Morgunblaðið - 23.06.1988, Page 58

Morgunblaðið - 23.06.1988, Page 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988 fclk í fréttum Feðgarnir Jón Helgi og Björn kunna greinilega réttu handtökin. ÞINGEYJARSÝSLA Það ber greinilega vel i veiði hjá Birni bónda að Laxa- Systkynin, Halla Björns- mýri. dóttir og Jón Helgi Björns- son ánægð með góða veiði. a* Veiði hafin í Laxá í Aðaldal Pann 10. júní síðastliðinn, hóf- ust veiðar í Laxá í Aðaldal. Að þessu sinni voru það bændur sem höfðu ána fyrsta hálfa daginn en það kallast að „opna“ ána. Þama var veiðifjölskyldan frá Laxamýri samankomin og gekk veiðin vel. Þau voru mætt á stað- inn klukkan 7 um morguninn og aðeins stundarfjórðungi síðar var fyrsti laxinn veiddur. Bjöm Jóns- son bóndi að Laxamýri, sem rekur Klakstöðina Norðurlax, sagði að þessi lax hafi verið með skemmd tálknbörð og það sé merki um að þar sé eldislax á ferð. Því taldi hann ekki undarlegt að laxinn væri fljótur að bíta á, því að lax- inn myndi þekkja sig og vildi koma til sín aftur. Björn Jónsson ásamt Höllu dóttur sinni með enn einn laxinn. BANDARÍKIN Gestur í heiðurskvöldverði Birgitta Óskarsdóttir er 21 árs Garðbæingur og stundar nám við Kansasháskóla þar sem hún er styrkþegi. Birgitta leggur stund á listir og vísindi og gengur námið mjög vel. Þann 9. maí var Birgitta boðin til heiðurskvöldverðar sem minningar- sjóður Harry S. Trumans, fyrrver- andi Bandaríkjaforseta, stóð fyrir. Þetta í 36. sinn sem slíkur heiðurs- kvöldverður er haldinn. Þangað er boðið einum fulltrúa frá hveiju landi og em þeir valdir úr hópi styrkþega í bandarískum háskólum. Birgitta var valin sem fulitrúi. íslands að þessu sinni og mega Islendingar vera ánægðir yfir að eiga svo verð- ugan fulltrúa á erlendri grund. Hér heilsar Birgitta, Paul A. Volcker, fyrrverandi forseta stjórnar Seðlabanka Bandaríkjanna. Hann hlaut viðurkenningu úr minningar- sjóði Harry Trumans að þessu sinni fyrir vel unnin störf í þágu Bandaríkjanna. — Halló, stjóri, það er hérna eldgömul júferta, sem þyk- ist vera konan þín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.