Morgunblaðið - 06.07.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.07.1988, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 151. tbl. 76. árg.___________________________________MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandaríkin: Ráðherra dóms- mála segir af sér Sakramento, Bandaríkjunum. Reuter. EDWIN Meese, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og náinn vinur Ron- alds Reagans Bandaríkjaforseta, lét í gær undan mánaðalöngum þrýst- ingi og tilkynnti að hann myndi segja af sér. Meese sagði við blaða- menn að saksóknari sem rannsakað hefði feril sinn hefði ekki fundið ástæðu til að höfða mál á hendur honum. Þvi gæti hann yfirgefið stjórn Bandaríkjanna með „óflekkað mannorð". í gær iauk James McKay, sérlegur saksóknari í máli dómsmálaráðherr- ans, rannsókn sinni eftir 14 mánuði án þess að grípa til málshöfðunar. í skýrslu hans, sem ekki hefur verið Hlynnt- ir kven- prestum London, Reuter. ÞING ensku biskupakirkjunn- ar samþykkti í gær eftir 37 ára umræður að leyfa konum að klæðast prestshempu. Ákvörðunin er söguleg þó enn hafi hún ekki lagagildi og var hún tekin gegn ráðum Roberts Runcies erkibiskups af Kant- araborg. Ákvörðun þingsins er fyrsta skrefið í þá átt að ný kirkjulög taki gildi sem heimili konum að gegna prestsþjónustu. Búist er við að það geti tekið allt að fjög- ur ár að koma lögunum í gegn. Erkibiskupinn er sjálfur hlynntur því að konur sinni prestsverkum en óttast að það kunni að valda klofningi innan ensku biskupa- kirkjunnar. Graham Leonard biskup af Lundúnum og einn hatrammasti andstæðingur nýja frumvarpsins byggir röksemdafærslu sína á því að þegar Guð líkamnaðist í Kristi hafi hann valið að verða karlmaður. gerð opinber, er siðgæði dómsmála- ráðherrans dregið sterklega í efa samkvæmt áreiðanlegum heimildum. Búist er við því að deild innan dómsmálaráðuneytisins sem fjallar um ábyrgð starfsmanna þess taki mál Meese fyrir. Rannsókn McKays snerist fyrst og fremst um ásakanir á hendur dómsmálaráðher.-anum um að hann hefði hyglað vini sínum, lögfræð- ingnum Robert Wallach, og greitt fyrir því að hann fengi verkefni við að leggja olíuleiðslu frá írak. Einnig á Meese að hafa tekið þátt í undir- búningi að því að ísraelum yrði mút- að til að ráðast ekki á olíuleiðsluna. Reagan hefur ætíð borið traust til Meese þrátt fyrir alvarlegar ásakanir á hendur ráðherranum. Þegar afsögn Meese var borin undir forsetann svaraði hann: „Hann er góður vinur og hann var skrambi góður dóms- málaráðherra.“ Forseti Islands ræðir við Kohl Vigdís Finn- bogadóttir, for- seti íslands, hitti Helmut Kohl, kanslara Vestur-Þýska- lands, í Bonn í gær. í sam- tölum þeirra lýsti kanslarinn skilningi á sér- stöðu Islands gagnvart Evr- ópubandalag- inu og framlagi íslendinga til sameiginlegra varna Vestur- landa. Sjá frásögn af ferð for- seta um Vest- ur-Þýska- land á mið- opnu blaðs- ins. Reuter Skeyti Bandaríkjastjórnar tii ráðamanna í íran: Farþegarnir enn ein fórn- arlömb marklausrar deilu Iranir krefjast fundar í Oryggisráði Sameinuðu þjóðanna Svíþjóð: Skortur á hjörtum Stokkhólmi. Frá Claes von Hafsten, fréttaritara Morgunblaðsins. FJÓRTÁN hjartaflutningar hafa verið framkvæmdir í Sviþjóð síðan um áramót þegar sænsk lög um hjartaflutninga gengu í gildi. Samkvæmt nýju lögunum eiga öll hjörtu sem grædd eru í sænska rikisborgara að vera sænsk en það hefur valdið vandræðum því fram- boð hefur ekki reynst nægjanlegt og nú bíða margir hjartasjúkling- ar eftir að þeim verði sinnt. Þetta ástand var áður óþekkt í Svíþjóð því fyrir setningu laganna, þegar þau hjörtu sem notuð voru við hjartaígræðslur komu erlendis frá, voru ávallt til hjörtu þegar á þurfti að halda. Önnur nýjung sem felst i lögunum er að nú má ekki fram- kvæma hjartaflutninga nema á hjartalækningadeildinni í Gautaborg en alls telja fjórar aðrar deildir sig hæfar til að framkvæma slíkar að- gerðir. Washington, Nikósíu. Reuter. Bandaríkjastjórn upplýsti _ í gær að hún hefði sent stjórn Ir- ans skeyti á sunnudag þar sem harmað var að bandarískt her- skip skyldi hafa skotið niður íranska farþegaflugvél. Tals- maður stjórnarinnar vildi ekki auðkenna skeytið sem afsökun- arbeiðni heldur vitnaði í það og sagði að hinir látnu væru „enn Reuter Réttarhöld hefjastyfir Hamadi Réttarhöld hófust í gær í Frankfurt í V-Þýska- landi yfir Mohamed Ali Hamadi, Líbana sem sakaður er um að hafa rænt bandarískri far- þegaflugvél árið 1985. Búist er við að réttar- höldin standi fram á næsta ár. í apríl lauk réttarhöldum yfir bróð- ur hans, Abbas Ali Ham- adi, og var hann dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir aðild að ráni á tveimur Vestur-Þjóðveijum í Líbanon. Gífurleg ör- yggisgæsla er í Frank- furt vegna réttarhald- anna yfir Mohamad Ali Hamadi. Á myndinni sjást lögreglumenn fyrir utan múra fangelsisins þar sem réttað er. ein saklaus fórnarlömb deilu sem löngu ætti að vera útkljáð“. Ali Akbar Rafsanjani, yfirmaður hers írans, sagði að atburðarins yrði ekki hefnt af hálfu Irana fyrst um sinn því ekki mætti draga athygli heimsbyggðarinn- ar frá voðaverkinu á sunnudag. íranir kröfðust þess i gær að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kæmi saman til að álykta um árásina og ræða leiðir til að hindra frekari „hryðjuverk af þessu tagi“. Krafa Irana þykir sýna að þeir vilji andstætt við Bandaríkjamenn líta á atburðinn óháð Persaflóastríð- inu. Undanfarin 7 ár hafa íranir virt Öryggisráðið að vettugi. Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti sendi þinginu skýrslu í gær þar sem hann leitast við að skýra árás- ina á farþegaþotuna. Hann harmaði atburðinn en sagði að áhöfn beiti- skipsins Vincennes hefði skotið þot- una niður í sjálfsvörn eftir að hafa greint hana sem herflugvél. Málinu væri lokið að mati stjórnarinnar. Stjórnmálamenn og fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa tekið undir þetta viðhorf forsetans til óhappa- verksins. A blaðamannafundi síðdegis í gær sagði forsetinn að með skeytinu á sunnudag væri nóg að gert til að afsaka árás Vin- cennes. Hann útilokaði þó ekki að aðstandendum hinna 290 látnu yrðu greiddar skaðabætur. Stjórnmála- skýrendur segja fátt nýtt koma fram í skýrslu forsetans og sé henni greinilega ætlað að hindra að þing- ið setji lög um að forsetinn verði að ráðfæra sig við þingið áður en gripið er til hernaðaraðgerða gegn erlendu ríki. í tilkynningu frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu sagði í gær að af einhverjum ástæðum hefði áhöfn Vincennes greint rafeindaboð frá írönsku farþegaþotunni sem bentu til að hér væri herflugvél á ferð auk boða um að vélin væri farþegaflugvél. Bandaríkjamenn hafa sent rannsóknarnefnd á vett- vang og er búist við að hún ljúki störfum á tveimur vikum. Að sögn Bandaríkjamanna mun nefndin vinna með Alþjóðaflugmálastofnun- inni að rannsókn á því að loftvarna- kerfi beitiskipsins skyldi ruglast á Airbus-A300-þotu og F-14-orrustu- þotu ef stofnunin lætur málið til sín taka að kröfu írana. Dan Howard, talsmaður varnar- málaráðuneytisins, sagði að Will Rogers, skipherra á Vincennes, hefði ekki verið einn um að taka ákvörðun um að granda þotunni sem nálgaðist. Hann hafi fengið leyfi frá yfirmanni bandaríska her- aflans í Miðaustur löndum til þess arna eftir að hafa varað írönsku þotuna 12 sinnum við. Sjá ennfremur fréttir á bls. 24 og 25.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.