Morgunblaðið - 23.06.1988, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 23.06.1988, Blaðsíða 68
ALLTAF SÓLARMEGIN FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. Lagfæringa þörf á Þjóðleikhúsinu: Gæti þýtt lok- un í eitt leikár Morgunblaðið/Kristján Amgrímsson Tvö landsmet í kringlukasti Vésteinn Hafsteinsson frá Selfossi tryggði sér þátttökurétt í Ólympíuleikunum í Seoul er hann kastaði kringlunni 65,60 metra og jafnaði ís- landsmet sitt á fijálsíþróttamóti í Hafnarfirði í gær. Wolfgang Schmidt, fyrrum heimsmet- hafi, setti vestur-þýskt met á mótinu, kastaði 68,22 metra. A myndinni munda þeir Vésteinn (t.v.) og Schmidt kringluna. Sjá nánar um afrek þeirra á iþróttasíðu á bls. 67. Færri hvalir veiddir til að forðast viðskiptaþvinganir EMBÆTTI húsameistara ríkisins hefiu- nýlega skilað til Þjóðleik- hússtjóra greinargerð um ástand Þjóðleikhússins og nauðsynlegar endurbætur. Að sögn Garðars Halldórssonar, húsameistara rikisins, er orðið tímabært að end- urbyggja húsið að mikiu leyti inn- an og utan, enda sé það brátt hálfrar aldar gamalt. Kostnaður gæti hlaupið á hundruðum millj- óna ef sú leiðin verður farin og nauðsynlegt gæti reynst að loka að minnsta kosti aðalsviði hússins eitt leikár, að sögn húsameistara. Siglufjörður: Bamaheímili lokað vegna skordýra- faraldurs Barnaheimilinu á Siglufirði var lokað í gærmorgun vegna skor- dýrafaraldurs og verður það ekki opnað aftur fyrr en að nokkrum dögum liðnum. Ætlunin er að úða húsið með algengu skordýraeitri. Þetta er í þríðja sinn sem úðað er I sumar til að vinna bug á meindýr- unum, að sögn bæjarstjórans, ís- aks Ólafssonar, en nú virðist bjöllutegund sem þrífst milli veggja hafa bæst við jurtamöl sem eitrað var fyrir áður. I annað skiptið sem úðað var vegna skordýra fyrr í sumar þurfti að loka bamaheimilinu í tvo daga, en síðar var úðað um helgi svo þá varð ekki truflun á starfsemi heimil- isins að sögn bæjarstjórans. Hann sagði að þegar faraldurinn gaus upp í fyrri hluta þessarar viku hefði ver- ið ákveðið að bíða ekki fram að helgi með aðgerðir og brýnt væri að búa svo um hnútana að frekari vandræði hlytust ekki af skordýrunum. Sýni hefðu verið tekin og send tii greining- ar að Keldum og væri niðurstöðu að vænta í næstu viku. Bamaheimilið er í liðlega hálfrar aldar gömlu þriggja hæða steinhúsi. Alls eru tæplega 100 böm á heimil- inu, en aðeins helmingur hópsins dvelur þar allan daginn. Gísli Alfreðsson, þjóðleikhússtjóri, segir að þó sé hugsanlegt að aðrar leiðir verði famar og gert við húsið í áföngum. „Það sem við vorum að fjalla um í þessari greinargerð var að tíma- bært væri orðið eftir allan þann tíma, sem liðinn er frá byggingu Þjóðleik- hússins, að endurgera húsið að miklu leyti bæði utan- og innanhúss," sagði Garðar. „Það var gerð tillaga um að þessi greinargerð yrði útfærð nánar og þá mun einnig verða gerð kostn- aðaráætlun. Meðal annars þarf að endurskoða nýtingu hússins. T.d. hefur verið til umræðu að koma fyr- ir lyftum í húsinu og bæta aðstöðu fyrir hreyfíhamlaða. Þá er nauðsyn- legt að bæta umhverfi hússins, gera við hrafntinnuhúð á útveggjum, sem er illa farin, og gera ýmsar aðrar lagfæringar. Nauðsynlegar lagfær- ingar verða ekki unnar á einu sumri,“ sagði Garðar. „Ef við förum í þessa stóru aðgerð kann að verða nauðsyn- legt að leggja niður starfsemi að minnsta kosti á aðalsviðinu í eitt leiktímabil." Greinargerð húsameistara hefur verið afhent Þjóðleikhúsráði og menntamálaráðherra, en hann tekur ákvörðun um hvemig tekið verður á málum hússins. BREYTINGAR á hvalarannsókn- um íslendinga, í kjölfar viðræðna við fulltrúa Bandaríkjamanna, voru kynntar i gær. Á nýhafinni hvalavertíð verður leyfð veiði á allt að 68 langreyðum og 10 sand- reyðum, í stað 80 langreyða og 20 sandreyða í fyrra. Breyting- arnar voru nauðsynlegar vegna viðskiptahagsmuna Islendinga vestanhafs að sögn Halldórs As- grímssonar, sjávarútvegsráð- herra, og minni líkur eru nú á að taka þurfi upp viðræður við Bandaríkjamenn á næsta árí. Með breytingunum er komið til móts við tillögur vísindanefndar Alþjóða hvalveiðiráðsins og óskir Bandaríkjamanna. Á móti munu bandarísk yfírvöld ekki leggja fram svonefnda staðfestingarkæru, sem leitt gæti til þess að þau beittu ís- lendinga viðskiptaþvingunum, þar sem þau telja vísindaveiðamar ekki draga úr virkni Alþjóðasáttmálans um skipan hvalveiða að sögn Harðar H. Bjamasonar, sendifulltrúa í Was- hington. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., sagði ljóst að hvalvertíð yrði minni í sniðum nú en áður. „Við því er lítið að segja. Við ráðum ekki ferðinni, heldur búum við sama þrýstinginn að vestan og venjulega. Þar veifa menn pappírsplaggi sem einhverri hótun og við gefum eftir," sagði Kristján Loftsson. Hvalkjötið sem grænfriðungar og síðan fínnsk yfírvöld kyrrsettu í Finnlandi á leið til Japans verður að sögn Kristjáns Loftssonar sent til baka til íslands og fer aðra leið utan. Ekki er þó ljóst hvemig hval- kjötið verður endursent þar sem fínnski umhverfismálaráðherrann hefur gefíð eigendum þess frest fram til miðvikudagsins 29. júní til að sækja kjötið, sem að öðrum kosti verður eyðilagt. Fyrsta skipakoma á vegum Eimskips til Helsinki er 4. júlí, en leiguskip skipadeildar Sambandsins, Magdalena R., er nú statt í Helsinki. Kári Valvesson hjá skipadeildinni sagði að deildin hefði ekki annast þessa flutninga hingað til og hann sæi ekki í fljótu bragði hvemig Magdalena R. gæti flutt frystigáma fyrir Hval hf. í kjölfar mótmælanna við hval- kjötsgámana í Helsinki-höfn hafa grænfriðungar hótað herferð gegn íslenskum útflutningsvörum í Finn- landi, fyrst og fremst gegn fiski. íslendingar fluttu út vörur til Finn- lands fyrir 900 milljónir á síðasta ári og voru sjávarafurðir stærsti hlutinn af því. Allar hvalafurðir ís- lendinga síðastliðið ár voru seldar til Japans fyrir 302 milljónir króna, sem er 0,57% af heildarútflutningi héðan. Mótmæli grænfriðunga í Finnlandi hafa vakið athygli þar í landi og víðar á Norðurlöndum og fjölmiðlar sagt frá þeim. Sjá fréttir á bls. 28 og 29. Kjarnakljúfur á leið til jarðar úr geimnum: Starfsmemi Almannavama fylgj- ast náið með ferðum hnattarins STARFSMENN Almannavarna ríkisins fylgjast náið með og afla sér daglega frétta af ferð- um sóvésks kjarnakljúfs úr gervihnetti sem hefur losnað frá hnettinum og er nú í um 800 kílómetra hæð yfir jörðu, að sögn Guðjóns Petersens framkvæmdastjóra. Óttast er að kljúfurinn nái inn í gufu- hvolf jarðar seinni hlutann í júlí eða í ágúst. Guðjón sagði að ekki verði unnt að sjá fyrir hvar á jörðinni hnötturínn kem- ur niður fyrr en fáeinum mínút- um fyrir lendingu. Guðjón Petersen sagði að sér hefði borist vitneskja um málið í síðustu viku og hann hefði síðan, gegnum stofnanir á Norðurlönd- um, fylgst náið með málinu. Hann sagði að Þorsteinn Sæmundsson stjarnfræðingur væri Almanna- vömum innan handar vegna þessa og á næstu dögum yrði aflað upp- lýsinga um málið víðar að. Kjamakljúfurinn er knúinn úr- aníum 235 og að sögn Guðjóns stafar lífí hætta af geislavirku efninu, lendi kljúfurinn á byggðu svæði. Lendi hnötturinn á landi er líklegt að geislavirkar agnir dreifist yfir stór svæði. Guðjór. sagði hugsanlegt að kjamakljúf- urinn bráðni nái hann inn í gufu- hvolfið en sagði útilokað að sprengihættu geti stafað af hon- um. Tveir sovéskir kjamakljúfar hafa losnað frá gervihnöttum og fallið til jarðar undanfarinn ára- tug. Annar lenti í Indlandshafi en hinn í óbyggðum Kanada. Brot úr hnettinum sem féll til jarðar í Kanada dreifðust vítt og breitt um landið og tók það björgunar- sveitir nokkrar vikur að fínna öll brot með geislavirku efninu sem fallið höfðu til jarðar. Ekki hlaust manntjón af. Sovétmenn munu einir þjóða enn knýja gervihnetti sína kjam- orku. Tilraunir til að eyða kjarna- kljúfínum eða skjóta honum á hærri braut hafa ekki borið árang- ur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.