi, þar sem óskráð lög gagnkvæmrar fé- lagshugsunar voru letruð yfir bæj- ardyrum, án stafa. Hér er vinur kvaddur með þakk- látum huga. Myndin, sem fylgir af Elís, er tekin á áttræðisafmæli hans. Jónas Pétursson FELAG norrænna forvarða heldur þessa dagana ráðstefnu í Reykjavík, en hana sitja um 100 manns frá Norðurlöndun- um auk Englands. Alls eru haldnir 25 fyrirlestrar á ráð- stefnunni, sem gefnir hafa ver- ið út, og fjalla flestir um efnið „Viðgerð menningarminja - sið- fræðileg viðhorf". Tilgangur félagsins er að efla samstarf Norðurlandanna um við- gerðir og varðveislu menningar- minja og bæta menntun og þekk- ingu norrænna sérfræðinga á þessu sviði. Félagið var stofnað sem sérdeild innan alþjóðasam- taka forvarða árið 1950 en íslend- ingar gerðust aðilar að því 1971. Ráðstefnur félagsins eru haldnar í Morgunblaðinu í gær var farið rangt með timakaup hjá Vinnu- skóla Reykjavíkur. í frétt um vinnuskólana á höfuð- borgarsvæðinu, sem birtist á bls. 17, var sagt, að unglingar í Reykjavík, fæddir 1973 hefðu rúmar 153 kr. á tímann. Það er rangt, því tímakaup þeirra er kr. 143,54. Ungmenni fædd 1973 hafa hins vegar kr. 126,66 á tímann. þriðja hvert ár og er þessi hin ell- efta í röðinni. Þetta er fyrsta skip- tið sem norrænir forverðir funda á íslandi. Ekki hefur enn fundist betra i starfsheiti en forvörður yfir stétt sérhæfðra viðgerðarmanna safn- gripa, listaverka, handrita, skjala og bóka. Starfsheitið er þýðing á erlendu orðunum „conservator“ og „restaurator“. A Islandi eru nú starfandi ellefu forverðir, fjórir á Þjóðskjalasafni, þrír á einkaverkstæði og fjórir á Þjóðminjasafni. Forverðir vinna aðallega að rannsóknum á ástandi safngripa, viðgerðum og eftirliti með heppilegu umhverfi gripanna. Forvörslunám er aðeins hægt að stunda erlendis, yfirleitt á háskóla- stigi og tekur það þrjú til sex ár. Einnig var þess getið í frétt- inni, að launin væru lægst í Reykjavík. Lilja Möller hjá Vinnu- skóla Reykjavíkur taldi þetta á misskilningi byggt. Ekki væri tek- inn inn í þetta 10% bónus, auk þess sem unglingarnir fengju miða í strætisvagna sér að kostnaðar- lausu. Enn fremur benti Lilja á, að annars staðar væru fleiri ald- urshópar á launaskrá vinnuskól- anna og samanburður því óraun- hæfur. t Móðir okkar, SÓLVEIG SIGURÐARDÓTTIR frá Ási, Hringbraut 55, Hafnarfirði, lést í St. Jósefsspítaia f Hafnarfirði 22. júní. Siguriaug Arnórsdóttir, Sigurður Arnórsson, Ásta Arnórsdóttir, Sigrún Arnórsdóttir, Sólveig Arnórsdóttir. t Sonur okkar og bróðir, FRIÐRIK P. DUNGAL, verður jarðsunginn í Bústaðakirkju föstudaginn 24. júní kl. 15.00. Páll Dungal, Auður Jónsdóttir, Marfa Dungal. t Sambýlismaður minn, SIGURÐUR GÍSLASON hótelstjóri, Skipholti 20, verður jarösunginn fró Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 23. júní kl. 13.30. Ólöf Runólfsdóttir. t Þökkum fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför INGIBERGS SVEINSSONAR, Efstasundi 66. Börnin. t Við þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU J. JÓNSDÓTTUR, Bragagötu 38. Guðbjörg Egilsdóttir, Róbert Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, STEFÁNS FRIÐBJÖRNSSONAR frá Nesjum. Magnús Stefánsson, Jónína Bergmann, Guðjón Stefánsson, Ásta R. Margeirsdóttir, Sigurbjörn Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LIUU BJARNADÓTTUR, Eyrarvegi 16, Selfossi. Tryggvi Eiríksson, Þorgils Eiríksson, Sigríður Eiríksdóttir, Bjarnþór Eiriksson, Anna Jóhannesdóttir, Sighvatur Eiríksson, Sólrún Guðjónsdóttir, Eydfs Lilja Eirfksdóttir, Guðjón Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Vinnuskóli Reykjavíkur: Tímakaup eldri hóps- ins 143,54 krónur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.